Morgunblaðið - 10.01.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.01.1978, Blaðsíða 40
auí;lVsin(;asiminn ek: 22480 JR#rgtmbIaöií) aik;i,Vsin(;asíminn er: 22480 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1978 Jarðhræringarnar fyrir norðan: Vegurinn um Keldu- hverfi mjög illa farinn Lindarbrekku, Kelduhverfi, 9. janúar. Frá Þórleifi Olafssyni, blaóamanni Morgunblaðsins. VEGURINN um Kelduhverfi, frá Lyngðsi að Veggjarendum, er nú mjög illa farinn af völdum jarð- hræringanna, sem hér hafa verið frá þvf f gærmorgun. A nokkrum stöðum hafa komið stór skörð f veginn og á einum stað, við Veggjarenda, er vegurinn nú ófær fólksbflum og illfær jeppum sökum gliðnunar. Jarðskjálfta- hrinan, sem hófst hér f gærmorg- un, stóð svo til sleitulaust þar til á nfunda tfmanum í kvöld. Skjálft- ar f dag voru færri en f gær og nótt, en þá varð engum svefnsamt f Kelduhverfi. Þar sem lætin voru mest varð fólk sjóveikt, ef það reyndi að liggjá fyrir f rúmunum. En á hinn bóginn hafa skjálftarn- ir f dag verið miklum mun öflugri Rúm 5 kg. af fíkniefnum gerð upp- tæk í fyrra Fíkniefnadómstóllinn og ffkniefnadeild lögreglunnar f Reykjavík gerðu upptæk rúm 5 kg af ffkniefnum á nýliðnu ári. Er það allmiklu minna magn en árið 1976, en þá voru gerð upptæk 16—17 kg af ffkniefnum en allt það ár upplýstist um innflutning á um 40 kg af ffkniefnum. Samkvæmt upplýsingum Ás- geirs Friðjónsonar saka- dómara voru á síðasta ári gerð upptæk 4,6 kg af hassi, tæpt hálft kg af marihuana, 16 grömm af amfetamíni, 165 LSD-töflur og eitt og hálft gramm af kókafni. Er þetta í fyrsta skipti sem innflutning- ur á því efni til landsins er upplýstur. Loðnuverðið kemur í dag ,.ÉG á von á þvi að við góngum frá verðákvörðuninni á morgun." sagði Sveinn Finnsson, framkvæmdastjóri verðlagsráðs sjávarútvegsins, er Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi eftir fund yfirnefndar um loðnuverðið. en fundurinn stóð til um ktukkan 23 i gærkvöldi. Ekki kvaðst Sveinn þó vilja gefa neitt upp um málið í gær- kvöldi. Enginn fundur var i gær um almenna fiskverðið fyrir komandi vetrarvertið en yfirnefnd sú. sem um það fjallar, heldur fund í dag. og nokkrir skjálftar hafa mælzt á bilinu 4 til 4,7 stig á Richterkvarða. Hjörtur Tryggvason, starfsmað- ur Orkustofnunar, sem hefur unnið að mælingum hér í dag, sagði blm. Mþl., að gliðnunin í Kortsnoj stendur til vinnings Sjá bls. 18 u □ □ - □ - KORTSNOJ stendur til vinn- ings f biðskák hans og Spasskys frá 17. einvfgisskák- inni, sem tefld var í gær. Biðskák þeirra úr sextándu umferð Iauk með jafntefli á laugardag, þannig að Kortsnoj er með 8'A vinning og Spassky 7'A . Vinni Kortsnoj biðskák- irfa f dag skortir hann aðeins einn vinning á sigur f einvfg- inu. Kelduhverfi væri líkast til orðin 70 til 80 sentimetrar, en hann tók jafnframt fram, að gliðnunin gæti allt eins verið meiri, þar sem ekki hefði gefizt tími til nákvæmra mælinga. Hjörtur hefur farið um allan Öxarfjörð i dag og kvað hann ekki hafa opnast sprungur í austanverðum firðinum, eins og til dæmis við Skóga. Hins vegar sagði Hjörtur, að skjálftarnir síð- degis og í kvöld hefðu verið snarpastir i austanverðum Öxar- firði og eins í kringum Fjallabæ- ina. Hjörtur sagði ennfremur að hann og hans aðstoðarmaður hefðu staðið á móts við sprungu við bæinn Hlíðargerði, þegar einn af stærri skjálftunum kom, og hefðu þeir þá horft á sprungu- veggina dragast sundur og saman. Sagði Hjörtur þetta hafa verið stórkostlega sjón. Fólk í Kelduhverfi sagði blm. Mbl. í kvöld, að fólk i austanverð- um Öxarfirði væri fullt óhugnað- ar, þegar það minntist stóra skjálftans, s.em kom við Kópasker 13. janúar 1976, eða fyrir rétt tæpum tveimur árum, en þá var atburðarásin mjög lik og nú hefur verið. Vísindamenn mæla nýja sprungu nyrzt í Gjástykki í gær. Sjá viðtöl á bls. 