Morgunblaðið - 10.01.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.01.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANUAR 1978 3 V. Ashkenazy Joseph Kalichstein Sinfóníutónleikar: Ashkenazy stjóm- ar, einleikari banda- rískur píanóleikari VLADIMIR Ashkenazy verður stjórnandi á næstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar tslands en einleikari verður Joseph Kala- chistein, bandarfskur pfanóleik- ari af fsraelskum uppruna. Á efnisskránni á tónleikunum f Háskólabfói n.k. fimmtudags- kvöld verða Tvær myndir eftir Bartok, pfanókonsert nr. 2 eftir Chopin og Sinfónfa nr. 3 eftir Brahms. 1 fréttatilkynningu Sinfóníu- hljómsveitar Islands um tónleik- ana segir svo: Vladimir Ashkenazy er þegar orðinn íslenskum tónleikagestum kunnur sem afbragðs stjórnandi ekki sfður en píanósniilingur. Hann er nýkominn úr langri tón- leikaferð sem náði yfir hálfan hnöttinn: Skandinavfu, England, Honolulu, Japan, Kóreu, Hong- kong, Astralfu og Suður Afrfku. Auk þess hefur hann fengist við hljómsveitarstjórn til plötuupp- töku. I desember síðastl. stjórnaði hann flutningi Philharmonic hljómsveitarinnar á Sinfóníu nr. 5 eftir Tsjaikovsky fyrir Decca, og ennfremur 2 Mozart konsertum þar sem hann var bæði einleikari og stjórnandi, og fleiri slíkar upp- tökur eru í undirbúningi. Arið 1979 er fyrirhuguð tónleikaferð The Philharmonic um Þýskaland með Ashkenazy sem stjórnanda. Pianóleikarinn Joseph Kalich- stein fæddist í Tel Aviv 1946, en fluttist til Bandarfkjanna árið 1962. Eftir að hafa unnið tvær píanókeppnir þar, fór hann í sína fyrstu tónleikaferð til Evrópu árið 1970 og hélt tónleika í helstu borgum í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi og Austurríki og var jafnframt einleikari með Fflharmóníuhljómsveit Israels á listahátfð í Flandern. Síðan hefur frami hans farið sívaxandi jafnt í Evrópu sem Bandarikjunum, og hann hefur farið tvisvar á ári hverju til tónleikahalds í Evrópu. Hljómplötur hans hafa ■ einnig hlotið einróma lof tónlistargagn- rýnenda. Björgólfur Guðmundsson: „Gegni ekki trúnaðarstörf- um fyrir Sjálfstæðisflokkinn á meðan málið er í athugun” — ÉG HEFI ikveðiS að gegna ekki að svo komnu máli trúnaSarstörfum fyrir SjálfstæSisflokkinn i meSan athugun stendur yfir i þætti þeirra fyrirtækja, sem ég veitti forstöSu. i þvi mili, sem nú er til rannsóknar. sagSi Björgólfur GuSmundsson i samtali viS Mbl. i gær. Samkvæmt þessu hafa varamenn tekið við trúnaðarstörfum. sem Björg- ólfur gegnir fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Edgar Guðmundsson verkfræðingur. varaformaður Landsmálafélagsins Varðar, mun taka við formannsstörfum á meðan athugunin stendur yfir og Valgarð Briem hrl. hefur tekið við for- mennsku i kjörnefnd sjálfstæðisfélag- anna i Reykjavik vegna komandi kosn- inga til þings og borgarstjórnar. Það hefur komið fram áður i fréttum af rannsókn á hinu meinta misferli fyrrverandi deildarstjóra ábyrgðadeild- ar Landsbankans, að fyrirtæki. sem Björgólfur veitti forstöðu, nutu lánafyr- irgreiðslu deildarstjórans. Um þetta mál hafði Björgólfur Guðmundsson eftirfarandi að segja ..Fyrirtæki. sem ég hefi veitt for- stöðu. hafa mjög i nokkrum fjölmiðlum verið tengd þessu máli og reynt að nota þessi tengsl i pólitiskum tilgangi, en tengslin voru fólgin i þvi. að fyrir- tækin nutu persónulegrar lánafyrir- greiðslu deildarstjórans i nokkrum mæli undanfarin ár Var ekki annað vitað en að um eigið fé deildarstjórans væri að ræða Hefir þegar verið gefin skýrsla til rannsóknarlögreglunnar um þessi viðskipti fyrirtækjanna og deildarstjórans. auk þess