Morgunblaðið - 10.01.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.01.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANUAR 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar R itstjórnarf ulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri R itstjóm og afgreiSsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson Þorbjöm GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi GarSar Kristinsson. ASalstræti 6, simi 10100. ASalstræti 6. simi 22480. Askriftargjald 1500.00 kr. é mánuSi innanlands. f lausasölu 80.00 kr. eintakiS. Niðurrifsstarf- semi lýðskrumara eir lýðskrumarar — vind- hanar — kraftaverkamenn — sem framleiða mest af þeim hávaða, sem surnir misskilja sem almenningsálit eiga margt sam- eiginlegt I vinnubrögðum og mál- flutningi, en þó fyrst og fremst eitt: þeir eru niðurrifsmenn. Lýð- skrumararnir rífa niður en byggja ekki upp, þeir gagnrýna en leggja ekki fram jákvæðar til- lögur. Þeir eru talsmenn hins neikvæða f þjóðlffi okkar. Fengju þeir að ráða væri neikvæð hugsun og neikvætt Iffsviðhorf alls ráð- andi. Á þessum áratug höfum við Is- lendingar átt í tveimur þorska- strfðum við Breta. Þessar deilur leiddu til mikillar spennu og' átaka f þjóðlffi okkar. Eins og vonlegt er á slfkum tfmum risu tilfinningar almennings hátt og réðu oft meiru um afstöðu manna en róleg yfirvegun. A slfkum tfm- um skiptir miklu, að þeir sem kjörnir hafa verið til forystu haldi rósemi sinni og láti ekki leiða sig út f ógöngur. Til þess eru forystumenn. En einmitt deilu- efni af þessu tagi eru sá jarðveg- ur, sem lýðskrumarar og vindhan- ar okkar tfma lifa og hrærast f. Lýðskrumararnir notfærðu sér það ástand, sem hér skapaðist á tfmum þorskastrfða. Þeir lögðu við hlustir og heyrðu glöggt, að almenningur var gagnrýninn á Atlantshafsbandalagið og varnar- samstarfið við Bandarfkin vegna landhelgisdeilunnar. Þeir hlupu að sjálfsögðu upp tii handa og fóta og kröfðust þess að tsland færi' úr Atlantshafsbandalagjnu og varnarsamningnum við Banda- rfkin yrði sagt upp. Þeir lögðu við hlustir og töldu sig heyra, að al- menningur vildi enga samninga. Þeir tóku sig til og börðust gegn samningnum. En skjótt skipast veður f lofti. A svipstundu naut Óslóarsamningurinn mikils meirihlutafylgis með þjóðinni og á einni nóttu breyttu lýðskrumar- arnir um tóntegund, vindhanarn- ir snerust eftir breyttri vindátt og boðuðu nú nýja stefnu. Þessi veðrabrigði helztu lýðskrumara landsins eru til á prenti og verða rifjuð upp hvenær sem ástæða þykir til. Þau merki spillingar, sem fram hafa komið undanfarin misseri, eru einnig kærkomin lýðskrum- urum. Þeir þrffast á hinu nei- kvæða, á ógæfu og óförum ann- arra. Lýðskrumararnir hafa ekki notað sakamálin og svikamálin, sem upp hafa komið undanfarin misseri, til þess að leggja áherzlu á siðferðilega endurreisn eða jákvæða uppbyggingu eða þær úr- bætur, sem gera má á þjóðfélagi okkar til þess að draga úr slfkri spillingu. Þvert á móti. Þeir hafa notað þessi saka- og svikamál til þess að rffa niður og selja blöð. Þeir hafa gert ógæfu fólks að söluvöru og höfða til þeirra