Morgunblaðið - 08.01.1978, Síða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1978
Easy Srteet. 1917.
Chaplin við tokuna á A H'OM.W IN PARIS, meO myndatokumanninum. sem vann vid Nestar
myndir hans. Roland Totheroh.
Max Linder. franski látbragsleikarinn. var í upphafi fyrirmynd og Chaplins. sem er hér til
hægri I fyrstu mynd sinni. MAKING A LIVING.
Chaplin, að fyrir 1920 gerir hann
(eða leikur í) 67 myndum, en alls
urðu myndir hans 81. Á fyrsta
árinu, 1914, lék hann I 35 mynd-
um, sem nálgaðist að vera ein á
viku. Starfsaðferðirnar voru ein-
faldar eins og Chaplin minnist
þeirra: „Vinnuaðferð hans
(Sennetts) vakti hjá mér traust;
hún virtist rétt. Fyrsta upptöku-
daginn sagði hann: „Við höfum
engin handrit — við höfum ein-
hverja hugmynd og látum hana
síðan þróast eðlilega", og þetta
gaf ímyndunarafli mínu lausan
tauminn". Flestir brandararnir
voru hugsaðir á staðnum, sumir
jafnvel um leið og upptakan fór
fram. Um leikaðferð sfna hefur
Chaplin sagt: „Ég reyni að kynna
mér persónuna, sem ég ætla að
leika. Nýlega lék ég t.d. rakara.
Ég fór á rakarastofu, þar sem var
mikið að gera; ég gat setið heil-
lengi og horft á hann vinna. Siðan
elti ég hann heim, þvi ég viidi
kynnast þvi, hvernig hann hagaði
sér. Ég geng siðan fram fyrir
myndavélina með söguþráð
myndarinnar I huga, en ég hef
ekki hugmynd um, hvað ég ætla
að gera. Ég reyni að gleyma sjálf-
um mér. Eg er persónan, sem ég
er að leika, og ég reyni að bregð-
ast við því sem gerist eins og þessi
persóna mundi gera við sömu að-
stæður. Það er augljóst, að á með-
an myndavélin er í gangi, er ekki
mikill timi til að hugsa. Maður
verður að bregðast við á broti úr
sekúndu — ósjálfrátt. Það er eng-
inn timi til að hika. Á þennan hátt
held ég að fáist meiri ferskleiki í
hreyfingarnar í stað þess að æfa
allt í smáatriðum áður. Að
minu viti er það alrangt.
Myndin verður þá stirðleg í
útliti og óeðlileg. Eðlileg
framkoma er alveg ómissandi
í gamanleik. Hún verður
að vera raunveruleg og
líkjast lífinu. Gaman-
myndir minar eru
raunveruleikinn, aðeins
l ýktur hér og þar til að
L sýna, hvernig þessi
P, raunveruleiki getur
\ orðið við ákveðnar
kringumstæður"
111 1 II
^ all
7‘V
Samningar
Chaplin hafði gert
eins árs samning við
Sennett upp á 150 dollara
kaup á viku. Þegar endur-
nýja átti samninginn setti Chapl-
in sér að Éssanay og krafðist 1250
á viku. Það var samþykkt og gerð-
ur samningur til eins árs. I upp-
hafi árs 1916 byrjaði svo sami
leikurinn, en þá samþykkti Mut-
ual að greiða honum 10.000 doll-
ara á viku auk 150.000 dollara í
eins konar bónus. Énn hófst sama
samningamakkið að ári liðnu og
1917 tókst Chaplin að semja við
First National um milljón dollara
fyrir aðeins 10 tveggja spólu (two
reelers) myndir. Þar með stóð
hann jafnfætis hæstlaunuðu kvik-
myndastjörnum þeirra tíma,
Mary Pickford og Douglas Fair-
banks, en Pickford, sem alltaf
hafði litið niður á Chaplin sem
nýliða, af því að hann byrjaði -f
kvikmyndaleiknum á eftir henni,
hafði allan timann staðið i eilffu
rifrildi við framleiðendur sína
um kauphækkun i hvert skipti,
sem Chaplin gerði nýjan samning,
þar eð hún þoldi ekki að vera verr
launuð en „nýliðinn". Árið 1919
giftust þau Douglas og Mary og
treystu með því vinsældir sínar,
en samkvæmt ráðleggingum frá
B.S. Schulberg, benti Douglas
konu sinni og Chaplin á, að þær
svimháu upphæðir, sem þeim
tókst f augnablikinu að knýja
fram, gerðu hagnaðinn af mynd-
um þeirra fyrir framleiðandann
hættulegan lágan og að sá tími
kynni að koma, þrátt fyrir vin-
sældir þeirra, að þau yrðu fram-
leiðendunum aðeins byrði. Hvers
vegna ekki að stofna með honum
og D.W. Griffith, — sem einnig
var orðinn hættuiega dýr sfnum
eigin hagsmunum — fyrirtæki til
að framleiða og dreifa þeirra eig-
in myndum, þar sem þau gætu
haldið öllum ágóðanum sjálf? Ár-
angurinn var United Artists,
stofnað 1919. Þegar forstöðumað-
ur Metro, Richard Rowland,
heyrði þessi tíðindi, varð honum
að orði: „Geðsjúklingarnir hafa
tekið völdin á hæ)inu.“ Fyrir
Chaplin skipti stofnun þessa fyr-
irtækis höfuðmáli. Það gerði hon-
um kleift, eftir 1930, að framleiða
sfnar eigin þögulmyndir um
skeið, í trássi við talmyndabylgj-
una, sem kvað upp dauðadóm yfir
öllum öðrum vinsælustu gaman-
leikurum - þöglu myndanna, sem
ekki höfðu eins fjárhagslega
sterka aðstöðu.
