Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1977 fHftvgui Utgefandi nMKblb hf. Árvakur. Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. R itstjórna rf ulltrú i Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla ASalstræti 6. sími 10100. Auglýsingar ASalstræti 6. simi 22480. Áskriftargjald 1500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80.00 kr. eintakið. Lakari lífskjör og þrengri mannréttindi Þart er slundum erl'ilt a<> skilxreina þær hreyiinfíar, sem kenna sír vid vinstri stjórnmál, hvort heldur er hér á landi eóa annars staóar. Allar eif>a þær skoóanalegar ra-tur í kenninffum Karls IVIarx, sem settar vóru fram á öldinni sem leió — viö allt aórar þjóófélafíslefíar aóstæóur <>« takmarkaöri félaffslefía og hagfræöileffa þekkinfiu en nú eru til staóar. Síóan Kreinast þessar hreyfinfjar í allar áttir eftir mismunandi túlkunum síöari tíma manna á kenninfíum hins þýzka höfundar marxismans. Sumar hreyfinfíar kenna sifí vió marx- lenín-stalín-isma. Aórar hafa lellt Stalín niöur úr heitum sínum og flokkast undir marx-lenínisma. Enn aórar hafa einnig fellt Lenín út úr myndinni og kalla sig einfaldlega marxista. Kommúnistaflokkur Spán- ar er nýjasta dæmiö þar um. Þá eru einnig til marxistar, sem kenna sig viö Trotsky, er skipulagói Kauöa herinn í árdaga Sovétríkjanna, en talió er aó Stalfn hafi látiö myróa, eftir aö hann var kominn í útlegö. Og ekki má gleyma maóistum, sem eru enn ein grein á meiöi marxismans. Þrír stjórnmálaflokkar hér á landi, sem kenna sig viö vinstri stjórnmál, eiga nú fulltrúa á Alþingi Islendinga: Alþýöuflokkur, Alþýóuhandalag og Samtök frjálslvndra og vinstri manna. Framsókn- arflokkurinn, sem almennt er talinn milliflokkur, höfðar á stundum til vinstra f.vlgis, en naumast veröur hann þó talinn marxískur aö uppruna. Allflókin umferöartengsl hafa veriö á milli þessara flokka allra. Kommúnistaflokkur tslands varö til meó klofningi úr Alþýöu- flokknum áriö 19.'!0. Þegar sá flokkur skipti um nafn og tók upp heitiö Sameiningarl'lokkur alþýóu, Sósíalistaflokkurinn, geröist þaö enn meö klofningi úr Alþýóuflokknum. Þegar flokkurinn tók upp núverandi nafn, Alþýöuhandalag, geróist þaó enn á ný meö klofningi úr Alþýöu- flokknum. Flestir þeir framámenn. sem klufu sig úr Alþýóuflokki viö framangreindar nal'nhreytingar, hurfu síöar frá samstarfi vió komm- únista, re.vnslunni ríkari. F’leiri feröatengsl má nefna milli þessara flokka allra. Björn Jónsson, nú forseti ASl, för úr Alþýöuhandalagi um Samtökin til Alþýöuflokks. Fleiri forystumenn úr verkalýóshreyf- ingu hafa fetaö í fótspor hans. Ólafur Itagnar Grímsson fór úr Framsóknarl'lokki um Samtökin inn í Alþýóubandaiag. Magnús Torfi Ólafsson fór úr Alþýóuhandalagi yfir í Samtökin, hvar hann gegnir nú forystu. Hannibal Valdimarsson fór úr Alþýóuflokki um Alþýöubanda- lag og Samtökin út úr pólitík. Fleiri dæmi mætti til tína. Alþýöuhandalagió, sem er fjölmennasti flokkur marxista á Islandi, viróist klofiö ofan frá og niöur úr, skoóanalega séö. Gamall stuónings- maöur þess, Björn Bjarnason, formaóur Landssambands iönverkafólks segir í nýlegri blaöagrein aö „forystumönnum verkalýóshreyfingar- innar" hafi-verió rutt út úr mióstjórn Aiþýóuhandalagsins. í vinstra kanti þess eða vinstra.megin viö þaö hafa og risið upp fjöldi smærri hreyfinga. Fyrst skal telja Sósíalistafélag Ke.vkjavíkur, sem er aö vísu garnalt félag, og heldur fast viö fornar kenningar. Þá má nefna Fylkinguna, sem fvrrum var ungliöafélag Sósíalistaflokksins.en hefur þróa/t yfir í trotskyistasamtök. Þá hafa tveir hreinræktaóir smáflokkar kommúnista séö dagsins Ijós: Kiningarsamtök kommúnista (EIK) og Kommúnistaflokkur Islands, sem báöir telja sig Marx-leniníska en eyöa mestu af orku sinni í gagnkvæmar skammir hvor um annan, —og eru aó því leyti