Morgunblaðið - 10.01.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.01.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANUAR 1978 Sovétmenn styrkja Eþíópíuher frekar Nairobf, Kenýa — Beirut, Lfbanon, 9. janúar, AP. STUÐNINGUR Sovétmanna við hið marxfska rlki Eþíópíu f Ogaden-deilunni getur hæglega steypt þessum Afrfkuhluta út f langvarandi styrjöld að sögn hins opinbera útvarps Sómalfu á mánudag. Var sagt að yfirvöld f Kreml hefðu frá og með 26.. nóvember hafið gffurlega flutn- inga á hergögnum til Eþfópfu, bæði þungavopnum og tæknilega fullkomnari vopnum, hernaðar- sérfræðingum og starfsliði. Ekki gat útvarpið um heimildir sfnar fyrir fréttinni. Uppreisnarmenn í flokki aðskilnaðarsinna i Eritreu báru á mánudag að sovéskar og kúbansk- ar flugvélar hefðu gert stórfelld- ar árásir til að hjálpa hermönnum Eþiópfu til að brjóta niður umsát- ur uppreisnarmanna um hafnar borgina Massawa, sem liggur að Rauðahafi, en það umsátur hefur staðið í mánuð. Telja báðir aðilar að baráttan um Massawa geti ráð- ið úrslitum um örlög Eritreu. „Þetta er ástæðan fyrir því að Sovétmenn hafa aukið afskipti sín af Eritreustríðinu,“ sagði tals- maður uppreisnarmanna. „Þeir hafa ekki efni á að láta Eþíópíu- menn fara halloka, því þá færu allar þeirra ráðagerðir í þessum hluta Afríku út um þúfur.“ Norðurlönd - Bretar: Flugsamningur rennur á enda NOREGUR, Svfþjóð og Danmörk hafa ákveðið að binda enda á flugumferðarsamning sinn við Bretland, sem nú er f gildi og gerður var á fimmta áratugnum. Hafa aðilarnir nú 12 mánuði til stefnu til að ganga frá nýjum samningi. Að svo komnu máli eru löndin þvf ekki viljug að veita einstökum brezkum flugfélögum undanþágur. Sendinefndir frá Norður löndunum og Bretlandi munu hafa borið saman bækur sínar í Ósló í nóvember s.l. og kom þar fram ósk þeirra fyrrnefndu um nýjan lagagrundvöll að aukinni flugþjónustu. A.m.k. fjögur brezk flugfélög hafa sýnt hug á því að greiða götu flugfélaga viðkom- andi Norðurlanda inn í sam- göngukerfi sitt, en ríkisstjórnir landanna telja að þessi nýbreytni mundi auka framboð umfram eft- irspurn og ekki þjóna hagsmun- um almennings. Er það álit ríkis- stjórnanna að SAS og British Air- ways fullnægi eftirspurn á flug- leiðum milli Bretlandseyja og Norðurlanda. Búist er við að umræður hefjist á ný í janúar og er það ætlun Norðurlandanna að setja þá fram nýjar tillögur Vænta má :ð mál, sem ber á góma verði t.d. sú staðreynd að SAS er eina stóra flugfélagið I V-Evrópu, sem ekki hefur flutningaréttindi f Hong Kong og að félagið hefur ekki enn fengið leyfi til að taka þátt í flutningum i sambandi við olíu- vinnslu milli Skotlands og Noregs. VEÐRIÐ víða um heim Amsterdam 4 skýjað Berlln 2 sól Briissel 7 skýjaB Chicago 2 skýjaB Kaupmannahöfn S skýjaS Frankfurt O skýjaB Honolulu 23 bjart Jerúsalem 6 skýjaB Lissabon 24 bjart London 9 rigning Madrid 10 skýjaB Montreal + 7 skýjaB Moskva 2 rigning New York 11 rigning Paris 5 skýjað Róm O bjart Singapore 29 bjart Stokkhólmur 5 skýjað Tókió 15 