Morgunblaðið - 03.11.1977, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 03.11.1977, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. NOVEMBER 1977 7 r Hugsjónalegur og siðferði- legur grund- völlur Dagblaðið Vísir segir í leiðara uni sanitök ungs fólks til stuðnings vestrænu samstarfi í örvggis- og niann- réttindamálum: „Nokkrir ungir menn hafa nú bundist samtök- um undir kjörorðinu: „Samvinna vesturlanda — sókn til frelsis". Ætlan þeirra er að vekja athvgli á mikil- vægi vestrænnar sam- vinnu og hefja um- ræður um það efni. Sér- stök ástæða er til að vekja athygli á þessu framtaki. því að áhuga- mannasamtök um vest- ræna samvinnu hafa verið dauð úr öllum æð- um um langa hríð. Þessi nýju samtök hafa byrjað sókn sína með blaðaútgáfu, þar sem fram koma sjónar- mið ólfkra manna, er þó eiga það sameiginlegt að vilja efla vestrænt samstarf. Ummæli tveggja forystumanna úr skólafélögum í blaði þessu eru ekki síst verð eftirtektar. Gunnlaugur Gunnlaugsson úr Verzlunarskólanum segir: „Ég er fylgismað- ur lýðræðisskipulagsins og hins frjálsa markaðs- kerfis og þess vegna jafnframt fylgjandi vestrænni samvinnu". Sigurbjörn IVIagnús- son úr Menntaskólan- um I Reykjavík segir, að samvinna Vestur- landa veiti lýðræðis- þjóðunum styrk til að efla innri varnir fyrir frelsi og manliréttindi og gefi þeim bugsjóna- legan og siðferðilegan kraft til ' spyrna gegn hugsanl. i framsókn yfirgangs og ofbeldis. Þessar einföldu setningar skólapiltanna lýsa í raun og veru kjarna málsins. í blaði þessu koma fram fulltrúar þriggja stjórnmálaflokka, sem fvlgt hafa vestrænni samvinnu. Jón Baldvin Hannibalsson sköla- meistari á ísafirði segir þar, að það þyrfti sér- stakrar skýringar við, ef hann kysi ekki vest- ræna samvinnu. iiann segir, að þjóðríki fái ekki varðveitt fullveldi sitt nema með alþjóð- legri samvinnu og sú samvinna verði að sjálf- sögðu að byggjasl á fús- um vilja og gagnkvæm- um hagsmunum." Að vera við- búinn ófyrir- sjáanlegum atburðum „Skólameistarinn segist hafa samúð með sjönarmiðum þeirra, sem lýsa sig fylgjandi hlutleysisstefnu. þött hann sé þeim ósammála og telji þau byggða á óskhyggju. Hann bendir réttilega á. að um utanríkismál þýði ekki að ræða út frá til- f inningasjónarmiðum eða óskhyggju einni saman og segir: „Varnarmál þjóðar. rétt eins og tryggingamál. byggjast á þeirri ein- földu bugmynd að vera viðbúinn einhverjum ófyrirsjáanlegum atburðum. svo að maður þurfi ekki að sætla sig við orðinn lilut. Ella væri nóg að gera ráð- stafanir þegar þar að kæmi." Björn Bjarnason, skrifstofustjóri í lor- sætisráðuneytinu, kemst að svipaðri niður- stöðu í greiii sinni, er hann segir: „Ég efast um, að þeir sem hæst tala uni varnarle.vsi Ís- lands eða eru alteknir af þeirri rómantík, að smáríkin geti ráðið úf- slitum um stríð og frið milli stórveldanna, hal'i hugsað málið til enda. Um leið og islendingar tryggðu ör.vggi sitt með aðildinni að Atlants- hafsbandalaginu og varnir sfnar sérstaklega með samningnum við Bandaríkin. tóku þeir á sig sk.vldur eins og allir þeir. sem öðlast einhver réttindi. Ég er þeirrar skoðunar að skyldan hafi aukist síðari árin og réttindin jafnframt orðið meira virði". Davíð Oddsson borgarfulltrúi segir. að samstöðu okkar og ann- arra vestrænna ríkja ntegi ekki rjúfa, því að lýðræðið eigi ekki annarsstaðar nægjan- lega haldgott skjöl. Guðmundur G. Þörarinsson verk- fræðingur segir sögu- leg, landfræðileg og st jórnmálaleg rök hníga að samvinnu ts- lendinga við aðrar vest- rænar þjóðir, en lang- varandi herseta hér hali skaðvænleg áhrif á komandi kynslöð. Jön Baldvin Hannibalsson segir hins vegar. að varnaðarorð mætustu manna um báskann af aðild að Atlantshafs- bandalaginu og varnar- liðinu hafi sem betur fer ekki orðið að áhríns- orðum. Jónas Haralz banka- stjóri bendir í grein sinni í blaðinu á mikil- vægi vestrænnar sam- vinnu í því sk.vni að við- halda opnu hagkerfi og frjálsum viðskiptum og þar með um leið örum hagvexti. Snúa verði við þróun til nieiri einangrunar. minni heimsverslunar og hægari hagvaxtar. Af þessum tilvitnun- um má sjá, að um- ræðurnar fara vel af stað. Mest er þö um vert að þetta sýnir vaxandi áhuga á vestrænni sam- vinnu til stvrktar lýð- ræði og mannréttind- um.“ zsamvinna vesturlanda ^=SOKN TIL FRELSIS Heiti blaðs ungs áhugafólks um vestrænt varnarsamstarf og varðveizlu vestrænnar menningararfleifðar og lýðréttinda. Renault 12. TL Stöðugt hcekkandi benstnverð er áhyggjuefni flestra bifreiðaeigenda. Af þeim sökum hefur athygli manna beinst að sparneytnum bifreiðum. Renault 12 er frekar stór, rúmgóður en umfram allt, eyðir mjög litlu bensíni. Renault 12 er með framhjóladrif sem eykur ökuhcefni við allar aðstceður. Renault, mest seldi bíllinn íEvrópu 1976 KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 sólbekkir í eikar, palisander og marmaralitum Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 ■ Gegni Þjóðleikhúsinu lÆrIð vélritun Ný námskeið hefjast í kvöld 3. nóvember. Engin heimavinna. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar Innritun og upplýsingar i síma 41311 eftir kl 13 dagleqa. ■ ■ # ■ ■ ■ ■■ Velritunarskolmn Suðurlandsbraut 20. verdur ad Hótel Sögu sunnudagskvöld 6. nóvember Kl. 19:00 Húsið opnað — Svaladrykkir og lystaukar Kl 19:30. Fagnaðurinn hefst — Ljúffengur ítalskur veizlumatur Verð aðeins 2.250 — Myndasýnirig Ferðabingó. Spilað verður um þrjár sólarferðir með Útsýn til Spánar og ítaliu. Skemmtiatriði Dansað til kl 1 Hin vinsæla hljómsveit Ragn- ars Bjarnasonar og Þuriður leika og syngja Munið að panta borð snemma hjá yfirþjóni i síma 20221. Hjá Utsýn komast jafnan færri að en vilja. Útsýnarkvöld eru skemmtanir i sérflokki þar sem fjörið og stemmningin bregðast ekki Feröaskrifstof.n Austurstræti 1 7

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.