Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1977 31 fimmtíu árin. Gömul ummerki vatnsleka rákuðu innri 'vegginn, vegg sem ég gat jafnvel varla trúað að væri ekki upprunalegur enda þótt ég væri búin ð vera í þessu herbergi i hálfa öld. Þessi veggur var úti á gólfinu, tvö og hálft dýrmætt fet frá hinum rétta vegg hússins. Það voru innbyggðar bókahillur á þessum falska vegg, gamlar, signar hillur úr bólóttum viði sem bar sömu ummerki vatns og veggurinn á bak við þær. Neðst í horninu til vinstri, uncjir neðstu hillunni, var renniloka, tvö fet á hæð og breidd, sem lokaði leið- inni inn í leyniherbergið. Hr. Smit beygði sig niður og dró rennilokuna hljóðlega frá. Við Betsie skriðum á fjórum fótum inn i þrönga herbergið fyrir inn- an. Þegar inn var komið gátum við setið og jafnvel teygt úr okkur önnur i einu á dýnunni. Ferskt loft kom að utan inn um falið loftræstiop sem var komið hug- vitsamlega fýrir í útveggnum. „Látið vatnskrús vera hér,“ sagði hr. Smit og skreið inn á eftir okkur. „Skiptið um vatn einu sinni i viku. Hart kex og vitamin geymast endalaust. Alltaf þegar einhver er i húsinu, sem ekki má vitnast um, verða allir munir hans að vera geymdir hér nema föiin sem hann er i.“ Við létum fallast á fjóra fætur og skirðum i einfaldri röð út i svefnherbe-rgið mitt. „Flyttu þig aftur inn i þetta herbergi," sagði hann mér. „Allt á að vera ná- kvæmlega eins og áður.“ Hann sló með hnefanum á vegginn ofan við bókahillurnar. „Gestapó getur leitað i heilt ár,“ sagði hann. „Þetta finna þeir aldrei.“ — Settir úr- slitakostir Framhald af bls. 1 það ekki hefur honum verið hótað að bróðir hans, Kyril, sem er 25 ára, verði einnig lögsótt- ur. Podrabinek var handtekinn í október s.l. og haldið í nokkrar klukkustundir. Var hann þá yf- irheyrður um tengsl sín við andófsmanninn Yuri Orlov og bók, sem kom út á Vesturlönd- um er fjallar um misbeitingu geðlækninga. — Engin sam- staða Framhald af bls. 1 Sinaíeyðimörkinni án þess að aðilar gerðu hvor öðrum viðvart og væri tilgangurinn sá að tryggja að ekki kæmi til átaka eóa styrjaldar fyrir misskilning. Hið óháða blað An Nahar, sem Arabar gefa út í París, skýrði frá því i dag, að þegar Sadat hélt til Israels hefði nærri legið við að flugvél hans hefði orðið fyrir árás MIG-21 orrustuþotu frá ónefndu Arabaríki. Hefði flugmaðurinn haft I hyggju að fljúga á þotu Sadats, en upp hefði komizt um þetta áform í tæka tíð, og hefði MIG-þotan aldrei komizt i loftið. An Nahar sem reynzt hefur áreiðanlegt og vel upplýst blað, segir að Sadat hafi fengið i hend- ur nákvæmar upplý^ingar um „samsærið" við heimkomuna til Kairó. Fréttaritari júgóslavneska blaðsins Borba Kaíró kveðst hafa eftir áreiðanlegum og hátt- settum heimildamönnum i Egyptalandi, að stjórn Sadats hafi mælzt til þess að Carter Banda- rikjaforseti komi við í Kaíró rétt eftir áramótin. Hafi þessi uppástunga fengið góðar undir- tektir Bandaríkjastjórnar, og sé útlit fyrir að af slíkri heimsókn geti orðið 4. eða 5. janúar. Banda- ríska utanríkisráðuneytið vill ekkert um málið segja að.svo stöddu. AUGLVsrNGASlMINN ER: 22480 |H«r0un(>Iat>ih Örn og Örlygur: Nýr bókaflokkur um horfin menningarríki — Ný ljóðabók Framhald af bls. 2 við að lima sundur texta og leysa hann upp i frumefni sín" — og finnur þessum fullyrðingum sín- um stað í tilvitnuð erindi eftir skáldið. Þá segir Jóhannes Helgi einnig, að Gunnar sé „lærður í heimspeki frá háskólanum í Edinborg, Kal- cutta og Visconcin og hefur gefið