nei- kvæðu þátta f skapgerð sumra manna að hlakka yfir óförum annarra. Þeir hafa notað saka- og svikamálin. til þess að grafa und- an trausti almennings á helztu stofnunum hins fslenzka samfé- lags, f stað þess að leggja áherzlu á jákvæða uppbyggingu þeirra stofnana frammi fyrir nýjum viðhorfum. Kjarasamningar við fjölmenn- ar vinnustéttir eru einnig blóma- tfmi lýðskrumara og vindhana. Þeir vita sem er, að allir vilja hærri laun. Þess vegna leggjst þeir á sveif með kröfum um hærri laun og hirða ekkert um afleið- ingar þess, þegar fram í sækir. Þegar óhóflegar launahækkanir leiða svo til vandræða, beina þeir ekki spjótum sfnum að þeim, sem stóðu fyrir svo óhyggilegri samn- ingsgerð, heldur að rfkisstjórn landsins, sem verður að kljást við afleiðingar þeirra samninga, sem lýðskrumararnir sjálfir hvöttu eindregið til. Þessu má líkja við að hvetja aðra til að kveikja f húsi og skamma svo slökkviliðið fyrir, að þvf gangi ekki nægilega vel að slökkva eldinn. En þannig starfa lýðskrumarar og kraftaverka- menn. Ein stétt landsins hefur orðið sérstaklega fyrir barðinu á þess- um vindhönum, en það eru bænd- ur. Bændur framleiða helztu neyzluvöru almennings og lýð- skrumarar vita ósköp vel, að neyt- endur á þéttbýlissvæðum eru við- kvæmir fyrir verðhækkunum á landbúnaðarvörum. Þeir vita líka, að bændur eru miklu fá- mennari heldur en neytendur f þéttbýli. Þess vegna hamast þeir við að ala á tortryggni milli bænda og neytenda f þéttbýli. Alls staðar f heiminum er land- búnaður atvinnugrein, sem býr við mjög flókið kerfi f verðlags- málum, en lýðskrumararnir láta svo sem það sé aðeins hér á ls- landi, sem slfkt kerfi sé við lýði og reyna að telja fólki trú um, að hin flóknu vandamál land- búnaðarins sé hægt að leysa helzt með þvf að leggja niður allan landbúnað á tslandi og verða öðr- um þjóðum háðir um innflutning á þessum helztu matvælum lands- manna. Svo einfalt er málið ekki, en það kemur vindhönum og kraftaverkamönnum ekki við. Loks er það sérkenni á mál- flutningi og vinnubrögðum lýð- skrumara, að þeir gera heiftarleg- ar persónulegar árásir á einstakl- inga og þá aðila, sem standa fyrir ábyrgð-og sánngirni og jákvæðum viðhorfum. Þjóðmálaumræður á Islandi voru á góðri leið með að losna við þá persónulegu rætni, sem f áratugi hafði einkennt þess- ar umræður, en nú hafa lýð- skrumarar tekið hana upp á ný. Þeir vita sem er, að þeir eiga engan leik á borði f málefnaleg- um umræðum, þar sem vfðsýni og sanngirni rfkir. Þess vegna grfpa þeir til þess ráðs, að gera ,per- sónulegar og rætnar árásir á ein- staklinga f von um, að einhverjir hafi ánægju af að hlusta á slfkt og lesa slíkan þvætting. Þéssir niðurrifsmenn setja blett á þjóðlff okkar. Þeir eitra andrúmsloftið og þeir þrffast þvf aðeins, að fólk leggi við hlustir. Við þurfum að losna við þá spill- ingu, sem nú ríður bersýnilega húsum f okkar landi. En við þurf- um Ifka að setja lýðskrumarana á sinn bás. Af þvf yrði mikil hreins- um. Sumir þeirra eiga heima f glerhúsum. Kortsnoj hef- ur vínningslik- ur í skákinni ALLAR Ifkur benda til þess a8 Kortsnoj fari með