Morgunblaðið - 11.11.1977, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1977
21
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Svalheimamenn —
Nýbók
eftir sr. Jón Thorarensen.
Fæst hjá bóksölum.
Celló
Tónlistarmaður vill kaupa eða
leigja vel með farið Celló.
Tilboð sendist Mbl. sem fyrst
merkt. „Celló — 42 1 2”.
Atvinnurekendur
Dugleg tvitug stúlka með
máladeildarstúdentspróf ósk-
ar eftir vinnu strax. Kann vél-
ritun. Margt kemur til greina.
Vinsamlegast hringið í sima
76152 kl. 1 — 7 i dag og á
morgun.
Spilakv.
Félag Snœfeliinga
og Hnappdæla
minnir á spila- og skemmti-
kvöldið laugardaginn 12.
nóv. n.k. kl. 20.30 i Domus
Medica.
Skemmtinefndin
Félagsvist
verður á morgun kl. 2 e.h. i
Ingólfscafe gengið inn frá
Ingólfsstræti. Góð verðlaun.
Mætið vel og stundvislega.
Nefndin.
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
Til sölu
eftirtaldar bifreiðar
Saab 99 GL 1976 rauður, 2,8 millj.
Saab 99L 1975 brúnn. 2,4 millj.
Saab 99 L 1 975 blár, 2.250 þús.
Saab 99 L 1 975 rauður 2.250 þús.
Saab 99 CC 1975 kremgulur 2,4 millj.
Saab 99 L. 1975 blár, 2.5 millj, er að
útbúnaði eins og 1976 módel.
Saab 99 L. 1974 rauður sjálfskiptur 2,1
millj. Reglulega yfirfarinn.
Saab 99 L. 1974 brúnn sjálfskíptur. 2
millj.
Saab 99 L 1 974 brúnn. 1 800 þús.
Saab 99 L 1974 gulur. Sjálfskiptur 2,1
millj.
Saab 99 1974 gulur. 1,850 þús.
Saab 99 1 974 grænn, 2,3 millj.
Saab 99 L 1973 blár, 1650 þús. Reglu-
lega yfirfarinn.
Saab 99 1972 rauður, 1,450 þús.
Saab 99 1971 blár. 1.050 þús.
Saab 96 1975 grænn 1 900 þús.
Saab 96 1 977 hvítur. 1 550 þús.
Saab 96 1973, blár 1260 þús.
Einnig höfum við til sölu flestar aðrar
gerðir af Saab-bifreiðum.
Sveinn Björnsson & Co.,
Skeifunni 1 1, sími 81530.
TOYOTA — bílasala
Til sýnis og sölu,
Crown 2600 '72 aut.
Corona 2000 Mk-1 1 '7 7
Corona 2000 Mk 11 '77 stw.
Corona 2000 Mk 11 '75
Corona 2000 Mk 1 1 '74 hard top
Corona 2000 Mk 1 1 '74 stw.
Carina 1 600 '74
Toyota — umboðid h. f.
Nýbýlaveg 8, Kóp.
sími 44144
Þór FUS Breiðholti
viðtalstími
n.k. laugardag 12. nóv. kl. 14—15.30 verður Albert Guð-
mundsson. alþingismaður og borgarfulltrúi til viðtals að Selja-
braut 54. Við viljum eindregið hvetja sem flesta og þá
sérstaklega ungt fólk, til að notfæra sér þetta tækifæri, til að
koma á framfæri skoðunum sinum og ábendingum.
Þór FUS Breiðholti.
Aðalfundur Sjálfstæðis-
félaganna í Dalasýslu
verða haldnir í Dalabúð, Búðardal sunnudaginn 13. nóv. n.k.
kl. 15:00.
Dagskrá.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Frambjóðendum til prófkjörs er sérstaklega boðið að koma.
Stjórnirnar.
Vestfjarðakjördæmi
Sigurlaug Bjarnadóttir
alþingismaður og sveitastjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
verða til viðtals á eftirtöldum stöðum sem hér segir:
Súðavík
föstudaginn 1 1. nóvember kl. 5 — 7
siðdegis i skrifstofu Súðavikur-
hrepps
ísafirði
laugardagmn 12. nóvember kl.
4 — 6 siðdegis i fundarherb. Sjálf-
stæðisflokksins, Uppsölum, 2. hæð.
Bolungarvík
sunnudaginn 13. nóvember kl.
4 — 6 siðdegis i skrifstofu Jóns Fr.
Einarssonar.
Fólk er hvatt til að nota þetta tækifæri til að bera fram
fyrirspurmr og ábendingar til fulltrúa sinna á alþingi og i
sveitarstjórn.
Aðalfundur
Reykjaneskjördæmi
Aðalfundur stjórnar kjördæmissamtaka ungra sjálfstæðis-
manna í Reykjaneskjördæmi verður haldinn að Glaðheimum,
Vogum, laugardaginn 12. nóv 1977 kl 14.00.
Dagskrá.
1. Fundarsetning. Kjör fundarstjóra og fundarritara Ávarp
Jóns Magnússonar. formanns SUS.
2 Flutt skýrsla stjórnar, gerð reikningsskil, umræður af-
greiðsla.
3. Lögð fram drög að lögum fyrir kjördæmissamtok ungra
sjálfstæðismanna i Reykjaneskjördæmi. Umræður Afgreiðsla.
4. Kosningar. stjórn og endurskoðendur reiknmga.
5. Kaffihlé.
6 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjördæmi
7. Önnur mál.
8. Fundarslit
Fulltrúar félaganna, formenn FUS, félaga og fulltrúar kjör-
dæmisins i SUS stjórn eru hvattir til að mæta. Kl 1 4 00 að
Glaðheimum Vogum, 1 2. nóv
Kjördæmissamtök ungra
sjálfstæðismanna i
Reykjaneskjördæmi.
