Morgunblaðið - 03.11.1977, Qupperneq 18
18
MOKGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1977
Atvinnumöguleikar ungs fólks:
Jafnvægi milli menntunar
og atvmnueftirspumar
Tillaga þingmanna Sjálfstæðisflokksins
FIMM þini'menn Sjálfstæöisflokksins, Guðmundur II.
Gardarsson, Ólafur G. Einarsson, Ragnhildur Helgadótt-
ir, Pétur Sigurösson og Albert Guðmundsson, flytja
tillögu til þingsályktunar um atvinnumöguleika ungs
fólks, svohljóðandi: „Alþingi ál.vktar að fela ríkisstjórn-
inni að láta gera athugun á vinnuaflsþörf íslenzkra
atvinnuvega í nánustu framtíð með sérstöku tilliti til
atvinnumöguleika ungs fólks. Við gerð þessarar athug-
unar verði lögð áherzla á að ganga úr skugga um, hvort
æskilegt jafnvægi sé milli menntunar ungs fólks annars
vegar og eðlilegra þarfa atvinnuveganna hins vegar í
þeim efnum. Athugun þessari skal lokið fyrir árslok
1978.“
í greinargerð með lillögunni
segir m.a.:
Eitl mesta vandamál núlíma-
þjóðfélaga er aö tryggja ungu
fólki atvinnu í samræmi við
menntun og hæfní. í svonefndum
velferðarríkjum hafa á siðustu
árum komiö fram alvarlegir
gallai' í skipulagningu og sam-
ræmingu mennta- og atvinnumála
með þeim afleiðingutn, að
milljónir ungra manna 25 ára og
yngri fá enga alvinnu að námi
loknu eða eiga í mikluin erfið-
leikum með að fá viðunandi
atvinnu.
Á ráðherrafundi OECD, Efna-
hags- og framfarastofnunar
Evrópu, sem haldinn var i Paris
dagana 23.—24. júní s.l., var
fjallað um þessi mál, enda hafa
forráðamenn þátttökuríkja mikl-
ar áhyggjur vegna vaxandi al-
AIÞMGI
vinnuleysis ungs fólks í
viðkomandi rikjum. Samkvæmt
upplýsingum frá Alþjóðavinnu-
málaslofnuninni — International
Labour Organization (ILÓ) —
munu um 7 milljönir manna und-
ir 25 ára aldri vera atvinnulausir i
OECD-ríkjunum. Það eru um það
bil 40% allra atvinnuleysingja í
þessum ríkjum. Meöal helstu ann-
marka þessarar þröunar eru of
hröð iönvæöing og uppbygging
atvinnufyrirtækja, sem byggjast á
mikilli vélvæðingu og háþróaðri
tækni. Sjálfvirkni og lölvutækni
hefur viða leyst mannshöndina af
hólmi, án þess að samsvarandi
atvinnumöguleikar hafi skapast á
öórum sviðum. Þá hefur reynst
erfitt að stilla saman menntun og
breytta atvinnuhætti, með þeim
afleiðingum, að ungu fólki hefur
ekki nýst mennlun þess sem
skyldi.
Hérlendis hefur þessarar
þróunar ekki orðið vart í rikum
maeli enn sem komið er. Tii þessa
hafa þarfir þjóðarinnar fyrir
menntað fólk á flestum sviðum
verið svo miklar, að flestir hafa
fengið starf við hæfi að námi
loknu, hvort sem um hefur verið
að ræða háskólanám eða nám á
öðrum sérsviðum atvinnulífsins.
Þó má búast við að á næstu árum
verði hreyfing til hins verra i
þessum efnum, ef ekki er hugað
að þessum málum í tæka tíð. Ljöst
er, að í ýmsum atvinnugreinum er
vinnumarkaðurinn að mettast. í
flestum þeirra er ungt fólk í mikl-
um meiri hluta, þannig að ekki er
breytinga að vænta til hins betra í
nánustu framtið. Nægir í þessu
sambandi að vísa til takmörkunar
Háskóla íslands á námsmöguleik-
um í ákveðnum greinum. Hið
sama er upp á teningnum hjá
fjöldamörgum háskólum erlendis.
