Morgunblaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JANUAR 1977 23 IN MEMORIAM - ÓLÖF SWANSON Hinn 3. september s.l. lézt frú Ölöf Swanson í Long Beach í Kali- forniu. Hún var fædd og uppalin í Vesturheimi, en af alislenzku bergi brotin, átti íslenzku að móó- urmáli og varð æ íslenzkari, eftir þvi sem á ævina leið. Hún átti á tslandi svo stóran hóp ættmenna og vina, sem hún hélt einstakri tryggð við, að kveðjuorð og þakk- lætis að leiðarlokum eiga vissu- íega heima í íslenzku blaði. Ölöf fæddist í Norður-Dakóta 24. september 1895. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Guðmundsdóttir og Gunnar Guð- mundsson (Goodman), en þau voru bæði fædd á tslandi. Ingi- björg var dóttir Guðmundar söðlasmiðs á Syðrihóli í A.-Hún. Ólafssonar prests Guðmundsson- ar í Nesþingum og síðar að Hjalta- bakka og Höskuldsstöðum. Móðir Ingibjargar var Halldóra Sveins- dóttir Sveinssonar bónda að Sleitustöðum f Skagafirði. Gunnar, fáðir Ólafar, var fædd- ur á Dalkoti í V.-Hún. 1869, sonur Gunnars Frímanns Gunnarsson- ar, bónda, sem bjó -á ýmsum jörð- um f V-Húnavatnssýslu, en lengst á Refbeinsstöðum og Hnjúkum. Gunnar fór til Bandarikjanna 1894, þangað sem öll systkini hans fóru, þau er upp komust, nema Agnar Bragi Guðmundsson, sem lengi bjó á Fremstagili í Langa- dal. Ingibjörg, móðir Ólafar, fór í bernsku til Vesturheims með for- eldrum sfnum, en slík var ræktar- semi hennar við ættlandið, að hún kom tvivegis f heimsókn til Is- lands, 1921 og 1930, og voru slík ferðalög ærin fyrirtæki í þá daga. Ólöf Gunnarsdóttir ólst upp hjá foreldrum sínum í Norður-Dakóta til 10 ára aldurs, en þá fluttist fjölskyldan til Winnipeg. Þar kynntist Ólöf Sumarliða Sveins- syni, sem varð lífsförunautur hennar, unz hann lézt, 1961. Sum- arliði fór tvítugur að aldri vestur um haf. Hann var sonur hjónanna Sigríðar Rögnvaldsdóttur og Sveins Ólafssonar, sem lengstum bjuggu að Smiðjustíg 11 í Reykja- vík. Eftir nokkurra ára búsetu i Winnipeg fluttust þau Ólöf og Sumarliði búferlum til Long Beach (Langasands) í Kaliforniu og voru fyrstu íslendingarnir, sem settust að á þeim slóðum. Þar bjuggu þau sfðan til æviloka og farnaðist vel. Sumarliði gerðist fasteignasali nokkrum árum eftir komu þeirra til Long Beach og naut mikillar virðingar i starfi. Hann var m.a. um tfma forseti félagsskapar fasteignasala í Long Beach, og segir það nokkra sögu, en hitt eigi síður, að Ólöf var lengi forseti félags eiginkvenna fasteignasala í Long Beach, en það félag hafði á hendi marghátt- aða starfsemi. Ólöf var af afbrigð- um framtakssöm kona, og félags- lif hlaut að vera með miklum blóma, ef hún hafði forystu. Hún var einnig um langt skeið formað- ur Listafélagsins í Long Beach, en hún var mjög listhneigð og málaði sjálf í tómstundum. En Ólöf fékk einnig útrás fyrir listhneigð sína á hagnýtan hátt, þar sem þau höfðu oft þann hátt á hjónin að kaupa gömul hús og endurbyggja þau, og þá var Ólöf innanhúss arkitektinn, ef svo má segja. Sjálf áttu þau hið glæsileg- asta heimili, og þar var oft