skýjað T oronto 4 rigning Vancouver 5 rigning Vfn 3 skýjað Enn eitt morðið í Suður-Afríku Durban, Suður-Afrfku 8, janúar Reuter DR. Richard Turner, helzti and- stöðumaður aðskilnaðarstefnunn- ar, var skotinn til bana á heimili sfnu f nótt, að sögn lögreglu. Turner, sem var kennari 1 stjórnmálavfsindum við Háskól- ann f Natal, hafði verið bannað að kenna þar f fimm ár vegna af- Framhald á bls. 25. Jimmy Carter, Bandarfkjaforseti, leggur blóm á leiði bandarfskra hermanna sem féllu f innrásinni f Normandí, sjötta júnf 1944, er hann heimsótti kirkjugarðinn í Frakklandsheimsókn sinni. Blóðug helgi á Ítalíu Rðm 9. janúar. AP — Reuter. MIKILL órói rfkti f Róm f dag eftir að vinstrisinnaðir öfgamenn höfðu myrt tvo hægrisinna um Viðskiptajöfnuður Kínverja vænkast Hong Kong, 8. Jan. Reuter. KlNVERJAR nutu f fyrsta skipti hagstæðs viðskiptajöfnuðar sfðan 1973 á sfðasta ári að sögn frétta- stofunnar Nýjakfna f dag. Var hagnaðurinn um sex af hundraði hærri en f fyrra og sá mesti í 28 ára sögu Alþýðulýðveldisins. „Þetta markar söguleg þáttaskil eftir þriggja ára (1974—’76) mis- heppnaða viðleitni til að gera efnahagsáætlunina að veruleika," sagði fréttastofan. Var því borið við í fréttinni að halli undanfar- inna ára væri árangur skemmdar- verkastarfsemi „þorparanna fjög- urra“, en fyrirliði þeirra var Chiang Ching, ekkja Maós for- manns. Bætt kjör munu, að sögn frétta- stofunnar, gera stjórninni kleift að verja hærri upphæðum til að byggja upp oliuiðnaðinn og orku- ver og greiða fyrir vélvæðingu í landbúnaði og aðstöðu til vísinda- rannsókna. Meira en 60 af hundr- aði verkamanna fengu launa- hækkun á liðnu ári, sagði f frétt- inni.d helgina og lögregla skotið þann þriðja til bana. Hinir tveir voru myrtir á laugardag er þeir komu út úr skrifstofu Nýfasistaflokksins f einu af úthverfum Rómar. Vitni segja að hópur ungmenna hafi ráðizt að þeim og skotið á þá af örstuttu færi. Auk þeirra særðist einn félagi þeirra á hendi f skot- árásinni. Þriðji maðurinn lét Iffið f mót- mælagöngu sem hægri menn efndu til á sunnudag tíl að mót- mæla morðum hinna tveggja. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu og beitti hún táragasi f viðureign sinni við þá. Einn mót- mælenda mun þá hafa hafið skot- hrfð að lögreglunni, sem svaraði þegar f stað og hæfði ein kúla Myrti öll börn sín Kockford, Illinois 9. janúar AP. LÖGREGLAN í Rockford handtók í dag sex barna föður og sakaði hann um að hafa barið og myrt börn sín aðfararnótt mánudags. Lögregla réðst inn í íbúð föðurins, Simon Nelsons, eftir að kona Nelsons til- kynnti lögreglu, að hann hefði hringt til sín og sagt að hann hefði myrt öll börn þeirra. Börnin, tvær telpur og fjórir drengir, fundust í rúmum sínum og höföu þau verið barin og stung- in meö hnífi. Lögregla sagði að veiðihnífur og gúmmíkylfa hefðu fundizt í íbúðinni og teldi hún líklegt að faðirinn hefði notað þau við verknaðinn. Þetta gerðist... Þctla Kerdist 10. janúar. 