Morgunblaðið - 10.01.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.01.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANUAR 1978 25 Sigurlaug Bjarnadóttir: Y f irby gging try ggingakerf is Sitt hvað má færa til betri vegar ÞINGSÍÐA Mbl. hefur gert ítarlega grein fyrir umræð- um á Alþingi um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1978 sem og hliðarfrumvörpum (tekjuöflunarfrumvörp- um), sem öll hlutu laga- gildi áður en Alþingi fór í jólaleyfi. Eitt þeirra tekju- öflunarfrumvarpa, sem harðast var deild um, fjall- aði um hækkun sjukra- tryggingagjalds. Hér á eft- ir fara nokkur efnisatriði úr -ræðu Sigurlaftgar Bjarnadóttur alþingis- manns um þetta efni, sem hún flutti í neðri deild Al- þingis 17. desembers.l. Við afgreiðslu fjárlaga á Al- þingi fyrir jólin urðu miklar um- ræður um hin ýmsu tekjuöflunar- frumvörp ríkisstjórnarinnar, ekki hvað sízt um frumvarp til laga um hækkun sjúkratryggingagjalds úr 1 í 2% af útsvarsskyldum tekjum. 1 heilbirgðis- og trygginganefnd, sem fjallaði um málið gerðu full- trúar stjórnarflokkanna breyt- ingartillögu við frumv. i þá átt að hækka verulega, til viðbótar við það sem frumv. gerði ráð fyrir, frádrátt á tekjum ellilífeyrisþega og öryrkja, áður en sjúkratrygg- ingagjaldið væri lagt á. Breyt- ingartillagan var samþykkt ein- róma en hún gerði ráð fyrir hækkun á frádrætti, sem nemur 300 þús. kr. fyrir hvern einstakl- ing og 500 þús. kr. fyrir hjón. „Með þessari breytingu er vafa- laust betur séð fyrir hag þess aldraða fólks og öryrkja, sem þannig er ástatt um, að það myndi verða að greiða þetta sjúkratrygg- ingagjald um leið og það aðeins sleppur yfir mörkin að vera út- svarsskylt", — sagði Sigurlaug Bjarnadóttir alþm. er hún tók til máls við 2. umræðu um sjúkra- tryggingagjaldið og um fleiri tekjuöflunarmál, sem á döfinni voru. — Það er vitað mál, að þessi aukaskattheimta, sem í þessu frumvarpi felst og í öðrum þeim frumvörpum, sem ríkisstjórnin hefir lagt fyrir Alþingi nú til auk- Sigurlaug Bjarnadóttir alþingis- maður. innar fjáröflunar, er okkur stjórnarþingmönnum ekkert gamanmál. En það sannast hér sem oft áður að fleira verður að gera en gott þykir og það er meira en lítið óraunhæft að ímynda sér, að rikissjóður komist hjá því að gera ákveðnar ráðstafanir, m.a. i aukinni skattheimtu, til að mæta 60% almennum kauphækkunum á yfirstandandi ári. Ég veit ekki hvaða þjóðfélag í heiminum fær staðið undir slíku stóráfalla- laust.— Sigurlaug vék síðan pokkuð að málflutningi 3. þm. Reykjavíkur, Magnúsar Kjartanssonar, sem hafði veitzt að núverandi rikis- stjórn, og þá sérstaklega heil- brigðis- og tryggingaráðherra fyrir slælega frammistöðu í trygg- ingamálum. — Háttvirtur þing- maður, sagði Sigurlaug, lét svo um mælt, að frá tryggingaráð- herra, Matthiasi Bjarnas., hefði yfirleitt aldrei komið neitt, sem ekki fæli í sér það eitt að heimta meiri og meiri peninga af fólki. Það er einkennilegt að heyra jafn glöggan og greindan mann og Magnús Kjartansson láta sér slík- ar staðhæfingar um munn fara og það er ekki erfitt verk að sanna að tryggingagreiðslur hafa að undanförnu haldizt i hendur við almennt verðlag fullt eins vel — og jafnvel betur en i tíð Magnúsar Kjartanssonar sem heilbr., og tryggingaráðherra. 