Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1977
HUGVEKJA
eftir séra
JÓN AUÐUNS
Á sunnudaginn var leiddi
kirkjan okkur fyrir sjónir einn
stærsta anda Gyðingaþjóðar-
innar fyrr og síðar, Jesaja
spámann. í dag leiðir hún
athygli okkar að öðru stór-
menni, spámanninum
Jeremía, en hann var uppi
u.þ.b. 600 árum fyrr en
Kristur. Hver maður hann var
sá þjóð hans ekki fyrr en
löngu siðar. Þó gat hann ekki
dulizt í lifanda lífi. Nafn hans
var á hvers manns vörum.
Oftast stóð um hann storm-
ur, stundum stórviðri.
Svo reyndist enn, sem oft
hefurorðið, að þá fyrst þegar
seinni tímarskoða mikil-
mennið úrfjarska verður
Ijóst, hver maðurinn var. Um
marga þá, sem samtíð dáir,
fer svo, að seinni tíma menn
undrast og spyrja: Hvað gátu
menn séð í þessum manni
svo mikið og stórt? Hinsveg-
ar hefja síðari tímar marga þá
hátt, sem samtíð hafði að
engu
Að þessu leyti er um
mennina líkt of'fjöllin. Úr
fjarlægð þarf að skoða þau til
að sjá tign þeirra og fegurð.
Það dæmi er nærtækt, að
þeir sem eiga heima undir
fjallsrótum Esjunnar, sjá ekki
dásamlega fegurð hennar og
fjöibreytni eins og við, sem
hatur. Víða má sjá í spá-
dómsbók hans, 'að hann
hungraði eftirfriði. Hann
varð einmana, hataður og
hrakinn í urð. Þar var hann í
einum bátí með mörgum
þeim, sem það hafa sann-
reynt fyrr og síðar, að sann-
leikurinn launar sjaldnast
með.friði og værðum þeim,
sem honum þjóna.
Þrumurödd þessa stóra,
sterka manns þagnaði ekki.
Síðarfærði reynslan þjóðinni
heim sanninn um það, að
spádómsorð hans, beinskeytt
og hvöss, hefði þjóðin betur
hlustað á, meðan timi var til.
Hann réðst að valdhöfunum,
fyrst og fremst og að þeim,
boglistin brást honum ekki.
Örvar hans komu niður þar,
sem hann hafði ætlað þeim
að hitta í mark. Skeytum
sinum beindi hann einnig að
almenningi, þjóðinni, sem
var að svíkja Guð sinn og
herra og gekk glötunarveg
Fyrir það var hann hataður
og kallaður þjóðníðingur.
Með fullri vissu verður naum-
ast vitað, hvernig hann lauk
lífi sinu, en arfsögnin segir,
að hann hafi verið myrtur
með grimmdarfullum hætti.
Þau laun hafi hann hlotið
enn og trúr þjóð sinni þrátt
fyrirallt, sem hún hafði gert
honum í lifanda lífi, og að
enn héldi hann áfram að
vaka yfir málefnum hennar.
Þá var farið að líta á Jeremía
sem vakandi verndara þjóð-
arinnar frá öðrum heimi.
Áður hafði sannleikurinn orð-
ið múrveggur milli þjóðarinn-
arog hans, sannleikurinn
sem honum hafði hvort-
tveggja verið, sæla og kvöl,
að þurfa að boða.
Sönnun þess, hve þjóðin
lærði síðarað meta þennan
mikla mann erm.a. sú, að
þótt trú á endurholdgun,
endurkomu, endurfæðingu
látinna manna til jarðarinnar
til þess að gegna þar mikil-
vægu hlutverki, hafi aldrei
orðið jafn almenn á Vestur-
löndum sem á Indlandi og
öðrum löndum Asíu, þá varð
sú trú mjög útbreidd með
Gyðingum, að Jeremía spá-
maður myndi endurholdgast,
fæðast afturá Gyðingalandi
og gerast þá leiðtogi þjóðar-
innar þegar brýnust yrði
þörf.
Þegar Kristur kom fram og
menn urðu lostnir undrun
yfir þvi, sem þeir sáu til hans
og heyrðu, héldu margir,
eins og guðspjöll greina, að
Fjarlægðin
— og fjöllin há
horfum á hana úr Reykjavík.
Á líkan hátt er farið um
fjöllin í mannlífinu, hina fá-
gætu, stóru menn. Þá fyrst
er nýjar kynsólðir fara að
skoða þá úrfjarlægð verður
Ijóst, hverjir þeir voru.
