Morgunblaðið - 11.11.1977, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÖVEMBER 1977
17
i form-
gær
kreppti aö framkvæmdanefnd-
inni og yrði á næstunni lagt i
lokasprettinn með fjármögnum
framkvæmdanna. Lánsfé og eigið
fé aðstandenda byggingarinnar
væri nú komið í 431 milljón og þvi
vantaði á um 70 milljónir.
Að sögn Péturs Sigurðssonar
verður aðstaða öll í hinni nýju
Hrafnistu mjög góð. Þar verða
nokkrar setustofur á hverri hæð
auk þess sem vinnuherbergi,
föndurherbergi, heilsuræktarher-
bergi, rakarastofa, hand- og fót-
snyrting, sjúkraböð, sundlaug,
o.fl., verða í húsinu fullbúnu, en
margt af þessu verður til staðar í
þeim áfanga sem nú hefur verið
tekinn í notkun.
í Hrafnistu í Hafnarfirði
verður komið fyrir altari i einum
salnum þar eð Víðistaðasókn hef-
ur fengið þar inni með guðsþjón-
ustur og helgidagahald. Sigurður
H. Guðmundsson sóknarprestur
fær skrifstofuaðsetur í húsnæð-
inu nýja, og dvalargestir munu fá
að njóta nærveru hans, að sögn
Péturs. Sagði Pétur framkvæmda-
nefndina telja þetta atriði mikil-
vægt og sjálfur sagðist Pétur telja
það öllu meira atriði að sálusorg-
ari hefði aðsetur á dvalarheimili
aldraðra í stað sprenglærðs
félagsfræðings, eins, og hann
komst að orði. í kjallara hússins
verður bókasafn og aðstaða fyrir
kennara, en nú þegar hafa Hrafn-
istu í Hafnarfirði borist þrenn
söfn bóka.
Skóflustunga hinnar nýju
Hrafnistu var tekin á árinu 1974.
Eiginlegar byggingaframkvæmd-
ir gátu þó ekki hafist fyrr en um
ári siðar, þ.e. haustið 1975. þar
sem nú þarf um þrjár vikur til að
fullljúka fyrsta áfanganum er
byggingartími hússins orði'n um
tvö ár, og sagði Pétur Sigurðsson
Framhald á bls. 19.
Nýja Hrafnista, Hafnarfirði, eins og hún mun líta út fullbyggð. Sá áfangi sem nú er að verða fullgerður er lengst til hægri
Starfsstúlkur Hrafnistu í Hafnarfirði ásamt Arsæli Pálssyni (1. t.v.),
Sigrfði Jónsdóttur forstöðumanni, Pétri Sigurðssyni og Antoni Niku-
lássyni.
Séð inn eftir einum gangi f nýja húsinu.
Magnús Magnússon og Helga Asmundsdóttir úr Grindavík fá sér
hressingu f Hrafnistu í gær ásamt Sigrfði Jónsdóttur forstöðukonu.
Magnús er fæddur og uppalinn f Grindavfk og stundaði þaðan sjó-
mennsku í áratugi. Létu þau mjög vel af hinum nýja samastað sínum í
spjalli við Mbl.
