Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1977 27 skemmtilega litasjón og byggir verk sfn persónulega á léreft- inu, en því veröur ekki neitað, aö þaö sést, hvar hann er skólaður. Ég er svolítið forviða yfir að hafa ekki séð myndir eftir hann áður opinberlega hér. Það er margt verra, sem komið hefur fram oftar en einu sinni i henni Reykjavík. Þetta er svo stór sýning, að ekki eru tök á að tiunda allt, sem fyrir augun ber. Samt minnist ég aðeins á einstaka verk hér, sem urðu mér minnis- stæð eftir að hafa reikað um hinn stóra sal. Þorbjörn Þórðar- son heitinn á þarna þrjú ágæt verk, en hann stundaði abstrakta myndlist af miklu kappi seinustu árin, er hann lifði. Marteinn Guðmundsson myndskeri á þarna verk, sem hann gerði sem myndhöggvari. Bjarni heitinrf Sæmundsson er þarna í bronsi og Steinunn dótt- ir hans, sem ég held aó Lista- safn tslands eigi. Sigurjón Ölafsson sýnir Thor Jensen i gipsi, stórkostlegt verk, sem væri þess virði að afkomendur þessa merka manns létu koma þessu verki i varanlegt efni. Sigurjón á þarna einnig trésúl- ur með viravirki. Sæmundur Sigurðsson á þarna bæði mál- verk og eina fígúru úr ýmsu efni, sem ég hafði ánægju af. Sérlega hreif mig iítil vatnslita- mynd eftir Ágúst Lárusson af gamla Gullfossi. Einar Jónsson frá Fossi á þarna mjög skemmtileg verk: Drangey og Á sjónum, þar sem Einar málar einn af togurum Islandsfélags- ins á sigiingu, en Hjalti bróðir hans var þar potturinn og pann- ann og líklegast skipstjóri á far- kostinum. Arnar Herbertsson á þarna einustu grafikverkin, ef ég hef tekið rétt eftir. No 41 eftir Gunnar Þorleifsson bók- bindara er eitt besta verk, sem ég hef séð eftir hann, en stund- um sjást myndir eftir hann á opinberum uppboðum til dæm- is. Ingvar Þorvaldsson sýnir skemmtilega mynd frá Húsavfk og Jóhann A. Sigurðsson á þarna ágætt málverk frá Húsa- felli. Jóhannes Jóhannesson stendur mjög sterkt með þrjú málverk á þessari sýningu. Uppstilling No. 66 eftir Jón Björnsson fór vel i mig. Jón B. Jónasson á þarna bæði málverk og skúlptúr. Hann var mikill áhugamaður um myndlist og liggur ýmislegt merkilegt eftir hann. No 74 Fugl (1 Járni) fannst mér best af verkum hans að sinni. Jón Jónsson á þarna merkilega sjálfsmynd frá yngri árunum og málverk hans Séð yfir sundin er með þvi besta, er ég hef séð frá hans hendi. Pastelmynd eftir Magnús Jóhannesson fannst mér ágæt. Sigurður Steinsson gerir mynd- ir sínar í járn, enda járnsmiður að iðn. Hann hefur mikið hug- myndaflug og vinnugleði, en það er eins og vanti viðkvæmni og listræna tilfinningu á stund- um. Þorkell Skúlason notar fjörusteina til að tjá hugmyndir sinar. Skemmtilegt, en ekki veigamikið. Eins og sjá má af þessum línum hef ég farið fljótt yfir sögu og látið þá þekktustu held- ur sitja á hakanum. Það er gert með vilja því að um suma hefur verið nýlega skrifað lengra mál hér í blaðið, eins og til dæmis Finn Jónsson og Baldvin Björnsson. Þessi sýning f heild er mjög skemmtieg og til mikils sóma fyrir islenska iðnaðar- menn. Hér kemur greinilega í ijós viss menning, sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir, að væri til hér á landi. Sannleikur- inn er sá að nú á seinni timum hafa iðnaðarmenn fengið meira orð fyrir uppmælingar og ýmis- legt i þeim dúr. Þvi er þessi sýning stór sigur fyrir stéttina i heild, og ég óska þeim til ham- ingju með að endurheimta mannorð sitt á eins glæsilegan hátt og þeir gera með þessari sýningu. Þannig eiga stéttir að vera. Ekki endilega að liggja á leynilegum drápsvopnum, held- ur að hafa þann kúltúr (menn- ingu) til