Morgunblaðið - 08.01.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANUAR 1978
3
Bhutto (lengst til hægri) og sonur hans (lengst til vinstri) ræðast
við skömmu áður en Bhutto var handtekinn.
Þar styðja eigin-
konurnar menn
sína í stjórnmála-
baráttunni
A síðastliðnu sumri tók her-
inn völdin í sinar hendur i
Pakistan. Síðan hefur mikil
ringulreið ríkt í stjórnmálum
landsins, þvi margir stjórn-
málaflokkar eru við lýði og eru
þeir flestir grundvallaðir á per-
sónufylgi formanns þeirra. Eitt
atriði hefur þó vakið furðu
þeirra er fylgzt hafa með
stjórnmálum i Pakistan, sam-
staða fjölskyldna einstakra
stjórnmálamanna.
Þessa stundina situr forsætis-
ráðherrann fyrrverandi og for-
maður þjóðarflokksins (PPP),
Zulfikar AIi Bhutto, í fangelsi,
sakaður um að hafa myrt
nokkra stjórnmálaandstæðinga
sína. Kona Bhuttos tók upp
merki manns sins fljótlega eftir
að hann var handtekinn, og
hefur hún að undanförnu haft
sig mjög í frammi í stjórnmál-
um, og sömu sögu er að segja
um dóttur þeirra hjóna. En al-
menningur og stjórn landsins
hafa ekki tekið þeim afskiptum
mæðgnanna þegjandi og hljóð-
laust, og hafa þær mátt þola
ýmislegt fyrir afskipti sín. Dótt-
urinni, Benazir, var haldið í
stofufangelsi á heimili sínu í
nokkra daga, og móður hennar,
Begum Nusrat Bhutto, var ráð-
lagt að hætta öllum opinberum
ræðuhöldum, eða hún hefði
verra af.
En það er ekki ný bóla að
gripið sé til róttækra aðgerða
til að þagga niður í stjórnmála-
mönnum í Pakistan. Fyrir
þremur árum lét Bhutto, sem
þá fór með völd, handtaka
helzta stjórnmálaandstæðing
sinn, Khan Abdul Walis Khan,
og sakaði hann um landráð. í
þrjú ár sat Wali Khan í fang-
elsi, en var nýlega látinn laus
gegn tryggingu. Meðan hann
sat i fangelsi hellti kona hans
sér út í stjórnmál og jók eigin
hróður og manns síns mjög með
þeim afskiptum.
Avöxtur starfs hennar kom
berlega i Ijós fyrstu dagana sem
Wali Khan dvaldi heima eftir
fangelsisvistina. Vinir hans og
kunningjar streymdu til hans
hvaðanæva að og vildu þannig
votta honum stuðning sinn og
hollustu.
Fjölskylda Wali Khans er rót-
gróin í stjórnmálum og hefur
hún haft sig mikið í frammi á
því sviði undanfarna hálfa öld.
Faðir Wali Khans, Khan Abdul
Ghaffar Khan, sem nú er 85 ára
gamall, sat í fangelsi í 40 ár
fyrir stjórnmálaskoðanir sinar,
og tvítugur sonur Wali Khans
var nýlega handtekinn fyrir að
eiga hlutdeild að sprengjutil-
ræði, sem varð fylkisráðherra
að bana. Mál það hefur nú að
mestu verið fellt niður, en þó er
sonurinn enn sakaður um
morðið á ráðherranum.
„Skæruliði
frá fjöllumun“
Bhutto lýsti Wali Khan eitt
sinn sem skæruliða frá fjöllun-
um (fjallahéruðunum á norður-
hluta Pakistans). ,,Ég sjálfur er .
skæruliði frá eyðimörkinni"
(svæðið I kringum Sind í suður-
hluta landsins). „Timinn mun
skera úr um hvor okkar hefur
betur.“ Þegar Bhutto lét þessi
orð falla var hann forsætisráð-
herra en Wali Khan Ieiðtogi
stjórnarandstöðunnar.
Síðan hefur mikið vatn runn-
ið til sjávar og margt farið á
annan veg en Bhutto ætlaði,
hann sjálfur situr í fangelsi en
Wali Khan gengur laus. Þrátt
fyrir að Wali Khan hafi nú
ákjósanlegt tækifæri til að
ásaka Bhutto og fara hörðum
orðum um stjórnarferil hans,
hefur hann hingað til haldið sig
á mottunni og beðið átekta.
„Baráttan nú stendur á milli
Bhuttos og herstjórnarinnar,
sem nú fer með völd,“ segir
hann. „Við getum látið fara vel
um okkur og fylgzt með fram-
gangi þeirrar baráttu úr
f jarska.“
Wali Khan er alls ekki blind-
aður af hatri í afstöðu sinni til
Bhutto. í augum hans Var
Bhutto einræðisherra og máli
sinu til stuðnings bendir hann á
réttarhöldin gegn Bhutto sem
nú fara fram. Bhutto er ásakað-
ur um að hafa fyrirskipað morð
i stjórnmálalégum tilgangi og
„fyrir þær fyrirskipanir mun
hann verða hengdur."
í Pakistan er Múhameðstrú
ríkjandi. Konur og karlar eru
aðskilin á opinberum stöðum og
allar konur bera slæðu fyrir
andliti sínu ef þær fara út fyrir
heimili sitt. Þessar venjur hafa
eiginkonur Bhuttos og Wali
Khans margbrotið og af þeim
sökum hefur eiginkona hins
síðarnefnda dregið sig út úr
stjórnmálum í bili. En það er
ekki aðeins trúrækni og al-
menningsálitið sem hefur haft
áhrif á þá ákvörðun hennar.
Henni finnst að vegna þess að
eiginmaður hennar hefur nú
verið látinn laus, sé komið að
honum að standa í sviðsljósinu,
það muni styrkja stöðu hans og
þjappa stuðningsmönnum hans
betur saman. Wali Khan hefur
persónulega ekkert á móti þvi
að kona hans taki þátt í stjórn-
málum og er hann var spurður
fyrir skömmu um framtið henn-
ar í stjórnmálum svaraói hann
á gáskafullan hátt: „Þið ættuð
frekar að spyrja frúna sjálfir,"
Framhald á bls. 46
Með
ÚTSÝN tilannarra
landa
“N
Spánn
Costa del Sol
Marz: 22
Apr.: 2.. 23
Mai: 14.
Júni: 4., 25.
Júli: 9.23., 30.
Ágúst: 6., 13.. 20.27.
Sept : 3.. 10.. 17.. 24
Okt : 8.29
Spánn
Costa Brava
Júni: 2,23.
Júli: 14.
Ágúst: 4,18.
Sept.: 1.
IJDGOÖLÁVID
Pantið réttu ferðina tímanlega!
Öryggi - Þægindi - Þjónusta
II
AUSTURSTRÆTI 17, II. SIMAR 26611 OG 20100
Grikkland
Vouliagmeni
Mai: 13.
Júni: 1.. 22.
Júli: 6.. 27.
Ágúst: 10., 24.
Sept.: 14.
Júgóslavía
Portoroz/
Porec
Júni: 9., 30.
Júlí: 13.
Ágúst: 3„ 1 7.
Sept.: 7.J
0
Italía
Lignano
Mai: 13.
Júni: 1. 22.
Júli: 6., 13.. 20.. 27.
Ágúst: 3.. 10.. 17.. 24.. 31.
Sept: 7.