Hleypidómar öamtíðar, stefn-
ur hennar, „istar" og „ismar"
öfund og smásmygli blinda
menn á hið stóra, sem i hin-
um stóru býr.
Jeremía spámaður mátti af
sér þá sögu segja. Óvildin
var svo mikil, sem að honum
sótti frá samtíðinni, þjóðinni
sem hann var að þjóna.
Hann sá aðra ganga í blindni
sinni villiveg, en sjálfur stóð
hann í storminum, oftast
einn. En köllun sinni reyndist
hann trúr, hvað sem það
kostaði. ( djúpum spámanns-
sálar sinnar heyrði hann
guðsröddina tala og boða
refsidóm yfir þjóðinni vegna
breytni hennar. Og hann
flutti án þess að hika það
vægðarlausa varnaðarorð, en
hlaut að launum ofsóknir og
fyrir bersögli sína og karl-
mannlega sannleiksást
Tímar liðu, óheillaspár
Jeremía rættust, þjóð hans
glataði f relsi og var felld I
erlenda ánauðarfjötra. Menn
höfðu ekki viljað hlusta á
óheillaspár hans í lifanda lífi,
en þeim mun eftirminnilegri
uppreisn fékk hann eftir
dauða sinn, löngusíðar. Þá
var hann loks kominn í þá
fjarlægð, sem fjallið stóra
þarf til þess að tign þess og
mikilleikur verði Ijós. Þjóð-
inni, sem hafði ofsótt hann
og myrt, lærðist síðar að dá
hann, og dá hann meira en
flestalla aðra. Hann lifði með
þjóð sinni löngu eftir að hann
vardáinn. í bókmenntum,
sem fram komu með Gyðing-
um á öldinni fyrirfæðingu
Krists, geymast sögur, sem
segja, að eftir dauðann hafi
Jeremía oftsinnis vitrazt
mönnum og gefið þeim leið-
beiningará hættustund.
Gyðingar trúðu því þá, að
þessi stórbrotni sannleiks-
vottur væri trúr köllun sinni
hann væri Jeremia endurbor-
inn, endurholdgaður.
Meiri vegsemd gat hinum
löngu liðna spámanni ekki
hlotnazt. Tlmar voru breyttir.
Nöfn þeirra, sem á dögum
spámannsins hafði borið
hæst, voru að gleymast, eða
gleymd. En þegar hann, sem
mestur hefur á jörðu fæðst,
kom fram, héldu margir, að
nú væri Jeremía aftur kom-
inn.
Ekkert minna en hið
mesta, stærsta þótti nú sam-
boðið manni, sem I lifanda
lífi hafði verið hataður, of-
sóttur og loks hrakinn út i
píslaarvættisdauðann.
Þennan mann leiðir kirkjan
okkur fyrir sjónir, þegarhún
boðar aðventu, komu Krists
til manna og hvetur til þess
að greiða honum veg og
gjöra beinar brautir hans,
sem einnig sætti ofsóknum,
misskilningi og hatri og einn-
ig lauk lífi með blóðugum
dauða.
7
Hestaalmanakið 1978
í annað sinn, stórglæsilegt, litprentað
almanak með myndum af íslenzka hestinum
í faðmi náttúrunnar, — á öllum árstíðum.
Stærsta almanakið, sem hér er á boðstólum
(42x56 cm) — og þar njóta hestamyndirnar
sín vel. Myndir, sem skreyta munu heimili
og skrifstofur löngu eftir að 1978 er liðið.
Ekki aðeins fyrir hestamenn, heldur líka alla
hina. Kostar kr. 2.640 (með sölusk.) í þykk-
um pappahólki. Sendum gegn póstkröfu um
allt land.
Undirritaður óskar að kaupa . . . eintak/eintök af
Hestaalmanaki 1978 á kr. 2,640 eintakið.
J Greiðsla er hjálögð, Q Óskast sent gegn póst-
kröfu.
Nafn_______________________________________
Heimili ___________________ Simi __________
Sendist lcelandReview
Stóragerði 27, Reykjavík
Almanakið er lika til afgreiðslu á skrifstofunni.
REIKNIVÉLAR
SEM MÁ TREYSTA
Samlagning + frádráttur - margföldun X
deiling + prósentureikningur % konstant,
fljótandi komma og samlagningarstaöa,
fyrirferðalítil og handhæg, margar gerðir.
Verð frá kr. 25.800.
Leitió nánari upplýsinga.
m&MmSm KJARAN HF
skrifstofuvélar & verkstæði - Tryggvagötu 8, sími 24140