Morgunblaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JANUAR 1977
Dómur í Hæstarétti í gær:
Heimilt að hækka sölu-
verð húsa til samræm-
is við hyggingarvísitölu
HÆSTIRÉTTUR kvað f gær upp
dóm f máli, sem risið hafði vegna
vfsitöluákvæða f kaupsamningi
um hús, sem var í byggingu f
Garðabæ og var hér um prófmál
að ræða. Niðurstaða dómsins varð
sú, að seljanda var heimilt að
hafa f samningi ákvæði um hækk-
un verðs á umræddu húsi til sam-
ræmis við byggingarvfsitölu og
var kaupandinn dæmdur til að
greiða seljandanum krónur
517.924 auk vaxta en málskostn-
aður var felldur niður. I bæjar-
þingi Reykjavfkur hafði dómur
fallið á allt annan veg og var
Hreyfingá
fiskverðið
„ÞAÐ ER vist óhætt að segja, að
það hafi komizt hreyfing á málið,
þótt engan veginn sé hún hröð,“
sagði Jón Sigurðsson, forstöðu-
maður Þjóðhagsstofnunar, er
Mbl. spurði hann i gærkvöldi um
fund yfirnefndar um fiskverðið.
Jón sagði að annar fundur yrði
haldinn í dag.
kaupandinn þar sýknaður af kröf-
um seljandans, sem var stefnand-
inn f málinu.
Málavextir voru þeir i stuttu
máli, að stefndi i málinu keypti
Margeir í
2.-3. sæti
..ÞETTA er minn bezti árangur i
skákinni til þessa," sagði Margeir
Pétursson, er Mbl. ræddi við hann
að loknu skákmótinu í Ósló í gær, en
í síðustu umferð vann Margeir
ítalska alþjóðlega meistarann Doth
og hlaut Margeir 6 vínninga af 9
mögulegum og varð i öðru til þriðja
sæti ásamt Littlewood frá Englandi.
Sigurvegari mótsins varð Omstein
frá Sviþjóð með 7 vinninga og Doth
varð fjórði með SV2 vinning.
Á mótinu tefldi Margeir við tvo al
þjóðlega meistara, Doth og Lundin frá
Svíþjóð, og vann hann þá báða Mar-
geir sagði að mótið hefði verið nógu
sterkt til að gefa titil, en þvi miður
hefði hann ekki teflt við nema tvo
titilhafa, og síðan tapað fyrir tveimur
titillausum, þannig að ekki varð af þvi
að hann áynni sér titilinn á þessu móti
Úrhellið í Eyjum:
2 millj. kr. tjón á
húsnæði Kiwanis-
klúbbsins Helgafells
Smærri tjón í tugum húsa af völdum vatnselgs
TALSVERÐAR skemmdir urðu í
kjöllurum fjölmargra húsa f
Vestmannaeyjum f fyrrinótt
vegna úrhellisins sem gekk yfir
Eyjar þá um nóttina. t tugum
húsa urðu smávægilegar
skemmdir en mestar skemmdir
urðu f klúbbjtúsi Kiwanisklúbbs-
ins Helgafells. Þeir hafa sal og
Hannibal Valdimarsson
aðra félagsaðstöðu í húsinu
Nausthamar við Strandveg og
voru öll húsgögn á floti þar í 80
manna sal þegar að var komið f
gærmorgun. Er tjónið á húsnæð-
inu talið nema um 2 millj. kr.
Samkvæmt upplýsingum
Viktors Helgasonar var um 50 sm
djúpt vatn á gólfi neðri hæðarinn-
ar, en vatnshæðin fyrir utan var
um 1 m. Voru fengnar þrjár stór-
ar skurðgröfur til þess að ausa
vatni frá húsinu og hefta rennsli
að þvi og einnig voru brunadælur
notaðar til þess að dæla vatni úr
húsinu. Að síðustu var borað nið-
ur í gegn um gólfið til þess að
losna við vatnselginn.
Miklar gólfskemmdir urðu, en
parketgólf er i húsinu, skemmdir
á eldhúsinnréttingu, veggfóðri og
viðarklæðningum.
Þegar Morgunblaðið ræddi við
Viktor i gærkvöldi voru klúbb-
félagar, sem alls eru um 40, komn-
ir á staðinn til að þurrka upp og
fjarlægja það sem eyðilagðist.
