Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 14
14
60 ára:
Halldór Sigurjóns-
son fv. yfirflugvirki
Þeir voru sprettharðir upp á
Arnarhólinn strákarnir í Skugga-
hverfinu, þegar ,,Súlan“ og
„Veiðibjallan" hnituðu hringa
yfir bænum um og eftir 1930.
Einn þeirra allra spretthörðustu
var Halldór Sigurjónsson, sem þá
bjó að Lindargqtu 1B, en nú í
Eskihlíð 7 hér í borg, og er sextug-
ur i dag 4. desember.
Flugið vakti unga skynjun Hall-
dórs og tók hug hans allan og
hefur ekki sleppt taki sínu af
honum upp frá þvi.
Þegar Agnar Kofoed-Hansen
gengst fyrir stofnun Svifflugfé-
lags Islands 1936, gerist Halldór
stofnfélagi og síðar virkur þátt-
takandi í starfi félagsins bæði í
fluginu sjálfu, en þó einkum við
smíði og viðgerðir á svif- og renni-
flugum. Margir sem síðar urðu
þjóðkunnir menn á sviði flugs- og
flugmála, hófu feril sinn á þess-
um árum, ýmist innan vébanda
Svifflugfélags Islands eða Svif-
flugfélags Akureyrar.
Átti Halldór löngum félag við
þá Kristin Olsen og Sigurð Ölafs-
son, og störfuðu þeir þrímenning-
arnir mikið saman upp á Sand-
skeiði að hugðarefni sínu — svif-
fluginu.
Arin 1932—1937 má segja að
flugrekstur á islandi hafi að
mestu legið niðri, en þáttaskil
verða árið 1937, er Flugfélag
Akureyrar er stofnað og Agnar
Kofoed-Hansen og Örn 0. John-
son reisa í kjölfar þess hið fallna
merki Flugfélags íslands II.
Síðari heimsstyrjöldin varð
mikill hvati í íslenzkum atvinnu-
málum og nýjungar þær, sem
menn kynntust þá í verklegum og
tæknilegum efnum ýttu undir þá
byltingu í atvinnu- og samgöngu-
málum, sem síðar varð.
Árið 1941 halda þeir Kristinn
og Sigurður til flugnáms vestur
til Winnipeg í Kanada og innrit-
ast í „Johanneson’s Flying Ser-
vice“, en .hinn frægi Vestur-
íslendingur Konni Jóhannesson
og hockey-stjarna var eigandi
þess skóla, og þaðan útskrifaðist á
árunum 1942—1943 hópur is-
lenzkra flugmanna, sem mjög
koma við sögu íslenzkra flugmála.
Það var og upphafleg ætlun
Halldórs Sigurjónssonar að feta i
fótspor félaga sinna og hefja flug-
nám, en hann hvarf frá því ráði,
enda ljóst að ekki vanhagaði land
og þjóð síður um flugvirkja en
flugmenn. Að áeggjan þeirra
Kristins Olsen og Sigurðar Ólafs-
sonar heldur Halldór vestur um
haf í skipalest árið 1943 og innrit-
ast í flugvirkjadeild „Spartan
School of Aeronautics" i Tulsa,
Oklahoma, og lýkur fyrstur ís-
lendinga flugvirkjaprófi þaðan í
júlílok 1944.
Það er vissulega i frásögur fær-
andi, að á annað hundruð ís-
lenzkra ungmenna hafa fetað í
fótspor Halldórs, og numið við
„Spartan" og langflestir flug-
virkjun.
Um það leyti sem Halldór er að
ljúka námi er Sigurður Ólafsson
staddur í New York að sækja
fyrstu „Grumman Goose“ flugvél
Loftleiða; það skiptir engum tog-
um, Halldór er ráðinn símleiðis
fyrsti flugvirki Loftleiða og
flýgur heim með Sigurði.
Upp frá því hefur Halldór
Sigurjónsson helgað Loftleiðum
og siðar Flugleiðum krafta sína,
heila og óskipta. Hann er fjórði
elzti starfsmaður Loftleiða og hef-
ur starfað hjá Loftleiðum og Flug-
leiðum í 33 ár samfleytt.
Stofnun Loftleiða 10. marz 1944
var upphaf langs og merkilegs
kafla í flugsögu Islendinga. Hinn
harði kjarni félagsins voru stofn-
endurnir Alfreð, Kristinn og Sig-
urður, en fljótt bættust nokkrir
harðduglegir, vaskir og áræðnir
menn í hópinn, og var Halldór
einn þeirra.
Á Halldór margar góðar minn-
ingar frá frumbýlingsárunum í
Vatnagörðum við hinar verstu að-
stæður. En félagarnir stóðu fast
saman um að duga félagi sínu og
vinna hugsjón sinni og ekki var
spurt um daglaun að kveldi, enda
rauk nú ekki velsældin alldeilis
af félaginu.
Fyrsta verk Halldórs var að
setja saman nýja „Stinson”-
flugvél, en samt varð það svo, að
Nauðungaruppboð
það sem auglýst var í 55., 60. og 63. tölublaði
Lögbirtingablaðsins 1977 á íbúð í Þverbrekku
2, þinglýstri eign Róberts Róbertssonar, fer
fram á eiqninni sjálfri, föstudaginn 9. desember
1977 kl. 14.
