Morgunblaðið - 08.01.1978, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1978
■w
Það virðist ekki hafa haft nein áhrif á vinsætdir Wings þótt tveir hljómsveitar
meðlimanna séu hættir og aðeins McCartney-hjónin og Denny Laine séu eftir«
hljómsveitinni.
Vinsœldalistar
um allan heim
Litlar breytingar urðu á vinsældalístum
um allan heim yfir jólin.
I New York eru Bee Gees enn efstir meö
lag sitt „How deep is your love“, en Player er
komin i annaó sæti meó lag sitt „Baby come
back". Linda Ronstadt hefur hrapaö úr öðru
sæti í það þriðja með lagiö „Blue bayou'1 en
annars eru frekar litlar breytingar á lisanum.
Eina nýja lagið er iag brezku hljómsveitar-
innar Queen, „We are the champions".
Queen eru einnig með þetta lag á listanum
í Amsterdam, en þar eru þeir frekar á niður-
leið en hitt. Efst í Ilollandi er Wings með
lagið „Mull of Kintyre", en það lag er einnig
á lista i Hong Kong.
Aðeins í Vestur-Þýzkalandi eiga nú Bay
City Rollers lag á iista, og þar eiga þeir ekki
eitt iag heldur tvö, „You made me believe in
magic" og „Don’t stop the music". Þar er
hljómsveitin Smokie efst með lagíð „Needles
and pins", en annars er þessi hljómsveit, sem
svo átti miklum vjnsældum að fagna í sumar,
hvergi annars staðar á lista.
10'vinsælustu lögin i New York, í sviga
fyrir aftan er staða þeirra í síðustu viku.
1. (1) How deep is your love: Bee Gees
2. (3) Baby come back: Player
3 (2) Blue bayou: Linda Konstadt
3. (7) Don’t let me be misunderstood:
Leroy Gomez
4. (3) The name of thegame: ABBA
5. () Black is black: Beile Epoque
6. (4) Belfast: Boney M.
7. (5) You made me believe in magic? Bay
Cify Rollers
8. (6) Rockin’ all over the world: Status
Quo
9. (13) Don’t stop the music: Bay City Roll-
ers
10. (8) Sunshine of your love: Rosetta Stone
10 vinsælustu lögin í Amsterdam.
1. (1) Mull of Kintyre: Wings
2. (2) Smurfenlied: Yader Abraham
3. (10) Egyptian Reggae: Jonathan
Richman
4. (3) A far l’amore comincea tu: Kafaella
Carra
5. (4) Lust for life: Iggy Pop
fi. (5) The clown: Band Zonder Naam
6. (12) Isn’t it time: The Babys
8. (8) Living without you: Patricia Paay
9. (6) We are the champions: Queen
10. (9) How deep is your love: Bee Gees.
Tvö lög jöfn í sjötta sæti.
4. (4) You’re in my heart: Rod Stewart
5. (5) You light up my life: Debby Boone
6. (7) Back in love again: L.T.D.
7. (8) Slip slidin’ away: Paul Simon
8. (10) Short people: Randy Newman
9. (9) Hereyou come again: Dolly Parton
10. (11) We are the champions: Queen
Tvö lög jöfn í sjötta sapti.
10 vinsælustu lögin í Bonn.
1. (1) Needles and pins: Smokie
2. (2) Surfin’ U.S.A.: Leif Garret
10 vinsælustu lögin í Hong Kong.
1. (1) You light up my fire: Debbie Boone
2. (2) IIow deep is your love: Bee Gees
3. (6) It’sso easy: Linda Ronstadt
4. (9) You make loving fun: Fleetwood
Mac
5. (3) Way down: Elvis Presley
6. (10) Mull of Kintyre: Wings
7. (8) Baby, what a big surprise: Chicago
8. (11) Hereyou come again: Dolly Parton
9. (4) That’s rock and roll: Shaun Cassidy
10. (13) Swingtown: Steve Miller
Bay City Rollers-æðið virðist nú vera liðið hjá í flestum löndum utan Vestur-
Þýzkalands, þar sem þeir njóga enn mikilla vinsælda.
en í rannvern-
leikannm”
Svana Víkingsdóttir heyrir
til þeim stóra hópi ungs fólks
sem leggur stund á klassíska
tónlist. Það eð Slagbrandi var
kunnugt um að hún hefði lokið
einleikaraprófi í píanóleik frá
Tónlistarskólanum sl. vor, lék
honum forvitni á að vita hvað
hún hefði nú fyrir stafni. Hvort
hún væri enn að læra á píanóið
eða væri kannski búin að skipta
yfir á ritvél hjá einhverju
gersamlega ómúsíkölsku fyrir-
tæki úti í bæ. Það kom 1 Ijós
þegar Slagbrandur hitti Svönu
að máli að hún heldur enn
algerlega tryggð við hljóðfærið
og hyggur á frekara nám á þvf
sviði erlendis í framtíðinni.