1976 — Sovétríkin neita að skila Japönum aftur fjórum eyjum f Norður-Kyrrahafi. Jap- anir höfðu mælzt til þess að það yrði þáttur í friðargerð land- anna en þau höfðu enn ekki samiö frið frá því í heimsstyrj- öldinni síðari. 1973 — Að minnsta kosti 46 farast og yfir 300 slasast i hvirf- ilvindi sem gengur yfir borgina San Justo i Argentínu. 1969 — Sviþjóð kemur fyrst allra vestrænna ríkja á fullu stjórnmálasambandi við Norð- ur-Vietnam. 1966 — Indverjar og Pakistan- ar verða ásáttir um að draga heri sína til baka úr Pakistan, en þeir höfðu hafió stríð eftir að stjórn iandsins féll. 1964 — Panamariki slítur stjórnmálasambandi við Banda- ríkin. 1957 — Harold MacMillan er skipaður forsætisráðherra Eng- lands. 1942 — Japanir ráðast inn á yfirráðasvæði Hollendínga í Austur-Indíum í heimsstyrjöld- inni síðari. 1921 — Stríðsréttarhöld hefjast i Leipzig í Þýzkalandi yfir stríðsglæpamönnum úr heims- styrjöldinni fyrri. 1920 — Þjóðabandalagið er stofnað. I dag eiga afmæli. Ray Bolger, bandarískur leik- ari og dansari (1903 —...), Ethan Allen, bandarískur her- maður (1739 — 1789), Lazaro Spallanazani, ftalskur vísinda- maður (1729 — 1799), John Dalbgxg Action, brezkur sagn- fræðihgur (1834 —• 1902) og Alexander Scrabín, rússneskur tónlistarmaður (1872 — 1915). Hugieiðing dagsins: „Pólitiskt vald sprettur fram úr byssuhlaupinu." Mao Tse- tung, leiðtogi kínverska komm- únistaflokksins, (1893 — 1976). hann f höfuðið. Hann lézt f nótt á spftala eftir að hafa legið milli heims og helju f hálfan sólar- hring. Atök þessi voru fyrstu alvar- legu átökin á þessu ári, en 28. siðastliðins mánaðar var félagi í nýfasistaflokknum myrtur á götu í Róm. Vinstrisinnaður öfgahópur hef- ur lýst ábyrgð sinni á morðunum á laugardag, og segir í tilkynn- ingu frá hópnum, að morðin hafi verið refsing fyrir sprengjutil- ræði sem hinir myrtu áttu aðild að í Röm í sfðustu viku. A sunnudagskvöld var eld- sprengju kastað að húsi eins virt- asta ritstjóra á Italíu, Felice la Rocca, en hann slapp ómeiddur sem og fjölskylda hans. Eldurinn sem kviknaði var fljótlega slökkt- ur og olli hann ekki miklu tjóni. Sömu nótt var kastað eld- sprengju að skrifstofu kommún- istaflokksins, en enginn var i henni þegar sá atburður gerðist, og eldurinn olli litlu sem engu tjóni. I Napólí réðust um 50 hægri- sinnuð ungmenni inn í kvik- myndahús, brutu rúður, hleyptu af byssum og kveiktu í bflum fyr- ir utan húsið. Engan hinna 700 sýningargesta sakaði en skemmd- ir urðu miklar. Þá var varpað sprengju að skrifstofu kristilegra demókrata í Flórens, en enginn særðist og skemmdir urðu litlar. Minniháttar átök urðu einnig í Róm, til dæmis var hægrisinni stunginn hnífi, og hægrisinnar börðu mann til óbóta f miðborg Rómar fyrir það eitt að halda á blaði, sem túlkar vínstrisinnuð viðhorf. Atök þessi eiga sér stað á sama tíma og mikil spenna ríkir í stjórnmálum landsins. Fjórir flokkar hafa hótað að láta af stuðningi sínum við stjórn kristilegra demókrata, og þrfr þeirra krefjast þess að kommún- Framhald á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.