Það er keppikefli sérhverrar
þjóðar, að sem flestir geti notið
mikillar og góðrar menntunar, en
sú viðleitni getur verið unnin fyr-
ir gýg eða haft takmarkaða
þýðingu, ef menntunin kemur
ekki að þeim notum sem stofnað
er til með löngu og erfiðu námi
auk þess sem það hlýtur að valda
viðkomandi einstaklingi fjárhags-
legu tjóni og sársauka að sjá vonir
ekki rætast að námi loknu.
Það er því mikilvægt að jafn-
vægi sé milli menntunar annars
vegar og atvinnumöguleika hins
vegar á hverjum tíma. Til þess að
unnt sé að gera sér skynsamlega
grein fyrir ástandi þeirra mála er
nauðsynlegt að jafnan liggi fyrir
sem gleggstar upplýsingar um
eftirspurn atvinnuvega eftir
starfskröftum. .
uiidssoii.
Eignaréttur bænda til umræðu:
Vatnsorka, jarð-
varmi og jarðef ni
Tillaga um stjórnarskrárbreytingu
Afréttir og
náttúruauðæfi
Ragnar Arnalds (Abl) mælti í
efri deíld Alþingis fyrir frum-
varpi til stjórnskipunarlaga, þess
efnis, að „öll verðmæti í sjó og á
sjávarbotni innan efnahagslög-
sögu, svo og almenningar, afréttir
og önnur öbyggð lönd utan heima-
landa, teljast sameign þjóðarinn-
ar allrar, einnig niálmur í jörðu,
orka í rennandi vatni og jarðhiti
neðan við 100 m dýpi“. Þá segir í
frumvarpsgreininni: ,,Með þeim
takmörkum, sem hér greinir, skal
við það miða að bændur haldi
eignarrétti á jörðum sínum, beiti-
rétti í óbyggðum og öðrum þeim
Þingfréttir í stuttu máli —
Tillaga til þingsályktunar:
Innkaupastof nun ríkisins
sett þingkjörin stjórn
Alþýðuflokkur flytur frumvörp um atvinnulýðræði
Innkaupastofnun
ríkisins sett stjórn.
Albert Guðmundsson (S)
mælti fyrir frumvarpi til laga í
efri deild í gær þess efnis, að
Innkaupastofnun ríkisins verði
selt þingkjörin 5 manna sljörn.
Hann sagði m.a.:
,,Þaö er kunnara en frá þurfi
að segja, að Innkaupaslofnun
ríkisins hefur sætt nokkurri op-
inberri gágnrýni á liðnum ár-
um. Skoöanir hafa verið skiplar
um sum þeirra atriða, sem
gagnrýnd hafa verið en um
önnur hefur ekki þurft að
deila
í VI. kal'la I. um skipan opin-
berra framkvæmda nr. 63 frá
1970 eru umsvif Innkaupa-
slofnunarinnar aukin verulega
frá því sem eldri lög kváðu á
um. Þar er henni fengió vald til
að taka ákvarðanir um veíga-
miklar framkvæmdir, sem
snerta verulega hagsmuni al-
mennings og afkomu þjöðar-
búsins í heild. Veldur því á
miklu, að starfsemi stofnunar-
innar og ákvarðanir, er hún
tekur, séu ífiillu samræmi við
vílja þings og þjóðar. Láta mun
nærri, að velta stofnunarinnar
á síðasta ári hafi numið 2.7
milljörðum kr. pg eru þá ekki
taldir með verksamningar, sem
stofnunin hefur annast og ber
ábyrgð á, en þar er um mjög
verulegar fjárhæðir að ræða.
