Morgunblaðið - 08.01.1978, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANUAR 1978
Útgefandi hf. Árvakur. Reykjavik.
F ra mk væmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthias Johannessen.
Styrmir Gunnarsson.
R itstjórna rf ulltrúi Þorbjörn GuSmundsson.
Fróttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Ámi GarSar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiSsla ASalstræti 6. simi 10100.
Auglýsingar ASalstræti 6. simi 22480.
Askríftargjald 1500.00 kr. á mánuSi innanlands.
í lausasölu 80.00 kr. eintakiS.
r i
Olðaverðbólgan, sem hér
nefur geisað undanfar-
in 5 ár, hefur haft margvís-
leg neikvæð áhrif á þjóðfé-
lag okkar. Hún hefur gert
þá ríku ríkari og hina fá-
tæku fátækari á sama tíma
og-tíðarandinn hefur hvatt
til meiri jöfnuðar. Hún hef-
ur komið harðast niður á
launþegum og lífeyrisþeg-
um en verið blómatími
verðbólgubraskara, sem
margir hafa safnað miklum
eignum á þessu tímabili.
Hún hefur brenglað verð-
mætamat fólks og dregið
úr siðferðisþreki þjóðar-
innar. En einhver alvarleg-
ustu áhrif hennar eru þau,
að hún hefur skapað jarð-
veg fyrir lýðskrumara.
Hitler og Mússólíní komust'
til valda í Þýzkalandi og á
Ítalíu fyrr á þessari öld
vegna þess, að slíkt öng-
þveiti og upplausnarástand
hafði skapast í löndum
þeirra, að almenningur féll
fyrir því lýðskrumi, sem
þeir höfðu uppi. Hinir
,,sterku“ menn með ein-
földu lausnirnar á flóknum
vandamálum töluðu upp í
eyrun á fólki, sem lagði við
hlustir með hinum hörmu-
legustu afleiðingum. Á síð-
ari tímum höfum við séð
fyrirbærið Glistrup skjót-
ast upp á stjörnuhimininn í
Danmörku og glistrupar
hafa einnig komið fram á
sjónarsviðið í öðrum ná-
lægum löndum, þótt þeir
hafi ekki náð sömu fótfestu
og í Danmörku. Glistrup
boðar einfaldar lausnir.
Hann talar eins og fólk vill
heyra og hann hefur náð
ótrúlega miklu fylgi í Dan-
mörku, sem sýnir hversu
auðvelt er fyrir lýðskrum-
ara að ná til fólks ef til-
teknar aðstæður skapast.
Við Islendingar eigum
engan Glistrup. En öllum
er Ijóst, að hér er nú betri
jarðvegur fyrir lýðskrum-
ara en verið hefur um
langt skeið. Þessir lýð-
skrumarar láta mikið að
sér kveða. Þeir boða ein-
faldar og ódýrar lausnir á
þeim vandamálum, sem ís-
lendingar eiga við aö etja
og að sjálfsögðu lausnir,
sem engum sársauka valda
hjá nokkrum manni. Þeir
tala upp í eyrun á fólki á
þann veg, sem þeir telja
sér henta. Þeir tala eins og
vindurinn blæs hverju i
sinni. Þeir eru eins og
vindhanar, sem sveiflast til
eftir vindáttinni. Þeir
skrifa í blöð, láta til sín
taka í stjórnmálabarátt-
unni, ráðast á það, sem
fyrir er og slá um sig með
einföldum staðhæfingum.
Engri þjóð hefur gefizt
vel að falla fyrir lýð-
skrumurum. Margar hafa
gert það með hinum ömur-
legustu afleiðingum. En
þótt sporin hræði og sagan
sýni, að lýðskrumarar eru
einskis megnugir, þegar á
þá reynir, skjóta þeir samt
alltaf upp kollinum, þegar
illar árar og erfiðlega
gengur. Óðaverðbólgan
hér hefur skapað jarðveg
fyrir lýðskrumara og þeir
eru og hafa verið um skeið
hávaðasamir í okkar landi.
