Morgunblaðið - 08.01.1978, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANUAR 1978
VERÖLD
MISHEPPNUÐ KRYNING
k •-' í
L íí fr 1 • ? nii
Geispar,
kylfur og
svipuólar
ÞAÐ varí fréttum fyrir stuttu, að
Jean-Bedel Bokassa, þjóðhöfðingi
Miðafríska lýðveldisins lét krýna
sig keisara með pompi og pragt.
Breytti hann þá nafni ríkisins að
sjálfsögðu um leið og heitir það
nú Miðafríska keisaradæmið. Til
þess var tekið um heim allan, að
krýningarathöfnin og veizluhöld-
in kostuðu morð fjár —jafnvirði
27 milljóna dollara (5.7 milljarða
ísl. kr.), en meðaltekjur í landinu
nema u.þ.b. 106 dollurum (u.þ.b.
23 þús. kr.) á ári...
En þvi er þetta rifjað upp, að
Bokassa hafði gert ráðstafanir til
þess, að dyrð hans færi sem víðast
og boðið heim ótöldum frétta-
mönnum. M.a. veitti hann
franskri sjónvarpsstöð einkarétt á
sjónvarpsefni um krýningarat-
höfnina. Nú var hann að fá sjón-
varpsmyndina á dögunum og brá
illilega i brún. Hann hafði efnt til
íburðarmikils samsætis, er hon-
um barst myndin og var þar
saman komin öll fjölskylda hans,
riríkisstjórnin og ráðgjafar.
Þegar skammt var liðið á mynd-
ina tók Bokassa að gerast ófrýnn í
framan og mun hafa verið orðinn
allískyggilegur um það bil er
henni lauk. Það var nefnilega
greinilegt af myndinni, að sjón-
varpsmenn voru gersamlega
virðingar- og ábyrgðarlausir;
krýningarathöfnin hafði alls ekki
vakið þeim þá lotningu, sem til
var ætlazt.
Á einum stað í myndinni sést
greinilega, að tveggja og hálfs árs
gamall sonur og alnafni keisarans
geispar undir athöfninni — „að
því er virðist af leiðindum“, eins
og segir í fregnum. Á öðrum stað
geispar einn lífvörður keisarans
Bokassa er 35 barna faðir. Er
sonur hans, sá er leyfði sér að
geispa, næstyngstur þeirra
systkina. Faðir hans tók hann þó
fram yfir eldri bæður hans og
vildi gera hann að krónprinsi og
síðan keisara eftir sig. Drengur-
inn var skrýddur gullilögðum her-
foringjabúningi og saumað var
handa honum dálítið hers-
höfðingajahöfuðfat. Hann var svo
settur við hlið föður sínum við
athöfnina. En barnið skildi ekki
heiðurinn og ábyrgðina, sem hon-
um höfðu hlotnazt. . .
Það er von að Bokassa sé illur.
Hann hafði , eins og áður sagði,
veitt sjónvarpsstöðinni frönsku
einkarétt til kvikmyndatöku og
jafnvel látið reka úr landi sjón-
0FS0KNIR
„Miklir atburðir krefjast mikilla fórna,“ er haft eftir Bokassa i
sambandi við krýningu hans. Sá „mikli atburður" kostaði raunar
drjúgan skilding: allt að fjórðung árstekna allra þegna keisarans að
sumir ætla. Og keisaradæmið nýja er eitt af snauðustu ríkjum Afríku!
varpsmenn frá annarri stöð
franskri, sem komnir voru í von
um gott efni. Svo launuðu djöflar
honum greiðann svona. Ymist
tóku þeir myndir af geispandi
prinsum og lifvörðum ellegar þeir
mynduðu hina keisaralegu lög-
reglu einmitt þegar hún var að
berja á hátíðargestum með kylf-
um og svipuólum.
Reyndar launuðu fleiri Bokassa
heimboðið illa en frönsku sjón-
varpsmennirnir. Hann hafði
boðið mörgum hundruðum frétta-
manna og bjó vel að þeim, enda
var honum áfram um það, að
fréttaflutningur gengi sem greið-
legast. En fréttamönnunum var
vel kunnugt, að keisarinn hafði
nýlega látið misþyrma einum
starfsbræðra þeirra og halda
föngnum í mánuð fyrir frétt, sem
honum þótti ekki nógu lotningar-
full og þorðu þeir því ekki að
segja hug sinn i fréttaskeytum
heim. Enda þóttu fregnir þeirra
heldur þunnur þrettándi utan
lands. En þeir bættu fyrir það,
þegar heim kom.
