Morgunblaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JANUAR 1977 5 Aukning freðfiskframleiðslunnar 1977: Um 20% á Vestfjörðum en 4r—6% á Vesturlandi og Reykjanesi«!aa"duTið3tal' MORGUNBLAÐINU barst f gær eftirfarandi frá stjórn Sambands fiskvinnslustöðvanna: „Vegna fréttar frá Sjómannafé- lagi ísafjarðar, sem birzt hefur í fjölmiðlum, þar sem fullyrt var, „að hallarekstur fiskvinnslu- stöðva í vissum landshlutum sé óumdeilanlega fyrst og fremst rakinn til óstjórnar og óhag- kvæmni 1 rekstri...“, vill stjórn Sambands fiskvinnslustöðvanna taka fram eftirfarandi: 1. 1 skýrslu Þjóðhagsstofnunar er út kom í haust og fjaiiaði um athugun á afkomu frystihúsa haustið 1977, kemur fram að hag- ur fiskvinnslunnar hafi í heild þrengst að mun á árinu er leið. Um orsakir þessarar óheilla- þróunar segir svo f skýrslunni: „Hér veldur mestu að hækkun innlends kostnaðar, launa og verðlags, hefur verið örari en hækkun afurðaverðs, þótt gengið hafi sigið nokkuð og markaðsverð verið styrkt með greiðslum úr Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðar- ins.“ 2. Orsök þess að sumir landshlut- ar hafa getað mætt þessari nei- kvæðu þróun betur en aðrir, er aðallega sú staðreynd, að aukning freðfiskframleiðslunnar t.d. fyrstu átta mánuði síðasta árs jókst á Vestfjörðum um 20% með- an landsmeðaltal var um 13% én aðeins um 4—6% aukning á Vesturlandi og Reykjanesi. 3. í fyrrnefndri skýrslu er heildartap fiskvinnslunnar áætl- að um 3500 milljónir m.v. septem- ber-verðlag. Sé miðað við stöðuna um áramót, þá er tapið áætlað um 5000 milljónir, aukningin er um 43% á þremur mánuðum. Af framansögðu ætti að vera aug- ljóst, að er fiskvinnslan lýsir sig vanbúna til að mæta fiskverðs- hækkunum, er ekki um „annar- lega röksemdafærslu" að ræða heldur frásögn staðreynda. Því má bæta við að hver 1% hækkun fiskverðs mun hafa um 350 millj- óna króna útgjaldaaukningu í för með sér fyrir fiskvinnslufyrir- tæki.“ Áfmæli SJÖTUGUR er í dag, 13. janúar Jóhann Poulsen, matsveinn, Þjórsárgötu 4, Rvfk. Um fjölda ára hefur afmælisbarnið verið sjómaður á skipum hér og er nú á Guðsteini frá Hafnarfirði. Jóhann er fæddur í Skobun i Færeyjum. Rafmagnsleysi á Suðurlandi Hveragerði, 12. jan. 1 NÓTT fór rafmagn af Eyrar- bakka, Stokkseyri, Þorlákshöfn og Hveragerði og voru plássin rafmagnslaus frá klukkan hálf fimm til um tíu í morgun. Þessi þorp eru samtengd og eru Hvergerðingar óhressir að missa rafmagnið, sem gerist æði oft, því salt sest á línuna við sjávarpláss- in. Þegar rafmagnið fer af Hvera- geði missum við bæði kalt og heitt vatn. Nú vildi svo vel til að frost- laust var, en það er okkur mikið áhyggjuefni, að ekki skuli vera ráðin bót á rafmagnsmálunum, þar sem til er gömul líná, sem mætti nota til vara. — Georg. Gunnlaugur M. Sigmundsson Nýr forstöðu- maður gjalda- deildar fjár- málaráðu- neytisins FJARMALARÁÐHERRA hefur sett Gunnlaug M. Sigmundsson viðskiptafræðing til að vera deild- arstjóri i fjármálaráðuneytinu frá 1. janúar 1978. Gunnlaugur mun veita gjaldadeild ráðuneytis- ins forstöðu, en Kristján Thorla- cius, sem gegnt hefur starfinu, hefur fengið leyfi frá störfum f hartnær hálft annað ár. í fréttatilkynningu, sem Morg- unblaðinu barst í gær, þar sem skýrt er frá því að Gunnlaugur hefur verið settur í embættið, segir að aðalviðfangsefni gjalda- deildar sé gerð greiðsluáætlana gjalda rikissjóðs og eftirfylgni þeirra áætlana. Jafnframt sér gjaldadeild um samantekt til- lagna ráðuneytisins um fjárveit- ingar til stofnana ráðuneytisins og aóalskrifstofu þess. Gunnlaugur M. Sigmundsson er fæddur 30. júnf 1948. Hann hefur verið fulltrúi i fjármálaráðuneyt- inu frá 1. júní 1974. Skipaviðgerðarstöð í Reykjavík: Hagkvæmnisathug- unum lýkur í vor EINS OG fram kom 1 Mbl. 1 gær stendur nú yfir hagkvæmnisat- hugun vegna