að bera, sem er landi og þjóð til sóma. Það segir á frægri bók (i vondri þýðingu). Allir vel gerð- ir hlutir eru listaverk, hverju nafni sem þeir nefnast. Þakka skemmtilega sýningu, sem um margt kom mér á óvart. Sir Andrew Gilchrist. um fuglaveiðarnar. I einni slíkri veiðiferð var sendiherrann hætt kominn, féll ofan í gjótu sem var hulin snjó. Reyndist talsvert átak að komast upp úr gjótunni, sem þó tókst með hjálp tvíhleypunViar en hana notaði sögumaður á ýmsa vegu við að klöngrast upp úr prís- undinni, batt hana seinast við axlaböndin til að þurfa ekki að skilja hana eftir og skeytti engu hvert hlaupið visaði. Það var ekki fyrr en hann var kominn upp úr gjótunni að hann uppgötvaði að byssan var — hlaðin! Sir Andrew hefur fengið mætur á þessu landi þrátt fyrir þorska- stríðið, hugsanlega végna þess. Það er persónulegur sigur að standa í sliku og láta það ekki á sig fá. Sem betur fer urðu þorska- striðin hvorki mannskæð né lang- vinn, þetta voru taugastrið mest- an part. íslendingar sigruðu og bretar töpuðu. Ef þeir hefóu sigr- Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON að en við tapað hefði þessi bók likast til aldrei orðið til, en hún heitir raunar fullu nafni: »Þorskastrið og hvernig á að tapa þeim«. Betri eftirmæli gátu þessi strið naumast fengið. Breski sendiherrann þjónaði vitanlega málstað lands síns meðan það var embættisskylda hans. Hann hefur þó aldrei misst sjónar á mann- legri hlið málanna. Lokakafli bókarinnar fjallar svo um horfinn vin sendiherrans, Bjarna Benediktsson. Höfundur kveðst ekki hafa skrifað þann kafla »handa enskum lesendum mínum, sem ég býst við að hann snerti ekki mikið, heldur vegna þess að ég býst við því að ein- hverjir Islendingar hafi áhuga á því að lesa þessa ófullkomnu lýs- ingu á einum mestu manna þjóðar sinnar skrifaða af manni sem er hreykinn af því aó hafa verió vin- ur hans.« Islenskur texti Jóns O. Edwalds er að mínu viti vandaður. Þetta er frumutgáfa bókarinnar en hún mun brátt koma út í heimalandi höfundar, að þýðandi hefur tjáð mér. Allmargar íslenskar manna- myndir eru í bókinni og sýnist mér prentun þeirra og uppsetn- ing hafa tekist heldur óhöndug- lega. En þökk sé fornum andstæðingi okkar fyrir svona hreinskilnisleg- ar og drengilegar játningar. Þótt fyrr hefði verið... Loks fáanleg platan, sem fólk hefur leynt eða Ijóst beðið óþreyjufullt eftir. Platan hefur ekki einungis aö geyma 20 beztu og vinsælustu lög Supremes, heldur og einnig lög í hópi þeirra beztu og vinsælustu alls síðasta áratugs, þar á meöal: Baby Love, Stop in the Name of Love, I Hear a Symphony, You Keep Me Hangin’ on, Reflections, o.fl., o.fl., o.fl. FÁLKIN N Suðurlandsbraut 8 Laugavegi 24 Vesturveri 84670 18670 12110 DlANA Ross AndThE SufREMES 2o Golden Greats 1 FÆST í VERZLUNUM UM LAND ALLT — Hámarkshraði 155 km. — Bensíneyðsla um 10 litrar per 100 km. — Kraftbremsur með diskum á öllum hjólum. — Radial-dekk. — Ryðvörn. Tvöföld framljós með stillingu. — Læst bensínlok. — Bakkljós. — Rautt Ijós í öllum hurðum. — Teppalagður. — Loftræstikerfi. — Öryggisgler. — 2ja hraða miðstöð — 2ja hraða rúðuþurrkur. — Rafmagnsrúðusprauta — Hanzkahólf og hilla. — Kveikjari. — Litaður baksýnisspegill. — Verk- færataska. — Gljábrennt lakk. — Ljós i farangurs- geymslu. — 2ja hólfa karborator. — Synkronesteraður girkassi. — Hituð afturrúða. — Hallanleg sætisbök. — Höfuðpúðar. Allt þetta fyrir kr. 1.420.00.- Station 1.550.000.- FIAT EINKAUMBOÐ A ISLANDI Davíð Sigurðsson hf. SlÐUMÚLA 35. simi 85855.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.