Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1977 17 Af þessu leiðir m.a., að sárafáir þingmennteljal”“tað vandamál Sftisu- DO' Iþurfa að bera fyrir brjósti hag þeirra, sem framfaeri s þjóðr"-'-- 11 Ihafa af iðnaði. Aftur á móti er talið sjálfs; Imilljörðum í að gefa útlendingum ú larafurðir. Þannig birtist hin" Isjónarmið og vaxtar->- |gjarnan fyr' . "8 ,nSaT \850 bm ób Vtvr- - ******* Sja‘; . -■ amtið iðnaðarir Nú þegar Island er orðið hluti torgi og iðnaðurinn á fyrir hön< en nokkru sinni fyrr, verður að , pólitfk í atvinnulífinu. Sú stefna er löngu orðin tíma á sig óbrenglaða mynd, þannij mannafli, fjármagn og orka n m^stfííZl vaJ" \n«aT li játandi svar við slíkri „ stttð" -- --^gtiTÍnn til lýðhylli í prófkjörum 1«®” —SlVerns og þau eru rekin í dag. Ég blekki engan visvitandi og lýsi þvi yfir að ég er reiðubúinn til slfkrar " "m eins og ég tel mig skyldan til nú þegar, )rstaða- : iíosning í prófkjöri? sjaifs tæðism íí « « o aasrs*-* Ulhmanna s set® -rríPð'lfr'é | frekast leyfa. '"••"^'""•aoaKosning Vegna mannfæðar ör rfki o. Ust^lLT, skfpan fnwiíS»? staklingarnir bregðast, brestur , Reykiavfk■tæðlsflokl<sins f stæði ríkisins. Og stjórnendur rikism? veíroaváð •*. AJhfngjs. þess, að löggjöfin veiti svigrúm einstaklingunum ! i — hafa vit > inu. ITlsvlrle.... Sr^aSa Úir9.-°20gÍnonj öðrum ástædaumerða_í.°Jf_al,a<,ir af "pólitískt magasár, þv' hafa aldrei rætst ■lst til efp- kilsver-' ItUf ln framavonir ásamt 'óð- PróSl’nokklheld- v stæifra» 1 dog Ur OSX . hríðjudagsntbrgni. K* ^ H » p*9E"SSreW.-D\EFfir!,áSfcSm að ^ . ^ m ins og nýleg skýrsla Þjóðhagsstofnuna' •íSl° " rsök hi^-^sljemu afkomu er sú, að af *" . nir ^Já/fc/ * "ndan hinum mi e<t’ u, -^ÍUþjn > .aV I áO'Tij^. I innflutniitg „ Ihér á landi. En þvi mtou.' _ I ekki séð ástæðu til þess, að þessi uT* Igrein nyti sama réttar að því leýti eins og | drykkjaiðnaður. Það er spurt um viðhorf mitt til starfa Alþingis. I og minnst er á hér að framan, þá tel ég, að stj I menn veigri sér oft við að ráðast | andi vandamál á svið ;«)• í V.O* v .A° > vN.Tv' < malaflokkar sem ^ 0<\>eru ásamt listsköp- ,. ^vegi stödd. „-vj' ðe,ÖVt'«g. aldraðrá og öryrkja og ■ -íh, ■ yu Wv..« -.ju.«nc7wr— eíkilegur vandi blasir við í efnahags- 'Uiogum tíma f að ræða mál eins .uð eða ekki. Slfkt er viðkvæmt .v. smekksatriði. Frumvörp eru iin f ráðuneytum af embættis- ■afa litla aðstöðu til að semja p, það er þá helzt eitthvað eins ;isstjórn tök við völdum var henni if þjóðinni til að ráðast gegn dýrtíð ,astnjúti>a '■>' j/v'" -vipað þingmanna og hafði hafið umræð- ur um efnahagsmál á þingi þjóð- arinnar á æðra stig, ekki nægi- legu atkvæðamagni til þess að hljóta öruggt sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir kosn- ingarnar vorið 1971. Sú niður- staða var fyrst og fremst áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Al- þingi. Sú þróun sem þannig hafði örlað á, helt áfram fyrir borgar- stjórnarkosningarnar 1974, én i prófkjöri sjálfstæðismanna nú og raunar má segja einnig í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjavík fyrir nokkrum vikum, komust hinar amerísku baráttuaðferðir á nýtt og fullkomnara stig. Raunar má segja eftir þá reynslu, sem fengizt hefur í þessum prófkjörum, að til séu formúlur um það, hvernig tryggja eigi mönnum kosningu til þings í prófkjörum. Sú ameriska tækni, sem hér er gerð að umtalsefni byggist á ýmsu. Miklu skiptir, að frambjóð- andinn hafi hlotið almenna kynn- ingu — sé þekktur meðal almenn- ings. Það er gert með tvennum hætti, annars vegar að frambjóð- andinn hafi haft möguleika.