1 dag er al- mennur grunnlifeyrir ellilífeyris- þega 36.596 kr. á mánuði fyrir einstakling en var 13 þús. kr. árið 1974. Þar við bætist svo tekju- trygging 32.118 kr. sem hefir hækkað meira hlutfallslega en grunnlifeyrinn. Þá hefir háttv. þingmaður Magnús Kjartanss. kannski alveg gleymt því, að s.l. sumar voru sett bráðabirgðalög um sérstaka heimilisuppbót fyrir einstætt aldrað fólk, sem erfið- lega er sett. Þessi uppbót nam 12 þús. kr. á mánuði og var nú í byrjun desember hækkuð upp i 20 þús. kr. Varla skila þessar ráð- stafanir stórum fúlgum i buddu rikissjóðs. Því má bæta hér við, að nú í desembermánuði einum munu þær hækkanir, sem verða á greiðslum til lifeyrisþega nema 250 milljónum og á næsta ári — 1978 er gert ráð fyrir, að hækkun- in nemi um 3 milljörðum. Sigurlaug gerði síðan sjúkra- tryggingarnar sérstaklega að um- talsefni. Hún taldi það spor aftur á bak að fella niður greiðslu ið- gjalda. Fólk vissi að með þessum gjöldum var það að tryggja sig gegn sjúkdómum, slysum og öðr- um áföllum og sætti sig því betur við þau heldur en aukna almenna skattheimtu i hina óseðjandi ríkishít. Það væri líka undarlegt, að þessir svokallaðir vinstri menn, sem væru alltaf með munn- inn fullan af réttlæti og vandlæt- ingu á hinum, sem þeir teldu vonda menn, — að þeir skuli ekki minnast á i þessum umræðum hvílíkt ranglæti er látið viðgang- ast — og hefir viðgengizt lengi í framkvæmd sjúkratrygginga. Sjúkt fólk, sem ekki kemst inn á sjúkrahús, stundum vegna veila i kerfinu, verður að borga fullu verði alla læknisþjónustu, oft langtímum saman, á meðan aðrir, þar á meðal sterkefnað fólk, fær allt ókeypis: læknishjálp, hjúkr- un, fæði og lyf, um leið og það er komið inn á spítala. „Það voru gerð hróp að heilbrigðisráðherra í fyrra — sagði Sigurlaug — er hann hreyfði þeirri hugmynd, að sjúklingar á sjúkrahúsum greiddu hluta af fæðiskostnaði til að létta ofnrlítið á sjúkrahús- kostnaðinum. Ég studdi þá hug- mynd vegna þess, að ég taldi hana þjóna réttlætinu. Sú regla átti auðvitað ekki að ganga blindandi yfir i kerfinu. Hún átti ekki að ná til langlegusjúklinga eða þjálfunarsjúklinga á Grensás- deildinni, sem vitnað var til hér áðan. Hún átti að miðast við það fólk, sem dvelur um skemmri tima á sjúkrahúsi, heldur fullum launum og bíður ekkert fjárhags- legt tjón áf sfnum tímabundna lasleika. Hér er ekki aðeins um að ræða fjárhagslegt atriði fyrir rikissjóð, heldur mikilvægt rétt- lætismál. Én kerfi almannatrygg- inga, eins og það er orðið i dag, sniðgengur oft algerlega þetta sjónarmið, það er orðið yfirbyggt og um leið ranglátt. Það hefir mikið verið talað hér um hin siðspillandi áhrif verð- bólgunnar og að almennri siðgæð- isvitund þjóðarinnar færi hnign- andi. Þarna erum við vist öll sam- mála — því miður. Verðbólgan hefir ýtt undir peningahyggju fólks, allt er metið i ónýtum krón- um og aurum og manneskjuleg sjónarmið vikja. Verðbólgan hjá okkur er orðin að einum allsherj- ar blóraböggli, sem allir telja sjálfsagt að skella skuldinni á og varpa um leið allri ábyrgð frá sjálfum sér. Mér kemur f hug í þessu sambandi lesendabréf, sem ég las fyrir nokkru I viðlesnu frönsku timariti og fjallaði um verðbólguvandamál þeirra I Frakklandi, sem þó er ekki telj- andi borið saman við okkar. Þessi almenni lesandi taldi, að það væri engin leið fær út úr þeim erfið- leikum, sem þjóð hans ætti við að etja önnur en sú, að almenningur, hver einasti einstaklingur, tæki málið til sin. Þörf væri allsherjar siðvæðingar meðal þjóðarinnar. — Þetta á svo sannarlega við hér á Islandi í dag. Það sem við verð- um að treysta á nú, er ekki bara ríkisstjórn, Alþingi og stjórn- málamenn heldur hver einasti einstaklingur í landinu. Sigurlaug spurði, hvernig fólk- ið í landinu hefði brugðizt við í kjarabaráttu undangenginna