Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 261. tbl. 64. árg. SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Átta manns fór- ust í Gauta- borgarslysinu Allir komnir í leitirnar Gautaborg. 3. desember — NTB TT TALA látinna í jarðrask- inu mikla í úthverfi Gauta- borgar, er nú orðin átta. Síðasta fórnarlambið, kona, fannst í rústum eins hússins nú árdegis. Björg- unarsveitir hafa þar með fundið alla sem saknað var eftir slysið. Enn óttast sérfræðingar að til frekara jarðskriðs geti komið á svæðinu og því er ströng öryggisgæzla viðhöfð. Ýmsar vangavelt- ur eru uppi um þaö hvað hafi orðið til þess að jarð- vegurinn tók að skríða með þessum hætti þarna í Tuve en Ijóst þykir að töluverð- an titring hefur þurft til að jarðvegurinn færi af stað. Er ein helzta tilgátan sú að þessi titringur hafi orðið fyrir tilverknað mjög langrar og háværrar járn- brautalestar. Bokassa krýndur Bantui, Midafríkuvoldinu, 2. deNomber — Reuter GlFURLEGUR undir- búningur fer nú fram hér í höfuðborginni vegna krýningar Bokassa keisara nú um helgina en hann er fyrsti keisarinn sem krýndur er í rúman aldarfjórð- ung. Krýningin á að fara fram á sunnudag á íþróttavellinum að við- stöddum um 5 þúsund gestum. r Oeirðir og íkveikjur á Bermuda Hamiiton. Bermuda — 3. desember — Reuter MILLJÓNA VERÐMÆTI fóru forgörðum I eldsvoðum á Bermuda í nótt eftir að útgöngu- bann fór út um þúfur, en það var fyrirskipað eftir mikil uppþot sem urðu vegna aftöku tveggja morðingja. Meðal bygginga, sem stórskemmdust í eldunum, var stærsta áfengisverzlun á eyjunum, en þar nam tjónið meira en einni milljón Banda- ríkjadala. Morðingjarnir tveir, sem hengdir voru á föstudagsmorgun, voru dæmdir fyrir fjögur pólitísk morð, en fregnin um aftöku þeirra varð til þess að 350 blökku- menn, flest unglingar. fóru um stærsta 'blökkumannahverfið í Hamilton með ránum, íkveikjum og ólátum. Lögreglunni tókst að dreifa þvögunni með táragasi og eftir að óeirðirnar höfðu verið bældar niður fór útgöngubann út um þúfur og íkveikjuæði greip um sig. ÞAÐ fer vart framhjá neinum að jólin eru að nálgast. Þeir, sem áttu leið um Fossvoginn í gærmorgun, sáu t.d. að þar var kappsamlega unnið að undirbúningi jólatréssölu Landgræðslusjóðs. Araba-fundurinn í Trípólí: Engin samstaða um aðgerðir gegn Sadat Trípólí 3. desember — Reuter-AP ARABA-leiðtogar, sem eru á önd- verdum meiði við Sadat Egypta- landsforseta og nú þinga f Líbvu, hafa ekki komið sér saman um aðgerðir til að koma í veg f.vrir áframhaldandi friðarumleitanir Sadats í Miðausturlöndum. Fundi leiðtoganna verður fram haldið í dag og búizt er við að þar verði niðurstaða ekki önnur en sú, að lagðar verði fram tillögur um yinnutilhögun á fundum sem Bródir Bikos og fleiri bandamenn handteknir etóríu — 3. des. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 13 nianns, þar á meðal vinir og venzlafólk blökku- mannaleiðtogans Steve Bikos, hafa verið hand- teknir í Soweto. Handtök- urnar áttu sér stað í sama mund og úrskurður var Andófsmanni sett \ ir úrslitakostir IHoskvu. 3. des. Reuter. 