Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1977 neina falsaða að fá, hvað gerið það þá?“ Willem sneri sér hægt frá glugganum. Hann virtist hafa gleymt mér og minu sérstaka vandamáli. „Skömmtunarseðl- ar?“ Hann bandaði hikandi frá sér. „Þeim er stolið.“ Ég starði á þennan prest í hol- lensku reformertu kirkjunni. „Jæja þá, Willem, gætir þú stolið — ég meina — gætir þú fengið þrjú stolin kort?“ „Nei Corrie! Min er gætt! Skilurðu þaó ekki? Það er fylgst með öllu sem ég geri!“ Hann lagði handlegginn á herð- ar mér og hélt áfram i vingjarn- legri tón. „Jafnvel þótt ég geti haldið áfram að starfa enn um hrið þá verður miklu betra fyrir mig að mynda"þin eigin sambönd. Því minna samband við mig — þvi minna samband sem haft er við nokkurn annan — þeim mun betra." Þegar ég hristist heim á leið i troðfullri lestinni velti ég orðum Willems fram og aftur í huga mér. „Þin eigin sambönd.“ Það hljómaði svo — faglega. Hvernig átti ég að finna hvar hægt var að stela skömmtunarseðlum? Hvern þekkti ég eiginlega . . . ? Og á þvi andartaki kom upp i huga mér. Fred Koornstra. Fred var maðurinn sem las á rafmagnsmælinn i Beje. Koornstrahjónin áttu vangefna dóttur sem var nú orðin fullorðin og var ein þeirra sem komu i „Kirkjuna" sem ég hafði stjórnað fyrir vangefna siðustu tuttugu ár- in. Og nú hafði Fred fengið það nýja starf að vinna fyrir Matvæla- skrifstofuna. Var það ekki ein- mitt i deildinni sem skömmtunar- seðlabækurnar voru gefnar út? Eftir kvöldmat skrölti ég eftir steinlögðum götunum að húsi Koornstras. Hjólbarðarnir á gamla, trygga reiðhjólinu höfðu loks látið sig og ég skelltist áfram um borgina á málmgjörðinni eins og hundruð annarra. Hvert högg minnti mig óþyrmilega á, að ég var orðin fimmtug. Fred var sköllóttur maður með hermannlega framkomu. Hann kom til dyra og starði skilnings- Iaus á mig þegar ég sagði að mig iangaði til að ræða við hann um sunnudagsguðsþjónustúna. Hann bauð mér inn, lokaði dyrunum og sagði: „Jæja, Corrie, hvaða erindi áttu við mig?“ („Drottinn," bað ég í hljóði, „ef ekki er hægt að treysta á Fred viltu þá stöðva þetta samtal áður en það er um seinan.“) „Ég verð fyrst að segja þér að við höfum fengið allóvænta félaga í Beje. Fyrst var það ein kona, síðan hjón og þegar ég kom heim í kvöld, önnur hjón.“ Ég hikaði andartak. „Þau eru Gyð- ingar.“ Fred sýndi engin svipbrigði. „Við getum fengið þessu fólki örugga dvalarstaði en þau þurfa að hafa nokkuð með séf Skömmtunarseðla.,, Fred brosti með augunum. „Það var svona! Nú veit ég til hvers þú komst hingað." „Fred, er nokkur leið fyrir þig að gefa út aukakort, fleiri en þau sem þú lætur vita um?“ „Engin leið, Corrie. Það verður að gera grein fyrir þessum kort- um á ótal vegu. Þau eru skoðuð hvað eftt. En Fred hvessti brýrn- ar. „Nema----------“ sagði hann. „Nema hvað?“ Nema ef beitt yrði ofbeldi. Mat- vælaskrifstofan I Utreeht var rænd i siðasta mánuði-------en mennirnir náðust." Hann þagði um stund. „Ef það kæmi fyrir um hádegið,“ sagði hann hægt, „þegar ég og bókarinn erum aðeins tveir þar . .. og ef þeir fyndu okkur bundna og keflaða . . . “Hann smellti með fingrunum. „Og ég þekki einmitt manninn sem gæti gert það! Manstu eftir------“ Hættu,“ sagði ég og minntist viðvörunar Willems. „Ekki segja mér hver það er. Og ekki segja mér hvernig. Náðu bara kortun- um ef þú mögulega getur.“ 23 Allt valt á þvf að vinna og aftur vinna. Fred starði á mig andartak. „Hversu mörg þarftu að fá?