sem öll bók- haldsgögn fyrirtækjanna hafa staðið rannsóknurum til boða Þess var vænst. að athugunin á þætti fyrirtækjanna lyki á skömmum tima, en svo virðist sem rannsókn málsins sjálfs ætli að reynast tafsamari en gert var ráð fyrir og þvi liggja ekki fyrir enn niðurstöður og þar eð vænta má, að málið verði áfram notað i pólitiskum tilgangi, ekki sist vegna Alþingis- og sveitarstjórnarkosninga i ár. hefi ég ákveðið að gegna ekki að svo komnu máli trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn " 29 leikrit en ekkert nógu gott EKKERT leikverk hlaut náð fyrir aug- um dómnefndar i Leikritasamkeppni ListahátíÖar, en dómnefndin hefur nýverið lokið störfum. Samkeppn- inni bárust 29 leikrit, allt einþátt- ungar. Niðurstaða dómnefndarinnar varð sú, að þrátt fyrir að allmörg þeirra leikrita sem bárust væru kunnáttusam- lega samin, þá væri ekki tilefni til að veita neinu þeirra verðlaun Listahátið- ar í dómnefdinni áttu sæti Davíð Oddsson, Bríet Héðinsdóttir. Erik Sönderholm, Hjörtur Pálsson og Sigríður Hagalín Höfundar eða fulltrúar þeirra geta vitjað leikritanna til Guðrúnar S Jóns- dóttur, gjaldkera Listahátiðar, á skrif- stofu Norræna hússins (opið 9— 1 6 dagl ) og verða þau afhent samkvæmt uppgefnum dulnefnum. Prófkjör framsóknarmanna í Reykjavík: „Slík bandalagsstofn- un er illa sæmandi” MORGUNBLAÐIÐ hafði f gær samband við þá frambjóðendur í prófkjöri framsóknarmanna til Alþingiskosninga, sem ekki eru 1 þvf fjögurra frambjóðenda prófkjörsbandalagi sem sagt var frá f Morgunblaðinu s.I. faugardag, og innti þá álits á bandalagsstofn- uninni en f þvf eru þeir Þórarinn Þórarinsson, Einar Agústsson, Sverrir Bergmann og Jón Aðalsteinn Jónsson. Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur sagði að þessi bandalagsstofnun hefði komið sér mjög á óvart. „Ég held að það sé mjög óvenjulegt í próf- kjöri,“ sagði Guðmundur, ,,að menn geri bandalög og það um öll sætin sem skipta máli. Eg hélt að það væri eðli prófkjara að menn biðu sig fram sem ein- staklingar og síðan réðu kjós- endur úrslitum. Mér finnst slík bandalagsstofnun mjög óeðli- leg." Kristján Friðriksson iðnrek- - andi sagðist „telja slíka banda- lagsstofnun vera illa sæmandi“. „Sumir þeirra sem standa utan við bandalagið voru hvattir til að bjóða sig fram í prófkjörinu, en síðan mynda þeir sem hvöttu þá bandalag gegn þeim. Sjálfir kalla þeir þetta bandalag „hræðslubandalag" og er það vel til fundið. Ég vona að fólk svari þessu með sjálfstæðri hugsun. Þessi prófkjör sem nú hafa tíðkazt eru breyting frá því sem áður var því nú geta menn almennt án flokksbind- ingar haft áhrif á það hverjir sitja á Alþingi. Ég bauð mig fram vegna þess að ég tel að efnahagsmálin séu á óheilla- braut og þróunin horfi til fá- tæktar að óþörfu.“ Sigrún Magnúsdóttir kaup- maður sagðist sem minnst vilja tala um þetta bandalag, bezt væri að láta úrslit prófkjörsins leiða vilja fólks í ljós. „Þessi bandalagsstofnun gerir þó það,“ sagði Sigrún, ,,að við hin eflum baráttuna þar sem þessir fjórir „blokkera“ af fyrstu fjög- ur sætin sem eru bindandi." Geir Vilhjálmsson sálfræð- ingur sagðist telja að fólk vildi ekki láta binda hendur sínar á Framhald á bls. 25. Bolungarvík: Atvinnuástand að ná sér eftir fiskveiðibannið Bolungarvfk, 9. Janúar. ATVINNUASTAND hér er rétt að ná sér eftir fiskveiðibannið f desember og allir bátar farnir til veiða, annars hefur atvinnu- ástandið verið ágætt. Hingað er von á nýju stóru skipi innan tfðar og hefur f þvf sambandi tveimur bátum verið lagt. Nú eru gerðir hér út nokkuð marg- ir meðalstórir bátar en aðeihs einn stór