24 ÁRA gamall andófsmaður í Moskvu skýrði frá því í dag, að KGB-öryggislögreglan hefði hoðið honum að velja á inilli útlegðar í Israel með alla fjöl- skylduna eða lögsóknar. Ástæð- an er sú að hann birti skýrslur um misbeitingu geðlækninga. Alexander Podrabinek var fluttur til yfirheyrslu i aðal- stöðvum KGB í gær og honum tjáð að ef hann yfirgæfi Sovét- ríkin ekki yrði hann ákærður fyrir andsovézkan áróður, en sú ákæra felur í sér sjö ára þrælk- unarvinnu. Alexander Podrabinek skýrði vestrænum fréttamönnum enn- fremur frá þvi að ef hann færi til ísraels yrði hann að taka föður sinn, stjúpmóður, bróður, frænda og mágkonu sina með sér, þótt þau hefðu aldrei sótzt eftir því að yfirgefa landið. „KGB kallar þessar svívirði- legu aðgerðir sinar mannúðar- mál,“ sagði Podrabinek, sem unnið hefur i samstarfshópi við rannsóknir á misbeitingu feeð- lækninga. Hann fær frest til mánudags til að flýja land með alla fjölskylduna og geri hann Framhald á bls. 31 kveðinn upp um að örvgg- islögreglan í S-Afríku bæri enga ábvrgð á láti Bikos. Lögreglan hefur hvorki viljað staðfesta að þessar handtökur hafi átt sér stað né vísa fullyrðingum um það á bug, en haft er eftir heimildamönnum að hér sé meðal annars um að ræða náfrænda Bikos og bróður hans, Kaya. Lögfræðingar Biko- fjölskyldunnar kanna nú mögu- leika á þvi að stefna yfirvöldum í landinu á þeim forsendum að Biko hafi látizt meðan hann hafi verið í vörzlu lögreglunnar, sem alla vega hafi borið ábyrgð á lífi hans og limum, þótt ekki verði hún beinlínis sökuð um að hafa valdið dauða hans. Bandaríkjastjórn hefur gagn- rýnt úrskurð dómstólsins frá í gær harkalega. og heldur því fram að óyggjandi sannanir liggi fyrir um ábyrgðarleysi s-afríska stjórnvalda varðandi Biko-málið. síðar kunna að verða haldnir. Er því Ijóst að viðleitni til að mynda harða samstöðu gegn Sadat hefur mistekizt á leiðtogafundinum. Samkomulag um leynilegar viðræður stjórna ísraels og Egyptalands jafnhliða þeim fund- Spánverjar fá nú klámmyndir Madrid. 2. descmbor — Rcutcr SPÆNSKA stjórnin hef- ur aflétt allri ritskoðun á kvikmyndum og jafnvel í þeim mæli að nú er unnt að taka til sýninga þar klámmyndir af svæsnustu gerð. Reglugerð um þetta efni sem nýlega hefur verið birt í lög- birtingarblaðinu gefur til kynna að sýna megi kvikmynd- ■ sem fyrst og fremst eru 'helgaðar klámi eða ofbeldi. í sérstökum kvikmyndahúsum og yngri en 18 ára fái þar ekki aðgang. Hins vegar verða kvik- myndir af þessum toga skatt- lagðar mun meira en aðrar kvikmvndir. um, sem fram fara fyrir opnum tjöldum, tókst þegar Sadat heim- sótti Ísrael á dögunum. að því er ísraelska sjónvarpið skýrði frá i gærkvöldi. Sagði í fréttinni að „æðstu ráðamenn" mundu eiga hlut að leyniviðræðum þessum, sem ekki væri ósennilegt að fram færu i hlutlausu ríki. ísraelska utanrikisráðuneytið hefur hvorki viljað staðfesta þessa fregn né bera hana til baka. Þá kom fram i fregn sjónvarpsins að ríkin hefðu komizt að samkomulagi um að engar heræfingar færu fram i Franihald á bls. 31 56 farast í flugslysi Tripoli. 3. dcs.. Rculcr. BÚLGÖRSK flugvél hrapaói í f.vrrinótt í bauium (iarnada í Lýbíu á flugi frá Mekka. I vélinni voru 165 pílagrímar og sex manna áhöfn. 56 fórust og 46 eru illa slasaðir. Flugvélin var rússnesk af gerð- inni Tupolev. Danska þingið samþykkir kosningar til Evrópuþings Kaupmannahiifn —2. dos. Rcutcr. DANSKA þingið hefur samþykkt frumvörp jafnaðarmannast jórn- arinnar uni beinar kosningar til Evrópuþingsins sem Efnahags- bandalagsríkin fjalla nú um. All- ir flokkar lýstu stuðningi við frumvörpin ef frá eru taldir kommúnistar, vinstri-sósíalistar og einn sináflokkur til. Samkvæmt frumvörpunum á Grænland, sem fyrirhugað er að fái heimastjórn 1979, að fá eitt af hinum 16 sætum. sem Dönum eru ætluð á evrópska þinginu. Atkvæðin um frumvörpin féllu þannig.að 120 voru þeim sam- þykkir, 25 greiddu atkvæði á móti, en niu þingmenn jafnaðar- manna sátu hjá til að lýsa and- stöðu sinni við aðild Dana að Efnahagsbandalaginu, en Dan- mörk hefur verið innan vébanda þess frá þvi 1973.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.