Þróun umrenningsins
Umrenningur Chaplins, þ.e.a.s.
ytra byrðið, kom fyrst fram í ann-
arri myndinni, sem hann gerði
hjá Sennett, „Kid Auto Races at
Venice“. Chaplin bar strax með
sér þann ferskleika, sem þurfti til
að vekja áhuga áhorfandans, en
það var ekki fyrr en eftir tfmabil
sitt hjá Sennett (35 myndir), að
hann fór að þróa persónu um-
renningsins I myndunum hjá Ess-
anay. Myndin, sem innsiglaði
frægð Chaplins, var ein af sfðustu
myndum hans hjá Sennett,
„Tillie’s Punctured Romance", en
þetta var jafnframt fyrsta gaman-
myndin, sem gerð var i fullri
lengd (6 spólur, um 60 min.)
Fyrsta „klassíska” Chaplin-
myndin var The Tramp, sjötta
myndin hjá Essanay, sem var
frumsýnd 11. april 1915. Á það
hefur verið bent, að þetta sé ein
af mikilvægustu myndum Chapl-
ins, því að f henni vekur hann
fyrst meðaumkun og samúð.
Sennilega er þetta einnig fyrsta
gamanmyndin með sorglegum
endi. Eftir að hann hefur misst
stúlkuna, sem hann elskar, labbar
hann einn út veginn f átt til sjón-
deildarhringsins, með staf sinn og
mal, I þungum þönkum, en rétt
áður en myndin hverfur í svart,
yppir hann heimspekilega öxlum.
Þessi lokamynd varð einskonar
stimpill á margar myndir hans
upp frá þessu. Þær 15 myndir,
sem Chaplin gerði hjá Essanay,
notaði hann til að fullkomna per-
sónu umrenningsins, og kvik-
myndaskrifarinn Theodore Huff
lýsir Essanay-myndunum sem
millibilsástandi frá hlaupunum
og slagsmálunum i keystone-
myndunum yfir i hinar fáguðu
myndir, sem Chaplin gerði síðan
fyrir Mutual. Þar gerði hann 12
myndir á árunum 1916—1917, og
eru þessar myndir, að áliti sumra,
taldar til þess besta, sem hann
hefur gert. 1 myndum eins og The
Cure, Easy Street, The Pawn
Shop og The Immigrant fellur
hann hnökralaust saman frábær-
an gamanleik og meðaumkun,
þrungna samúð og viðkvæmni. I
öllum þessum myndum lék Edna
Purviance (hún vann aðeins fyrir
Chaplin) annað hvort fátæku
stúlkuna, sem Chaplin bjargar,
eða ríku stúlkuna, sem virðist
honum utan seilingar. Meðal ann-
arra mynda hjá Murual má nefna
The Fireman, The Vagabond, The
Rink, og One A.M., þar sem
Chaplin lék einleik við allskönar
hluti, sem þvældust fyrir honum
á leið hans f bólið, er hann kom
vel slompaður heim eitt kvöldið.
Fyrir milljón dollara samning-
inn við First National skilaði
Chaplin fyrirtækinu 9 myndum á
árinu 1918 — 1923, sem sýnir að
Chapiin hægir verulega á fram-
leiðsluhraðanum. Vmsar ástæður
liggja vafalaust til þess, m.a. hug-
myndir hans um að gera gaman-
myndir i fuilri lengd, en hann
verður fyrstur til þess af vinsæl-
ustu gamanleikurunum þremur,
sem auk hans voru Buster Keaton
og Harold Lloyd, með myndinni
The Kid 1921. Jafnframt þessu
vandar hann betur tii myndanna
að öllu leyti. Önnur ástæða, sem
kann að hafa einhver áhrif, er að
hann giftist 1917 16 ára gamalli
stúlku, Mildred Harris, en skildi
við hana eftir erilsamt hjónaband
1920.
