Morgunblaðið - 03.11.1977, Side 23

Morgunblaðið - 03.11.1977, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NOVEMBER 1977 23 — Caransa Framhald af bls. 19 hefur vegur hans aukizt meö næstum því léifturhraóa. Hann hefur keypt /eróaskrifstofur, fengizt við leiguflug og mun hafa verið í vinfengi við Bern- harð prins. Nafn hans hefur lika orðið þekkt í íþrótta- heiminum og hann keypti veð- hlaupahesta og gaf í sjóð knatt- spyrnufélagsins Ajax. Caransa hefur alla tíð gætt heilsunnar og haldið sig i góðu líkamlegu fornti. Hann hefur aldrei reykt og forðast sterka drykki. Hann er unglegur og þróttmikill. Hann var eitt sinn spurður uni l.vkilinn að velgengni hans og svaraði: „Einfalt: ég kaupi eitthvað f.vrir fjögur gyllini og sel það fyrir sex. Eg tek þau tvö gyllini sem ég hef unnið mér inn og gæti þess að eyða ekki þremur gyllinum. — ILO Framhald af bls. 19 ekki nefna löndin sem verður leitað til. Blanchard lýsti „hanhi og undrun“ vegna ákvörðunar Bandarikjamanna, en kvaðst vona að þeir stæðu ekki lengi fyrir utan samtökin. Vestur-Þjóðverjar, Svisslendingar og margar aðrar þjóðir hafa hartnað ákvörðunina. Vestur-þýzka stjórnin sagði þó, að virða yrði ákvörðun Bandarikja- manna og að ILO ætti að reyna að konta því til leiðar að Bandaríkin gerðust aftur aðili með þvi að einbeita sér að „hefðhundnum verkefnum.“ — Baader Framhald af bls. 1 með því aó standa gegn kröfurn mannræningjanna um að 11 hryðjuverkamönnum yrði sleppt úr fangelsi. Raspe var þá að því spurður hvort hann ætti við að fangarnir kynnu að fremja sjálfs- 'morð, en hann svaraði þá: „Ég veit það ekki.“ I skýrslunni kemur fram, að v-þýzka stjórnin ákvað á fyrsta fundi sínum vegna Schleyer- málsins að ekki skyldi látið undan kröfum mannræningjanna. Varðandi meðferð málsins setti stjórnin sér, að i fyrsta lagi skyldi við það miðað, að frantkvæmda- valdið biði ekki hnekki vegna málsins og að orðstír rikisvaldsins skaðaðist ekki utanlands eða innan. Annað markmiðið var að finna Schleyer á lífi og loks að koma höndum yfir mannræningjana. Um 70 hryðjuverkamenn í fangelsum í Vestur-Þýzkalandi voru settir í einangrun um leið og Baader, Raspe og Ensslin, en eftir að þau fundust látin í klefum sinum og Hanns-Martin Schleyer i farangursrými bifreiðar i Mulhouse i Frakklandi hefur ein- angrun verið aflétt og fangarnir búa nú við áþek^ kjör og áður en gripið var til sérstakra öryggis- ráðstafana. — Fiskvernd Framhald af bls. 1 sjávarútvegi létu þau umraæli falla i dag, að veiðibannið við strendur Bretlands og sunnan 62. breiddargráðu við Noregsstendur kunni að hafa þau áhrif að leggja verði um helmingi fiskveiðiflota Dana, þ.e. þeim hluta skipanna sem veiða i bræðslu. Formaður danska sjómannasambandsins, Lauritz Toer, tók meira að segja svo djúpt i árinni að segja, að ef veiðibannið yrði látið gilda fram á mitt næsta ár múndi það hafa í föí' með sér hrun í dönskum sjávarútvegi. — 60 ára Framhald af bls. 29. tengslum við heildarsamninga um landið allt, en stöku sinnum að eigin frumkvæði verkalýðsfélag- anna á Vestfjörðum á vegum A.S.V. Þá er þess getið að i árslok 1952 hafi verið gerður Iieildar- samningur um kaup og kjör mat- sveina. háseta og vélstjóra á skip- um seni stunda línuveiðar. veiðar með netum. botnvörpu. dragnót og handfærum. við Utvegsmanna- félag Vestfjarða og hafi síðan gilt einn samningur milli aðila um kjör sjómanna. Síðan segir i frétt frá samband- inu aö mikil og göð sanivinna hafi ríkt milli aðildarfélaganna og er rekin skrifstofa sambandsins á ísafirði í samvinnu við verkalýðs- félögin þar. Núverandi stjórn skipa: Pétur Sigurðsson forseli, Finnur Jóns- son varaforseti. Guðmundur Fr. Magnússon ritari. Bjarni L. Gests- son gjaldkeri og Hörður Snorra- son meðstjói nandi. Þing Alþýðusambands Vest- fjarða hið 23. veróur lialdið á Isa- firði dagana 11.—13. nóv. og eiga 35 fulltrúar rétl til setu þar. — Eilítið um elliárin Framhald af bls. 26 að nota góða lýsingu við vinnu, lestur o.s.frv. Heyrnin ásamt með sjóninni er eitt þeirra skynfæra, sem hjálpar okkur til þess að komast í nánara samband við annað fólk Ef heyrnin gefur sig, er mikil hætta á að við einangrumst frá öðrum ef við leitum ekki læknis okkurtil hjálpar. Strax frá tíu ára aldri minnkar hæfileikinn til þess að heyra háa tóna og margir fullorðnir geta lent í erfiðleik- um með heyrnina á efri árum. Það er þvi nauðsynlegt að fylgjast vel með bæði sjón og heyrn faa reglulega í læknis- skoðun og ekki síst borða fæðu, sem er rik af næringarefnum. Þegar menn taka að eldast og þreyt__t og bragð- og lyktarskyn dofnar hafa þeir ekki ánægju af matargerð á sama hátt og áður. Þá er hætt við, að fæðan verði ekki eins fjölbreytt og áður og mikil hætta verðurá næringarefnaskorti. Langan kafla mætti rita um ýmsa sjúk- dóma elliáranna, sem hrjá okkur fremur þá en á yngri árum, en aðalatriðið er, að við fylgjumst vel með heilsu okkar, vitum, að við erum ekki ung lengur, en getum engu að siður notið lífsins á margan hátt, sinnt hugðarefnum okkar og gert ýmislegt, sem áður vannst ekki timi til. Úrval af vönduóum vörum. M.a. frá: ItlCatlpuP Islenzkar gallabuxur;skyrtur, bolir, jakkar og peysur frá Danmörku FALMER (Qle nci* Ó'f-Í Gallabuxur.skyrtur.bolir og jakkar frá Englandi Bolir og skyrtur frá Englandi BlúSsur og kuldaflíkur frá Englandi Peysurfrá Englandi BANKASTRÆTI 7, SÍMI 2 9122

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.