Morgunblaðið - 11.11.1977, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1977
13
mannár 9 talsins í þessari atvinnu-
grein hefðu starfað 1688 manns
1970 en 2410 manns 1975, i mann-
árum talið Fjölgun 722 mannár eða
42 8%
9 UtanrikisráSherra. Einar Ágústs-
son, svaraði fyrirspurn frá Lúðvik Jó-
sepssyni (Abl) varðandi íslenzka aðal-
verktaka Svar ráðherra var svohljóð-
andi:
„1. Eignaraðilar íslenzkra aðalverk-
taka sf eru: Sameinaðir verktakar hf .
50%, Reginn hf , 25% og Rikissjóður
íslands, 25% — Félagtð islenzkir aðal-
verktakar sf var stofnað árið 1954
fyrir tilstuðlan þáverandi rikisstjórnar i
þeim tilgangi að það tæki að sér fram-
kvæmdir fyrir varnarliðið i stað þeirra
erlendu verktaka. sem þá störfuðu hér
— Sameinaðir verktakar hf og Reginn
hf höfðu þá starfað sem undirverktak-
ar við þessar framkvæmdir hjá hinum
erlendu verktökum um nokkurt skeið
2. Heildarvelta íslenzkra aðalverktaka
sf. árið 1975 var kr
1 359 024 583 - og árið 1976 kr
2 429 145 786 -
3. Aðalverkefni íslenzkra aðalverktaka
sf s.l. tvö ár hafa verið Malbikun
flugbrauta. uppsetning öryggisbúnað-
Fyrirspumir og svör:
1720 bankastarfemenn —Velta ís-
lenzkra aðalverktaka 2.4 milljarðar
ar flugbrauta, endurbygging á þaki
aðal-flugskýlis, reisning verkstæðis-
byggmga. íbúðarhúsabyggingar, lagn-
ing dreifikerfis fyrir lokað sjónvarp o fl
4. Starfsmenn félagsins eru nú
526, en voru rúml 600 s I sumar
5. Launagreiðslur fyrirtækisins vegna
verkframkvæmda árið 19 75 voru sam-
tals kr 553 462 599 — og árið 1976
kr. 1 159 288 678
6. Rekstrarhagnaður félagsins árið
1975 var kr 23.906.167.— og árið
1976 kr. 142.537.046.-.
Q Fjármálaráðherra, Matthías Á.
Mathiesen svaraði i gær fyrir-
Spurn frá Albert Guðmundssyni (S)
um uppsafnaðan söluskatt útflutnings-
iðnaðar, sem endurgreiddur verður á
árinu 1978 vegna yfirstandandi árs.
Nánari grein verður gerð fyrir þessu
máli I þingfréttum Mbl. á morgun.
Q Iðnaðarráðherra, Gunnar Thor-
oddsen, svaraði og fyrirspurnum frá
Sighvati Björgvinssyni (A) um Orku-
bú Vestfjarða og frá Garðari Sigurðs
syni (Abl) um nýjan rafstreng (sæ-
streng) til Vestmannaeyja. Svar ráð-
herra um Orkubú Vestfjarða verður birt
í heild hér í blaðinu siðar og grein gerð
fyrir svari hans varðandi rafstreng til
Eyja
Q Ólafur Jóhannesson, viðskipta
ráðherra, svaraði fyrirspurnum frá
Lúðvik Jósepssyni um áhrif afsláttar af
farmgjöldum skipafélaga á verðlag.
Ráðherra sagði ,,Við ákvörðun álagn-
ingar á innfluttar vörur taka verðlags-
yfirvöld mið af afkomu innflutnings-
fyrirtækja og hafi fyrirtækin fært af-
slætti af farmgjöldum eða öðru til
tekna er tekið tillit til þess við endur-
skoðun álagningarreglna Almennt
tíðkast nú að skipafélög veiti 50%
afslátt af farmgjöldum." Þá sagði ráð-
herra að afsláttur hefði fyrst verið tek-
inn upp fyrir nokkrum áratugum vegna
erlendrar samkeppni Hann hafi verið
lagður niður 1 960 en tekinn upp á ný
1962/63 og tiðkast síðan Fyrst eftir
upptöku hans á ný megi e.t.v. segja,
að verðlag hafi verið of hátt, en strax
við næstu endurskoðun álagningar-
reglna hafi verið tekið tillit til hans —
og hefur svo verið síðan.