út reiðinnar býsn um þau efni, s.s. ritverkaskráin er til vitnis um. „Margur maðurinn, sem svifið hefur loftvegi heimspekinnar hefur brotlent með svióna vængi og sumir tæpast verið með öllum mjalla uppfrá þvi. Að lenda með heilli há úr háu flugi er ekki á allra færi. Vængir Gunnars hljóta að vera stálsoðnir," sigir Jóhann- es Helgi meðal annars. Af bókaskrá fremst í þessu nýja ljóðasafni Gunnars Dals má sjá, að þetta er 25. verk höfundar, en hann gaf fyrst út ljóðabókina Veru 1949, síðan hefur hann bæði gefið út ljóó, skáldsögur, ferða- sögur og heimspekirit. Þetta er 6. ljóðasafn höfundar, en auk þess hefur hann þýtt Spámanninn eft- ir Gibran og Móður og barn. ljóð eftir indverska skáldið Tagore. Ein ljóðabók Gunnars Dals. Sfinxinu og hamingjan, hefur komið út í tveimur útgáfum, 1953 og 1954. Spámaður Gibrans hefur einnig verið prentaður í tveimur útgáfum. BÓKAÚTGAFAN Örn og Örlygur hefur hafið útgáfu nýs bóka- flokks sem ætlaður er unglingum og f senn fræðandi lesning um horfin menningarrfki og skemmtilesning. Þær bækur sem bókaútgáfan gefur út nú eru Levndardómar faraóanna og Fall og evðing Troju. I fyrri bókinni skiptist efnið i rennt, fyrst sögulegt yfirlit yfir • ornminjaleit, annar hlutinn er Saga Nekhebus og sá þriðji er sögulegt yfirlit eftir valdaskeið faraóanna. I hinni bókinni er upp- byggingin sú sama. I fyrsta hlut- anum er sagt frá fornminjaleit Schliemanns. í öðrum kaflanunt <>ö^ð saga Agamemnons og í þeim þriðja frá því hvernig öld Hómers lýkur. Báðar bækurnar eru filmu- settar í prentstofu G. Benedikts- sonar, en prentaðar á Italiu. EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Sir Andrew Gilchrist Spennandi saga úr bandarísku þjóðlifi í byrjun þessarar aldar. Við kynnumst hetjum og úrhrökum, auðmönnum. sósíalískum byltingarseggjum og kynþátta,hatri. Viður- kennd einhver merkasta skáidsaga síðustu ára. Þýðandi Jóhann S. Hannesson. ÞORSKASTRÍÐ OG HVERNIG Á AÐ TAPA ÞEIM Hvers konar starfsemi fer fram inrian veggja erlendra sendiráða í Reykjavík og hvert er hlutverk sendiherr- anna? Lesið berorða lýsingu Sir Andrews Gilchrists fyrrum sendiherra Breta á íslandi á samskiptum hans við forystumenn þjóðarinnar á dögum þorskastríðsins mikla 1958—60. GUÐMUNOUR GÍSLASOG HA3AUN AT t tap segir Guðmundur Hagalín. I þessari nýju skáldsögu bætir hann enn við hinrt sérstæða persónuleika, sem hann hefur skapað á nær 60 ára riU'erli. Hér er það lftili og Ijótur maður — Markús Móa-Móri. Það er eínmitt ijótleikinn sem ræður sköpum — gerir Markús að miki- um tnanni og hamingjumanni. r r r Gréta Sigfúsdóttir SOL RISIVESTRI Norður er nú uppeftir, suður niðureftir, austur er til hægri og vestur er til vinstri — eða öfugt. Svo er jafnvel komið að sól rís í vestri. Þannig lýsir Gréta siðgæðisvit- und okkar. Hún sýnir okkur stéttamismun, vafasama viðskiptahætti, pólitískan loddaraleik og siðspillingu. Guðmundur Daníelsson VEST AJ*í GULPUR GARRO Aðdáendum vel skrifaðra sakamálasagna býðst nú mikill fengur. t skáldsögunni Vestangúlpur Garró skröltum við eftir gamla Keflavíkurveginum að næturþeli í forn- fálegum vörubíl. Á pallinum eru líkkistur. Um innihald þeirra vitum við ekkert. Gísli J. Ástþórsson FIFA Skáldsagan Fífa er háðsk nútímasaga, ádeilusaga og ástar- saga. Hún segir frá Fífu ráðherradóttur, sem neitar að gerast þátttakandi í framakapphlaupi föður síns, og gerir yfirleitt allt andstætt því sem faðirinn hefði kosið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.