sigur af hólmi úr 17. einvfgisskák þeirra sem fór I bið eftir 40 leiki. Hljóti Kortsnoj sigur f þessari skék verður hann einungis einum vinningi fjær sigri en leikar standa nú þannig að Kortsnoj hefur hlotið 8V2 vinning en Spassky 7'/z. í biSstöSunni standa tvö peð Spasskys mjög veikt og eru allar Ifkur é a8 hann missi annað þeirra. Alla vega verður Spassky nu að beita allri sinni varnartækni og klókindum eigi hann að halda þessari skék. Aðstoðarmenn hans verða nú heldur betur að taka é honum stóra sínum. Spassky bré á það óviturlega ráð að velja vörn sem Kortsnoj er öllum hnútum kunnugur og sem hann (Kortsnoj) beitti f einviginu é móti Karpov 1974. Virðist lika eins og Kortsnoj hafi nú endur- heimt sitt fyrra öryggi og tefli nú af mikilli einbeitni og festu. Samkvæmt fréttaskeytum AP og Reuter var Spassky hinn kétasti þegar hann mætti é skék- stað með eiginkonu sinni. Marfnu. raulaði lagstúf úr óperu og .. lék við hvurn sinn fingur". Hann hélt hinsvegar uppteknum hætti sinum og fór sifellt inn i hvildarherbergi sitt og hugsaði svarleiki sína þar eins og hann hefur gert undanfar- ið. Þá var Spassky með dökk sól- gleraugu i dag. en hann hefur borið sig nokkuð illa út af lýsing- unni á sviðinu. 1 7. einvigisskék Hvitt: Kortsnoj Svart: Spassky Drottningarindversk-vörn I. d4 — Rf6 2. c4 — e6 3. Rf3 — b6 (Drottningar índversk-vörn er nefndur sá leikmáti að skáksetja drottningar-biskupinn þannig Nú er fokið i flest skjól hjá Spassky með nýjungar og frumlega leiki i byrjun tafls. Hann velur vörn sem Kortsnoj þekkir eins og fíngurna á sér; þann- ig svaraði Karpov i einvigi þeirra Kortsnojs árið 1974 og urðu það langar og harðvigtugar skákir sem enduðu þó flestar með jafntefli) 4. g3 — Ba6 (Þessi leikur er sjaldséð- ari en 4. . . Bb7. sem t.d. Karpov lék undantekningarlaust á móti Kortsnoj. Leikurinn er upprunninn frá sjálfum Nimzowitsch. sem beitti honum fyrstur í meistarakeppni skipulega) 5. Da4 (Bezta svarið, þvi þannig valdar hvitur peðið um leið og hann hindrar framrás d-peðsins og hindrar leiki dr ríddarans) — Bo7 (Sovézki skáksnillingurinn D Bronstein lék á móti Vukic i Júgó- slaviu 1970 5 . c6 6. Rc3 — b5 7. cxb5 — cxb5 8 Rxb5 — Db6 9 Rc3 — Bb4 10 Bg2 og svartur fékk góða stöðu en náði einungis jafntefli) 6. Rc3 — 0-0 7. Bg2 — Bb7 (Svartur leikur biskupnum á öruggari reit enda ekki seinna vænna, Hvita drottningin hörfar lika i næsta leik þannig að báðir hafa keppendur þreifað fyrir sér ,,en ekk- ert fundíð") 8. Dc2 — d5 9. cxd5 — exd5 10. 0—0 Da6!? (Eðlilegasti leikurinn virðist vera 10 Rbd7 til þess að hafa tangarhald á reitnum e5 og c5, en Spassky gefur eftir öll völd um stundarsakir á reitnum e5) II. Hdl (Hvitur vill vera við öllu búinn á d-linunni ef hún skyldi opn- ast eftir c5 hjá svörtum) 11... .He8 (Svartur setur hrók sinn á opna linu) 12. Ro5 — c5 13. dxc5 — Bxc5 (Á sama hátt og tefldist i 15 skák þeirra fær Spassky enn einu sinm einangrað peð á d5 Hvitur hefur þar með fengið ákjósanlegan skot- Skák eftir GUNNAR GUNNARSSON spón, en svartur fær hinsvegar gott spil fyrir alla sina menn) 14. Rd3 — Dc8 