Morgunblaðið - 10.01.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.01.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANUAR 1978 11 Jóhannes Bjöm: Helfréttamennska Svona er skrattanum skemmt Höfundur þessarar greinar, Jóhannes Björn, leggur stund á eina grein sálarfræði við háskóla f Bretlandi. Hve djúpt er hægt að sökkva Flestir þekkja söguna um púkann og fjósamann Sæmund- ar Fróða. I hvert sinn, sem fjósamaðurinn bölvaði þá fitn- aði púkinn og braggaðist, en horaðist að sama skapi ef fjósa- maðurinn gætti sín og sagði ekkert ljótt. * Saga þessi er merkileg fyrir þær sakir, að hér er sagt frá lögmáli, sem við íslendingar, því miður, þekkjukm allt of vel. Það gæti hljómað eitthvað á þá leið, að því neikvæðari sem skrif og tal fjölmiðla eru, því verra verður ástand þess er um er fjallað (púkinn vex). Vítahringur Það þarf engan speking til að sjá hvernig þetta lögmál geng- ur fyrir sig. Fjársvik, þjófnaðir, morð og annar ófögnuður er framinn. Þessu er svo básúnað alla daga ársins í fjölmiðlum, sem allir eru slæmir og sumir hreinlega glæpsamlegir. Eftir nokkurn tíma fer sá grunur að læðast að fólki, að meirihluti landsmanna sé bendlaður við hin ýmsu myrkraverk. Margar veik- lundaðar sálir, sem ella hefðu látið kyrrt liggja, hefjast svo handa, sem auðvitað skapar meiri skrif og umtal, sem aftur orsakar fleiri glæpi. Nú er líka svo komið, að siðdegisblöðin flytja nánast ekki aðrar fréttir en helfréttir — og sífellt fitnar púkinn. Afleiðing Mér er minnisstætt morð, sem var framið á sama tíma og Geirfinnsmálið var hvað mest i sviðsljósinu. Nokkur ungmenni mis- þyrmdu gömlum manni, en ákvæðu síðan að ganga alveg frá honum, svo hann gæti ekki sagt til þeirra. Þessi hugsunarháttur var ekki til á Islandi fyrir þennan tíma. Er ekki tollurinn nokkuð hár? Fyrirmyndin Það voru frændur okkar, Danir og Sviar, sem gáfu okkur hugmyndina að kassabygging- um, sem spilla náttúrufegurð landsins. Það voru lika þeir, sem gáfu okkur síðdegisblaða- mennskuna. Hvergi i heiminum hefur blaðamennska komist á lág- kúrulegra stig en i þessum löndum. Enskt blað, eins og e.d. Daily Mirror, gæti verið kristi- legt málgagn við hlið Express- en, BT eða GP, svo eitthvað sé nefnt. Fyrir nokkrum árum birtist yfir þvera forsíðu eins þessa blaðs mynd af nöktu líki stúlku, sem hafði verið nauðgað og drepin. Þegar ritstjóri blaðsins var gagnrýndur, jafnt af að- standendum sem almenningi, svaraði hann þvi til, að hann hafi viljað gera hinni látnu þennan greiða. Hún átti sér þann draum, sagði hann, að verða fyrirsæta, og nú hafði sá draumur ræst. „Að vera spennandi" Oft heyrir maður fólk tala um að dagblöðin eigi að vera „spennandi", og hafa þá flestir siðdegisblaðamennskuna i huga. Þetta er mikill misskilningur. Síðdegisblöðin eru HROLL- VERKJANDI, ekki spennandi. Þau hafa ekki til að bera þá reisn, sem þarf til að geta kall- ast spennandi. Það er ekkert spennandi eða uppbyggilegt við að lesa i síbylju um morð, þjófnaði, fjársvik, bruna, slys, fjártjón, svik og óhöpp af öllu tagi. Sama rullan upp aftur og aftur. Og það er ekki bara hroll- vekjandi, heldur beinlinis skað- legt þjóðarsálinni. Hættu að lesa helfréttir i eina viku og sjáðu hvort þér