„Rauðvín í föstu formi
og án timburmenna”
nokkrar athugasemdir um höfund sinn,
sem eru að sjálfsögðu samdar af Örlygi
Sigurðssyni sjálfum, enda hefur hann
séð um bók þessa að öllu leyti, en
gengur þó mest upp í starfi auglýs-
ingastjórans. „Mér hefur alltaf fundizt
sjálfsagt, að listamaður sæi um sitt
fyrirtæki sjálfur,” sagði Örlygur
Sigurðsson i samtali okkar, „og
ráðskaðist með hvað eina, fjármálin
gera útgáfuna ekki sízt spennandi, það
er eins og að standa í sporum Óskars
Halldórssonar íslandsbersa og gera út
á sild — og svo tekur maður krakkinu,
ef það kemur og drekkir sorgum sinum
i rósavíni, hugsandi um íslenzka menn-
ingu og skáldskap og þó einkum
Sveinbjörn Egilsson og hina rósfingr-
uðu morgungyðju." Örlygur bætti því
við, að hann skammaðist sín ekkert
fyrir „að stússa i eigin útgáfu, sem
kollegum mínum þykir miður lista-
mannslegt Ég bendi bara á Charlie
Chaplin, sem hefur aldrei sent frá sér
kvikmynd, svo hann hafi ekki bæði
verið framleiðandi, höfundur, leikari,
fjármálaspekingur, sendill — og elsk-
huginn innan sviðs og utan”
Af einskærri skarpskyggni segir for-
stjóri Geðbótar um höfund bókarinnar,
að hann sé „litillátur listamaður og
mundu ýmsir telja þetta óþarfa
„understatement'. Hitt mun sanni
nær, sem stendur á bókarkápu, að „hér
stendur bunan eins og vélbyssuspýja
út úr þessum litilláta listamanni, mál-
ara, rithöfundi, skáldi, andláts- og af-
mælisskríbent, sönglara, munnhörpu-
leikara, bókaútgefanda og stjórnarfor-
manni Storksins með prókúruumboði
(verzlun frúarinnar)” Þá væntir útgáf-
an þess, að „hin hraða skothrið frá-
sagnar og stíls meið« engan, sem og
„djarfar” og frjálslegar frásagnir,
myndskreyttar sveiflukenndum
mandólínsskjálfta og listrænum titringi
rauðvínssvamls i linum" „Djarfar"
mun eiga að draga heldur úr sölu
bókarinnar, að sjálfsögðu
Og enn segir forstjórinn um höfund-
inn: „Höfundurinn er vist nógu gamal-
dags i malerkunst, aldrei fengizt við
popplist eða aðrar nýstefnur. Því er
timi til kominn að gerast nýtízkulegur á
bókmenntasviðinu með mátutegu og
hóflegu klámi í takt við bókmenntaTeg-
ar hræringar nútímans Hvernig gæti
líka frásögnin verið „frönsk" og sönn
öðruvísi? Þó telst ekki minnsta ástæða
til að banna börnum lestur skrudd-
unnar a tarna, sem er ólíkt penni og
varfærnislegri en margir kaflar
Bibliunnar " Þó er það athyglisvert,
að forstjórinn nefnir ekki sérstaklega
frásögnina af Pótifar, en sá kafli
Bibliunnar mun hafa haft hvað mest
áhrif á Örlyg Sigurðsson við samning
þessarar bókar, en þegar við spurðum
hann um þetta atriði varðist hann allra
frétta, „þar sem ég er ófermdur og
óbibliufróður — og lít á tilraun ykkar
til þess að finna samhengi milli Pótíf-
ars og Rauðvínsreisunnar minnar eins
og hverja aðra úthugsaða andlitslyft-
ingu hversdagslegra bókmennta-
prófessora til að draga athygli verksins
frá höfundi og innihaldi þess að sjálf-
um sér " Felldi hann svo talið um
biflíuna og marglátar konur
Rauðvín og reisan mín er 144 bls
að stærð og lýkur henni á mynd af
höfundi, sem fylgir þessum espólinska
fréttaþætti En undir myndinni stend-
ur: „Listamaðurinn sjálfur i sinu „litil-
læti."" En á litaspjaldi á myndinni er
eftirfarandi shakespearskt visubrot (eftir
höfundinn sjálfan að sjálfsögðu)
„Á vil ég benda að minnið er fúið
reisan á enda og rauðvínið búið "
Til frekari fróðleiks og upplýsinga
má geta þess, bindindismönnum og
öðrum væntanlegum aðdáendum Ör-
lygs Sigurðssonar til athugunar, að
viskiflaskan kostar nú um 4.500 kr
„en rauðvinið mitt er i föstu formi en
ekki fljótandi", sagði höfundur að lok-
um. „Og það hefur þvi engin eftirköst
Menn geta drukkið það án timbur-
menna Bókin er þvi i senn holl fyrir
taugar og tilfinningar, huga og hjarta
— góðtemplara og aðra hugsjóna-
menn"