Morgunblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÖVEMBER 1977
Pólsk grafík sýnd
á Kjarvalsstöðum
A Kjarvalsstöðum hefst á
laugardaginn 12. nóv. sýning á
pólskri grafík-list og er sýning-
in hingað komin fyrir tilstilli
pólska menningarmálaráðu-
neytisins. Ryszard Otreba hefur
valið verk á sýninguna, og hann
mun jafnfrámt flytja fyrirlest-
ur þriðjudagin 15. nóvember.
Sýnd verða alls 130 ferk eftir
34 grafíklistamenn og má finna
ýmsa tækni svo sem tréristu,
dúkristu, þurrnál og gibsþrykk.
1 frétt frá Kjarvalsstöðum segir
að fáar þjóðir standi Pólverjum
jafnfætis í grafíklist, listamenn
þeirra vinni oft til alþjóðlegra
verðlauna á sýningum viða um
heim og sé ástæða fyrir yfir-
burðum þeirra m.a. sú að Pól-
verjar hafi lagt rækt við grafík-
list frá þvi fyrir síðustu alda-
mót og hafi hún fengið byr und-
ir báða vængi eftir síðari
heimsstyrjöldina.
Auk erindaflutnings verður
m.a. flutt pólsk tónlist og sýnd-
ar kvikmyndir og verður dag-
skráin sem hér segir:
Laugardaginn 12. nóv. kl. 15
— Sýningin verður opnuð.
briðjudaginn 15. nóv. kl.
20.30 — fyrirlestur: Ryszard
Otreba
Sunnudaginn 20. nóv. kl. 20
— Pólsk nútimatónlist.
Miðvikudag 23. nóv. kl. 20.30
— Kvikmyndir um pólska graf-
ik.
Fimmtudag 24. nóv. kl. 21 —
Um pólska vefjalist — Hrafn-
hildur Schram.
Þessi mynd er eftir Ryszard
Otreba en hann flytur einn-
ig fyrirlestur um grafík og
rannsóknir sinar á táknum
og læsileik þeirra.
Nýtt verð á físki og
fískslógi til mjölvinnslu
YFIRNEFND Verðlagsráðs sjáv-
arútvegsins hefur ákveðið nýtt
lágmarksverð á fiskbeinum,
fiskslógi og heilum fiski til mjöl-
vinnslu frá 1. nóvember til 31.
desember n.k. og er verðið eftir-
farandi:
a) Þegar selt er frá fiskvinnslu-
stöðvum til fiskimjölsverksmiðja:
Fiskbein og heill
fiskur, sem ekki
er sérstaklega
verðlagður, hvert kg .....kr. 7.00
Karfabein og heill
karfi, hvert kg ..........kr. 9.15
Steinbitsbein og heill
steinbítur, hvert kg .....kr. 4.55
Fiskslóg, hvert kg .......kr. 3.15
b) Þegar heill fiskur er seldur
beint£frá fiskiskipum til fiski-
mjölsverksmiðja:
Fiskur, sem ekki
er sérstaklega
verðlagður, hvert kg ....kr. 6.40
Karfi, hvert kg .........kr. 8.30
Steinbítur, hvert kg....kr. 4.15
Verðið er miðað við, að seljend-
ur skili framangreindu hráefni í
verksmiðjuþró.
Karfabeinum skal haldið að-
skildum.
Verðið var ákveðið af odda-
manni og fulltrúum kaupenda
gegn atkvæðum fulltrúa seljenda
í nefndinni, en Lhenni áttu sæti:
Olafur Davíðsson, sem var odda-
maður nefndarinnar, Guðmundur
Kr. Jónsson og Vilhjálmur Ingv-
arsson af hálfu kaupenda og
Agúst Einarsson og Friðrik Páls-
son af hálfu seljenda.
AOGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
JBorcimblatiiþ
SÉRTILBOÐ í VIKU
meöan birgöir endast
100.000 út og restin í 6 mán,|
fyrir þá sem fara fram á meira en lit á skerminn
Á HORNI SKIPHOLTS OG
NÓATÚNS
SÍMI 29800 ( 5 LÍNUR)
26 ÁR í FARARBRODDI
VARANLEG LITGÆÐI
Flost litta'ki eru vandlega stillt í verksmiðjum. Það þýðir ekki að upphaflega
stillingin endist. Þar sem myndlampinn er háspenntur (25.000 volt), þá er hætta á
skammhlaupi. Fyrirhæri, sem smám saman trufla stillinj;u litahyssanna. með þeim
afleiðingum að mvndin verður rauðleit, hláleit eða jafnvel grænleit. Þetta þýðir að
þér verðið að fá viðgerðarmann til þess að stilla litina. nema að sjálfsögðu, að tækið
geri það sjálft.
Auðvitað verður líka litabrenglun í okkar tækjum, en það getið þér ekki séð, þar sem
öll litabrenglun er leiðrétt samstundis. Sjálfvirka litstillikerfið athugar og stillir
litina 50 sinnum á sekúndu. Þá fáið þér aldrei litahrenglaða mynd. Þetta kerfi er
aöeins í okkar tækjum. Þér getið treyst því að raunverulegur litur helzt meðan
endast.
í»essi tækni ein ætti ad nægja yður til að velja
Nordmende og Bang & Olufsen.
L