Morgunblaðið - 11.11.1977, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1977
2
Meiri síld í fryst-
ingu en búizt var við
Síldin hefur ekki nýtzt eins vel til
söltunar nú og í fyrra
„ÞAÐ ER ljóst að það hef-
ur verið fryst töluvert
meira af síld nú en raenn
áttu von á og einnig hefur
Samdráttur
í tóbakssöl-
unni á öll-
um sviðum
„ÞESSI samdráttur er í sölu
tóbaksvara og hefur átt sér
stað jafnt og þétt allt þetta ár,“
sagði Jón Kjartansson, for-
stjóri ÁTVR, er Mbl. ræddi við
hann 1 gær, en 1 fjárlagaræðu
Matthfasar A. Mathiesen, fjár-
málaráðherra, á Alþingi á
þriðjudag kom fram, að hagn-
aður af sölu ÁTVR á þessu ári
verður um 600 milljónum
krónum minni en reiknað var
með. „Ég tel að höfuðástæðan
sé sú að fólk hefur nú tekið við
sér eftir allar ábendingarnar
um hættur varðandi reyking-
ar,“ sagði Jón, þegar Mbl.
spurði, hverjar hann teldi
ástæður minnkandi sölu tó-
baksvara. „Má vera að það hafi
sín áhrif lfka,“ sagði Jón, er
Mbl. spurði, hvort verðið gæti
hafa haft áhrif þarna á.
Jón sagði að fyrstu tíu mán-
uði þessa árs væri sígarettusal-
an 20.658 millj. minni en á
sama tíma í fyrra, en það sam-
svarar einni milljón, þrjátíu og
tvö þúsund og niu hundruð
pökkum. Reyktóbakssalan hef-
ur minnkað um 9H tonn, sem
samsvarar um 190.000 tóbaks-
bréfum. Vindlasalan hefur
dregizt saman um 2.2 milljón
vindla og neftóbakssalan um
1,2 tonn, sem samsvarar 24000
neftóbaksdósum.
Jón Kjartansson sagði að
þetta væri greinilega mesti
samdráttur í sölu fyrirtækisins
i hans focstjóratíð.
síldin ekki nýtzt eins vel til
söltunar og í fyrra“, sagði
Jón B. Jónasson, fulltrúi í
sjávarútvegsráðuneytinu, í
samtali við Mbl. í gær, en
þá var síðasti veiðidagur
reknetabátanna. Jón sagði
ljóst, að reknetabátarnir
hefðu farið fram yfir það
magn, sem þeir máttu
veiða, en það var 10.000
tonn. „Hins vegar þótti
ekki ástæða til að stöðva
þá, fyrst búið var að ákveða
þennan dag sem lokadag,“
sagði Jón.
Jón sagði að af 83 nótabátum,
sem fengu leyfi, hefðu yfir 40
fyllt sinn síldarkvóta nú, en kvót-
inn var 200 lestir á skip. Hins
veéar taldi Jón ljóst, að nokkur
skip myndu ekki fara á síld, þann-
ig að útkoman yrði að 75 nótabát-
ar stunduðu síldveiði að þessu
sinni.
Jón sagði að endanlegar tölur
um afla reknetabátanna lægju
ekki fyrir, en þær yrðu teknar
saman í dag. Þá sagðist Jón ekki
geta sagt nákvæmlega til um það
magn, sem hefur verið fryst, en
sem fyrr segir er það orðið tals-
vert meira en menn bjuggust við.
Frá fundi Félags íslenzkra iðnrekenda að Hótel Sögu.
Félag íslenzkra idnrekenda:
Fer fram á ársfrestun
tollalækkana á fullunnum
vörum frá öllum löndum
— sem gæfi ríkissjóði 800 millj. kr.
FÉLAG íslenzkra iðnrek-
enda boðaði til almenns
félagsfundar að Hótel
Sögu í gær til að kynna og
ræða um þær tillögur, sem
stjórnin hafði lagt fram
um iðnþróunaraðgerðir og
fjármögnun þeirra á árinu
1978 annars vegar, og hins
vegar tillögur til breyting-
Félag Sambandsfiskframleiðenda:
Frystiiðnaðurinn stefnir í
óviðráðanlegan hallarekstur
Morgunblaðinu hefur
borizt eftirfarandi ályktun
frá Félagi sambandsfisk-
framleiðenda:
Frystiiðnaðurinn var rekinn
með miklum halla mánuðina júlí
Mjög góð þátttaka
í atkvæðagreiðslu
bankamannanna
„ÞETTA stefnir allt 1 mjög góða
þátttöku,“ sagði Sólon Sigurðs-
son, formaður bankamannasam-
bandsins, er Mbl. ræddi við hann
f gærkvöldi um það bil, senf at-
kvæöagreiðslu bankamanna um
samningana var að ijúka.
Sólon sagði að á nokkrum stöð-
um úti á landi hefði þátttakan
orðið 100% strax fyrri dag at-
kvæðagreiðslunnar og þann dag
hefði þátttakan í aðalbanka
Landsbankans og Seðlabankanum
verið á milli 70—80%
Sólon sagði að búast mætti við
að öll gögn yrðu komin til Reykja-
víkur síðdegis í dag og myndi
talning þá geta farið fram í kvöld.
til september og þrátt fyrir tekju-
aukningu með hækkun viðmiðun-
arverðs frá 1. október í Verðjöfn-
unarsjóði, sem ríkissjóður tók
ábyrgð á, stefnir sýnilega i óvið-
ráðanlegan hallarekstur án rót-
tækra og markvissra aðgerða.