15. Bg5 — Re4 (Svartur þarf varla að kvarta yfir þessari stöðu menn hans standa allir vel nema drottningin, sem skaut sér úr skotlínu hróksinsá dl) 16. Rxc5 — Raxc5 17. Be3 — Rxc3 18. Dxc3 — Re4 19. Da3 (Hvitur frestar drottningarkaupum sem mundu létta undir með svörtum þar eð svarta dr stendur illa eins og fyrr segir) 19. . . D06 20. Hcl — Do7 (Svart- ur verður þess nú áskynja að ekki er allt eins og það mætti gjarnan vera! Hrókurinn á a8 er bundinn við að valda a-peðið og getur þvi ekki mætt nafna sinum á c-linunni sem horfir nú til reitsins c7 sem svartur má að sjálfsögðu ekki leyfa honum að koma á Drottningarkaup sýnast því vera bezta úrræði svarts en varla skemmtileg fyrir Spassky. þar eð þau auka allar likur á jafntefli) 21. Dxo7 — Hxo7. 22. Hc2 — »6. 23. Bh3 (Tekur reitinn c8 af svört- um Biskupapar hvits vinnur nú bet- ur en B og R svarts) 23. . . Kf7, 24. Bd2 — a5 (Svartur hafnar upp- skiptum á riddara og biskup en eftir þau uppskipti stæði staka peðið á d5 enn berskjaldaðra Svartur byrjar nú framrás peðanna á drottningar- væng sem leiðir einungis til veiking- ar) 25. Bo3 — b5, 26. Hdcl — Hao8, 27. Bfl — b4. 28. Bc5 — H06. 29. Bd4 — Ba6, 30. Hc7 — Kg6, (Hvita hróknum tókst að þröngva sér leið uppá reitinn c7 þar sem hann stendur mjög vel en Spassky reynir að forðast hrókakaup til þess að einfalda taflið ekki of mikið) %1. Ha7 — Ho8o7. (en nú er hann þvingaður til þess) 32. Hxo7 — Hxo7. 33. Hc2 — a4. 34. e3 — b3, 35. axb3 — axb3, 36. Hc6 — Bxf 1, 37. Kxf1 — Hb7. 38. Ko2 — h5. 39. f3 — Rg5. 40. Hc5 — Hd7 og hér lék Kortsnoj biðleik Segja verður eins og er að staða Spasskys virðist mun lakari Hann hefur tvö, stök einangruð peð á b3 og d5 sem erfitt er að valda Yfir- gnæfandi likur eru á því að Kortsnoj leiki hér i biðleik 41 Hb5 og setji á peðið á b3. Þó svartur eigi svarleik- ínn 41 Hc7, 42. Bc3 er ekki annað að sjá en Spassky sé kominn í alvarlega taphættu. Þannig vill oft verða þegar boginn er spenntur um of þá er hætt við að eitthvað bresti. Spassky er nauðbeygður að tefla hverja skák til vinnings en greinilegt er að Kortsnoj hefur nú endurheimt sitt fyrra öryggi og teflir af mikillí einbeitni og festu. Framhald þessar- ar skákar verður teflt i dag 16. skákin stórmeistararnir Spassky og Kortsnoj tóku til við biðskákina úr 16. umferð á laugardaginn og lauk henni með jafntefli. Þannig var framhaldið:Hvítt: Spassky Biðstaðan eftir 42. leik svarts Hvít- ur lék biðleik 43. Rc5! (Spassky er einstaklega fundvis á óvænta en sterka biðleiki Þessi leikur er til muna sterkari held- ur en strax 43 Hh4 þar sem riddar- inn valdar e4-reitinn fyrir væntan- legri skák hróksins um leið og hann hótar að skifta upp á riddara og biskup og vinna peðið á f5) 43. . . B06 (Svartur hafnar réttilega 43. . Hxh2 af fyrrgreindri ástæðu) 44. Hh4 — Hb2 45. Ka5 — Hc2 46. Kb4 (Hvitur hefur engin önnur ráð að valda peðið og þar með er jafnteflið innsiglað) 46. . . Hb2 47. Ka5 — Hc2 48. Kb4 — Hc2 og jafntefli er lagalegur úrskurður þar eð sama staðan hefur komið upp þrisvar sinnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.