Fólk þarf að gæta sín á
þessum kraftaverkamönn-
um. Þeim þarf að vísa á
bug. Aukin áhrif þeirra í
íslenzku þjóðfélagi mundu
hafa slæmar afleiðingar.
Þeir geta engan vanda
Ieyst, enda eru engin töfra-
ráð til að leysa vandamál af
því tagi, sem við er að etja í
okkar þjóðfélagi. Hver ein-
staklingur veit, að í hans
eigin fjármálum og fjöl-
skyldu hans eru engin
töfrabrögð til. Ekki er
hægt að eyða meiru en afl-
að er án þess að illa fari að
lokum. í rekstri fyrirtækja
eru heldur engin töfra-
brögð til. Stundum skjóta
upp kollinum menn, sem
sýnast vinna einstök
kraftaverk í viðskiptalíf-
inu, en það reynist jafnan
byggt á sandi, þegar upp er
staðið. Með sama hætti eru
engin töfraráð til, sem
leyst geta viss fjárhags-
vandamál íslenzku þjóðar-
innar með einu pennastriki.
innar með einu penna-
striki. Þetta þarf þjóðin að
gera sér ljóst. Við þurfum
að vísa þeim lýðskrumur-
um og vindhönum á bug,
sem nú tala upp i eyrun á
fólki. Meiri afrek verða að
lokum unnin með því
starfi, sem unnið er af
ábyrgð og sem minnstum
hávaða en af þolinmæði og
þrautseigju heldur en því
sem kraftaverkamennirnir
í íslenzkum stjórnmálum
boða. Það væri illa farið, ef
þeir yrðu leiddir til meiri
áhrifa i íslenzkum þjóðmál-
um en orðið er.
V ísum lýd-
skrumurum á bug
| Reykjavíkurbréf
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 7. janúar.
Fjölmiðlar undir
smásjá
Fjölmiðlarnir voru undir smá-
sjá um áramótin, ekki síður en
endranær. Svonefndir leiðtogar
stjórnmálaflokkanna létu ýmsir
orð um þá falla, voru sum í tíma
töluð, og ættu blaða- og frétta-
menn að íhuga þau — og þá ekki
síður þeir hvítu hrafnar, sem tek-
ið hafa að sér ýmiss konar fjöl-
miðlunarstörf I hjáverkum, skrif-
að greinar sínar þannig, að engu
er líkara en enginn hafi tekið sér
penna í hönd fyrr í samanlagðri
sögu heimsins eða þá með þeim
gífuryrðum, að komið hefur óorði
á alla blaðamannastéttina, svo að
ekki sé nú taiað um þær heimsku-
legu spurningar, sem þetta fólk
(og ýmsir þeir, sem vinna að stað-
aldri að blaðamennsku), leggja
fyrir blásaklausa borgara í sjón-
varpi og útvarpi í alls konar
spurningaþáttum, sem eru að
verða eins konar alþýðudómstóll,
eða þá fáránlegur farsi vegna
vanþekkingar og yfirborðs-
mennsku.
Margir vilja vera blaðamenn.