“ Talan „fimm“ var rétt að segja kominn fram á varir mér. En tal- an, sem kom f staðinn óvænt og mér til furðu var „eitt hundrað“. * * Ég greip andann á lofti viku síðar þegar Fred opnaði dyrnar fyrir mér og ég sá framan i hann. Bæði augun voru blá og rauð, neðri vörin sprungin og bólgin. „Vinur minn tók hlutverk sitt mjög alvarlega,“ var allt sem hann fékkst til að segja. En hann var meó kortin. A borðinu lágu hundrað vegabréf til öruggs dvalarstaðar í brúnu um- slagi. Fred var búinn að rifa „framhaldsmiðann" af þeim öll- um. Það var miðinn sem var sýnd- ur á matvælaskrifstofunni sfðasta dag hvers mánaðar og iátinn i skiptum fyrir kort næsta mánað- ar. Með þessa miða í höndum gat Fred haldið áfram að gefa út hundrað „lögleg kort“ fyrir okk- ur. Okkur kom saman um að það væri áhætta fyrir mig að koma heim til hans í hverjum mánuði. Hvernig væri ef hann kæmi f stað- inn til Beje, klæddur i gmla ein- kennisbúninginn sinn frá þvi að hann las af rafmagnsmælum? Rafmagnsmælirinn i Beje var i innri ganginum við sigann. Þegar ég kom heim þetta kvöld losaði ég lokið af neðsta þrepinu eins og Pétur hafði gert oftar til að fela útvarpið og sá ég að það var holt að innan. Pétur yrði hreykinn af mér, hugsaði ég, þegar ég var að vinna við þetta---------og fyllt- ist söknuði vegna þessa hugrakka drengs sem hafði verið of öruggur með sig. Meira að segja hann yrði að viðurkenna að hönd og auga úrsmiðsins voru nokkurs virði, hugsaði ég, þegar ég gekk að lok- um aftur á bak og dáðist að full- gerðum felustaðnum. Lamirnar voru faldar djúpt i viðnum, og þverborðið var óskaddað. Ég var barnalega ánægð með þetta. Þann 1. júli reyndi i fyrsta sinn á kerfið. Fred átti að koma inn í gegnum búðina eins og hann hafði alltaf gert og vera með seðl- ana undir skyrtunni. Hann átti að koma klukkan 5:30 og Betsie mundi sjá um að engir gestir væru þá í innri ganginum. Mér til skelfingar opnuðust búðardyrnar klukkan 5:25 og inn kom lögreglu- þjónn. Hann var hávaxinn maður með stuttklippt appelsínugult hár. Ég þekkti hann með nafni — Rolf van Vliet — en vissi litið meira um hann. Hann hafði komið i hundrað ára afmælið en það hafði líka hálf lögreglusveitin gert. Áð minnsta kosti var hann ekki einn þeirra sem komu reglulega til Betsiear í morgunkaffi á veturna. Rolf var með úr með sér sem þurfi að hreinsa og hann virtist vilja tala um alla heima og geima. Ég var orðin þurr i kverkunum en pabbi rabbaði glaðlega á meðan hann tók bakið úr úri Rolfs og athugaði það. Hvað áttum við að gera? Það var engin leið að vara Fred Koornstra við. Búðardyrun- um var lokið upp stundvislega klukkan 5:30 og hann gekk inn, klæddur bláu vinnufötunum sin- um. Mér fannst brjóst hans bunga út að minnsta kost um heilt fet. Fred sýndi fullkomna ró og kinkaði kolli til pabba, lögreglu- þjónsins og mln og bauð gott kvöld. Kurteis en áhugalaus. Hann skundaði inn um bakdyr búðarinnar og lokaði þeim á eftir sér. Ég spretti eyrun til að heyra þegar hann lyfti leynilokinu. Núna! Rolf hlaut að hafa heyrt það líka. Dyrnar fyrir aftan okkur opnuðust á ný. Svo mikla sjálf- stjórn hafði Fred að hann hafði ekki læðst út um dyrnar út i sund- ið en gekk rólega aftur gegnum búðina. „Gott kvöld,“ sagði hann aftur. „Gott kvöld." Hann kom að útidyrunum og var horfinn. Við höfðum sloppið i Lffið f Ravensbriick gat oft vcrið erfitt. þetta sinn en einhvern veginn, hvernig sem það ættt að vera, yrðum við að útbúa okkur aðvör- unarkerfi. Það hafði sem sé ýmislegt gerst i Beje þær vikur sem