„Síðan verður tekið til við að
koma öllu í stand, byggja upp i
snatri, því það er hugur í mönn-
um eins og vera ber.“
Hannibal Valdi-
marsson 75 ára
Hannibal Valdimarsson, fyrr-
um ráðherra, er 75 ára í dag.
Hannibal fæddist 13. janúar
1903 í Fremri-Arnardal við Skut-
ulsfjörð, sonur Valdimars Jóns-
sonar, bónda og hákarlaformanns,
og konu hans Elínar Hannibals-
dóttur. Hannibal stundaði nám
við Gagnfræðaskólann á Akureyri
og síðan Jonstrup Statsseminar-
ium i Danmörku og lauk þaðan
kennaraprófi 1927. Hann hélt
skóla á Isafirði fyrsta veturinn að
námi loknu, en kenndi við barna-
skólann á Akranesi veturinn þar
á eftir. Hann var skólastjóri
barnaskólans á Súðavík 1929—31,
kennari við gagnfræðaskólann á
Isafirði 1931—34 og skólastjóri
FramhaUI á bls. 18
vorið 1973 af stefnanda keðjuhús,
sem var i byggingu í Garðabæ og
var umsamið kaupverð 2 milljónir
og 660 þúsund krónur, sem áttu
að greiðast á ákveðnu timabili.
í samningnunm var einnig
ákvæði um að söluverð hússins
væri háð ákvæðum byggingarvísi-
tölu frá Hagstofu íslands og átti
kaupverðið að hækka til samræm-
is við visitöluna ef hún hækkaði. 1
samningnum var vísitalan tii-
greind og var miðað við visitölu
eins og hún var 1. nóvember 1972.
í janúar 1974 sendi seljandinn
kaupandanum bréf og krafði
hann um greiðslu á vísitöluálagi
fyrir tímabilið 1. nóv. 1972 til 1.
Fratnhald á bls. 18
Pavarotti
hættir við
þátttöku í
Listahátíð
HINN heimsfrægi tenórsöngvari
Pavarotti hefur hætt við Islands-
ferð sína á Listahátíð. Vladmir
Ashkenaz.v sagði í samtali við
iVIbl. í gærkvöldi, að Pavarotti
hefði tekið þessa ákvörðun, þar
sem hann hefði talið það of mikla
áhættu að fara til Islands fyrir
einn dag, þar sem hann ætti strax
á eftir að syngja nýtt hlutverk hjá
Covent Garden óperunni í Lond-
on.
Ashkenazy sagði, að Pavarotti
yrði á mjög strönguní æfingum í
júnímánuði, en þó hefði tekizt að
fá hann lausan sunnudaginn 11.
júní og kvaðst Ashkenazy hafa
talið, að það hentaði Pavarotti.
Tónleikar hans á Listahátíð voru
fyrirhugaðir um kvöldið og ráð-
gert var að fá flugvél til að flytja
hann aftur til London að tónleik-
unum loknum. En við nánari um-
hugsun hefði Pavarotti talið ís-
landsferðina of mikla áhættu, þar
sem hann hefði átt að frumflytja
sitt nýja hlutverk í Covent
Carden 14. júní.
Frá Fuglafirði
Betri nýting
hjá færeysku
loðnubræðsl-
unni en h já SR
„OKKAR verð er miðað við 17% nýtingu f mjöl og að lýsisnýt-
ingin liggi um 2,5% undir fitumagni loðnunnar, þannig að ef það
er 12,5% þá reiknum við með 10% nýtingu í lýsi,“ sagði Eldevik,
framkvæmdastjóri loðnubræðslunnar í Fuglafirði, f samtali við
Mbl. í gær. Jón Reynir Magnússon framkvæmdastjóri Sfldarverk-
smiðja rfkisins, sagði í samtali við Mbl. f gær, að meðaltalsnýting
í mjöl hjá síldarverksmiðjunum væri 16,1% og lýsisnýtingin sú,
að úr 8% loðnu fengist 5,3% lýsi.
Eldevik sagði i samtalinu við
Mbl., að þeir í Fuglafirði teldu
verðákvörðun sfna mjög hæfi-
lega.“ Við teljum okkur geta
greitt þetta verð og samt grætt
á framleiðslunni,“ sagði Elde-
vik. Hann sagði verksmiðjuna i
Fuglafirði selja afurðir sínar á
sömu mörkuðum. og íslenzku
verksmiðjurnar. Verksmiðjan i
Fuglafirði sem er byggð árið
1966, er rekin allt árið um
kring. Sagði Eldevik að á sfð-
asta ári hefði verksmiðjan tekið
á móti 125.000 tonnum af hrá-
efni, þar af hefði loðna verið
24.600 tonn, en auk þess hefði
unnið úr spærl-
brisling og kol-
verksmiðjan
ingi, makríl
munna.
