Morgunblaðið - 04.12.1977, Page 30

Morgunblaðið - 04.12.1977, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1977 — Leyni- herbergið Framhald af bls. 23 skömmtun hefði aldrei verið til Þjónustustúlka með svúntu og kappa bauð mönnum kökur af troðfullum bakka. Ég hámaði í mig kökur og svolgraði kaffi, þræddi herbergin á eftir Piekwick og heilsaði þeim með handabandi sem hann valdi úr. Þetta var undarleg kynning þvi að engin nöfn voru nefnd, aðeíns stöku sinnum heimilisfang og „spurðu eftir frú Smit“. Þegar ég var búin að heilsa fjórum frú Smit, sagði Kik og glotti: „Það er eina eftirnafnið í neðanjarðar- hreyfingunní.“ Svo að þetta var i raun og sann- leika neðanjarðarhreyfingin! En — hvaðan kom þetta fólk? Ég hafði aldrei séð það áður. Stuttu siðar rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds. Mér varð ljóst að ég var frammi fyrir landsráð- inu. Ég skíldi þegar ég tengdi saman glefsur úr samræðunum að höfuð- viðfangsefni þeirra var samvinna við England og frjálsu hollensku sveitirnar sem börðust annars staðar á meginlandinu. Þeir héldu einnig uppi leynilegum ferðum til að koma áhöfnum niðurskotinni flugvéla banda- manna að strönd Norðursjávar. En þeir höfðu þegar í stað áhuga á viðleitni minni til að hjálpa Gyðingum i Haarlem. Ég roðnaði upp í hársrætur þegar ég heyrði Pickwiek lýsa mér sem „leiðtoganum í starfsemi hér i borginni". Holrúm undir tröppum og svolítið af hættulegum kunningsskap, það var ekki starf- semi. Hinir hér voru augsýnilega i fremstu röð, þjálfaðir og atvinnumenn. En þeir heilsuðu mér með full- kominni kurteisi og muldruðu hvað þeir hefðu að bjóða um leið og vió tókumst i hendur. Fölsuð nafnskirteini. Bifreið með ein- kennisstöfum opinberra embættismanna. Falsaðar undir- kriftir. Úti i horni á herberginu kynntí- an hökutopp. „Gestgjafi okkar hefur frætt mig á þvi,“ sagði litli maðurinn hátiðlega, „að höfuð- stöðvar ykkar séu án leyni- herbergis. Þetta er hætta fyrir al'la þá sem þú ert að hjálpa, þig sjálfa og þá sem starfa með þér. Ef þú leyfir þá mun ég koma í heimsókn i næstu viku. . .“ Mörgum árum siðar komst ég að því að hann var einn af frægustu arkitektum Evrópu. Ég þekkti hann aðeins undir nafninu herra Smit. Rétt áður en við Kik lögðum aftur af stað á fleygiferð til Beje tók Pickwick mig undir arminn. „Mín kæra, ég er með góðar frétt- ir. Ég veit að það á að fara að sleppa Pétri.“. . . * * Þetta var rétt. Þrem dögum sið- ar var hann laus,,horaðri og föl- ari, en ekki vitund kjarklaus eftir tvo mánuði í steinsteyptum kiefa. Nollie, Tina og Betsie notuðu mánaðarskammt af sykri, bökuðu kökur og fögnuðu honum með veislu. Og einn morguninn skömmu síðar var fyrsti viðskiptavinurinn i búðinni lítill, þunnskeggjaður maður að nafni Smit. Pabbi tók stækkunarglerið frá augum sér. Ef það var nokkuð sem honum þótti meira varið í en að stofna til nýs kunningsskapar þá var það að endurnýja gamlan kunningsskap. „Smit,“ sagði hann ákafur. „Ég þekkti nokkra með því nafni i Amsterdam. Vil svo til að þú sért skyldur fjölskyldunni sem---------“ „Pabbi,“ greip ég fram í. „Þetta er maðurinn sem ég var búin að segja þér frá. Hann er kominn til að, hérna, lita á húsið." „Húsaeftirlitsmaður? Þá hlýtur þú að vera sá Smit sem er með skrifstofu i Grote Hautgötu. En höfum við þá ekki— „Pabbi,“ sagði ég biðjandi, „hann er ekki húsaeftirlitsmaður og hann heitir ekki Smit.“ „Ekki Smit?“ Við hr. Smit reyndum saneigin- lega að skýra málið en pabbi gat einfaldlega ekki skilið að einhver væri nefndur nafni sem væri ekki 'ians eigið. Þegar ég visaði hr. Smit inn í innri forstofuna heyrð- um við pabba segja hugsandi við sjálfan sig. „Ég þekkti einu sinni einn Smit I Koningstræti.. Hr. Smit athugaði og samþykkti felustað skömmtunarseðlanna undir neðstu tröppunni. H:nn sagði einnig að viðvörunarkerfið sem við höfðum fundið út væri nothæft. Þetta var þrihyrnings- laga viðarmerki með auglýsingu um „Alpina úr“ sem ég hafði sett í borðstofuglúggann. Á meðan merkið var á sinum stað var óhætt að koma inn. En þegar ég sýndi 'honum teningslagað innskot á bak við hornskápinn i borðstofunni hristi hann höfuðið. Einhvern tima hafði húsinu verið breytt þannig að til varð holrúm í