Slagbrandur innti haná fyrst
eftir því, að gömlum vana,
hvenær hún hefði í byrjun far-
ið að kljást við nótnaborðið.
— „Þannig var, að það var til
píanó á heimilinu, sem faðir
minn lék t.d. allmikið á eftir
eyranu og þegar ég var sjö ára
vildi ég geta spilað eins og hann
svo ég fór í píanótíma. En þá
uppgötvaði ég, mér til hrelling-
ar að ég gat ekki lært þetta
alveg á stundinni og það þótti
mér að öllu ófært svo ég hætti
eftir hálft ár, en byrjaði síðan
að nýju árið eftir með heil-
brigðara hugarfari. Þegar ég
var tólf ára fór ég í Tónlistar-
skólann og hóf þá einnig af
alvöru nám í tónfræði og fleiri
slíkum greinum. Kennarar min-
ir í Tónlistarskólanum voru
þau Hermína Kristjánsson og
Jón Nordal og nú er Arni
Kristjánsson kennari minn."
— Flaug þér aldrei í hug að
læra á eitthvaó annað hljóðfæri
en píanó?
— „Jú vissulega hefur mig
oft langað til að læra á eitthvert
annað hljóðfæri samhliða
píanóinu, einkum til að geta
leikið í hljómsveitum, en mér
finnst bara að það fari svo mik-
ill tími í það að læra á hljóðfæri
ef maður ætlar að gera það vel,
að það er ekki tími til að hafa
fleiri en eitt í takinu. Þó lærði
ég dálítið á þverflautu eitt sum-
ar, en það er nú næstum þvi allt
ogsumt."
— Hefurðu stundað eitthvert
annað nám með Tónlistar-
skólanum?
— „Já, ég hóf nám í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð, en
kerfið þar var mjög óheppilegt
fyrir mig, vegna þess hve
tímarnir voru dreifðir yfir dag-
inn, auk þess sem ég saknaði
bekkjakerfisins. Ég lauk þvi
Slagbrandur
ræðir við Svönu
Víkingsdóttnr
píanóleikara
mmm^^^m^^^^^^m^mmi^mmmmmmmmmm^mmmmmmm
stúdentsprófi frá Menntakólan-
um við Tjörnina. Siðustu þrjú
árin hef ég svo einbeitt mér að
Tónlistarskólanum, fyrst í
kennaradeild og síðan ein-
leikaradeild."
— Hefurðu leikið mikið með
öðrum?
— „Það er nú meinið við að
læra á píanó. Maður er svo mik-
ið einn. Það eru svo margir sem
spila á píanó og raunar fiðlu
líka, en fáir sem leika á t.d.
selló eða víólu, að það er mjög
erfitt að leika kammertónlist."
— Hvað um framtíðina?
— „Ég hef í hyggju að fara
út og læra meira, en það er
ekkert ákveðið í því efni enn
sem komið er.“
— En hvernig er með
atvinnumöguleika?
— „Það er alveg nóg að gera
við kennslu og svo gefst alltaf
annað slagið tækifæri til að
leika með öðrum."
— Hvernig tilfinningar
berðu til píanósins?
— „Þetta er einginlega eins
og krakkinn minn. Auðvitað
þykir mér vænt um það, en það
er manni líka til mikillar byrði.
Það er meira að segja svo að
það er erfitt að fá íbúð, þegar
það kenutr í ljós að maður er
píanóleikari. Annars gildir það
víst í þessu sambandi sem svo
mörgum öðrum að hverjum
þykir sinn fugl fagur. Mér
finnst mitt eigið hljóðfæri af-
burða gott, þó aðrir séu kannski
á öðru máli."
— Hvaða tónlist þykir þér
skemmtilegust?
— „Ja, ég er mjög hrifin af
söng og kammertónlist og
náttúrulega hlusta ég mikið á
hvers kyns píanófónlist, Chopin
er í uppáhaldi hjá mér um þess-
ar mundir, en þetta er síbreyti-
legt. Ég þekki þvi miður lítið
nútímaverk. Það er of lítið gert
af því að kynna nútimatónlist.
Þetta er ólíkt þeirri tónlist sem