staðsetningar skipa- viðgerðarstöðvar J Reykjavfk en 1 töllögum borgarstjóra að stefnu- skrá 1 atvinnumálum Re.vkjavík- ur segir að Reykjavíkurborg sé reiðubúin til að taka þátt f að koma upp öflugri skipaviðgerðar- stöð f Reykjavfk. Til að afla frétta af gangi mála hafði Mbl. samband við Gunnar B. Guðmundsson hafnarstjóra 1 gær. Hann sagði: „Þessi hagkvæmnisathugun stendur nú yfir, við höfum falið ráðunautum að gera vissar athug- anir sem verið er að vinna að. Talað hefur verið um að þessum Umboð sátta- semjaranna fallið úr gildi FALLIÐ er úr gildi þriggja ára umboð þeirra fjögurra sáttasemj- ara, sem starfa á landinu. Féll umboð þeirra niður 1 nóvember- mánuði sfðastliðnum. Nú hefur félagsdómur samkvæmt lögum tilnefnt 1 þessi embætti að nýju, samtals 12 manns eða 3 menn í hvert sáttasemjara embætti. Samkvæmt upplýsingum Hall- grfms Dalbergs, ráðuneytisstjóra f félagsmálaráðuneytinu, liggja nú þessar tilnefningar hjá félags- málaráðherra, sem hefur ekki enn ákveðið hverjir skuli skipaðir f embættin. Sáttasemjarinn, sem skipaður er í Reykjavíkur- umdæminu er jafnframt sátta- semjari ríkisins. Sáttasemjararn- ir fjórir eru skipaðir til næstu þriggja ára. Myndavíxl 1 BLAÐINU í gær víxluðust myndir tveggja höfunda greina. Mynd af Þóroddi Guðmundssyni rithöfundi birtist með grein eftir Svein Guðmundsson í Miðhúsum og öfugt. — Eru viðkomandi beðnir afsökunar á þessum mis- tökum. athugunum ljúki i apríl eða maí, en að svo stöddu er lítið hægt að segja frekar um málið. Þó gengur athugunin að mestu út á hvar skipaviðgerðarstöð verður, þ.e. í vesturhöfninni eða í Kleppsvík- inni við Sundahöfn. Skipaviðgerðarstöð í Reykjavík verður nokkuð stórt fyrirtæki, sé tekið mið af þeim hugmyndum sem helzt eru uppi. Þarna munu starfa nokkur hundruð manns og verður hægt að taka flest islenzk skip til viðgerðar þarna. Rætt er ýmist um slipp eða svonefnda skipalyftu og á þessu stigi málsins má segja að stöðin muni kosta nokkra milljarða króna, þótt fátt sé reyndar ljóst í þeim efnum ennþá. Ekki liggur fyrir hvort skipaviðgerðarstöðin verður fyr- irtæki einstaklinga, borgarinnar eða hvort tveggja. Borgarstjóri ræddi þó um að ef til vill yrði borgin eða höfnin einhvers konar aðili að fyrirtækinu. Hluti fyrir- tækisins verða hafnarmannvirki og þau verða náttúrulega alltaf i eigu Reykjavíkurhafnar". Verkamannasam- bandið lýsir stuð- ningi við loðnu- sjómennina MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Verkamannasambandi tslands: „Fundur haldinn i fram- kvæmdastjórn Verkamannasam- bands Islands fimmtudaginn 12. janúar 1978, lýsir yfir fullum stuðningi við sjómenn á loðnu- skipum í baráttu þeirra fyrir hærra verði á loðnu. Stjórnin harmar að meirihluti yfirnefndar Verðlagsráðs sjávar- útvegsins skuli ráðast á kjör sjó- manna, þess launahóps, sem þjóðarbúið byggir mest afkomu sína á og er undirstaða fyrir vinnu stærsta hóps launafólks i landinu. Skorar framkvæmdastjórnin því á stjórnvöld að grípa strax inn í deilu þessa, til leiðréttingar á aflahlut sjómanna." HANN SKARAR FRAMÚR NYR Straumlínulagaö vélarlok. smekkleg vatnskassahlíf, traustir stuðarar og vindskeið að framan — sýnir andlit hins nýja bíls, sem lætur fara vet um yður í vönduðum, þægilegum og stillanlegum sætum, og i honum er nóg pláss til að teygja úr sér Allir stjornrofar eru staðsettir i nýju mælaborði, til að auðvelda yður aksturinn. ÁRGERÐ 1978 PASSAT er fáanlegur með 3 stærðum af sparneytnum, líf legum, vatnskældum vélum PASSAT er með framhjóladrif, Undirvagninn er öruggur, tvöfalt hemlakerfi tengt, afburða fjöðrum og breiðari felgur, allt til að auka ágæta aksturshæfni. PASSAT er fáanlegur 2ja eða 4ra dyra ennfremur með stórri gátt að aftan og Station HEKLAhf Laugavegi 170—172 — Sími 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.