Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1977 5 Hver vill eignast nýja íbúð? Sá sem getur útvegað lóð undir nokkrar íbúðir, getur fengið lóðina borgaða með íbúð í sama húsi. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Lóð — 4082". ÆGIR-INGAR Silfurskeiðar og veggdiskar með merki félags- ins fást hjá Helga Sigurðssyni, Skólavörðustíg 3. Tilvalin jólagjöf. Sundfélagið Ægir. ilistaverk (5P MEa) Ný plata meó visutn út Vísnabókinni Bræöraborgarstíg 16, Sími 12923-19156 Frábært framlag Gunnars Þórðarsonar, Björgvins Halldórssonar og Tómasar Tómassonar. Vísurnar, þulurnar og þjóðkvæðin, sem Vísnabókin geymir, eru löngu orðin alþjóðareign. Fyrri platan með vísum úr Vísnabókinni, EINU SINNI VAR, naut meiri vinsælda en dæmi eru til um íslenska hljómplötu. Óhætt er að fullyrða, að nýja platan, ÚT UM GRÆNA GRUNDU, er ekki síður líkleg til vinsælda og langlífis en hin fyrri. VISNABÓKIN er nýkomin útí 6. útgáfu og hafa þá verið prentuð af henni yfir fjörutíu þúsund eintök, enda er þessi afar vinsæla bók löngu orðin sjálfsögð eign á heimilum landsins. Alistair MacLean FORSETARÁNIÐ Forseta Bandaríkjanna og tveimur arabískum olíufurstum er rænt og krafist svimandi hárrar fjárhæðar í lausnargjald. Foringi mann- ræningjanna er óvenjulega gáfaður og búinn ótrúlegri skipulagsgáfu, enda viröist hann hafa öll trompin á hendi, en í fylgdarliði forsetans er einn maður á annarri skoðun . . . „Uggvænlega spennandi, ótrúlega hugvitssöm . . . Besta bók eftir MacLean um langt skeið“. sunday EXPRESS. „ ... bók sem er erfitt að leggja frá sér.“ THE TIMES LITERARY SUPPLEMENT. „Æsandi, sannfærandi, ótrúleg spenna." bristol evening post. Hammond Innes LOFTBRÚIN Inni í flugvélaskýlinu heyrði ég raddir — karlmannsrödd og kven- mannsrödd. Lögreglan var á hælum mér og ég yrði spurður ákveðinna spurninga, sem mér var óljúft að svara . . . En hvað var á seyði á þessum eyðilega og af- skekkta stað? Hvers vegna hvíldi slík launung yfir því verki, sem þessi dularfulli maður hafði þarna með höndum? Nauðugur viljugur varð ég þátttakandi í örlagaríku samsæri og innvígður í leyndarmál, sem ógnaði lífi margra manna . . . Hinn víðkunni metsöluhöfundur Hammond Innes fer á kostum í þessari snjöllu, þrauthugsuðu og æsispennandi bók — ein af hans albestu bókum. David Morrell ANGIST Frægur blaðamaður verður til þess með skrifum sínum að fletta ofan af myrkraverkum harðsvíraðra glæþamanna. Þeir hefja gegn honum ógnvekjandi hefndarað- gerðir og þar með hefst atburðarás, sem er gífurlega áhrifamikil og svo spennandi að lesandinn heldur nánast niðri í sér andanum meðan á lestrinum stendur. Höfundinn þarf ekki að kynna fyrir þeim sem lesið hafa bókina í greipum dauðans. Hún kom út fyrir ári og seldist upp þegar í stað. Bókmenntatímaritið National Re- view segir um þessa bók: „Afburða góð . .. leiftrandi frásögn, gífurleg spenna ... Morrell ber höfuð og herðar yfir flesta bandaríska sam- tímahöfunda.“ Mary Stewart ÖRLAGARÍKT SUMAR Ung leikkona dregst inn í dularfulla og ógnvekjandi atburðarás á grísku eyjunni Corfu, sem virðist ætla að verða í meira lagi afdrifarík fyrir hana. En sumardvölin á Corfu verður henni örlagarík á annan veg en útlit var fyrir í fyrstu, því að hamingjan bíður hennar að lokum. „Afar spennandi saga, sem óum- flýjaniega hlýtur að kosta and- vökunótt." THE GUARDIAN. „Mjög vel gerð saga, þar sem spennu og ást er haglega blandað saman.“ the observer. Bræðraborgarstíg 16 Sfmi 12923-19156

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.