dæmigeróir vinstri flokkar. Eitt eiga þó hrotabrot íslenzkrar vinstri mennsku sameiginlegl, þrátt fyrir alla sundrunguna. Þaö aö loröast rökræóur um reynsluna af framkvæmd sósíalisma og kommúnisma, þar sem þessi kenning hefur verió ráöandi þjóöfélagsform um langt árabil. Sósíaiisminn hefur ráóiö ríkjum í Sovétríkjunum í rúma sex áratugi og helft þess tíma í flestum ríkjum Austur-Evrópu. Hvers konar þjóöfélag hefur risiö í kjölfar þessarar kenningar, þar sem hún hefur fengió aó sýna ága-ti sitt? Sakharov-réttarhöldin í Kóm, sem verið hafa í heimsfréttum undanfariö, vitna um, hvern sess almenn mannréttindi skipa í þessum iöndum. Almenn Iffskjör fólks f borgaralegum þjóófélögum Noróur- landa eru og mörgum áratugum á undan því sem þekkist í ríkjum sósíalismans. Félagsleg og efnahagsleg réttindi þegnanna eru ólíkt þróaöri og traustari í horgaralegum þjóöfélögum, þó aö þar standi enn margt til bóta, en í ríkjum sósíalismans. Munurinn er raunar þaö mikill, borgaralegum þjóöfélögum i hag, aö óþarft er aó fara um mörgum oröum. Frumskylda hvers þjóðfélags er aö tr.vggja þegnum sínum almenn mannréttindi; rétt einstaklinga til öryggis inn á viö og þjóöaröryggis út á vió; rétt til skoóanamvndunar og tjáningar; rétt til lýóræöislegra áhrifa á framvindu þjóömála: rétt til heilbrigös einstaklings-, fjöl- skyldu- og félagslffs og sfóast en ekki sízt rétt til aó nýta starfsorku hugar og handa í sem frjálsustu hagkerfi. Mikilvægir áfangar hafa náöst á öllum þessum sviðum í borgaralegum þjóófélögum nútímans. Þar stendur aö vísu margt enn til bóta, eins og fyr segir. En hiö borgaralega þjóöfélag lýðræðis og þingra*óis felur í sér möguleikana til aó þróast frá annmörkum sínum og til meiri fullkomnunar á heilbrigóan og friósaman hátt, fyrir lýöræóisleg meirihlutaáhrif fólks- ins sjálfs. Einnig aö því leyti hefur þaö auösæja yfirburði yfir hin sósíalísku þjóöfélög lítilla mannréttinda og lakari lífskjara. j Reykjavíkurbréf l —♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 3. desember.H»» Kostir prófkjörs Fyrir hálfum mánuöi stóö yfir umfangsmesta prófkjör, sem efnt er til hér á landi til þess aö taka ákvörðun um skipan framboós- lista til alþingiskosninga — próf- kjör sjálfstæðismanna í Reykja- vík. Prófkjör þetta hefur vakið mikla athygli eins og jafnan er um persónubundna kosningu af þessu tagi og það hefur jafnframt undirstrikað skýrar en þau próf- kjör, sem fram til þess hafði verið efnt til, hina jákvæðu þætti próf- kjöra og hina neikvæðu. Færa má nokkuð sterk rök að því, að gallarnir hafi í þessu prófkjöri verið áberandi meiri en kostirnir og fer það þó allt eftir þvi, hver afstaða manna er til stjórnmála- baráttunnar og hvernig hana á að heyja. Þátttakan í þessu prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík var meiri en dæmi eru til um áður og var það nokkurt áfall andstæðing- um Sjálfstæðisflokksins, sem höfðu gert sér ákveðnar vonir um, að fram mundi koma í þessu próf- kjöri óánægja kjósenda í garð ríkisstjórnar, sem Sjálfstæðis- flokkur hefur forystu fyrir og hún mundi birtast í þvi, að stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni tækju ekki þátt í þessu prófkjöri. Þessi mikia þátt- taka var eftirminnileg áminning um og undirstrikun á þeim mikla styrk, sem Sjálfstæðisflokkurinn býr yfir í höfuðborginni og sýnir, að þrátt fyrir stjórnarforystu á erfiðum tímum, hefur ekkert úr þeim styrkleika dregið. Frá sjónarhóli þeirra, sem telja þá þjóðmálastefnu, sem Sjálfstæðis- flokkurinn berst fyrir, heillavæn- legasta fyrir hag og heill íslenzku þjóðarinnar, er þessi mikla þátt- taka þvf ein af jákvæðum hliðum þessa prófkjörs. Prófkjör af þessu tagi hefur í för með sér mikið starf. Otrúlega stór hópur fólks tekur til hendi, ýmist við undirbúning og fram- kvæmd prófkjörsins sjálfs