á því ‘að koma fram í sjónvarpi i nokkur misseri og verða með þeim hætti þekkt nafn eða þekkt andlit og hins vegar, að frambjóðandinn hafi um nokkurt skeið skrifað reglulega greinar í blöð, þannig að nafn hans og andlit komi al- menningi kunnuglega fyrir sjón- ir. Slík kynning hefur reynzt nokkrum frambjóðendum á þessu hausti mjög gagnleg og er hún kannski mest áberandi i prófkjör- um þeim, sem Alþýðuflokkurinn hefur efnt til og má þar nefna árangur Vilmundar Gylfasonar í Reykjavík, Eiðs Guðnasonar í Vesturlandskjördæmi og Arna Gunnarssonar á Norðurlandi eystra. Þótt það hafi ekki dugað hinum siðarnefnda til sigurs, þá nægði það honum til mun meiri og betri árangurs en fyrirfram hefði mátt ætla, þar sem um utan- héraðsmann var að tefla. Slík kynning er ekki eina leiðin til þess að tryggja mönnum kosn- ingu í prófkjöri. Hin leiðin er sú að setja upp fullkomna og vel smurða kosningavél. Slík kosn- ingavél þarf að hafa yfir að ráða föstum starfsmanni í nokkrar vik- ur, sem að sjálfsögðu kostar pen- inga, enda eru orðnir til atvinnu- menn á þessu sviði eins og í Bandaríkjunum, nauðsynlegum gögnum, m.ö.o. kjörskrár, helzt kjörskrár sem eru merktar, þann- ig að kosningavélin geti áttað sig á því, hverjir eru stuðningsmenn viðkomandi flokks, aðgang að nokkrum tugum símalína til þess aó nota í hringingar, stórum hóp sjálfboðaliða til þess að stunda hringingarnar ásamt margs konar annarri starfsemi, útgáfustarf- semi og fundarhöldum. Þá er það nauðsynlegur þáttur í starfi slikr- ar kosningavélar, að viðkomandi frambjóðandi leiti hófanna um stuðning hjá ýmsum hagsmuna- hópum, sem telja sér nauðsynlegt að eiga greiðan aðgang að Al- þingi. Þeir hagsmunahópar, sem styðja einn og sama frambjóðand- ann, þurfa ekkert að eiga sam- eiginlegt annað én bara það. 1 sumum tilvikum er það blanda af þessum tveimur leiðum, sem hefur dugað mönnum til sigurs í prófkosningum, í öðrum tilfellum annað hvort. Sú þróun, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni náði slíku há- marki í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Reykjavík á dögunum og prófkjöri Alþýðuflokksins fyrir nokkrum vikum og skilaði slikum árangri — er m.a. skýringin á því, að menn á borð við Pétur Sigurðs- son og Guðmund H. Garðarsson hlutu ekki betri kosningu, þar sem þeir settu ekki upp svo full- komnar kosningavélar heldur unnu að prófkjörinu með gamal- dags aðferðum — að óhætt er aö fullyrða, að óbreyttum aðstæðum, að engum heilvita manni dettur í hug í framtiðinni að taka þátt í prófkjöri án þess að setja upp slíka „kosningavél“. Þá vakna margar spurningar, en fyrst og fremst ein. Hvað kostar þetta og hvaðan kemur fjármagnið? Sú staðreynd blasir við, að „kosningavél" af því tagi, sem hér hefur verið lýst, kostar stórfé og það er engum vafa bundið, að margir af þeim frambjóðendum, sem þátt tóku t.d. í prófkjörum Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík vörðu til kosningabaráttu sinnar veruleg- um fjármunum, t.a.m. í auglýsing- ar. Nú má út af fyrir sig segja sem svo: hvað er óeðlilegt við það? í kosningum til þings og sveitar- stjórna eyða stjórnmálaflokkarn- ir verulegum fjármunum og hvers vegna skyldu þeir einstakl- ingar, sem leggja út í prófkosn- ingar ekki með sama hætti hafa rétt til þess að eyða í það þeim fjármunum sem þeir hafa yfir að ráða? Það er í sjálfu sér hægt að færa rök fyrir þvi sjónarmiði, en engu að síður er það staðreynd, að þá fer leikurinn að verða býsna ójafn. Sumir hafa yfir peningum að ráða og aðrir ekki. Hvaðan koma peningarnir til þeirra, sem hafa úr verulegum