Morgunblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÖVEMBER 1977 19 — Fél. ísl. Framhald af bls. 2 auknar tekjur um 800 milljónir króna frá þvi fjárlagafrumvarpi, sem nú liggur fyrir Alþingi. I framhaldi af þessari tillögu um frestun tollalækkunar hefur stjórn félagsins siðan lagt fram tillögur i fimm liðum um hvernig beri, að nota þær 800 milljónir króna, sem sparast myndu, ef far- ið yrði eftir tillögu félagsins, til markvissra aðgerða á sviói iðn- þróunar. Þá kom fram, að lagt er til að svokallað jöfnunargjald verði lagt á allan innflutning samkeppnis- vara, þar til virðisaukaskattur verður tekinn upp, en hann er að mati stjórnar félagsins mjög til bóta. Að lokum kom fram hjá for- manninum að Félag íslenzkra iðn- rekenda fer ekki fram á nein for- réttindi, en krefst þess aftur á móti, að iðnaðurinn fái að njóta: 1) Sömu starfsaðstöðu og aórir innlendir atvinnuvegir njóta. 2) Sömu starfsaðstöðu og erlendir keppinautar njóta hver í sinu landi. 3) Sömu starfsaðstöðu og útlendingar njóta hér á Islandi. — Iðnaðar- ráðherra Framhald af bls. 3. ur metingur er varasamur. Það er hollara að hafa í huga, að atvinnu- lifið er ein samofin heild og njóta einstakar greinar þess stuðnings hver af annarri. Þvi aðeins mun þjóðinni vel farnast, að allar at- vinnugreinar vinni vel saman af skilningi og bróðurhug á jafnrétt- isgrunni, og að þvi skulum við öll vinna, sagði dr. Gunnar Thorodd- sen iðnaðarráðherra að lokum. — Hrafnista Framhald af bls. 17 aðstandendur geta nokkuð vel við unað þar sem þeir gætu ekki ávís- að reikningum á ríkisstjórnina eða aðra aðila. Forstöðukona Hrafnistu í Hafnarfirði verður Sigriður Jóns- dóttir, en hún var áður forstöðu- kona Elliheimilisins á Akureyri. í spjalli við Morgunblaðið i gær lof- uðu nokkrir vistmenn aðstöðu alla í hinni nýju Hrafnistu, töldu húsnæði rúmgott og vel skipulagt. $ KAUPFÉL AGIÐ má skoða hver hefur orðið aukning- in á bifreiðaeign landsmanna Á árunum 1966 — 1976 eykst bif- reiðaeignin úr 39 587 bifreiðum i 78.500 bifreiðar (áætluð tala i árs- lok), en það er um 5,96% aukning árlega að meðaltali Aukning dauða- slysa þessi sömu ár er að meðaltali 12,72%, þannig að e.t.v. má gera ráð fyrir að með aukinni bifreiðaeign sé hætta á aukningu dauðaslysa. Bahamakynning 10.-16. nóvember í samvinnu viö Flugleiöir hf. efnir Hótel Loftleiðir til Bahama- || kynningar í hótelinu dagana 10. - 16. nóvember n.k. Framreiddur verður þjóðarréttur Bahamabúa, Conch fritters (skelfiskur). Hin víðkunna hljómsveit Count Bernadion kom beint frá Bahamaeyjum til þátttöku í þessari kynningu. Hljómsveitin flytur fjörug og fjölbreytt skemmtiatriði af þeim léttleika og lífsgleði, sem einkennir íbúa Karabísku eyjanna. Vinningur: Flugfartil Bahamaeyja fyrir tvo. Matarmiði gildir sem happadrættismiði. Vinningurinn.flugfar til Bahamaeyja fyrir tvo verður dreginn út 21. nóvember n.k. Spariklæðnaður Borðpantanir hjá veitingastjóra í síma 22321 HOTEL LOFTLEIÐIR — Skammdegið Framhald af bls. 5. eða 16 á ári að meðaltali Síðari helming þessa tímabils ('72 — '7 7) eru sömu tölur 150 manns látnir eða 25 á ári og þá er enn ekki allt árið 1977 liðið Dauðaslysum virð- ist því fjölga þegar litið er á nokkur ár í einu Sé hins vegar litið á einstök ár eru tölurnar mjög misjafn- ar Þannig létust t d ekki nema 6 árið 1 968 (árið sem hægri umferð tók gildi), en 12 næsta ár á eftir Árið 1973 létust 25. en 20 árið 1974 Mikil aukning dauðaslysa varð einnig milli áranna 1974 og 1 9 75'eða frá 20 i 33 sem er 65%. í ár hefur þegar orðið 57.9% aukn- ing, i fyrra létust 1 9, en þegar eru 30 látnir i ár sem fyrr segir Um leið og litið er á þessar tölur FLUGFÉLAG LOFTLEIDIfí /SLAJVDS Til NewYork að sjá þaö ngjasta Tækni - eða tískunýj ungar, þaö nýjasta í læknisfræði eða leiklist, það sem skiptir máli í vísindum eða viðskiptum. Það er í rauninni sama hverju þú vilt kynnast - þú finnur það í Bandaríkj unum - þar sem hlutimir gerast, New York er mikil miðstöð hvers kyns lista, þar eiga sér stað stórviðburðir og stefnumótun í málaralist, leiklist og tónlist svo dæmi séu nefnd. Frá New York er ferðin greið. Þaðan er stutt í sól og sjó suður á Flórida - eða í snjó í Colorado. Svo er einfaldlega hægt aö láta sér líða vel við að skoða hringiðu íjölbreytilegs mannlífs. New York — einn fjölmargra staða í áætlimarflugi okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.