Með frv. þessu er því lagt til, að
Alþingi kjósi sjálft stjórn stofn-
unarinnar og tryggi með því, að
stefnu þess sé fylgl í öllum
meiri háttar málum, er stofnun-
in á ákvörðunarvald í og þess sé
jafnan gætt, að starfseminni sé
gert að fylgja viðteknum við-
skiptavenjum."
Atviiinulýöræði
Sighvatur Björgvinsson (A)
mælti fyrir fjórum frumvörp-
um í neðri deild Alþingis í gær:
um Hlulafélög, Samstarfs-
nefndir starfsfólks og sljórn-
enda fyrirtækja, Áburðarverk-
smiðju ríkisins og Sements-
verksmiðju ríkisins. Frumvörp-
in eru efnislega samhljóða
frumvarpi um atvinnulýðræði,
sem Alþýöuflokkurinn flutti á
sl. þing, þó nú sé deilt í fjögur
frumvörp i staö eins. Frum-
vörpin miða í skeinmstu máli að
því að starfsfólk fyrirtækja af
vissri stærð fái fuiltrúa i stjórn-
ir þeirra og samstarfsnefndum
stjórnenda og starfsfólks verði
komið á fót. Vitnaði Sighvatur
til norskrar löggjafar um þetta
efni sem og ýmiss konar athug-
ana og aðgerða með öðrum
þjóðum í þessa veru.
Magnús Kjartansson (Abl)
sagði hér komiö við mikilvægt
mál en lausatök á frumvarps-
flutningi. Hann sagði orðið at-
vinnulýöræði fara illa i is-
lenzku máli. Betri væri: lýð-
ræði á vinnustöðum eða efna-
hagslýðræði. Ekki væri nóg aö
fjölga í stjórnum stærri fyrir-
tækja, sem væri útvíkkun bitl-
ingakerfis. Bre.vta þyrfli inn-
viðum stjörnunar í fyrirtækj-
um lil að ná settum mörkum
um lýðræði á vinnuslöðum..
Sighvatur harmaði lélegar
undirtektir Alþýðubandalags
undir slórl hagsmunamál
verkalýðs í landinu.
hlunnindum I heimalöndum og
utan þeirra, sem fylgt hafa ís-
lenzkum búskaparháttum á liðn-
um öldum.“
Með flutningi þessa frumvarps
viljum við alþýðubandalagsmenn,
sagði Ragnar, hnýta betur böndin
milli verkalýðsstéttar og bænda
og koma í veg fyrir óþarfa tog-
streitu þeirra í milli um eigqarráð
á landinu.
Ragnar sagði nauðsynlegt að
ákvarða fasta og skýra stefnu í
eignarréttarmálum og tryggja öll-
um landsmönnum umgengnisrétt
á fslenzku landi. Þau réttindi, sem
hér yrðu færð yfir til ríkis, væru
þríþætt: orka í rennandi vatni,
jarðhiti undir 100 m dýpi og
málmar í jörðu.
Varúð fíegn eigna-
upptöku af bændum
Albert Guðmundsson (S) sagði
m.a. að fara yrði með allri gát í
meðferð tillöguflutnings af þvi
tagi, sem hér um ræddi, og varð-
aði skerðingu á eignarrétti, hvort
heldur bændur ættu i hlut eða
aðrir. Hann hvatti viðkomandi
þingnefnd sem fengi frumvarp
þetta til umfjöllunar til að halda
vöku sinni í þessu efni. Allar til-
lögur til breytinga á íslenzkri
stjórnarskrá bæri að meðhöndla
af stakri varúð, ekki sízt þeim
sem í lævísi vísuðu leið til sósial-
isma.
Tvö frumvörp en ólík
Einar Ágústsson, utanrfkisráó-
herra, fór nokkrum orðum um tvö
frumvörp, sem fjölluðu um þetta
efni, frumvarp Alþýðuflokks-
marfna annars vegar og Alþýðu-
bandalagsmanna hins vegar.