Og margir þykjast vera blaða-
menn eða stunda blaðamennsku,
þó að þeir blóti hana einungis á
laun, þ.e. í hjáverkum, og lifi á
allt öðru. Sumt þetta fólk reynir
svo að fleyta rjómann ofan af þvi,
sem er hin raunverulega blaða-
mennska, því að hún er ekki yfir-
borðslegt stundargaman, heldur
mikið starf, sem í raun og veru er
unnið í hljóði og miðlar þeim upp-
lýsingum einum, sem skipta máli
og eru byggðar á athugunum og
þar með staðreyndum. .Slíkir
blaðamenn hreykja sér ekki, því
að þeir þurfa ekki að keppa við
neinn, eins og segir í Bókinni um
veginn. Hinir þurfa að hreykja
sér, vegna þess að þeir eru alltaf
að keppa við einhvern, og einkum
og sér í lagi þá, sem starfa að
stjórnmálum. Það hefur því mið-
ur ávallt loðað við blaðamennsku
hér á landi, að ýmsir hafa einung-
is notað hana sem stökkpall til að
komast inn á þing, eins og það er
kallað, svo eftirsóknarvert sem
það nú eí(!) Fæstir þessara þing-
maga starfa þó að daglegri blaða-
mennsku, vinna að því, sem er
kjarni og raunverulegt líf blaða-
mennsku, þ.e. að skrifa fréttir;
vinna á erfiðum vöktum, fara á
blaðamannafundi, sínna ýmiss
konar leiðindastörfum, sem þó
eru nauðsynlég, afgreiða fólk-
kvabb, aðfinnslur o.s.frv. heldur
standa þeir utan við allt starf
blaðamannsins og koma með
„Greinina sína“ með pomp og
pragt og keisaralegri viðhöfn,
þegar hún er tilbúin, eins og.jóla-
sveinninn kemur meó gjafir til
saklausra barna rétt fyrir jólin
eða setur sælgæti í skóinn. Og svo
einn góðan veóurdag tilkynna
þessir menn, að þeir hafi ákveðið,
eftir að hafa bjargað því sem
bjargað varð, að þeir ætli að gefa
þjóóinni kost á því að kjósa sig til
Alþingis, eða í einhverja aðra
virðíngarstöðu; sem sagt: gefa
kost á sér(!) Blaðamennska er í
raun og veru ekki takmark í
sjálfu sér, heldur tæki sern notað
er í baráttunni til að ná takmarki;
fullnægja metnaði; svala egói.
Óþarft ætti að vera að rifja
þetta upp, svo augljóst sem það
er. Þannig hefur þetta raunar
verið við islenzk blöð frá því þau
voru stofnuð, enda þótt lesendur
megi þakka sínum sæla að blóm-
inn af blaðamannastéttinni starf-
ar við fjölmiðla sína af alhug og
óeigingirni, án kröfu til frægðar
eða frama, vinnur mikilvæg störf
í kyrrþey og hefur það eitt að
markmiði að efla fjölmiðlana,
gera hugsjónir blaðamennskunn-
ar að veruleika, enda þótt við
eigum langt í land í þeim efnum
miðað við þá, sem lengst eru
komnir, þó að hinu sé ekki að
leyna, að íslenzkir blaðalesendur
mega vel við blöð sin una, ef þau
eru miðuð við dagblöð i miklum
meirihluta heims, bæði þar sem
hasarblöð svokölluð eða gula
pressan eru allsráðandi og einnig
— og ekki síður — þar, sem ein-
ræði ríkir og einungis eru gefin
út eitt eða tvö stjórnarblöð, en
þannig er ástandið því miður í
öllum kommúnistaríkjum, svo og
í einræðislöndum Afríku, mörg-
um Suður-Ameríkuríkjum — og
þá ekki sízt í Austurlöndum.
Hitt er svo annað mál, að góðir
blaðamenn vita ekki allt frekar
en góðir stjórnmálamenn, enda
þótt svo virðist sem til þess sé
ætlazt.
Og svo er hitt auðvitað rétt, að
blöðin fá margar frábærar að-
sendar greinar og gætu raunar
varla lifað án þeirra.
Víð íslenzk blöð hafa éinnig
ávallt starfað menn, sem hafa
kunnað tök á íslenzku máli og
sumir orðið þjóðkunnir fyrir
blaðamennsku sína og ritstörf.
Allt þetta mætti íhuga í tilefni
af því, sem stjórnmálaforingjarn-
ir sögðu um fjölmiðla nú um ára-
mótin. Og ekki síður hitt, sem
markvisst hefur verið gengið
fram hjá í umræðum um blaða-
mennsku hér á landi: að það var
ekki í greinum, sem komið var
upp um Watei'gate-hneykslið í
Washington Post og New York
Times, heldur viðstöðulausum
fréttum venjulegra blaðamanna,
sem byggðu á haldgóðum heimild-
um, en ekki taugaþenslu og hald-
lausum fullyrðingum. Þetta kost-
aði margra mánaða vinnu, um-
ræður, trúnaðartraust og þolgæði,
en mikilvægasti þátturinn var
e.t.v., aðhald, uppörvun og dóm-
greind mikilhæfra ritstjórnar-
manna, sem útgefendur gátu bor-
ið fullt traust til.