fjármunum að spila í prófkjöri? Kóma þeir úr þeirra eigin vasa eða fjölmargra stuðningsmanna eða einstakra fjársterkra aðila? Það er alveg ljóst, að margir þeir, sem gjarnan vilja taka þátt í prófkjöri, hafa ekki aðgang að þeim peningum, sem til þess þarf að reka „kosn- ingavél" á borð við þá, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni. I prófkosningum Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins bar nokk- uó á stórum auglýsingum í dag- blöðunum frá einstökum fram- bjóðendum, sem kosta stórfé. Hér er í rauninni um svo alvarlegt mál að ræða, þegar peningar eru farn- ir að skipta verulegu máli við að tryggja mönnum sæti á framboðs- listum flokka, að við hljótum að staldra vió og spyrja; hvert stefn- ir? Þeir stjórnmálaflokkar, sem fyrir prófkjprum standa hljóta að taka þessi mál til mjög gagngerr- ar umræðu og íhuga, hvort ein- hver leið sé til út úr því öngþveiti, sem prófkjörin stefna í. Og full ástæða er til að hvetja þá fram- bjóðendur í prófkjörum. t.d. Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins, sem augljóslega höfðu mest umsvif í prófkjörsbarátt- unni, að þeir geri almenningi skil- merkilega grein fyrir því, hvaó kosningabarátta þeirra kostaði og hvaðan peningarnir eru komnir, sem notaðir voru tjl þess að standa straum af þeim kostnaði. Það er sjálfsögð krafa almennings i landinu, að þessar upplýsingar liggi fyrir. Ur því allt skal vera opið á annað borð, hví þá ekki fjármálin líka? Á að hætta prófkjörum eða setja leikreglur? Það er skoðun Morgunblaðsins, að það sé íslenzku lýðræði ekki til framdráttar, að amerískar aðferðir ryðji sér til rúms i stjórn- málabaráttu á íslandi, að ein- staklingar setji upp kosninga- kerfi til þess að ná kjöri til Al- þingis, að fjármunir skipti máli um það, hvort menn hafa mögu- leika til að ná kosningu í próf- kjöri og að Alþingi fyllist af mönnum sem valdir eru með þeim hætti til þingframboðs. Að þeirri niðurstöðu fenginni er sjálfsagt að varpa þeirri spurningu fram, hvort fella eigi prófkjör niður. Hægt er að færa mörg sterk rök fyrir því. En vissu- lega væri þaó uppgjöf frammi fyr- ir vinnubrögðum, sem ættu að vera öllum almenningi ógeðfelld. Prófkjör eru í eðli sínu lýðræðis- leg leið til vals frambjóóenda. Þess vegna vill Morgunblaðió ekki mæla með þvi, að þau verði felld niður. En sú spurn- ing er knýjandi fyrir stjórn- málaflokkana — og þá sérstak- lega Sjálfstæðisflokkinn og Al- þýðuflokkinn, sem standa fyrst og fremst frammi fyrir þeim vanda, sem prófkjörin hafa skapað, — hvort unnt sé að setja einhverjar leikreglur um það, hvernig próf- kjörsbaráttu skuli hagaö. Grund- vallaratriði í prófkjörsbaráttu er t.d.. hvort menn hafa aðgang að kjörskrá eða ekki. í prófkjöri sjálfstæðismanna á dögunum höfðu sumir frambjóðendurnir komizt yfir merktar kjörskrár, en aðrir ekki og skapaði það auðvitað misrétti. Á þá að dreifa út kjör- skrám til allra frambjóðenda og þar með trúnaðarskjölum við- komandi flokks? Þetta er spurn- ing, sem Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðuflokkur standa frammi fyrir og verða að taka afstöðu til. Eiga flokkarnir að leggja frambjóðend- um til vissa lágmarksfjárhæð og setja reglur um það, að bannað sé að eyóa meiri fjármunum en þeim, sem flokkarnir leggja hverjum og einum frambjóðanda til? Á að setja ákveðnar reglur um blaðaútgáfu, fundahöld, starfsmannahald, hringingar o.s.frv.? Og jafnvel þótt slikar reglur yrðu settar er nokkur von tii þess að við þær yrði staðið? Þetta eru knýjandi og áleitnar spurningar. Menn verða að horfast í augu við þá