eða leggur fram vinnu fyrir einstaka frambjóðendur. Ekki er ofmælt, að með einum eða öðrum hætti leggi nokkur þúsund manns þar hönd á plóginn. Líflegar umræð- ur verða, fólk tekur afstöðu til einstaklinga og málefna og al- menn stjórnmálastarfsemi innan þess flokks, sem fyrir prófkjörinu stendur, færist mjög í aukana og áhugi vex meðal þeirra Stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins, sem að jafnaði taka ekki þátt I starfi flokksins á annan veg en að veita honum stuðning á kjördag. Allt er þetta jákvætt, skiptir miklu máli fyrir starfsemi stjórnmálaflokks, sýnir lýðræðið í verki og er Sjálf- stæðisflokknum, þessu miklá stjórnmálaafli I íslenzkum þjóð- málum, tvímælalaust til styrktar. Úrslit prófkjörsins Urslit prófkjörsins í Reykjavík hafa vakið umtal og eftirtekt og sýnist sitt hverjum. Sérstaklega hefur athygli manna beinzt að því, að Albert Guðmundsson, al- þingismaóur, hlaut efsta sæti I þessu prófkjöri og Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, annað sæti. Nú er það ekkert nýtt, að úrslit prófkjörs sjálfstæðis- manna í Reykjavik falli á þann veg, að formaður Sjálfstæðis- flokksins og forsætisráðherra hljóti ekki efsta sætið. Niðurstaða prófkjörsins haustið 1970 varð sú, að þá hlaut þáver- andi borgarstjóri í Reykjavík, Geir Hallgrímsson, flest atkvæði og Jóhann Hafstéin, forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, næstflest atkvæði. I augum sjálfstæðismanna skiptu þessi úrslit engu máli eða þau atkvæði, sem á milli bar, enda öllum ljóst, að þeir tveir menn, sem þar komu við sögu nutu óskoraðs trausts sjálfstæðis- manna í Reykjayik. Úrslitin í prófkjörinu nú hafa verið túlkuð sem ósigur fyrir nú- verandi formann Sjálfstæðis- flokksins og til marks um óánægju með ríkisstjórnina. Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins fjallaði um þessar staðhæfingar í sjónvarpsþætti fyrir rúmri viku, sem vakið hefur þjóðarathygli, annars vegar fyrir þann dóna- skap, sem einkenndi framkomu hins pólitíska spyrjanda í þættin- um og hins vegar og fyrst og fremst fyrir þá hörku og ein- beittni, sem einkenndi svör for- sætisráðherra. í sjónvarpsþætti þessum bentiGeir Hallgrímsson á, að hann hefði í þessu prófkjöri hlotið heldur hærra hlutfall greiddra atkvæða en í prófkjör- inu 1970 og hefði hann þó þá verið borgarstjóri í Reykjavík og sem slíkur haft góða aðstöðu í prófkjörinu. i þessu sambandi kvað hann engu skipta, þótt annar maður hefði fengið fleiri atkvæði og kvaðst hann samgleðjast Al- bert Guðmundssyni með þann góða árangur, sem hann hefði náð. Ennfremur vakti Geir Hallgrímsson athygli á því, að ef um óánægju væri að ræða, sem lýsti sér I prófkjörinu væri þar um að ræða þau 400 atkvæði, sem á milli bæri. Jafnframt undirstrikaði for- sætisráðherrann það almenna við- horf sitt til þeirra starfa, sem hann gegnir, að það væri ekki sitt hlutverk að hlaupa eftir vinsæld- um, sem reynslan sýnir, að oftast eru stundarfyrirbrigði, heldur að inna starf sitt þannig af hendi að hann og flokkur hans hlytu traust kjósenda í kosningum, þegar verk rikisstjórnarinnar eru lögð undir dóm kjósenda. Forsætisráðherra. benti á, að ríkisstjórn þarf oft að gera ráðstafanir, sem eru nauð- synlegar en óvinsælar I bili, og að ríkisstjórn mætti ekki hlaupast frá slíkum ákvörðunum til þess að taka þátt i vinsældakapphlaupi. Þetta eru orð að sönnu og vissu- lega vaéri hægt að taka meira mark á mörgu því sem gej-ist i islenzkri stjórnmálabaráttu, ef þetta viðhorf til starfsaðferða’og vinnubragða væri almennara. Framboðslisti tíu þúsund kjósenda Þá er að því komið að íhuga niðurstöðu prófkjörsins almennt og styrkleika þess framboðslista, sem tíu þúsund kjósendur hafa með þessum hætti tekið þátt i að ákvarða. í fljótu bragði mætti ætla að framboðslisti, sem tíu þús- und