Bókaútgáfan Bjallan:
4 nýjar bækurfyrir
börn og unglinga
ÞRJÁR nýjar bækur eru komnar út
hjá Bókaútgáfunni Bjöllunni og
hin fjórða er væntanleg áður en
langt um liður. Allar eru bækur
þessar æltaðar fyrir börn og ungl-
inga, enda hefur útgáfan allt frá
stofnun 1973 einbeitt sér að út-
gáfu fræðibóka fyrir þennan
aldurshóp. Bókaútgáfan Bjallan er
nú flutt í nýtt húsnæði í Grjóta-
þorpi — Bröttugötu 3A og þar
verður opið daglega milli kl. 4 og
5.
Bækurnar sem þegar eru komnar
út eru i fyrsta lagi Berin á lynginu,
úrval ævintýra. Ijóða leikja og safna.
Örvar-Odds saga i sinni elztu og
upprunalegustu gerð og Ættum við
að vera saman? sem fjallar um litinn
dreng með heilaskaða Þá er
væntanleg fræðibók fyrir börn og
unglinga um Þorskinn eftir Hjálmar
Víhjálmsson fiskifræðing og Kol-
brúnu Sigurðardóttur kennara. og er
hún með fjölda mynda og teikninga
Það eru fjórir norrænir sérfræð-
ingar um lesefni barna sem valið
hafa efni i Berin á lynginu, en það er
haldið til haga mörgu þvi helzta í
barnabókmenntum heimsins, er
telst hafa varanlegt gildi, en þýðand-
inn, Þorsteinn frá Hamri, hefur með
tilliti til sumra myndskreytinganna
skreytt inn nokkru af islenzku efni
Myndir eru margar í bókinni, ýmist
gamalkunnar eða nýjar af nálinni og
sumar unnar sérstaklega fyrir bók-
ina Norræni menningarmálasjóður-
inn veitti styrk til útgáfunnar en
Prentstofa G Benediktssonar setti
bókina, auk þess sem hún sá um
umbrot og filmuvinnu Bókin er
prentuð i Póllandi í samvinnu við
sænsku útgáfuna Bonniers
Þorsteinn frá Hamri bjó einnig
Örvar-Odds sögu til prentunar með
nútimastafsetningu og samdi skýr-
ingar, en að því er hann tjáði blaða-
manni Mbl. er þarna á ferðinni elzta
og upprunalegasta gerð sögunnar,
sem alla jafna hefur verið flokkuð
með Fornaldarsögum Norðurjanda,
og kvaðst Þorsteinn hafa sótt þá
gerð i fræðilega útgáfu frá Hollandi
Að öðru leyti segir Þorsteinn um
sögu þessa í formála ..Örvar-Oddur
er stórbrotið afkvæmi sagnaþokunn-
ar sem hvílir yfir norðurþjóðum fyrir
íslandsbyggð þegar vikingaferðirnar
voru að hleypa öllu í ærsl og busl
Guðrún Svava Svavarsdóttir teikn-
aði myndir i bókma
Ættum við að vera saman? er eftir
Hanne Larsen og þar segir frá dreng
sem er þroskaheftur og er hann
látinn segja sjálfur frá ýmsu. sem
hann hefur gert einn eða með að-
stoð annarra, enda hefur hann
ánægju af sömu hlutum og önnur
börn. Munurinn er sá að drengurinn
þarf meiri hjálp en flest börn til að
gera það sem sjálfsagt er talið að
börn á hans aldri geti Útgefendur
kváðust vonast til að þessi bók gæti
orðið grundvöllur til umræðna um
vanda fjölfatlaðra barna og þýðand-
inn, Bryndis Viglundsdóttir sérkenn-
ari, lagði mikla áherzlu á að foreldrar
eða kennarar læsu bókina með
börnunum í ráði er að fylgja þessari
bók eftir með annarri áþekkri. Bók-
inni um Dag Tore eftir norska rithöf-
undinn Tordis Örjasæter. og fjallað
var um í Lesbók Mbl siðastliðinn
sunnudag, en Bryndís vinnur eimn-
itt að þýðingu á þeirri bók um þess-
ar mundir
Fræðibókin um þorskinn eftir
Hjálmar Vilhjálmsson og Kolbrúnu
Sigurðardóttur kennara fjallar m a
um liffræði þorsksms, veiðar og
vinnslu, landhelgisdeilur og fisk-
vernd Hún á að vera hentug í
átthaga- og samfélagsfræðikennslu í
grunnskólum. en Fiskimálasjóður
hefur veitt styrk til þessarar útgáfu
Hingað til hafa komið út tveir
bókaflokkar á vegum Bjöllunnar og
báðir þýddir úr ensku, þ e Bjöllu-
bækurnar Mannslikammn. Geim-
ferðir. Merkar uppfmningar. Billinn.
Næturhiminn og Ljós, speglar og
linsur og i Alfræði barnanna For-
söguleg dýr, Tölur og hlutföll, í
fjöruborðmu. Úr heimi skordýranna,
Vatnið og Blómjurtir Að sögn útgef-
anda hefur þessum bókaflokkum
verið vel tekið af kennurum og þeir
haf mikið verið notaðir við sjálf-
stæða heimildaöflun i skólum
Forráðamenn Bjöllunnar eru þær
Friða Haraldsdóttir, Herdis Sveins-
dóttir. Kristin Unnstemsdóttir og
Ragnhildur Helgadóttir, kennarar og
skólabókaverðir
Brattagata 3A og þar í
kjallaranum hefur Bókaút-
gáfan Rjallan tekið í notkun
nýtt húsnæði.