— IAN MATHER.
Ritlist-
in og
ráðamenn-
irnir
Bandarikjadeild P.E.N.-
klúbbsins, þ e. alþjóðlegs sam-
bands rithöfunda, gaf nýlega
út, að lokinni víðtækri könnun,
lista með nöfnum 606 rithöf-
unda, ritstjóra og annarra
blaðamanna, þýðenda og
„annarra andans manna”, sem
höfðu verið „fangelsaðir, settir
á bannlista, dæmdir eða þeim
rænt" Það kemur í Ijós á listan-
um, að Argentinustjórn er dug-
legust i baráttunni gegn
andansmönnum; hún hefur
hneppt 119 rithöfunda í fang-
elsi eða ofsótt þá með einhverj-
um hætti. Sovétstjórnin er
næstötulust, hún hefur ráðið
niðurlögum 78 Chilestjórn er
hin þriðja i röðinni. Hún hefur
þaggað niður í 57. Bandaríkin
komast á þennan lista: þar hafa
I I H I I I I ■■■■■■■■■■—
Mennirnir
sem varðveita
„hreinleik
byltingarinnarJ 9
Hinn 20. desember var haldið
upp á merkisafmæli góðkunns
fyrirtækis í Sovétríkjunum:
sovézka leyniþjónustan, KGB,
varð 60 ára. Fengu starfsmenn
viðurkenningar- og heillaóskar-
skeyti frá Brezhnev af því tilefni,
svo og vodka og kavíar eins og
hver gat í sig látið. Þetta var
reyndar ekki eina merkisafmælið
í þeirri stofnun á síðasta ári. Þá
voru hundrað ár liðin frá fæðingu
fyrsta yfirmanns leyniþjónust-
unnar, Felix Dzerzhinsky, og svo
voru tíu ár liðin frá því, að núver-
andi yfirmaður, Vuri Andropov,
komst til valda.
Andropov hefur verið yfirmað-
ur leyniþjónustunnar lengur en
nokkur annar; hann var skipaður
í embættið árið 1967. Dzerzhinsky
stjórnaði leyniþjónustunni frá
1917 til dauðadags, árið 1926.
Þessir tveir menn áttu heldur
ólíkan feril að baki, er þeir tóku
við embættinu. En báðir höfðu
hlotið góða þjálfun og voru vel
undir starfið búnir. Og báðir voru
þeir „fyrirmyndarleyniþjónustu-
menn“.
Dzerzhinsky hafði tekið virkan
þátt í byltingunni. Hann hafði
verið handtekinn og fangelsaður
nokkrum sinnum í stjórnartíð
Nikulásar II. Dzerzhinsky var
gerður yfirmaður lcyniþjónust-
unnar vegna ýmissa hæfileika,
sem heppilegir þóttu til þess
starfa, en e.t.v. einkum þess, hve
hann þótti heiðarlegur. (Hann
var stundum nefndur viðurnefn-
inu ,,Dýrlingurinn“). Það þótti
nefnilega þurfa sérstaklega
heiðarlegan og trúverðugan
mann í „skítverk bylt-ingarinn-
ar“. Auk þess var hann framtaks-
samur og duglegur með afbrigð-
um. Það fór reyndar fljótlega af
honum Ijóminn; hann gerðist
miskunnarlaus og illskeyttur og
það var í valdatíð hans, að „bylt-
ingin fór að éta börnin sín“.
YURI ANDROPOV — Hann er
jafnvel valdameiri en „Dýrlingur-
inn“
Stuttu eftir, að hann tók við starfi
komst hann svo að orði við frétta-
mann, að „ógnarstjórn væri
óhjákvæmileg á byltingartím-
um... Það yrði að verja bylting-
una með öllum tiltækum ráðum
og yrði þá að hafa það, þótt sak-
lausir menn yrðu stundum hart
úti og misstu jafnvel lífið“. t
valdatíð hans voru tugir þúsunda
manna líflátnir. Stalín kunni
vitanlega vel að meta þennan
dugnað, enda urðu þeir miklir
vinir, hann og Dzerzhinsky. Á síð-
ari árum hafa sovézkir sagnfræð-
ingar lagt sig í líma við að fegra
minningu Dzerzhinskys og ritað
langt mál um hjartagæzku hans,
hreinlyndi, tilfinninganæmi og
tillitssemi...
