Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1977 21 Eero Piirto og Risto Ala-Ikkala. Hátíð á fullveldis- degi Finna Á þriðjudaginn kemur 6. desember minnast Finnar 60 ára fullveldis sins. Af því tilefni held- ur Suomifélagið — samtök Finna og Finnlandsvina á íslandi — hátíðasamkomu í Þjóðjeikhús- kjallaranum og hefst hún kl. 21.15. Þar flytur formaður félagsins, frú Barbro Þórðarson, ávarp. Hátiðarraeðu heldur Matti Reinilá, sendiráðsfulltrúi Finna á Islandi með aðsetri í Osló. Þá syngur karlakórinn Fóst- bræður undir stjórn Jónasar Ingi- mundarsonar. Fram verður borinn léttur kvöldverður. Siðan syngja og leika finnsku listamennirnir Eero Piirto og Risto Ala-Ikkala. Þessir listamenn eru hingað komnir í boði Suomifélagsins og norræna hússins. Báðir eru þeir úr Austur- botnum ættaðir, Eero er bóndi og þjóðlagasöngvari. Hann hefur ferðast víða og kynnt list sína m.a. í Austurriki og á Englandi. Til Ameríku hefur hann farið tvisvar sinnum til hljómleikahalds ásamt féiags sinum Risto, sem hér er líka komin með harmoníkurnar sínar. Hann leikur bæði einleik og undirleik og er kunnur af list sinni heima í Finnlandi sem ög víða erlendis. Samkomunni lýkur svo með dansi. Verði aðgöngumiða er mjög í hófi stillt að venju, kr. 2000,- og er maturinn innifalinn í verðinu. Á undan hátíðarsamkomunni kl. 19.30 er finnsk leikdanssýning á vegum Þjóðleikhússins á stóra sviðinu. Þekktur leikdansflokkur, „Raatikko“, sem er á hraðri leið til heimsfrægðar, gerir hér stuttan stans á leið til Ameríku. Hann sýnir leikdans eftir Mario Kuusela sem byggður er á frægu skáldverki hins kunna finnska verðlaunahöfundar Vániö Linna, „Fólk án valds", og fjallar um þjóðfrelsisbaráttu Finna. Hentar vel að hefja þátttöku i þjóðhátíðarfagnaðinum með því að sjá þessa frægu dansara. Sunnudaginn 11. des. kl. 14.00 halda finnsku konurnar í félaginu basar á vegum félagsins í Glæsibæ. (Frá Suomifélaginu). Bréf og bögglar r Bréf vesturfara heim til Islands og þjóðlífslýsingar af Vesturlandi MORGUNBLAÐINU hefur borizt ný bók Bréf og bögglar Berg- sveins Skúlasonar, en bókin er gefin út af foriagi Þórhalls Bjarn- arsonar. Bókin, sem er 247 bls. að stærð, er með formála eftir Berg- svein Skúlason, en síðan er henni skipt í tvo kafla, Bréf og Sprek. 1 fyrrnefnda kaflanum eru bréf Einars Gíslasonar, bréf og kvæði Svanborgar Pétursdóttur og bréf Ingveldar Benjamínsdóttur. 1 for- mála skýrir höfundur bókarinn- ar, Bergsveinn Skúlason, nánar frá bréfum þessum. En í kaflan- um Sprek eru hugleiðingar höf- undar í 23 köflum auk yfirlits um eyjar, sem heyra til Skáleyjum, Hvallátrum, Svefneyjum, Stagley, Sviðnum, Bjarneyjum, Flatey og Hergilsey, og kennir þar fjölmargra grasa í örnefnum. A bókarkápu ségir m.a., að bréf- in séu „lifandi frásögn vesturfara af frumbýlingsárum í Vestur- heimi... Bréfin eru frábær lýsing á erfiðleikum og dugnaði vestur- fara. Þótt lífsskilyrðin batni og afkoman verði góð, gleymast hvorki ættingjarnir né fjöllin heima á Fróni... Bögglarnir eru aðallega þjóðlífslýsingar úr Breiðafjarðareyjum og af Bárða- strönd. Sagt er frá atvinnulífi og búskaparháttum þar. Eitt er víst, að við Breiðafjörð var sérstætt mannlíf, er mótaðist af átökum við ótrygga veðráttu og válynda strauma. Samskipti dýra og manna voru með öðrum hætti en í hraða nútímaþjóðfélags...“ Þá er að lokum bent á, að Berg- sveinn Skúlason hafi löngum lagt rækt við æskustöðvar sinar „og haldið til haga mörgum sögum og sögnum af lifnaðarháttum frá fyrri tíð.“ Áður hafa komið út eftir hann sögur og sagnir úr Breiðafirði 1950, síðan Breiðfirsk- ar sagnir í þremur bindum, Um eyjar og annes í tveimur bindum, Áratog, Lent með birtu, Utskæf- ur, Gamlir grannar, sem kom út í fyrra og nú loks þessi nýja bók Bréf og bögglar. Tízkusýning á jólafundi Hvatar JÓLAFUNDUR Hvatar verður næstkomandi mánudagskvöld í Átthagasal Sögu og hefst kl. 8.30. Verður að vanda leitast við að hafa jólasvip yfir fundinum. Sr. Jón Þorvarðsson flytur jólahug- vekju, nokkrar telpur syngja jóla- lög, leikir verða og sungin jólalög og efnt er til jólahappdrættis, þar sem jólapakkar eru í vinninga. Að þessu sinni munu félagskon- ur efna til tizkusýningar, þar sem þær sýna tizkufatnað frá kjóla- verzluninni Elsu, frá Karnabæ, Lóubúð og Lótus. Einnig verða sýndar loðkápur frá nýrri pelsa- verzlun. Eru Hvatarkonur hvattar til að mæta og bjóða með sér gestum. r® Nú kynnum við Auói ÍOO ©iQítsJi?® Aoói lOO^ýigiirf er framleiddur í nýrri Fastback-útfærslu meö stórri gátt að aftan og mikiö og stækkanlegt farangursrými. Hann er auk bess búinn öllum sömu ágætu eiginleikum og Auánoo sem hefir þegar hlotið viður- kenningu, verðskuldað lof og frábærar móttökur hér á landi, sem annarsstaðar. Komið, skoðið og kynnist Auól lOO cs^v^rsrrTr^T Audi BBHR HEKLAhf. oooo iváiVAiariinr ðlBÉBÉHll Laugavegi 170—1 72 — Sírtri 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.