Lúðvík og
ríkisfjölmiðlarnir
Hér I Morgunblaðinu gerði Lúð-
vík Jósepsson, formaður Alþýðu-
bandalagsins, harða atlögu að is-
lenzkum ríkisfjölmiðlum og hefur
hún vakið mikla athygli, svo
berorður og hvassyrtur sem hann
var. Enda þótt Morgunblaðið hafi
enga aðstöðu til þess aó óathug-
uðu máli, að taka undir fullyrð-
ingar formannsins var auðvitað
ástæða til að koma þeim á fram-
færi og ekki síður að benda sér-
staklega á þau — og verður það
nú gert.
I áramótagrein sinni í Þjóðvilj-
anum minntist Lúðvík Jósepsson
að vísu ekki á þetta. Þar fjallaði
hann að venju um alls kyns
stjórnmálabasl og efnahagsmál og
gerði augljósustu tilraun sína
fram að þessu til að gera sem
minnst úr útfærslunni i 200 míl-
ur, en fjallaði þeim mun meira
um allar útfærslur aðrar, og er
raunar engu líkara en þessi síð-
asti sigur okkar í sjálfstæðisbar-
áttunni sé einhvers konar tabú
eða pólitísk lungpaþemba í brjóst-
holi formanns Alþýðubandalags-
ins.
En látum það vera svo augljóst
sem það er og svo oft sem það
hefur raunar komið I ljós. Menn
vita um þessa afstöðu Lúðvíks
Jósepssonar og það er nóg; a.m.k.
er hún staðfésting á því, að út-
færslan í 200 mílur er ekki verk
Lúðvíks.
En hvað sagði hann í Morgun-
blaðsgrein sinni um ríkisfjölmiðl-
ana? Hann sagði: „Hlutverk fjöl-.
miðla er vissulega mikið. Notkun
þeirra er hins vegar misjöfn.
í blöðum hér á landi er óhugn-
anlega mikið um óstaðfestar slúð-
urfréttir og rangar og villandi
upplýsingar. Ríkisfjölmiðlal-nir
bera á sér yfirskin hlutleysis, en i
þeim eru fréttir matreiddar eftir
mati nokkurra manna og vissar
fréttir valdar, en aðrár látnar
liggja.
Um fiesta islenzka fjölmiðla er
þó margt hægt að segja þeim til
lofs.
Fjölmiðlunum verður að taka
með varúð og mikil þörf væri á, að
almenningur lærði að meta frá-
sagnir þeirra og velja það úr, sem
er rétt og satt, en kasta hinu, sem
er augljóslega ósannað eða vafa-
samt.“
Sumt af því, sem Lúðvík Jóseps-
son segir hér er íhugunarefni,
enda hefur það við rök að styðj-
ast. Við þurfum og eigum að
vanda fréttir og byggja upplýsing-
ar á staðreyndum og haldgóðum
heimildum, svo að fréttirnar verði
ekki villandi upplýsingar, eins og
Lúðvík segir né slúðurfréttir eins
og of oft vill brenna við, ekki sizt í
hans eigin blaði og ekki siður því
blaði, sem einna helzt kennir sig
við „frjálsa blaðamennsku'?
Adrepa Lúðvíks Jósepssonar er
þvi í senn íhugunar- og umtals-
verð og á fullan rétt á sér.
Blaðamenn — og er þá átt við
þá, sem er annt um blöð sín og
lifsstarf, en ekki hina, sem nota
blöðin til að komast i „væntan-
Iegt“ lifsstarf í hinni irðulegu
íslenzku pólitík — æti' að taka
höndum saman og reka af sér
slyðruorðið. En það gera þeir éin-
ungis með betri vinnubrögðum,
fordómaleysi og löngun til að hafa
áhrif á réttum forsendum, en
ekki með óskhyggju einni saman.