Andropov, sem nú ríkir yfir
KGB (leyniþjónustan hefur
reyndar breytt nokkrum sinnum
um nafn), er sennilega valda-
meiri en nokkur forvera hans.
Hann hefur yfirumsjón með öll-
um öryggismálum, njósnum og
gagnnjósnum innan lands auk
njósnastarfsemi utan lands. Og
þar er í mörg horn að líta, og
fleiri en ætla mætti í fljótu
bragði. Mér kemur það í hug er ég
spurði mongólskan kommúnista
(hann var sauðtryggur sínum
flokki) hvort sovézkir njósnarar
fylgdust með sendiráðinu. „Nei,“
svaraði hann, „þeir mega ekki
vera að því. Þeir eru svo önnum
kafnir að njósna hver um annan!“
Leyniþjónustan hefur breytt
nokkuð um „stíl“ og hlutverk í tíð
Andropovs. Nú virðist það vera
orðið eitt hennar helzta hlutverk
að varðveita „hreinleik byltingar-
innar“ og treysta orðstír hennar
innan lands og utan. Aðferðirnar
eru breyttar frá því forðum, þær
eru ekki eins grófar núna. Auk
þess er leyniþjónustan nú orðin
viðurkennd ef svo má segia; hún
er ekki lengur nein felustofnun,
heldur orðin eins og hver önnur
stjórnarstofnun. Og sézt það e.t.v.
bezt af því, að Andropov, yfirmað-
ur hennar, situr í stjórnmálaráð-
inu ásamt með hinum landsfeðr-
unum.
— MICHAEL SIMMONDS.
sex rithöfundar eða útgefendur
verið dæmdir og fangelsaðir,
þar af nokkrir fyrir klám.
Og listinn styttist varla fyrst
um sinn. í síðasta tölublaði
timarits um ritskoðun, sem út
kemur i Bretlandi og Bandaríkj-
unum er opið bréf frá Rodolfo
Walsh, þekktum argentínskum
blaðamanni Walsh hafði dreift
bréfi sínu i óþökk argentinskra
stjórnvalda. í þvi er rætt um
ritskoðun blaða, ofsóknir á
hendur menntamönnum, hús-
leitir og jafnvel morð Walsh
var „gerður upptækur" fyrir
vikið, þ.e. lögreglan rændi
honum. Hann er talinn vera i
fangelsi -— einhvers staðar.
Ekkert hefuraf honum frétzt
ÚTLAGAR
Egyptar
sjá eftir
Gyðingunum
Það hefur senriilega fæstum
dottið í hug yfir fréttum af við-
skiptum Egypta og ísraelsmanna
á undanförnum áratugum, að til
eru egypzkir Gyðingar og þeir
tugír þúsunda. Að vísu hafa þeir
flestir verið lengi að heiman,
sumir í þrjá áratugi og er það
næsta skiljanlegt. En nú hyggst
egypzka stjórnin fara að bjóða
þessu fólki að snúa heim aftur.
Öðru vísi oss áöur brá.
Þegar Israelsríki var stofnað,
árið 1948, voru Gyðingar i Egypta-
landi ein 67 þúsund talsins. En
eftir stofnun ísraelsríkis varð
þeim illa vært og sáu flestir þann
kost vænstan að flýja land, en
sumir voru reknir í útlegð. Fóru
margir til Israels, aðrir fluttust til
Evrópu. Síðast voru eftir í
Egyptalandi 500 hræður, og flest
það fólk komið yfir sextugt.
Þrátt fyrir þetta munu flestir
Egyptar þeirrar skoðunar, að Gyð-
ingahatur hafi aldrei verið land-
lægt í Egyptalandi. Hafa þeir
reyndar ýmis einstök dæmi máli
sínu stil stuðnings; til að mynda
er utanrikisráðherra Egyptá-