Morgunblaðið - 08.01.1978, Page 45
NORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANUAR 1978
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100KL. 10— 11
FRÁ MANUDEGI
-Jr u (UAmiPí-tia'iJ ir
þessum jafnréttislögum, þ.e. þeim
hluta þeirra er tekur til þessara
starfsauglýsinga, er það að við
liggur að þetta sé skerðing á frelsi
okkar til að fá þann starfsmann,
sem við teljum beztan í viðkom-
andi starf. Jafnréttisfólk hefur
sjálft oft talað um persónufrelsi,
að það njóti ekki þessa frelsis í
öllum atriðum, en ég get ekki séð
hvaða frelsi er fólgið í þvi að
skerða frelsi annarra. Það hlýtur
frekar að teljast til yfirgangs. En
nóg um þetta, sjálfsagt telja
margir þetta röfl i gamaldags at-
vinnurekanda og það er mér
alveg sama um, en það mætti vel
taka eina syrpu i að ræða þessi
jafnréttismál. Það er ágætt að
hafa eitthvað til að dunda sér við
á útmáriuðum, sem nú fara i hönd
og þetta er ekki verra umræðu-
efni en svo margt annað.
Atvinnurekandi."
Velvakandi tekur undir það
með atvinnurekandanum, að það
er ekki ijla til fundið að ræða
jafnréttismálin nokkuð á næstu
dögum, og má hvetja bréfritara til
að gefa þessum málum gaum og
reyna að draga eitthvað nýtt fram
i málunum.
1 framhaldi af þessu má taka
fram að einn af þulum útvarpsins
hafði samband við Velvakanda á
dögunum vegna skrifa hjá Vel-
vakanda um hvort þulir rikisút-
varpsins væru einhverjir hæsta-
réttardómarar i auglýsingamál-
um. En tilefni skrifanna var það
að einn þulurinn hafði breytt orð-
inu stúlka i manneskja. Viðkom-
andi þulur sagði að þetta hefði
hann eiginlega gert af stráksskap
sinum, þ.e. viðkomandi auglýs-
ingu var hann sjálfur með og
hugðist auglýsa eftir stúlku, en
fékk ekki og varð þvi að breyta
því i starfskraftur eða manneskja.
% Hvers vegna er
ekki rætt við
fslenzka unglinga?
Skákvinur skrifar:
„1 Morgunblaðinu siðastlið-
inn föstudag birtast viðtöl við
nokkur bandarísk ungmenni, sem
stödd voru hér á landi yfir nýárið
þeirra erinda að tefla við islenzka
jafnaldra sina. Er i rauninni ekki
hægt annað en að vera ánægður
með hversu snaggaralega Mbl.
bregst við að þessu sinni og blaða-
maður eyðir heilli kvöldstund í að
vappa í kringum þessi erlendu
ungmenni.
Meðal annars tefldu þessi börn
við jafnaidra sina íslenzka og var
þar um ójafna viðureign að ræða.
Islendingarnir sigruðu með yfir-
burðum. Hvers vegna er ekki
heldur spjallað við okkar eigin
skákungmenni. Þau standa okkur
þó miklu nær og ábyggilegt er að
lesendur Morgunblaðsins hafa
meiri ánægju 'af að heyra frá
þeirra eigin fólki, sem það þekkir
e.t.v. persónulega. Af hverju er
alltaf hlaupið upp til handa og
fóta þegar útlendingar reka við
hér á landi? Af hverju er ekki
heldur farið i æskulýðsmiðstöðv-
ar hér á landi og rætt við, ja, e.t.v.
heimsmeistara framtiðarinnar?
Þær eru að vísu fjálglegar lýs-
ingarnar, sem bandarísku krakk-
arnir létu sér um munn fara um
ísland. Fallegar myndir, náttúru-
paradís og hvað þær heita nú all-
ar þessar „klisjur" sem sýnkt og
heilagt ganga aftur í íslenzkum
blöðum. Erum við svona hrika-
lega hégómagjarnir Islendingar
að við fáum aldrei leið á að heyra
útlendinga segja frá hversu
undurfagurt sé á hólmanum okk-
ar. Það jafnvel þó einhver blessuð
börn eigi í hlut og hafi ekki séð
nema Reykjavík og næsta ná-
grenni.”
Þessir hringdu . .
ekki er spurt þá geta þeir heldur
ekki um söluskattinn og kemur
það sér mjög illa. Svona duttlung-
ar kaupmanna eru ekki til þess
% Með eða án
söluskatts
Kaupandi:
— Einn hlutur finnst mér
nokkuð undarlegur í viðskipta-
máta sumra fyrirtækja, en hann
er sá að gefa ekki upp verð með
söiuskatti. Ef hringt er og spurt
um verð er kannski sagt að hann
kosti kr. 10.000, og siðan sendir
maður út i búð eftir hlutnum og
þá kostar hann allt i einu kr.
12.000. Skýringin er sú að ekki
var verðið gefið upp i simann með
söluskatti. Ég veit það vel að
kaupmönnum er stundum illa við
að vera innheimtumenn fyrir rík-
ið og eru þvi sumir að reyna að
þybbast við og segja réttilega að
varan kosti 10.000 krónur, en ef
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Hvítur leikur og vinnur
HÖGNI HREKKVÍSI
Staðan kom upp á skákmóti i Tbil-
isi í Sovétrikjunum í fyrra í skák
Sovétmannanna Ubilava og
Holmovs.
Með næsta leik sínum þvingaði
Ubilava andstæðing sinn til upp-
gjafar. Reyndar var hér ekki um
neinar fórnir að ræða, þvi að
Holmov gafst upp áður en þær
dundu yfir.
26. Hg4! og svartur gafst upp.
Hann á ekkert svar við hótuninni
27. Bxg6!
03^ SlGeA V/ÖGA £ AíLVE^AW
<bLlVA VZ/Vúm M/6 úKttí/mtiNÍ* _
N() ViKl'bT \iút\ vm WRm P® VRKA
Ýx\Vf/l9 06 E-9 mULT AV 9ZA6A Vf/ó
SVOZmúOYl 0YI \iVAV ^\Ylly
/9 '
Italska fyrir byrjendur
Kennsla hefst miðvikudaginn 11. janúar kl. 9
e.h. í stofu 14 í Miðbæjarskólanum. 20
kennslustundir + bók: 7.500 kr. innritun
sama kvöld, sama stað kl. 8 — 9.
Jf jj jj dtr rvr jr jd
jr jr j>r jr jr jr j>r jr Jfr jr
fallnir að laða að viðskipti og þeir
geta vel sagt að varan kosti þetta
og þetta að auki, sem er söluskatt-
ur.
5.—12. febrúar
GISTING:
Park Plaza
Charles Dickens
Samvinnuferöir
Austurstræti 12 Rvk. simi 27077
Hópferð
á heimsmeistarakeppnina
í handknattleik
26. janúar — 5. febrúar.
Verð kr. 98.100.-.
Innifalið í verðinu: flug, rútuferðir, gisting,
morgunverður og aðgöngumiðar á alla leikina.
Beint flug til Árósa og heim frá Kaupmanna-
höfn.
Hagstæð greiðslukjör
Ti
'TA
Samvinnuferöir
Austurstræti 12 Rvk. simi 27077
Í6 ÓKTAb'T WÚN VE Af)
WA WN/l. vú V£$$0%
,A9 i>lTA Á ML\W 06
\VbLVA \ \\L)ÓQl
VlÚAl 6lSöV
-KK/ <c>T0M9-
/BéAW
a
B