Morgunblaðið - 11.11.1977, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NOVEMBER 1977
25
fólk í
fréttum
+ Sjúkraliðaskóli tslands E-holl 16. september 1977. Efsta röð frá vinstri: — Bertha S. Jönsdóttir,
Guðrún Valdimarsdóttir, Ase Marit Einarsson, Alda G. Jörundsdóttir, Elfnborg W. Halldórsdóttir,
Petrína Jónsdóttir, Marfa B. Finnbogadóttir, Móeiður Sigvaldadóttir, Guðbjörg Guðjónsdöttir, Sig.
Benny Björnsdóttir, Lára Björnsdóttir. Miðröð frá vinstri: — Ktefanfa S. Ólafsdóttir, Jóhanna
Björnsdóttir, Svana H. Kristinsdóttir, Br.vnhildur Baldursdóttir, B. Sólveig Gunnarsdóttir, Sigurbjörg
K. Jónsd., Þórdís J. Rúnarsdóttir, Kristfn Eyjólfsdóttir, Björg Pálsdóttir, Katrfn Ó. Þorgeirsdóttir,
Drífa Hrólfsdóttir. Fremsta röð frá vinstri: — H. Elsa Harðardóttir, Halldóra Sigurðardóttir, Halldóra
R. Hansen, Marfa Ragnarsdóttir, Kristbjörg Þórðardóttir, Margrét Kristinsdóttir, Sóley G. Höskulds-
dóttir, Kristfn J. Agústsdóttir.
+ Það sem hafði mesta aðdráttaraflið á uppboði í Rönde í
Danmörku nýlega voru húsgögn sem höfðu verið í eigu hins
auðuga skipakóngs Aristotle Onassis og ástkonu hans til margra
ára, hinar nýlátnu Mariu Callas. Mikill fjöldi manns sótti
uppboðið og áhuginn var mikill. Þrátt fyrir það var verðið
ótrúlega lágt. Borðstofuborð úr euba-mahogny keypti ungur
forstjóri, Kurt Thorsen, fyrir 120 þúsund krónur. Ilann ætlar að
nota það sem vinnuborð. „Eg hefði heldur viljað skrifborð
Onassis, þar hafa örugglega verið undirritaðir margir athyglis-
verðir samningar, en ég hætti að bjóða þegar verðið var komið
upp í 150 þúsund,“ segir Thorsen. Knyrtiborð Marfu Callas keypti
Friðrikhafnabúi sem ekki vildi láta nafns sfns getið. Verðið var
120 þúsund. Húsgögnin voru úr lystisnekkju sem Onasses átti og
hét „Fantome“.
Onassis
Of dýrt fyrir Onassis
+ í nýútkominni bók um griska skipa-
kónginn Onassis kemurfram að honum
fannst hann alltaf standa í skugga John
F. Kennedy og óskaði helst að skilja við
Jackie. En Jackie eyddi um það bil
þúsund milljónum árlega og hann vissi
að það voru smámunir miðað við það
sem hún myndi fara fram á að hann
greiddi henni á ári ef þau skildu.
Orð krossins
Fagnaðarerindið verður boðað frá Trans World
Radio, Monte Carlo, á hverjum laugardags-
morgni kl 1 0.00— 1 0.15 Sent verður á stutt-
bylgju 31 metra, (9,5 MHZ.)
Orð Krossins, pósth. 4187, Reykjavík.
BILGEYMSLA
Tekið verður á móti bílum i geymslu F.B.Í.,
Trönuhrauni 4, Hafnarfirði, laugardaginn 12.
nóv. kl. 1 3—1 7.
Fornbílaklúbbur íslands
Upplýsingasímar: 86644 — 26465.
I*éi* líd ui $tólad
áol
Virðingarsæti
í langan tíma hafa Eddu stólarnir auðveldað
mönnum vinnu sína og gert daginn ánægjulegan.
Verð:
EDI leður kr 106 800,-
EDI tau kr. 67.200,-
EDIIIeður kr 07.600,-
EDIItau kr 58.800,-
Skrifstofuhúsg.deild okkar hefur einnig á boð-
stólnum úrval skrifborða, stóla, skjalaskápa, vél-
ritunarborða, teikniborða, og teiknivéla
M1
SKRIFSTOFUHUSGOGN
HALLARMÚLA 2 - SÍMI 38402