• Fyrsta myndin fyrir First Nati-
onal var Hundalff (A Dog's Life),
The Bond og sfðan Shoulder
Arrns, allar á árinu 1918. Þriðju
ástæðuna fyrir þessum fáu mynd-
um er ef til vill að finna í grein
eftir gagnrýnandan Joe Franklin
þar sem hann segir m.a.: „En eftir
Shoulder Arms gerðist eitthvað.
Gagnrýnendur höfðu uppgötvað,
og lofað, dýpri merkingu f nokkr-
um myndum Chaplins, og í ákafa
sfnum við að finna ýmsa ffnni
drætti og tákn, skutu þeir yfir
markið, með því að lesa út úr
myndunum heimspekilegar merk-
ingar, sem Chaplin hafði tæpiega
haft I huga. Én Chaplin var hrif-
inn af þessum túlkunum og
breytti myndum sínum. Þær voru
áfram gamanmyndir, en hraðinn i
mundunum minnkaði, brand-
ararnir urðu færri og augljósari
en tilfinningarfkur söguþráður
var aukinn að sama skapi.” 1919
gerir Chaplin tvær myndir,
Sunnyside (þriggja spólu mynd)
og A Day’s Pleasure. 1921 koma
sfðan The Kid og The Idle Class,
1922 aðeins ein stuttmynd, Pay
Day og 1923 lýkur Chaplin samn-
ingnum við First National með
The Pilgrim (fjögurra spólu
mynd).
Chaplin leitar eftir
öðrum túlkunaraðferðum
— Millibilsástand
Chaplin er nú frjáls til að fram-
leiða fyrir sitt eigið fyrirtæki,
United Artists, en þá bregður svo
undarlega við, að hann tekst á
hendur að gera alvarlegt drama,
A Woman of Paris, sem hann
skrifar sjálfur handrit að og leik-
stýrir, en þar sem hann leikur
aðeins smáhlutverk. Vafalítið hef-
ur Qhaplin haft þetta i huga í
nokkurn tima, og ef það er rétt
hjá Joe Franklin, að Chaplin hafi
fylgst vel með og tekið mark á
biaðaskrifum, mætti ætla að grein
sem kvikmyndagagnrýnandinn
Stark Young ritaði i The New
Republic í ágúst 1922, hafði ýtt
undir trú Chaplins á að fara inn á
nýjar brautir. 1 greininni, sem er
birt sem opið bréf til Chaplins,
gerir Young einskonar úttekt á
starfi Chaplins, lýsir árangri hans
með umrenninginn, sem hann tel-
ur Chaplin nú hafa fullkomnað,
og segir: „En þú hefur lokið við
sköpunina. Hún var fullkomin
fyrir löngu síðan. Nú þegar er»
hún farin að hægja á sér. Hún er
farin að sýna merki hrörnunar,
bæði í hugmyndum og ferskleik”.
Young segir, að bak við grfmu
trúðsins megi greina alvarlegan
listamann, sem ekki sé fyllilega
ánægður með hlutverk sitt, og
hann brýnir Chaplin til að söðla
um og snúa sér að alvarlegri verk-
efnum; „Þú gætir gert það sem er
mikilvægast fyrir kvikmyndina,
búið til efni, sem er hugsað fyrir
kvikmyndina og enga aðra list-
grein, sem nýtir möguleika þessa
forms en er ekki aðeins kvik-
myndað leikrit, á sviði."
YWOUNG FER EKKI FRAM A
LITIÐ, EN ÞAÐ LYSIR BEST
HINUM VlÐFEÐMU HÆFI-
LEIKUM Chaplins, að i Woman
of Paris gerir hann einmitt þetta.
Woman of Paris, 1923, var af ýms-
um þekktustu leikstjórum þessa
timabils, s.s Eisenstein, Réne
Clair og Lubitsch, talin tímamóta-
verk sökum þess, hvernig Chaplin
meðhöndlar efnið og tekst með
því að tendra ímyndunarafl
áhorfenda og hversu leikurunum
undir leikstjórn hans tekst að
skapa lifandi og eðlilega persónu-
leika. Woman of Paris hafði veru-
leg áhrif á leikstfl þessa áratugar,
gagnrýnendur voru nær einróma
i lofi sínu um myndina — en
áhorfendur létu sig hins vegar
vanta. Þegar The Gold Rush kom
á markaðinn 1925 snerist þetta
við, þannig að áhorfendur þyípt-
ust á myndina, sem varð ein best
sótta mynd ársins, en gagnrýn-
endur voru mergir þeirrar skoð-
unar, að hún stæðist ekki saman-
burð við ýmsar eldri myndir, eins
og The Kid, The Pilgrim eða
Shoulder Arms. Töldu þeir mynd-