Fyrirsjáanlegt er, að á næstu
mánuðum dynja yfir stórfelldar
kostnaðarhækkanir. Fráleitt virð-
ist, að þær verði að þessu sinni
bornar uppi af verðhækkunum á
erlendum mörkuðum.
Fundurinn metur þá viðleitni
stjórnvalda, að leggja fram lánsfé
til hagræðingar og að þau hafa
beitt sér fyrir könnun á hag og
rekstri fiskvinnslufyrirtækja.
Fundurinn hvetur félagsmenn
til þess að halda stöðugt áfram að
leita leiða til hagkvæmari rekst-
urs. Fundurinn mótmælir breytt-
um reglum viðskiptabanka um
greiðslur vaxta, sem hefur í för
með sér að greiðslustaða stór-
versnar. Einnig skorar fundurinn
á Seðlabankann að ganga rösk-
lega fram i því að breyta af-
urðalánum til samræmis við skila-
verð afurða.
Jafnframt lýsir fundurinn
undruri sinni á tilraunum ríkis-
valds og Seðlabanka til að koma á
staðgreiðslukerfi hráefnis á þeim
tíma þegar það er algerlega
óframkvæmanlegt og það án
minnsta samráðs við fiskiðnað-
inn.
ar til samræmingar á
starfsaðstöðu undirstöðu-
atvinnuveganna.
Til þess fundar var boðið
ýmsum gestum, sem á ein-
hvern hátt tengjast
iðnaðinum, m.a. iðnaðar-
ráðherra Gunnari
Thoroddsen-, sem flutti
ræðu á fundinum, iðnaðar-
nefndarmönnum og fjár-
hags- og viðskiptanefnd al-
þingis og ýmsum em-
bættismönnum úr iðnaðar-
ráðuneytinu, fjármála-
ráðuneytinu, Fjárhags- og
hagssýslustofnun og við-
skiptaráðuneyti og mörg-
um fleiri.
Davíð Scheving Thorsteinsson,
formaður F.I.I., skýrði tillögur
stjórnar félagsins fyrir félags-
mönnum og kom þar m.a. fram að
stjórnin fer fram á frestun tolla-
lækkunar á fullunnum vörum frá
öllum löndum um eitt ár, en slik
frestun myndi gefa ríkissjóði í
Framhald á bls. 19.
Ófært að eiga það yfir
höfði sér að samgöng-
ur við umheiminn rofni
sex sinnum á ári
— segir Kristján Guðlaugsson
„ÉG geng út frá því að við mun-
um I fyrstu umferð taka málið
upp 1 gegnum Vinnuveitendasam-
band tslands, en allir hljóta að
Frá atkvæðagreiðslu i Landsbankanum í gær.
Ljósm. Mbl. Frióþjófur
HABSTHAPPDDKTTISJÁLFSTÆBISFLOKKSINS1977
10 vlnningar:
HITACHI LITSJÓNVARPSTÆKI
Verðmætí samlals kr. 2.500.000,-
Kr. 500 DRÉGIÐ 12. nóvember 1977 Upplýtlnggr i tima 82900 Miflinn er ógildor irá 12. nðvember 1978. •I • i l i
Hausthappdrætti Sjálfstæðisflokksins:
Dregið á morgun
DREGIÐ verður 1 hausthapp-
drætti Sjálfstæðisflokksins
annað kvöld og verður aðeins
dregið úr seldum miðum.
Afgreiðsla happdrættisins er
í Sjálfstæðishúsinu Valhöll,
Háaleitisbraut 1. Verður hún
opin til kl. 23 1 kvöld, sfmi
82900, og geta menn látið senda
eftir greiðslum og einnig er
hægt að fá miða heimsenda.
Þeir, sem fengið hafa senda
miða úti á landi, eru beðnir að
gera skil til umboðsmanna þar
strax.
sjá að þetta er óviðunandi ástand
og þingfiokkarnir hljóta ad taka
tillit til þess á yfirstandandi
þingi, að það er ófært að við eig-
um það yfir höfði okkar að sam-
göngur við umheiminn rofni sex
sinnum á ári,“ sagði Kristján
Guðlaugsson, varaformaður
stjórnar Flugleiða, er Mbl. leitaði
til hans vegna samþykktar stjórn-
ar Fiugleiða, þar sem lýst er
áhyggjum vegna tíðra verkfalla
og sagt að óheftar flugsamgöngur
Islands við umheiminn séu ekki
venjulegt hagsmunamál, heldur
öryggismál.
Kristján sagði, að flestir hlytu
að vera á þeirri skoðun, að ekki
væri heppilegt að starfrækja fél-
ag, sem gæti átt von á verkfalli
annan hvern mánuð ársins.
„Þetta er viðkvæmara i fluginu
en annars staðar,“ sagði Kristján,
„þar sem markaðirnir, bæði í
Bandaríkjunum og á meginland-
inu, eru fljótir aó tapast vegna
öryggisleysis". Þá benti Kristján
á að flugsamgöngur við umheim-
inn hlytu að teljast algjört
öryggismál, þar sem um aðrar
samgöngur væri alls ekki að ræða
milli islands og annarra landa.
Framhald á bls 18.