Ifnubátur og einn skuttogari. Veður hefur verið mjög gott undanfarnar vikur, lítill snjór þannig að færð er hér óvenju- góð miðað við árstíma. Menningarlff hefur gjarnan goldið þess að hér er jafnan mjög mikil atvinna, en nú ný- verið hélt kvennadeild Slysa- varnafélagsins heljarmikla skemmtun, sem þótti takast með ágætum og á næstunni verður hér árlegt þorrablót bæjarbúa. Gunnar. Grundarfjörður: Undirbúningur vetrar- vertíðar gengur vel Grundarfjörður, 9. janúar UNDIRBUNINGUR fyrir vetrarvertfðina er hér f fullum gangi og hefur gengið vel. Nú og togarinn er væntanlegur inn f þessari viku með góðan afla. Veður hefur verið mjög gott undanfarnar vikur og færð á vegum eftir þvf mjög góð, lftill snjór. Atvinnuástand hefur verið mjög gott hér að undanförnu, þó aflinn hafi ekki alltaf verið upp á það besta. Emil. Stokkseyri: Vinna við sjóvarnar- garðana á langt í land Stokkseyri, 9. janúar UNNIÐ er af fullum krafti að þvf að endurbyggja sjóvarnar- garðana sem skemmdust f óveðrinu f desember s.l. Þó á það verk ennþá töluvert lagt f land. þar sem um miklar fjár- hæðir er að ræða. Tekist hefur að ná einum þeirra báta sem fóru hér upp á bryggju f óveðr- inu á flot og mun hann verða sendur f slípp, sennilega til Njarðvfkur og jafnvel hefur komið til tals að setja f hann véiina úr einum hinna báta, sem fóru hér á land f desember, og skemmdust allmiklu meira. Atvinnuástand hefur verið mjög bágborið undanfarnar vikur, en nú eru allar líkur á að eitthvað glæðist úr seinna í þessari viku eða þeirri næstu, þegar fluttur verður fiskur frá Hafnarfirði, nokkurs konar skiptifiskur, því Hafnfirðingar hafa fengið helming þess afla sem skuttogarinn Bjarni Herjólfson hefur landað, en Stokkseyringar eru eigendur hans að einum þriðja. A morgun verður hér stór- streymt aftur, en veðurfræðing- ar spá ágætisveðri svo ekki ætti að vera hætta á öðrum eins ósköpum eins og gengu hér yfir siðast er svo var. Steingrfmur. Hrísey: Atvinnuleysi síðan um jól Hrfsey, 9. janúar HÉR HEFUR færð og veður verið með ágætum f janúar, mjög Iftill snjór. Sfðan fyrir jól hefur rfkt hér nokkurt atvinnu- leysisástand, þar sem ekkert hefur verið unnið f frystihús- inu, fyrst vegna veiðibannsins f 12 daga, sfðan vegna viðgerða á skipinu okkar Snæfelli. Og bú- ist er við að þetta atvinnuleysi vari a.m.k. út þennan mánuð, en þá vonum við að úr fari að rætast. Aramótin gengu fyrir sig með sinum hefðbundna hætti i ágætu veðri og dönsuðu menn fram á morgun í haust var byrjað á viðgerð- um og nýbyggingum á hafnar- garðinum og er gert ráð fyrir að því verki ljúki innan skamms, en það þýðir stórbætta hafnar- aðstöðu og möguleika fyrir stærri skip að leggjast að. Sigurður. Eskifjörður: Vel heppnaðir tón- leikar Eskjukórsins Eskifirði. 9. jan. ESKJUKORINN hélt jólatón- leika hér á Eskifirði á föstu- dagskvöldið. Á efnisskránni voru 13 sönglög, kór- og ein- söngslög. Einsöngvarar voru Georg Halldórsson og Aðal- steinn Valdimarsson. Þá léku Violetta Smidova og Pavel Smid einleik á pianó. Var kórnum, einsöngvurum og hljóðfæraleikurum mjög vel fagnað af áheyrendum. Þurfti kórinn að syngja mörg aukalög. Söngsstjóri er Violetta Smidova og einleikari Pavel Smid. Mjög fjölmennt var á tón- leikunum og tókust þeir sér staklega vel. Þetta er í annað sinn sem kórinn býður upp tónleika og væntanlega verða þeir þriðju í vor. Þetta er annað árið sem kórinn starfar og fer ekki milli mála að vel hefur tekizt til á ekki lengri tíma og kórfélagar hafa lagt á sig mikið starf svo að sem bezt mætti takast. —Ævar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.