Uppbodshaldarinn í Kópavogi
ÓlafurSt. Sigurðsson héraðsdómari.
,það er bes*b ai
halíí bara aftut-
snjujununr* þanjjao
mafwnna kemur c
sækir mig."
ÉG ER ÁVALLT ÞÆGUR OG GÓÐUR SVO ER ÉG LIOUGUR. MJÚKUR OG
ÓBRJÓTANLEGUR SJÁUMST í NÝJU GJAFAVORUDEILDINNI í ÁLAFOSSI
Tllafoss
Vesturgötu 2, Reykjavík,
simar: 13404 og 22091.
Holló krokkor'.
Hver haldiði að sé að svamla í jólabókaflóðinu?
Já, það er ég, PÁLL VILHJÁLMSSON. Algjörlega
ósyndur maðurinn. Maður getur ekki einu sinni
hrokkið í — nei, haldið sér í kút.
Ef ykkur er ekki alveg sama um mig, verðiði að
kaupa mig í hvelli. Annars bara sekk ég. Globb . . .
globb.....bb.
Sko, þið farið í næstu bókabúð og segið: Er til
bókin PÁLL VILHJÁLMSSON eftir Guðrúnu Helga-
dóttur? Þá segir .búðarfólkið kannski: Er það sú
sem skrifaði JÓN ODD OG JÓN BJARNA og í AFA-
HÚSI? Einmitt, segið þið.
Þið getið líka gert annað:
Biðjið mömmu ykkar eða pabba, afa eða ömmur,
frænkur og frændur að gefa ykkur bókina í jóla-
gjöf. Krafan er: harðan pakka í ár.
Ég rígheld mér í bakkann á meðan ... globb.
Ykkar
P.s. Munið að þakka fyrir ykkur.
Bræóraborgarstíg 16, Sími 12923-19156
allir gengu í allt, og kom margvis-
leg tilfallandi erfiöis útrétting í
hlut Halídórs, enda maðurinn
fljótvirkur, velvirkur og þvílikur
völundur að orð fór af og fer enn.
Þegar Loftleiðum öx fiskur um
hrygg varð Halldór yfirflugvirki
félagsins og síðar yfirflugvél-
stjóri.
Árið 1949 var hann skipaður
forstöóumaður eftirlits- og
skoðunardeildar félagsins, og
deildarstjóri tæknideildar var
hann allar götur til ársins 1964, er
hann tók við starfi þjálfunar-
stjóra og síðar prentsmiðjustjóra,
starfi sem hann gegnir enn og
með mikilli prýði.
Halldór er mjög listrænn og list-
hagur maður. Það kom í hans hlut
gð teikna fyrsta félagsmerki Loft-
leiða, fálkann; einnig teiknaði
hann öll einkennismerki, bréf-
hausa og hvaðeina annað, sem
þurfa þótti. Þá var hann forláta
myndasmiður og á merkilegt
myndasafn frá árdögum Loftleiða
í fórum sínum.
Nokkru eftir heimkomu til Is-
lands kynntist hann eiginkonu
sinni Halldóru Elíasdóttur, dóttur
Eliasar heitins Dagfinnssonar
bryta og konu hans Áslaugar
Kristinsdóttur; hann er þannig
mágur Alfreðs Elíassonar, for-
stjóra. Eignuðust þau tvö börn
Kristin, flugvélaverkfræðing hjá
Cargolux í Luxembourg, kvæntan
Fjólu Björnsdóttur, og Önnu gifta
Sigurjóni Árnasyni, starfsmanni
Flugleiða.
Halldóri hefur verið sýndur
margvíslegur trúnaður á sviði
flugmála utan félagsins, verið í
Rannsóknanefnd flugslysa í mörg
ár, prófdómari í flugvirkjun við
Iðnskólann og unnið ýmis önnur
trúnaðarstörf fyrir ísienzk flug-
málayfirvöld, sem of langt yrði
upp að telja.
Á fæðingarári Halldórs 1917
var spurt í blaðagrein „hvort flug-
vjelar væru notandi á Islandi”.
Halldór Sigurjónsson er einn
þeirra fjölmörgu brautryðjenda
og forystumanna íslenzkra flug-
mála, sem hafa varið allri sinni
ævi og með frábærum árangri til
að afsanna þær grunsemdir, sem
að baki þessari spurningu lágu.
Slíks ber vissulega að minnast.
En Halldór er ekki einvörðungu
mikill af störfum sjnum heldur og
ekki siður af mannkostum. Hóglát
návist haits og þögul en hlýleg
framganga hefur afláð honum al-
mennra vinsælda innan félags og
utan.
Ég hefi orðið þeirrar gæfu að-
njótandi að hafa átt náið samstarf
við Halldór í yfir tvo áratugi, og
ég veit að ég tala fyrir munn allra
þeirra sem honum hafa kynnzt
bæði Loftleiðamanna, starfs-
aanna Flugfélags Iklands og
Flugleiða, er ég sendi honum
hjartanlegar hamingjuóskir á
þessum merkisdegi með þeirri
ósk að hann megi um langan tima
njóta óskertra starfskrafta og
vera áfram eins hlutgengur
starfsmaður og hann hefur verið
sl. 33 ár.
Halldór dvelst i dag á heimili
sonar sins að 13, rue de la
Corniche, Itzig, I.uxembourg.
Jón Júlíusson
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera I sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
Ifnubili.