liðnar voru siðan frú Kleermaker kom óvænt i heimsókn. Þegar skömmtunar- seðlarnir voru fengnir höfðu frú Kleermaker og eldri hjónin og þeir næstu og þar næstu fengið heimili á öruggari stöðum. En þetta hundelta fólk hélt áfram að koma og þarfir þess voru oft flóknari en skömmtunarseðlar og heimilisföng. Hvert átti Gyðinga- kona að fara til að fæða barn Sitt ef hún var ófrisk? Ef Gyðingur dó i felum, hvernig var hægt að grafa hann? „Myndaðu þin eigin sambönd," hafði Willem sagt. Frá þeirri stundu, þegar nafn Freds Koornstra hafði skotið upp í huga mér, hafði ég smám saman áttað mig á undarlegri staðreynd. Við vorum kunningjar annars hvers manns i Haarlem! Við þekktum hjúkrunarkonur á fæðingardeild- inni. Við þekktum starfsmenn á bæjarstjórnarskrifstofunum. Við þekktum einhvern i öllum tegundum fyrirtækjá og stofnana borgarinnar. Við vissum að sjálfsögðu ekki um stjórnmálaskoðanir alls þessa fólks. En — og hjarta mitt tók viðbragð — Guð vissi það! Mitt hlutverk var einfaldlega að fara eftir handleiðslu hans eitt skref i einu og að leggja sérhverja ákvörðun fram fyrir hann i bæn. Ég vissi að ég var ekki snjöll eða skörp eða veraldarvön. Ef Beje átti að verða staður þar sem kom- ið var til móts við brýna þörf þá varð það að vera fyrir æðri he’r- stjórnarlist en ég réð yfir. Nokkrum kvöldum eftir að Fred kom i fyrsta sinn til „að lesa af mælinum" hringdi bjallan við hliðardyrnar löngu eftir útgöngu- bann. Ég flýtti mér niður og bjóst við að sjá annan dapran og stam- andi flóttamann. Við Betsie vor- um búnar að búa upp rúm fyrir fjóra nýja næturgesti. Það voru Gyðingakona og þrjú h’til börn hennar. Mér til undrunar var það Kik sem stóð þétt upp við vegginn i húsasundinu. „Komdu með hjólið þitt,“ skipaði hann á sinn stuttaralega og ungæðislega hátt. „Og vertu í peysu. Það er sérstakt fólk sem ég vil að þú hittir." „Núna? Eftir útgöngubann?“ En ég vissi að það var ekki til neins að spyrja. Reiðhjól Kiks var iika dekkjalaust en gjarðirnar voru vafðar með dúk. Hann vafði einnig minar hjólagjarðir til að deyfa skröltið og stuttu siðar hjóluðum við eftir myrkvuðum götum Haarlem á hraða sem hefði meira að segja skelft mig um bjartan dag. „Leggðu höndina á öxl mér,“ hvislaði Kik. „Ég þekki leiðina." Við fórum fram hjá myrkum hliðargötum, yfir brýr, hjóluðum fyrir ósýnileg horn. Loksins fór- um við yfir breitt síki og ég vissi að við vorum komin i hið nýtisku- lega úthverfi Aerdenhout. Við beygðum inn i aðkeyrslu undir skuggsælum trjám. Mér til furðu tók Kik hjólið mitt upp og bar bæði hjólin upp tröppurnar. Þjónustustúlka með stífaða hvita svuntu og kappa i fellingum um höfuðið lauk upp dyrunum. For- stofan var troðfuli af reiðhjólum. Þá kom ég auga á hann. Annað augað horfði br'osandi til mín, hitt horfói á dyrnar og stóri maginn fór fyrir honum. Pickwick! Hann leiddi okkur Kik inn i setustofuna þar sem fólk sat i smáhópum, sötraði káffi og rabb- aði saman. Þarna virtist saman- komið fleira af merkilegu fólki en ég hafði nokkurn tima séð i einu. En i fyrstu beindist öll athygli min að þeim ólýsanlega ljúfa ilmi sem fyllti herbergið. Það var ekki um að villast. Gat verið að þeir væru að drekka ósvikið kaffi? Pickwick færði mér bolla af silfurfati á veggskápnum. Þetta var kaffi. Eftir tvö ár svart. sterkt, hollenskt afbragðs kaffi Hann hellti i sinn bolla líka og ; ’ fimm sykurmola detta ofan í e: . og hann var vanur eins og Framhald á bis. 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.