Morgunblaðið - 08.01.1978, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 08.01.1978, Qupperneq 26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANUAR 1978 25 ina of hæggenga og langdregna (þetta var lengsta gamanmynd, sem hafði verið framleidd til þess, 10 spólur, en eftir frumsýningu stytti Chaplin hana um eina spólu), en tímin hefur sannað, að hún hefur reynst endingarbetri en flestar aðrar mundir Chaplins. The Gold Rush var fyrsta mund- in, sem Chaplin endurgerði til sýninga seinna (1942, í nokkuð breyttri mynd frá þvi, sem hún var upphaflega) og þegar hún sannaði vinsældir sínar dustaði hann rykið af fleiri myndum — Woman of Paris fékk að liggja óhreyfð, þrátt fyrir ótvirætt mik- ilvægi sitt í kvikmyndasögunni. (Chaplin hafði gert marg-milljón dollara samning við Mo Rothman um að endursýna bestu gaman- myndirnar, svo að hvorugur hafði áhuga á þvf að reyna að sýna mynd, sem hafði kolfallið, þegar hún var ný.) I viðtali við Chaplin, skömmu eftir frumsýningu The God Rush, sagði hann um hinar lélegu viðtökur almennings á A Woman of Paris: „Það var vegna þess að hún gaf enga von. Hún var nákvæmlega eins og Iffið. Fólkið vildi að drengnum væri bjargað frá sjálfsmorði; og vildi að stúlkan snerí aftur til hans, og að þau lifðu hamingusöm til ævi- loka.“ „Þetta var með öðrum orðum harmleikur?" „Já, þetta var harmleikur." Charlie hikar aðeins, en heldur síðan áfram: „Ég er hrifin af harmleiknum. Mér Ifkar ekki gamanleikurinn." Hvað segirðu! Likar þér ekki gamanleikurinn?" „Nei, ég er hrifinn af harm- leiknum; hann hefur fegurð. Gamanleikurinn er einskis virði nema hann hafi fegurð. Það er eina innihald lffsins — fegurð. Ef þú finnur fegurðina hefur þú fundið allt. En hún er torfundin.“ Á þessum árum hefur Chaplin vafalítið staðið á krossgötum í list sinni, umrenningurinn, trúðshlut- verkið, fullnægði ekki sköpunar- þörf og hugmyndaauðgi þessa skilningsríka og mannlega lista- manns. En A Woman of Paris hafði ekki hlotið blessun almenn- ings, og afskipti hans af annarri alvarlegri mynd ollu honum mikl- um vonbrigðum. Hann og Fair- banks höfðu hrífist mjög af mynd, sem nefndist The Salvation Hunt- ers (1924), sem var fyrsta mynd Josef von Sternbergs, og keyptu hana til dreifingar fyrir UA, en myndin hlaut lélega dóma og enga aðsókn. Chaplin var þó ekki af baki dottinn og fékk Sternberg til að leikstýra einni mynd fyrir UA, með Edna Purviance f aðal- hlutverki. Myndin nefndist A Woman of the Sea (eða The Seagull) (1926), en henni hefur aldrei verið dreift. Á þessum ár- um hafði Chaplin einnig mikinn áhuga á að gera kvikmynd um lif Krists: „Kristur var aðlaðandi og hafði kímnigáfu ... Hann var það sem við köllum „heimsmaður"; samt var hann alltaf einn ... Eng- inn skyldi hann ... Það er hinn mikli harmleikur ...“ En það sem stöðvaði Chaplin f gerð þessarar myndar voru allskonar óþægileg blaðaskirf varðandi annað hjóna- band hans en 1924 giftist hann aftur 16 ára gamalli stúlku, Lita Gray, og skildi við hana að þrem- ur árum liðnum. En Chaplin átti eftir að mæta mesta mótlætinu á þessum árum, talmyndunum. Hann skildi, ef til vill betur en nokkur annar, að látbragðsleikur þöglu myndanna var tungumál allra, og eins og Paul Rotha segir í kvikmyndasögu sinni: „Ef tal verður sett inn I Chaplin-mynd, þá mun Chaplin-myndin, eins og heimurinn þekkir hana og dáist að henni, vera úr sögunni." Rotha talar einnig um sameiginlegan hlekk, hinn stöðuga persónuleika umrenningsins, sem tengi myndir Chaplins saman: „Þrátt fyrir þetta er Chaplin ekki týpa; hann er ekki leikari; hann er ein- staklingur í leit að lifsfyllingu, sem hann finnur ef til vill aldrei.