staðreynd, að prófkjörin eru komin á það stig, að þau eru að gerbreyta mynd íslenzkra stjórnmála. Að sjálfsögðu hafa menn mismun- andi smekk fyrir þeim vinnu- brögðum, sem beitt eru í stjórn- málabaráttu. En að dómi Morgun- blaðsins eru prófkjörin að leiða stjórnmálabaráttuna út á ógeð- felldar brautir. Þau eru að leiðast út í þann farveg að flokkarnir sitja uppi með framboðslista sem eru sízt af öllu spegilmynd þess þjóðfélags, sem við búum í. Próf- kjör sjálfstæðismanna í Reykja- vik er ekki eina dæmið um þetta heldur einnig prófkjör sama flokks í Vesturlandskjördæmi. Akurnesingar raóa sér í sæti frá 2—5 með þeirri afleiðingu, að fjölmörg byggðarlög í Vestur- landskjördæmi eiga engan full- trúa ofarlega á listanum. Ástæðan fyrir þessari niðurstöðu er vafa- laust sú, að Akranes er fjölmenn- asta byggðarlagið og Akurnesing- ar kjósa Akurnesinga. En er þessi listi spegilmynd þess samfélags, sem byggt hefur verið upp á Vest- urlandi? Auðvitað ekki. Prófkjör- in eru á góðri leið með að kalla yfir okkur yfirborðsmennsku og auglýsingamoldviðri fjölmiðla í stjórnmálastarfsemi, sem þjónar engum þjóðarhagsmunum að ryðji sér til rúms hér. Þau stuðla að því að skipan þjóðþingsins verður úr tengslum við þjóðlífið og æ fleiri telja það fyrir neðan sína virðingu að taka þátt i þeim leik, sem framboð í prófkjöri kall- ar á. Og að lokum: þegar afleiðing prófkjöra i skipan þingsins er komin fram af fullum þunga eftir svö sem einn og hálfan áratug er hægt að spyrja hvort þeir sem í krafti auglýsingamennsku og elt- ingaleiks við þrýstihópa hafa komizt á Alþingi eru yfirleitt hæf- ir til að stjórna landi. Annars má skjóta því hér inn, að þótt hávað- inn og yfirborðsmennskan sé orð- in ærandi hefur það ekki alls stað- ar áhrif. Liklega hefur enginn stjórnmálamaður um langt skeið orðið fyrir jafn harkalegum árás- um og Ólafur Jóhannesson, dóms- málaráðherra. Samt sem áður hlaut hann 95% atkvæða i próf- kjöri í kjördæmi sinu og heíur gauragangurinn því ekki haft mikil áhrif þar. En líklega hefði útkoman orðið önnur í þéttbýlinu á suðvesturhorninu og segir það sina sögu um þá breytingu, sem er að verða á því samfélagi. Það væri illa farið, ef virkir meðlimir stjórnmálaflokkanna leiddu hjá sér að ræða um próf- kjörin, kosti þeirra og galla í ljósi þeirrar þróunar, sem orðin er og fyrirsjáanlega verður á næstu árum og áratugum, ef enginn spyrnir við fótum. Það er beinlín- is skylda þeirra stjórnmálaflokka, sem haft hafa forystu um þessa nýjung i íslenzkri stjórnmálabar- áttu, sem vissulega hefur verið jákvæð fram til þessa en er nú komin inn á þær brautir, að spurningar hljóta að jvakna um gildi þeirra að efna til víðtækra umræðna um þann farveg, sem prófkjörin eru komin í og íhuga fyrir næstu prófkjör, hvort ein- hverjar leiðir eru til þess að halda hinum neikvæðu hliðum niðri en undirstrika hinar jákvæðu, en sú þeirra er að sjálfsögðu mikil- vægust, að fólkið fær tækifæri að segja álit sitt á uppstillingu flokk- anna. Sjálfstæðismenn í Reykja- vík standa nú þegar frammi fyrir þessum spurningum, þar sem þeir efna til annars prófkjörs nú í vet- ur vegna borgarstjórnarkosninga og væri þá ekki úr vegi að um- ræður fari fram um það, hvort hægt sé að draga úr helztu göllum prófkjörsins, eins og þeir hafa komið fram nú. Ellegar standa menn frammi fyrir því, að jafn margar kosningarvélar fara í gang og prófkjörsframbjóðendur eru. Og hvað segja menn um, ef fjárframlög verða þingmannsefn- um freisting, sem þeir telja sig ekki hafa efni á að standast?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.