Jón R. Magnússon kvaðst
vilja taka það fram, að það
loðnuverð sem gilt hefði frá
október til áramóta, hefði verið
6,83 krónur miðað við 16%
þurrefni og 8% fitu, og væri 7
króna verðið nú miðað við sömu
hlutföll auk þess sem verk-
smiðjurnar greiddu 30 aura í
flutningasjóð. „Þannig er verð-
hækkunin 47 aurar á kílóið og
það finnst mér talsverð hækk-
un á ekki lengri tíma“, sagði
Jón R. Magnússon.
„Teljum okkur hafna yfir af-
skipti af svona sóðaskrifum”
„VIÐ VORUM einmitt á fundi i
dag og þar samþykktum við að
skipta okkur ekki af blaðaskrif-
um. Við teljum okkur hafna yfir
það að vera að skipta okkur af
svona sóðaskrifum. Það er allt og
sumt, sem ég hef að segja," sagði
Sigurður L. Viggósson tanniækn-
ir, formaður Lionsklúbbsins
Njarðar, er Mbl. bar undir hann
þau ummæli í Þjóðviljanum í
gær, að fyrr mætti leggja byrðar á
herðar manna „en að þeir axli
þau ósköp sem sagt er frá manna
á meðal af þeim klúbbbræðrum
hans“, þ.e. félögum Ölafs
Ragnarssonar, ritstjóra Vísis, í
Lionsklúbbnum Nirði.
Skattrannsóknastjóri:
,yið höfum augastað á
fieiri skipakaupamálum”
500 mál tekin til athugunar á s.L 14 mán. - 10
fyrir dómstólum en flest fyrir skattsektanefnd
1 SAMTALI Morgunhlaðsins við
Garðar Valdimarsson skattrann-
sóknastjóra I gær kom fram að á
s.l. 14 mánuðum hefur embættið
tekið til athugunar 500 mál. Flest
þeirra mála, þar sem ekki var allt
með felldu voru tekin til af-
greiðslu hjá Skattsektanefnd.
Sum þeirra mála sem skattrann-
sóknadeild hefur tekið fyrir hafa
verið send til dómsmeðferðar og
um þessar mundir munu um 10
slfk mál vera á hinum ýmsu stig-
um dómskerfisins. Morgunblaðið
ræddi við skattrannsóknastjóra
um ýmis mál sem ofarlega hafa
verið á baugi og kom m.a. fram I
samtalinu að skattrannsókna-
deildin hyggst kanna nánar skipa-
kaup fslenzkra aðila f fleiri lönd-
um en Noregi.
„Reglan að kanna allt
þegar undandráttur
kemur f ljós“
„Það er um að ræða athugun á
kaupum á um það bil 60 skipum
til Islands frá Noregi," sagðí
Garðar, „og sú rannsókn er f
gangi. Við byrjuðum þá rannsókn
haustið 1977, en nokkru áður
hafði Gjaldeyrisdeild Seðlabank-
ans fengið gögn varðandi þessi
mál frá Noregi til þess að kanna
gjaldeyrishiið málsins. Við könn-
um hins vegar skattalegu hliðina
og hófum skjótt rannsókn á bók-
haldi milli 10 og 20 aðila, en síðan
bætist stöðugt við, því að ákveðið
var að kanna málin hjá öllum sem
höfðu keypt skip á ákveðnu tíma-
bili. Það þótti rétt að kanna hjá
öllum aðilum til þess að menn
hljóti sömu meðferð. Ég fór í
októberlok í haust ásamt fulltrúa
til Noregs til þess að fylgjast með
rannsókn norskra skattyfirvalda
á fyrirtækjum sem varða ísland,
en íslenzk og norsk skattyfirvöld
gefa gagnkvæmar uppiýsingar
um rannsóknir mála. Nú erum við
að kanna framtöl þeirra fyrir-
tækja sem um er að ræða, en 4
menn vinna stöðugt að rannsókn
þessa máls.“
Ef við verðum varir við undan-
drátt er .reglan sú að taka allt