— Þá svaraði ráðherra fyrirspurn frá
sama þingmanni varðandi starfs-
mannafjölda í bönkum og innflutnings-
fyrirtækjum. í svari ráðherra kom m.a
fram að starfsmannáfjöldi í Seðlabanka
hafi verið 99 manns 1970 en sé nú
117. í viðskiptabönkum hafi starfað
991 maður 1970 en nú starfi þar
1438 Að auki starfi 56 manns hjá
bankakerfinu við önnur störf en banka-
störf Við 10 stærstu sparisjóði lands-
ins hafi starfað 60 manns 1970 en
110 manns nú Alls hafi starfað í
þessum stofnunum 1186 menn 1970
en 1721 nú. Fjölgun nemi 535 mönn-
um og 45.1% í reiknistofnun bank-
anna starfi 30 manns
Bókfærðar tekjur viðskiptabankanna
umfram gjöld hafi verið 686 m.kr. árið
1976, en hjá Seðlabanka 158 m.kr.
Þá sagði ráðherra að nú störfuðu
666 menn hjá þremur olíufélögum,
eftir skýrslum um slystr. vinnuvikur að
dæma
Heildsölufyrirtæki utan olíu og bygg-
ingarfyrirtækja hefðu verið 628,
1975. Þar af hefðu verið 524 fyrirtæki
með færri en 5 starfsmenn eða 83.4%
fyrirtækjafjöldans. Fyrirtæki með 5 til
30 mannár hefðu verið 95 eða
15.1%. Fyrirtæki með fleiri en 30
7. Allir verksamningar ísl aðalverk-
taka sf eru i bandarikjadollurum í
samningum þeirra er ákvæði um end-
urskoðun samningsupphæðar á
þriggja mánaða fresti ef gengi hefur
breytzt um 1 %, eða meir, til hækkunar
eða lækkunar, á því timabili. Ef gengis-
breyting nemur 10%, eða meir. i einu,
skal samningsupphæð endurskoðuð
miðað við þann dag, sem slík breyting
á sér stað Félagið hagnast þvi ekki á
gengisbreytingum.
8. ísl aðalverktakar sf. greiða ekkt
aðflutningsgjöld af vinnuvélum, sem
notaðar eru við varnarliðsframkvæmd-
ir Sala varnarliðseigna tekur við og sér
um sölu á öllum vinnuvélum og tækj-
um "
Ný ptatameð
GEIMSTEINI
Hljómplatameð
frábærum
tónlistar-
mönnum.
Allt frumsamin
lög, sem allir
hafa gaman af.
Þórir Baldursson,
Rúnar Júlíusson
o.fl.
í ofsa stuði.
Geimsteinn
> ***.&#>’ •
<*< iRiina
Dreifingaraðili
FALKINN HF
Suðurlandsbraut 8
84670 Reykjavík.
Magnús Torfi Ólafsson:
Kvikmyndin Ólafur Lilju-
rós, og stéttarlegt viðhorf
MORGUNBLAÐIÐ birti fyrir
nokkru ræðu mína á Alþingi í
umræðum um frumvarp um
Sinfóníuhljómsveit Islands.
Mér hefur verið bent á, að þeg-
ar ég vitnaði þar eftir minni í
blaðaskrif um nýlega kvikmynd
slæddist inn missogn, sem ég
vil biðja blaðið að leiðrétta, svo
það liggi fyrir sem sannara
reynist.
Ummæli á blaðamannafundi
um kvikmyndina Ölaf Liljurós
komu ekki í Þjóðviljanum, í
þeirri mynd sem ég vitnaði til,
heldur í Tímanum á þessa leið:
„ ... huldufóikið var heiðið,
stal, lifði svokölluðum ólifnaði
og gerði yfirleitt allt sem alþýð-
an hefði sjálf viljað fram-
kvæma.“ (Tíminn 15. sept. s.l.
bls. 3).
Þá vil ég nota tækifærið til að
taka fram, með tilliti til fyrir-
sagnarinnar á ræðu minni i
blaðinu, að fyrir mér vakti ekki
að veitast að kvikmyndinni um
Ólaf Liljurós, sem ég hef ekki
séð, heldur vara við þvi, eins og
samhengið ber með sér, að lagð-
ur sé stéttarlegur mælikvarði,
gripinn úr lausu lofti, á mennt-
ir, listir, nú ellegar þjóðtrú. 1
því sambandi skiptir í rauninni
ekki máli, hvar tilfærð ummæli
birtust, en rétt skal vera rétt.
Magnús T. Ólafsson.
All wm IflGI Fréttir í stuttu * máli
0000k,
—
rótia verdiaua
í fjórðu milljónustu fernunni af
JRDPICANA
eru 100.000 kr. verðlaun
Fékkst þú þér
JROPICANA
í morgim
Sólargeislinn frá Florida