horninu sem hægt var að skríða inn í. Frá þvi að hernámið hófst höfðum við fal- ið skartgripi, silfurpeninga og önnur verðmæti þar. Það var ekki aðeins að rabbiinn hefði komið með bökasafnið til okkar, aðrar Gyðingafjölskyldur höfðu einnig komið með fjársjóði sina til Beje til varðveislu. Við höfðum haldið að plássið væri nóg til þess að maður gæti skriðið þar inn ef þörf krefðist en hr. Smit neitaði þvi án þess að lita frekar á það. „Þetta er fyrsti staðurinn sem þeir mundu leita i. En þið skuluð ekki vera að hafa fyrir að breyta þvi. Þarna er bara silfur. Við höf- um áhuga á að bjarga fólki en ekki hlutum." Hann lagði af stað upp þrönga, snúna stigana og eftir þvi sem harin kom hærra þeim mun ánægðari varð hann. Hann dokaði við ánægður á einkennilega stað- settum pöllunum, sló á hlykkjótta veggina og hló upphátt þegar hann sá að gólf húsanna tveggja lágu á misvixl. „Hvílik fjarstæða," sagði hann fullur aðdáunar. „Hvilík ólikleg, ótrúleg, ófyrirsjáanleg fjarstæða! Ungfrú ten Boom, ef öll hús væru byggð eins og þetta þá stæói ekki svona áhyggjufullur maður fyrir framan þig.f‘ Að lokum kom hann inn í her- bergið mitt efst uppi og rak upp ánægjuóp. „Hérna er það!“ hrópaði hann. „Felustaðurinn á að vera eins ofarlega og mögulegt er,“ bætti hann við ákafur. „Þá gefst fólki best færi á að komast þangað meðan leitin fer fram niðri.“ Hann hallaði sér út um gluggann og teygði mjóan hálsinn svo að geitarskeggið vissi í ýmsar áttir. „En ... þetta er svefnherbergið mitt..." Hr. Smit hlustaði ekki á mig. Hann var byrjaður að rrræla. Hann færði þunga, valta, gamla klæðáskápinn frá veggnum furðu- léttilega og dró rúmið mitt út á gólf. „Það er hérna sem falski veggurinn á að vera!“ Hann dró ákafur upp blýant og dró línu eftir endilöngu gólfinu í þrjátíu þumlunga fjarlægð frá veggnum. Hann stóð upp og horfði á þetta í nokkru uppnámi. „Stærra þori ég ekki að hafa það,“ sagði hann. „Það er samt nógu stórt fyrir dýnu. Já, já, áreiðanlega!" Ég reyndi aftur að mótmæla en hr. Smit hafði gleymt að ég var til. Næstu daga var hann stöðugt á ferðinni ásamt samstarfsmönnum sinum. Þeir börðu aldrei að dyr- um. I hvert sinn sem einhver kom bar hann eitthvað með sér. Það voru verkfæri f samanbrotnu dag- blaði eða nokkrír múrsteinar i tösku. „Timbur!“ hrópaði hann þegar ég vogaði mér að spyrja hvort ekki væri einfaldara að gera trévegg. „Það er tómahljóð f timbri. Heyrist á stundinni. Nei og aftur nei. Múrsteinar eru það eina sem hægt er að nota i falska veggi.“ Eftir að veggurinn var kominn upp kom múrarinn, siðan smiður- inn og loks málarinn. Sex dögum siðar kallaði hr. Smii á pabba, Betsie og mig til að sjá. Við stóðum i dyrunum og göpt- um. Ilmurinn af nýrri málingu var um allt. En það var örugglega ekkert nýmálað i þessu herbergi! Allir fjórir veggirnir virtust vera rákóttir og óhreinir eins og gömul herbergi urðu af kolareyknum í Haarlem. Gömlu viðarlistarnir héldu sér alla leió meðfram loft- inu, sprungnir og flagnaðir hér og þar og höfðu augsýnilega ekki verið snertir síðustu hundrað og Frábœrar teihmmvnda sögur!! xnlkU • Fyrstu bækurnar í bóka- flokknum um hin fjögur fræknu og spennandi ævintýrí þeirra. • í þessari bók taka þau þátt í æsispennandi kappakstri og ekki minnkar spennan þegar einn keppandinn ákveöur að ryðja hinum smám saman úr vegi, svo hann geti sjálfur setió að verðlaunafénu. ogvofan... • Hin fjögur fræknu kynnast rosknum systrum, sem eru ný- búnar að kaupa sér hús, en fell- ur þar ekki blundur á brá sökum draugagangs. Þau ákveóa að komast til botns í málinu og handsama helst vofuna, en áður en varir eru þau sjálf orðin fangar. CgetíA vhkar! Nú byrfar gtmu&úá en þaó verður hættuleet! HrakSaHaSerd tll Féluborgar... • Þeir félagar fara í leiöangur til Feluborgar. ( borginni hópast saman frægt fólk, en innan um leynast ýmsir, sem illa mega við því að verða frægir og allt í einu er Valur orðinn fangi hættulegra þjófa. ^Svalur og Valur eru ein- hverjar vinsælustu söguhetjur í heimi myndabókanna, enda fer saman aö sögurnar eru bráð- fyndnar og vel teiknaðar. Bræðraborgarstíg 16, Sími 12923-19156 gefur út bestu barna- og unglingabækurnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.