23. Ljósm. Mbl: Rax. Fjársvikamálið í Landsbankanum: Peningar voru fluttir á bankareikninga erlendis Uppvíst orðið um fjársvik á ánmum 1970 og 1972 MORGUNBLAÐIÐ hefur það eftir áreiðanlegum heintildum, að við rannsókn á meintu misferli fyrrverandi deildarstjóra Lands- bankans hafi komið í Ijós að hon- um hafi tekizt að koma hluta þess fjár, sem hann hafði út úr bank- anum og/eða viðskiptafyrirtækj- um hans á bankareikninga er- lendis, Ifklega f Sviss og ef til vill Bretlandi. Þá hefur IVlbl. það einnig eftir áreiðanlegum heim- ildum, að lausleg athugun hafi leitt f Ijós að hið meinta misferli, sem nú er í rannsókn, nái a.m.k. afturti! ársins 1970. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun deildarstjórinn fyrrverandi hafa komið pening- um til útlanda með því að gefa fyrirmæli um að ákveðnar pen- ingagreiðslur væru inntar af hendi vegna eins viðskiptafyrir- tækis Landsbankans til aðila er- lendis og breyta síðan orðsending- um til viðskiptabanka Landsbank- ans erlendis á þann’ veg og greiðslurnar skyldu renna inn á tiltekna bankareikninga í fyrr- greindum löndum. Sleitulaust er unnið að því að kanna bókhald Landsbankans aftur i tímann. Hefur Mbl. fregn- að, að við fyrstu athugun á bók- haldi ársins 1972 hafi vaknað grunur um að deildarstjórinn hafi það' ár haft af bankanum og við- skiptavinum hans 2,6 milíjónir króna en síðan hafa komið í ljós gögn, sem kunna að hækka þessa tölu allverulega. Þá mun hafa vaknað grunur eftir lauslega at- hugun á bókhaldi ársins 1970, að deildarstjórinn hafi það ár haft a.m.k. eina milljón króna út úr bankanum og/eða viðskiptavin- um hans. Færeysk skip halda til loðnuveiða við ísland Þórshöfn, 9 janúar VERIÐ er að undirbúa færeysk skip á loðnuveiðar við ísland. Veiðileyfi verða gefin út á morgun, þriðjudag, og munu fyrstu skipin þá halda til loðnuveiðanna, enda þótt loðnumið- in séu nú norður af íslandi. Átta færeysk skip mega stunda loðnuveiðarnar í einu og má heildarafli færeysku skipanna á íslandsmiðum vera 35.000 tonn, en í fyrra var afla- hámarkið 25.000 tonn Síldarmjölsverksmiðjan i Fuglafirði ákvað í dag fast loðnuverð og mun hún kaupa kílóið á 42 aura færeyska, sem eru jafnvirði 1 5,29 króna íslenzkra Arge. Munaði engu að ég yrði sjóveik í rúminu — segir Lilja Jónasdóttir, húsfreyja Lyngási — Lyngási. Kelduhverfi 9 janúar Frá Þórleifi Ólafssyni. blaðamanni Morgunblaðsins „ ÞAÐ ER óhætt að segja að ég hafi sofið lltið sem ekkert í nótt. Það var rétt undir morguninn að ég gat dúrað eitthvað. Það skiptir reyndar ekki svo miklu máli, þvi ef ég reyndi að leggjast fyrir, munaði engu að ég yrði sjóveik I rúminu," sagði Lilja Jónsdóttir. húsfreyja i Lyngási I Kelduhverfi, i samtali við blaðamann Mbl. í gærkvöldi. I skjálftahrinunni. sem gekk hér yfir fyrir tveimur árum. varð Lyngás illa úti og höfðu Lilja og eiginmaður hennar, Sigvaldi Gunnarsson, lýlok- ið viðgerðum á húsinu nú fyrir jóla- hátiðina í þessari skjálftahrinu nú virðast ekki hafa orðið stórvægilegar skemmdir á ibúðarhúsinu i Lyngási, en Lilja sagði, að húsið væri þó farið að gefa sig aftur á einum stað „Við höfum ekki þurft að taka niður úr hillum. en hins vegar hefur húsið gengið fram og til baka og I stærsta kippnum, sem kom um klukkan sjö í kvöld. hélt ég að húsið ætlaði að leggjast saman." sagði Lilja. „Skjálftunum fylgdu mikil læti og virtust þeir koma úr öllum áttum, stundum komu þeir beint að neðan, eins og einhver vildi komast upp Sigvaldi Gunnarsson sagði að fólk væri verulega hrætt við frekari skjálfta, þar sem flest húsanna i Kelduhverfi væru mikið skemmd eftir skjálftana 1975 og 1976 Að lokum má geta þess áð húsdýr eru ákaflega hrædd, þegar jarð- skjálftakippirnir koma og þá sérstak- lega hestar og hundar, sem bókstaf- lega tryllast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.