“ Áhorfendur höfðu brugðist hon- um, þegar hann reyndi að kasta gervi umrenningsins (A Woman of Paris), blaðasnápar og slúður- kerlingar komu f veg fyrir að hann gæti gert myndina um Krist, bæði gagnrýnendur og almenn- ingur ráðust á listrænt mat hans (The Salvation Hunters), áhorf- endur flykktust til að sjá hann enn á ný í gervi umrenningsins (The Gold Rush), sem hann hafði endað með „happy end“, líkt og til að sanna veikleika þeirra. Og siðast en ekki sfst, framleiðsla kvikmynda var, eins og hún er enn, háð mikilli peningaveltu. Ef Chaplin vildi halda áfram kvik- myndagerð, var hann neyddur til, hvort sem honum líkaði betur eða ver, að klæða sig f fataræfla um- renningsins, taka hatt sinn og staf og spranga inn f næsta ævintýri flakkarans. En trúlega með nokkrum söknuði og eftirsjá, jafnvel biturleika út f skilnings- litla veröld. Barist gegn talmyndunum 1928 kom The Circus á markað- inn og um hana segir Rotha: „Sircus var einn af stórkostleg- ustu harmleikjum kvikþmynda- sögunnar en jafnframt einstak- lega fyndin". I The Circus gerist Chaplin aðstoðarmaður f hring- leikahúsi, þar sem allt gengur á afturfótunum og hann er sá eini, sem getur komið áhorfendum til að hlæja. En þrátt fyrir það nýtur hann ekki ástar stúlkunnar, sem hann elskar, þvf hún elskar lfnu- dansarann, sem er öllu glæsilegri f útliti. Umrenningurinn litli gengur einn á brott f lokin, alveg eins og hann hafði gert i The Tramp tfu árum áður og við sömu aðstæður. Hvort sem Chaplin hef- ur hugsað efni þessarar myndar sem ádeilu, sem lýsingu á sam- skiptum sfnum við áhorfendur eða ekki, má samt auðveldlega lesa slfka líkingu út úr myndinni. Á árunum 1928—’30 kemur það skýrt f ljós, að talmyndin er það, sem koma skal. Chaplin verður að gera það upp við sig, hvernig hann eigi að bregðast við þessu og í City Lights, 1931, heldur hann þögninni áfram. Hann gerir þó eftirminnilegar tilraunir með notkun ljóðsins, aðallega til þess að gera grfn að þvi, t.d. ræðu- mennirnir, sem tala gegnum ónýtt gjallarhorn, svo röddin verður óskiljanleg og svo var það flautan, sem hrökk óvart ofan í hann f samkvæminu og flautaði í hvert skipti, sem Charlie hikstaði, svo söngvarinn, sem átti að skemmta, gat með engu móti sungið. Chaplin hefur miklar áhyggjur af stöðu sinni og framtfð með til- komu hljóðsins og hann veit, að það er undir duttlungum áhorf- enda komið, hvort hann fær að iðka látbragðsleikinn, list sfna, áfram. Efni myndarinnar skiptist í tvo meginþætti, samskipti um- renningsins við rfka manninn, sem er besti vinur umrennings- ins, þegar hann er undir ^hrifum, og hleður á hann peningum, en fleygir honum á dyr, um leið og rennur af honum. Umrenningur- inn safnar peningum fyrir blinda stúlku sem hann er hrifinn af, svo hún geti gengist undir uppskurð tll að fá sjónina aftur. Þegar þau hittast, eftir að hún hefur fengið sjónina, má sjá, að henni bregður illilega við að sjá umrenninginn, en hún hafði fmyndað sér hann sem ríkan, glæsilegan mann. Enn má draga upp samlfkingu efnis myndarinnar við aðstöðu Chapl- ins; hann er háður duttlungum áhorfenda, en tekst honum, þrátt fyrir góðvild sfna og auðmýkt, að opna augu þeirra fyrir list hans? Stúlkan horfir á hann, hann horf- ir bænaraugum til baka. Endir. Chaplin