missera. Hefði ekki hver hrifsað til sín eftir mætti og tekjuhæstu hóparnir komið út með mestu kauphækkanirnar, eins og jafnan áður þrátt fyrir fjálglegt tal um launajöfnunarstefnu og ákveðna kauptaxta, sem væru varla meira en til málamynda. Væri ekki mik- ið af þessu hjali um réttlæti og jafnvægi i launamálum og þá nuynGi fyrst og fremst i munni þessara „alþýðuvina" eintón sýndar- mennska, skrum og hræsni, eða væru vinstri menn í hópi hátekju- manna ódeigari en aðrir við að gera kröfur sjálfum sér til handa? Sigurlaug kvaðst fagna því fyr- irheiti ríkisstjórnarinnar að spara ríkissjóði á næsta ári 1750 millj- ónir með samdrætti í yfirvinnu og aukagreiðslum hjá ríkisstarfs- mönnum. Ekki væri vanþörf á að lagfæra þar ýmsa hluti. Benti hún m.a. á, að á borðum alþingis- manna lægi skýrsla sú frá Hag- stofu Islands, sem hefði að geyma niðurstöður af könnun á launa- kjörum starfsmanna i einkaþjón- ustu annars vegar og ríkisstarfs- manna hins vegar. Þar kæmi fram, að hjá einum ríkisstarfs- manni eru föst laun 162 þús. kr. á mánuði en 250 þús. kr. í fasta yfirvinnu að auki — mánaðar- lega. Fyrir löngu væri kominn tími til að hreinsa hér til og draga stórlega úr slikri yfirvinnu og aukagreiðslum, sem komnar væru fram úr öllu velsæmi. Að þvi er varðaði hinn lög- bundna skyldusparnað, sem væri ein af tekjuöflunarleiðum ríkis- stjórnarinnar nú við afgreiðslu fjárlaga, taldi þingmaðurinn að eins hefði mátt ná þeim fjármun- um til ríkissjóðs með því að búa til nýtt skattþrep á hæstu tekjur. Skyldusparnaðurinn væri ekki annað en gálgafrestur fyrir ís- lenzka rikið. Sigurlaug lauk máli sínu með ósk um að breytingartillaga sú er til umræðu var ásamt frumv. um sjúkratryggingagjaldið, yrði í framkvæmdinni eins og tillagan ætlaðist til, þ.e. að hinum tekju- lægstu, og þá fyrst og fremst öldr- uðu fólki og öryrkjum, yrði hlíft við þessu viðbótargjaldi. Himinbjarg- arsaga komin — Bandalags stofnun Framhald af bls. 3. þenrian hátt í prófkjöri. „Slík blokkamyndun," sagði Geir, „ef rétt er, hlýtur að vera í and- stöðu við anda prófkjörs. Ég tel,“ sagði Geir, „að það sé al- menn samstaða og ánægja með Einar Agústsson i fyrsta sætið, en að öðru leyti held ég að uppröðunin endurspegli ekki vilja nema tiltölulega fárra stuðningsmanna Framsóknar- flokksins og komi því ekki til með að hafa nein afgerandi áhrif í prófkjörinu." Þá kvaðst Geir stefna að þriðja sætinu með framboói sínu. Brynjólfur Steingrfmsson húsasmiður sagði: „Ég vona að MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið að birta eftirfarandi sam- þykkt: Stjórn Verkamannafélagsins Arvakurs á Eskifirði mótmæli þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar að heimila bræðsluskipinu Norglobal vinnslu innan íslenzkr- ar landhelgi. Stjórnin bendir á að þetta er gert á sama tima og lagt er í milljarða fjárfestingu í loðnu- bræðslum viða um land og telur að koma Norglobals hingað verði l,0<. '.» .l ,1,1 \ ,i.|jUUilill þeir álíti að þetta bandalag verði flokknum til hagsbóta og framdráttar, en að öðru leyti vil ég ekkert um það segja.