Morgunblaðið - 10.01.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.01.1978, Blaðsíða 33
•' ------- ' ' --------------.... MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANUAR 1978 33 félk í fréttum + Samkvæmt tískunni í dag er ekki nauðsynlegt að eiga hest til að ganga í reiðbuxum. Buxur eins og stúlkan á myndinni er í eru geysivinsælar. Þær eru úr grófriffluðu flaueli og sniðið er það sama og á reiðbux- um. Jakkinn e'r síður og víður úr sams konar efni. f Kvikmyndaleikarinn John Wayne sem þekktastur er fyr- ir hin mörgu kúrekahlutverk sfn á 50 ára leikafmæli á þessu ári. I Hollywood verður honum sýndur margvfslegur sómi af þessu tilefni með veislum og hvers konar hátfðahöldum. Fyrsta veislan var haldin rétt fyrir áramótin og þar var Frank Sinatra veislustjóri. Meðal þeirra sem héldu ræður og skemmtu voru: Bob Hope, Lee Marvin, James Stewart og Maureen OHara. „Stóri John“ Wayne er orðinn 70 ára og hefur leikið í um það bil 250 kvikmyndum, hinni sfðustu ár- ið 1976. Hann er þrfgiftur. Sfð- asta kona hans var Philar Wayne, en hann skildi við hana árið 1974. Hann á 7 börn og 20 barnabörn. „Það getur verið að ég verði að fara að taka Iffinu með ró, en ég er ekki hættur að ieika,“ sagði John Wayne. „Ég hef alltaf átt auðvelt með að skilja kúrek- ana mfna og hugsanagang þeirra. Kúrekamynd að að vera einföld og auðskilin, eng- ar sálarflækjur þar, eða hafið þið nokkurn tfma heyrt talað um kúreka sem fór til sálfræð- ings?“ segir John Wayne að lokum. + Ragnheiður Þorsteins- dóttir heitir þessi 9 ára hnáta sem hér stýrir svörtu mönnunum á móti bandaríska stórmeistar- anum William Lom- bardy. Myndina tók RAX á sérkennilegu fjöltefli sem fór fram nýverið í salarkynnum TR að Grensásvegi 46, en þar tefldu stórmeistararnir Friðrik Ólafsson og Will- iam Lombardy fjöltefli við 58 íslenzk og banda- rísk ungmenni. Tefldu þeir stórmeistararnir saman, þ.e. hvor um sig lék ánnan hvorn leik, og unnu 52 skákir. Sex ungmenni, fjögur íslenzk og tvö bandarísk, náðu jafntefli í viður- eigninni við stórmeistar- ana og var Ragnheiður eitt þessara ungmenna. Við upphaf mótsins af- henti Lómbardy Ragn- heiði nýja bók um skák sem hann sjálfur hefur samið. Sennilega mun bókin hjálpa henni til að rata betur refilstigu skákarinnar, en greini- legt er að Ragnheiður er þegar vel numin í skák- listinni þar sem tveir stórmeistarar i samein- ingu gátu ekki unnið hana. Þess má að lokum geta að Ragnheiður er systir Guðlaugar Norður- landameistara kvenna í skák. ■Áé** Flugeldar Við viljum benda á að við höfum söluumboð fyrir eftirtalin fyrirtaeki: Standard Fireworks Ltd. | — England FEISTE^P^FEUERWERK — V-Þýskaland • STJÖRNULJÓS ROKELDSPYTUR Þýska alþýðulýðveldið HANSSONS PYRO /i TEKNISKA A.B ÞORSMÖRK Þau félagasamtök sem selja flugelda og hafa áhuga á að versla við okkur fyrir næstu áramót þurfa að gera pantanir fyrir 20 janúar n.k Pöntunarlistar eru fáanlegir á skrifstofu Landsambands hjálparsveita skáta og þar eru veittar allar nánari upplýsingar. Skrifstofan er opin milli klukkan 1 3 og 17 alla virka daga. zlj-íhi., FLUGELDAR Nóatúni 21, 105 Reykjavík Sími: 91 26430

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.