veit, að áhrofendur eru ginnkeyptari fyrir nýjungum hljóðsins. Tvöfeldni rfka mannsins má túlka misjafnlega, en það er at- hyglisvert f þessu samhengi að minpast lýsingarinnar á Chaplin í dönsku bókinni Filmens Hvem Hvad Hvor: „Andstæðurnar í list hans — og Iffi eru hugmynda- fræðilegar, hann trúir af hugsjón, ef til vill barnalegri á réttlátan jöfnuð allra manna, en á sama tfma hefur hann stfft fram rétti einstaklingsins til fullkomins sjálfstæðis (sem er lýsingin á „prfvat-kapitalist“)“. Ádeilan verður sterkari Með næstu mynd sinni, Modern Times, 1936, snýr Chaplin, að dómi flestra, baki við um- renningnum. „Persónan hefur sagt skilið við viðkvæmnina", seg- ir gagnrýnandinn Alistær Cooke, í samtfmaritdómi og í kvikmynda- sögu Richard Griffiths, The Film Since Then, segir: „Chaplin hafði yfirgefið „Chaplinland" og hætt sér út í hinn raunverulega heim. Nærvera hans þar varð að gagn- rýni á þennan heim, en gagnrýni, sem bauð ekki upp á neinar við- hlftandi lausnir". Þessar skoðanir lýsa f heild þeim hugmyndum flestra, að með Modern Times hefji Chaplin gerð ádeilumynda um heimsvandamál, um- renningurinn fer að berjast gegn ósýnilegum öflum óskilgreinds kerfis og sýnir þá meiri óbilgirni en áður, þegar andstæðingarnir voru aðeins mannlegir einstakl- ingar, yfirmenn eða lögreglu- menn. t Modern Times ræðst Chaplin, eins og allir vita, gegn vélmenn- ingunni (sem er jú eðlileg við- brögð hans þar sem aukin tækni- H rJ'_X væðing í kvikmyndunum t.d forsmáði list hans, látbragðs leikinn) og gegn þeim ómanneskjulegu áhrifum, sem fjöldaframleiðslan og færibandavinnan hefur á verkamennina. Við- fangsefni sem þetta vak að vonum bær hug- myndir hjá mörgum að Chaplin hefði þar með tekið ákveðna, ’-MÍ pólitfska afstöðu. Einn gagnrýnandi, Graham Greene, var þó hafinn yfir dægurþras og þröngsýni póli-‘ tfskrar einstefnu og hefur reyndar sannspár: „Mr. Chaplin, hvaða pólitfskar skoðanir sem hann kann svo sem að aðhyllast, er listamaður en ekki áróðursmaður". Drengurinn, sem hefur hingað til leikiö sér með jafnöldrum sfn- um að húsabaki er farinn að leika sér götumegin, en hann ber ein- faldleika bakgarðsins með sér inn f heim fullorðna fólksins. En f þessum heimi er ekkert einfalt og ævintýrin hafa á sér annan blæ. Árið 1940 kemur fyrsta talmynd- in frá Chaplin, The Great Dictator en f Modern Times hafði hann notað hljóðið á svipaðan hátt og f City Lights, en lét þó heyra í sér þar f fyrsta sinn, þegar hann söng örfáar, óskiljanlegar ljóðlfnur, sem hann gerði sér upp, eftir að manséttan með skrifaða textanum hafði flogið út f Ioftið. The Great Dictator var samin á árunum fyrir seinni heims- styrjöldina, en þegar myndin, sem gerðir grín að geðveikum fasistadraumum Hitlers, kom á markaðinn eftir að styrjöldin var hafin, voru ekki allir jafnhrifnir af henni. Chaplin hafði hugsað myndina sem ádeilu, ekki aöeins á Hitler og fasistarfkin, heldur á einræði og drottnunargirni í hverskyns formi. 1 The Great Dictator og Modern Times vex hin áþreifanlega heimsádeila en f baæðum þessum myndum situr gananleikurinn i fyrirrúmi og í báðum myndum er að finna ein- staka atriði, sem eru með þvf besta, sem Chaplin hefur gert. En í Mosieur Verdoux, 1947, dýpkar ádeilan til muna og gamanleikur- inn verður að fullkomnum harm- leik, jafnvel þótt Chaplin hafi sjálfur gefið myndinni undirtitil- inn „morðgamanleikur”. Monsieur Verdoux er hatrömm

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.