“ — Enn eitt morð Framhald af bls. 38. stöðu sinnar, en banninu átti að Ijúka f næsta mánuði. Tæpri klukkustundu áður en Turner var myrtur var þjóðernis- sinni sem vitnað hafði með stjórn- inni í mörgum málum, særður í skotárás i hinum enda borgarinn- ar. Lögregia vann í dag að því að athuga hvort verið gæti samband á milli tilræðanna, en gat hvorki sagt af né á um það. Vinur Turn- ers sagði að honum „þætti. það frekar óliklegt". I kvöld höfðu engar handtökur átt sér stað að sögn lögreglu. til þess að gera þessa fjárfestingu óarðbærari en ella hefði orðió. Stjórn Arvakurs hvetur ríkis- stjórnina til þess að endurskoða þessa leyfisveitingu og beita sér i þess staó fyrir því að fengin verði flutningaskip, sem flytji aflann til þeirra vinnslustöðva, sem fjærst liðinu hverju sinni. Með því móti teljum við að vinnsla loðnunnar komi flestu íslenzku verkafólki til góða. út á norsku UT ER komin f Noregi skáldsaga Þorsteins frá Hamri, Himinbjarg- arsaga eða Skógardraumur. Þetta var fyrsta skáldsaga Þorsteins og kom hún út 1969. Var hún lögð fram af Islands hálfu til bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs árið 1972. Himinbjargarsaga er gefin út af forlaginu Norges boklag og er hún í flokknum Nordisk Biblio- tek. Áður eru út komnar í þeim flokki Leigjandinn eftir Svövu Jakobsdóttur, tvær skáldsögur eftir William Heinesen og ein eft- ir Jens Pauli Heinesen. Þýðandi Himinbjargarsögu á norsku er Ivar Eskeland. Þorsteinn í 19. sæti ÞORSTEINN Þorsteinsson gerði jafntefli f tveimur sfðustu um- ferðunum á alþjóðlega unglinga- skákmótinu f Hallsberg og hlaut þvf 4 vinninga af 9 mögulegum. Ilafnaði Þorsteinn f 19. sæti, en keppendur voru 32. — Blóðug helgi Framhald af bls. 38. istar fái mann i stjórn. Kommún- istaflokkurinn hlaut 34% at- kvæóa í síðustu kosningum, í júni 1976, aðeins fjórum % minna en kristilegir demókratar, og þær raddir gerast æ háværari innan flokksins sem vilja að hann hætti stuðningi sínum við kristilega demókrata. Kristilegir demókrat- ar munu halda fund seinna i vik- unni og verður þar rætt um hvernig bregðast eigi við kröfum kommúnista. Séndiherra Bandaríkjanna i Róm hyggst halda til Washington I vikunni til að skýra Carter Bandarikjaforseta frá gangi mála á Italiu og reyna að finna svar við þeirri ógnun sem stjórn kommún- SCANDINAVIAN bank f London, sem Landsbanki Islands er einn hluthafa f, hefur nú nýverið'opn- að umboðsskrifstofu bankans f Singapore, en bankinn hóf starf- semi sfna f Austurlöndum fjær árið 1975 með þvf að opna um- boðsskrifstofu i Hong Kong, sem er Scandinavian Far East Ltd. Aukin viðskipti og fjölgun viðskiptavina, sem starfa í Suð- austur-Asiu, er góður grundvöllur ista á Italíu yrði við Nato. Komm- únistar hafa lýst því yfir að Bandarikin hyggist i framtíðinni láta innanrikismál Italíu mun meira til sín taka, og hafa þeir gagnrýnt Bandaríkin harðlega fyrir þá afstöðu sina. Á morgun, þriðjudag, mun borgarráð Rómar halda fund um átökin í borginni um helgina, og verða þar ákveðnar leiðir til að bregðast við vaxandi ólgu i borg- inni. A siðasta ári létu sjö menn lífið á Italiu vegna stjórnmálaskoðana sinna og tugir særðust. Stjórnvöld telja helztu ástæðurnar fyrir átök- um þessum mikið atvinnuleysi meðal ungs fólks á Italiu, en nú eru um 75% þess atvinnulaust og hina miklu spennu sem ríkir í stjórnmálum landsins. fyrir aukinni starfsemi bankans þar. Hluteignir bankans voru i lok ársins 1976 yfir 22512 milljónir Bandarikjadollara og heildareign- ir bankans voru 1242 milljónir dollara. Andrew L. I. Pocock, sem nú er deildarstjóri í Scandinavian Far East, hefur. verið skipaður forstöðumaður og fulltrúi fyrir umboðsskrifstofu Scandinavian bank i Singapore, til að annast aukin markaðsviðskipti bankans i Suðaustur-Asiu. . .niót Jtt oflii .It ici’H tt^bOtk i Eskifjörður: Verkamannafélagið mót- mælir komu Norglobals Scandinavian bank eykur umsvif sín .öllliiéj UUiiiA'JL* <i* íii .LitOJá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.