Hann sagði mikinn mun á þessum
frumvörpum, þar sem frumvarp
Alþýðubandalagsmanna gengi
mun skemmra í skerðingu eigna-
réttar. Einar sagði stefnu Alþýðu-
flokksins ranga. Hann fagnaði þvi
að formaður Alþýðubandalagsins
viðurkenndi það, að það væri
röng stefna að ríkisvaldið ætti allt
land. Einar sagðist í fljótu bragði
faliast á ýmis sjónarmið í þessu
frumvarpi, þó að hann hefði fyrir-
vara á um önnur atriði.
Ósamræmi
í tillöguflutningi
og málflutningi
Jón llelgason (F) sagði það sitt
mat að afréttir ættu áfram að
vera eign sveitarfélaga, sem þær
hafi nytjað frá örófi alda. Tals-
menn þessa frumvarps segðu í
málflutningi að bezt færi á því að
bújarðir væru áfrant í eigu
bænda, enda myndi land bezt
varðveitt og skilað til afkomenda
með þeim hætti. Sama máli
gegndi um afréttir. Þær væru bet-
ur komnar í höndum þeirfa, er
nytjuðu þær og þekktu en em-
bættismanna í Reykjavík. Jón
sagði meira samræmi í því að
bændur ættu bújarðir en heima-
sveitir afréttir. Sveitarfélögin
hefðu vissar kvaðir gagnvart þess-
um afréttum sem eignaraðilar. Ef
ríkið tæki þennan eignarétt til
sin, fylgdu þessar kvaðir með.
Þær gætu orðið ríkinu þyngri
baggi í framkvæmd en heimaaðil-
um. Umferðarréttur almennings
um afréttir væri í engu betur
tryggður þótt ríkisvald i Reykja-
vík héldi um eignartauma.
í meginatriöum
sammála.
Steingrfmur Hermannsson (F)
sagðist í meginatriðum sammála
„þeirri stefnu, sem þetta frum-
varp markar“. Ég hefi að vísu
ekki kynnt mér það í öllum atrið-
um en það tekur „af allan vafa,
eða eins langt og unnl er, um eign
á ýmsum landsvæðum, sem um
hefur verið deilt, og um eign á
orku og náttúruauðlindum. bæði í
sjó, sjávarbotni og á landi. Stein-
grímur sagðist þó hafa á allan
fyrirvara um einstök atriði, eins
og utanríkisráðherra hefði einnig
tekið fram. En hér hefði orðið
greinileg stefnubreyting hjá al-
þýðubandalagsmönnurn, afstaða
þeirra væri jarðbundnari orðin.
Þegar adstæður krefjast
ríkiseignar jarða.
Stefán Jónsson (Abl) sagði það
rétt vera við núverandi aðstæður,
að landið væri eign bænda; enda
þar betur komið en í höndum
ríkis og ráðuneyta, að óbreyttum
öllum aðstæðum. Þjóðnýting
lands væri þvi aftarlega á verk-
efnaskrá Alþýðubandalagsins.
Hins vegar gæti að því komið,
þegar aðstæður krefðust slíks, að
þjóðnýting þess yrði að veruleika.
Eign og stjórn
heimaaðila.
Steinþór Gestsson (S) mælti
móti frumvarpinu. Hann sagðist
ekki sjá að afréttir væri betur
komnar í stjórn og umsjá ráðu-
neytisdeildár í Reykjavik en
heimasveita og manna, er hefðu
staóbundna þekkingu á aóstæðum
og nýtingu. Hann færði fram ýmis
rök tii stuðnings eignarrétti við-
komandi sveitarfélaga á afrétt-
um. Huga þyrfti vel að réttar-
stöðu bænda varðandi meðferð
þessa frumvarps í þinginu — og
gæta þess vel að gera ekki hlut
þeirra verri en áður.