stuðningsmenn flokks ákveða sl«ipan á, hljóti að vera mjög sterkur framboðslisti, það liggi í hlutarins eðli, að þegar listi hefur verið valinn með svo lýð- ræðislegum hætti og svo mikilli þátttöku geti hann ekki verið ann- að en sterkur. En skoðum málið ofurlítið betur. Utan niðurstöðu í efstu sætum prófkjörsins vakti það mesta athygli, að tveir þjóð- kunnir forystumenn launþega í Sjálfstæðisflokknum, þeir Guð- mundur H. Garðarsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykja- víkur og Pétur Sigurðsson, for- ystumaður sjómanna i áratugi, hlutu sjöunda og áttunda sæti i þessu prófkjöri. Báðir þessir menn hafa unnið geysilegt starf i samtökum launþega. Pétur Sigurðsson er upprunninn i sjó- mannastétt. Hann hefur helgað allt sitt líf starfi, fyrst á sjónum og síðan í þágu sjómanna, i félaga- samtökum þeirra, að hagsmuna- málum þeirra á Alþingi og ekki sízt hefur hann haft forystu um það geysimikla uppbyggingar- starf, sem unnið hefur verið við byggingu dvalarheimila fyrir aldraða sjómenn og maka þeirra. Guðmundur H. Garðarsson hefur verið í forystu fyrir stærsta laun- þegafélag landsins í tvo áratugi. Hinir mörg þúsund félagsmenn Verzlunarmannafélags Reykja- víkur vita bezt af eigin raun á hvern hátt hann hefur starfað að málefnum þeirra sem heildar og einstaklinga. Þegar þetta er haft í huga er skiljanlegt, að menn velti fyrir sér þeim niðurstöðum próf- kjörs, að þessir tveir menn hljóti ekki meira atkvæðamagn en svo, að dugi þeim til sjöunda og átt- unda sætis. Nú kann einhver að segja sem svo: Hvaða máli skiptir þetta? Þetta eru úrslit prófkjörsins, þetta er lýðræðisleg kosning, stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks- ins hafa sagt sitt og þegar svo mikill fjöldi tekur ákvörðun hlýt- ur hún að vera Sjálfstæðisflokkn- um til styrktar. En svo einfalt er dæmið ekki. Eitt er að ná til 5—6 þúsund stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík og hljóta atkvæði þeirra T prófkjöri, annað hvort viðkomandi fram- bjóðandi hefur möguleika á að ná til þeirra 15—17 þúsund kjósenda til viðbótar sem ekki tóku þátt í’ prófkjörinu, sem Sjálfstæðis-' flokkurinn verður að ná til í næstu kosningum eigi hann að hljóta góða kosningu í Reykjavik. Þegar þaó er haft i huga er rétt að menn ihugi, hvort einhverjir aðr- ir, sem skipa sæti ofar á fram- boðslistanum samkvæmt úrslitum prófkjörsins hafa meiri mögu- leika til þess að ná til þessa við- bótarfjölda kjósenda en þeir tveir fulltrúar launþega, sem hér hafa vérið nefndir. Erfitt verður að færa rök að því. Launþegasamtök- in eru öflugustu félagsmálasam- tök sem riú starfa í öllum löndum á norðurhveli jarðar, og styrkur þeirra fer sívaxandi. Sá stjórn- málaflokkur, sem leiðir þau hjá sér eóa vísar á bug fulltrúum þeirra veit ekki hvað hann gerir. Þá er komið að spurningunum um það, hvað það er sem ræður úrslit- unum í svo umfangsmiklu próf- kjöri sem því, er sjálfstæðismenn efndu til í Reykjavík á dögunum, og hvað veldur því, að atkvæða- tala traustra forystumanna laun- þegasamtaka á borð við Pétur Sigurðsson og Guðmund H. Garð- arsson er ekki hærri en raun ber vitni um. Amerísk tækni ryður sér til rúms I prófkjörum þeim, sem sjálf- stæðismenn efndu til fyrir borg- arstjórnarkosningar 1970 og þing- kosningar 1971 bryddaði aðeins á því, að einstakir frambjóðendur og stuðningsmefln þeirra beittu í baráttu sinni nútímatækni, sem vel hefur reynst i öðrum löndum, sérstaklega þó Bandarikjunum. Ein afleiðing þess var sú að í prófkjöri sjálfstæðismanna til þingkosninga 1971, sem fram fór haustið 1970 náði einn mesti sér- fræðingur þjóðarinnar í efna- hagsmálum, Öláfur Björnsson prófessor, sem setið hafði á Al- þingi uro nokkurt árabil, Bjarni Benediktsson taldi í hópi fremstu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.