liður ekki betur. Með fyrir fram þökk um birt- ingu. Jóhannes Björn. Lýsa furðu á viðbrögð- um útvegsmanna á Suðurnesjum Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi frá Utvegsmannafélagi Vest- fjarða: FUNDUR Útvegsmannafélags Vestfjarða haldinn á ísafirði 30. des. 1977 lýsir furðu sinni á við- brögðum útvegsmanna á Suður- nesjum vegna útgáfu á reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins um veiðar I þorskanet á vetri kom- anda ... er óskiljanlegt að útvegs- menn á Suðurnesjum skuli telja, að hægt sé að draga úr sókninni í þorskstofninn, án þess að það snerti á nokkurn hátt útgerð í þessum landshluta, þar sem sókn- in er mest í hrygningarstofninn. Fundurinn harmar þá einstæðu skammsýni, er birtist i þvi að Ut- vegsmannafélag Suðurnesja skuli telja „ástæðulaust að taka þessa reglugerð til eftirbreytni“ og verður ekki séð, hvernig draga á úr sókninni i þorskstofninn, ef viðbrögð útvegsmanna í öðrum landshlutum yrðu hin sömu, þeg- ar samdráttaraðgerðir snerta þeirra hagsmuni. Vert er að vekja athygli á, að allar þær aðgerðir um samdrátt i þorskveiðum, sem ráðuneytið hef- ir gefið út til þessa, hafa mætt fullum skilningi viðkomandi hagsmunaaðila i öðrum landshlut- um, enda þótt þær hafi valdið tilfinnanlegum truflunum á veið- um og vinnslu og komið illa við marga. Má i þvi sambandi benda á 12 daga þorskveiðibann nú í desember, sem hefir sennilega bitnað harðast á vestfirskri linu- útgerð. Vestfirðingar líta á það bann sem lið í víðtækum samdráttarað- gerðum, sem hljóti að snerta þá, eins og aðra, sem fiskveiðar stunda. Fundurinn treystir því, að skip- stjórnarmenn og sjómenn á Suð- urnesjum láti ekki hafa sig til þess að brjóta löglegar ákvarðanir stjórnvalda, eins og þeir eru nú hvattir til, enda þótt það snerti hagsmuni þeirra i bili. Slikt gæti haft þær afleiðingar fyrir sjávar- útveginn, að úr þvi yrði aldrei bætt. Að lokum átelur fundurinn harðlega órökstuddar dylgjur og svigurmæli á garð sjávarútvegs- ráðherra í sambandi við þetta mál og telur að hann hafi gætt fyllsta réttlætis í sínu erfiða starfi og lýsir fundurinn yfir fyllsta trausti honum til handa. Utvegsmannafélag Vestfjarða hefir ávallt verið þess hvetjandi, að útvegsmenn væru vel vakandi fyrir öllum nýjungum i tækni varðandi skipabyggingar og bún- að fiskiskipa. Félagið teiur þá þróun, sem orð- ið hefur í togaraútgerð með til- komu minni skuttogara stefna í rétta átt og miða að því að við náum þvi markmiði að flytja allan fisk að landi til verkunar og vinnslu í besta ástandi og veiðar stundaðar með hóflegum kostnaði og mannafla. Utvegsmannafélag Vestfjarða mótmælir harðlega þeim áróðri, sem haldið hefir verið uppi gegn þessum þætti í útgerð lands- manna og telur þau mótmæli á litlum rökum byggð og sett fram af vanþekkingu. Reykjavík: 204 leyfi voru veitt til skiln- adar í fyrra BORGARDÖMARAEMBÆTT- IÐ f Reykjavfk veitti f fyrra 204 leyfí til skilnaðar að borði og sænt og er það fjölgun frá árinu áður, en þá veitti em- bættið 188 leyfi. Hins vegar fækkaði skilnaðarmálum hjá embættinu úr 652 f 561. Hjóna- vfgslur voru 183 á árinu 1977 en voru 181 árið áður. Bankastræti 14, Sími 25580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.