gest- kvæmt, enda voru þau mjög sam- hent að rausnarskap og félags- lyndi, frændrækni og vinatryggð, enda naut þess fjöldi íslendinga, þvf að íslenzk voru þau fyrst og fremst, þó að þau væru jafnframt hinir virtustu og vinsælustu borg- arar í Long Beach. Hjá þeim fór saman virðuleiki og glæsi- mennska, alúð og glaóværð. Þau Ólöf og Sumarliði komu oft til íslands, eftir að flugsamgöng- ur hófust milli Islands og Banda- ríkjanna eftir strfð. Þá var alltaf mikil hátfð hér meðal ættingja og vina. Ólöf kom hingað nokkrum sinnum, eitir að maður hennar lézt, og hún lét þá ósk rætast, sem þeim báðum hafði verið mikið í mun, að börn þeirra bæði, Gloria (Emma) og Ray, kæmu til ætt- lands foreldranna og tengdust því og ættfólkinu sem nánustum böndum. Er það von okkar ætt- ingjanna, að eins vel og til var stofnað megi hið hlýja og góða samband haldast um langa fram- tíð. Ólöf kom hingað til lands sfð- ast þjóðhátíðarárið 1974 ásamt syni sínum, Ray. Kom þá glögg- lega í ljós, hvflíkum viljakrafti hún var gædd, þvf hún var þá farin að heilsu. Hún hélt þó fullri reisn og hélt ættingjum og vinum veglegt kveðjuhóf. Ræktarsemi Ólafar gagnvart ættfólki og ættlandi kom fram á margan hátt, en henni auðnaðist að stuðla að sóma íslands með sérstæðurh hætti á alþjóðlegum vettvangi. Hún hvatti eindregið til þess, að ísland sendi fulltrúa á hina frægu, alþjóðlegu fegurðar- samkeppni f Long Beach, og er af þvi varð, var hún gestgjafi stúlkn- anna og verndari. Hún var ávallt mfög stolt af islenzku stúlkunum, enda vegnaði þeim vel. Það þótti ágæt frammistaða, þegar 6 höfðu tekið þátt f keppninni, að tvær höfðu komizt í aðalúrslit og tvær orðið meðal hinna fimm fegurstu. En svo kom hin sjöunga 1963. I blaðaviðtali, er hún var hér 1966, segir Ólöf: „Ég efast um, að Is- lendingar geri sér grein fyrir því, hve gífurleg landkynning það er, þegar stúlka nær langt í Langa- sandskeppni. Þegar Guðrún Bjarnadóttir varð nr. 1, þá hljóm- aði nafn íslands um heim allan og fólt tók að afla sér upplýsinga um land og þjóð.“ Þetta mun ekki hafa verið minni stund fyrirólöfu en Guð- rúnu. Og vel fór á þvi, að Ólöf var þar næst, þegar íslenskri stúlku hefur mestur sömi verið sýndur fyrir fegurð og framkomu, þokka og reisn. Allt voru það eiginleik- ar, sem hún hafði verið gædd í rfkum mæli langa ævi. Og með þeim lifir hún áfram í endur- minningum þeirra, sem áttu þvf láni að fagna að kynnast henni. Blessuð sé minning hennar, björt og hlý. Sveinn Asgeirsson SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Hvað á fólk við, þegar það talar um sjálfsafneitun til bænar? Eg skil þetta ekki. Orðið sjálfsafneitun skýrir sig sjálft. Það merkir afneitun hins náttúrlega manns, afneitun sjálfsins. Þessi sjálfsafneitun getur komið fram með ýmsu móti, t.d. er við föstum, höldum okkur frá venju- legum skemmtunum — eða á einhvern þann hátt, þegar við „afneitum" holdinu og vegsömum Guð. Daníel neitaði sjálfum sér um ánægjuna af því að neyta kjöts konungsins og drekka vín hans, svo að hann skyldi styrkjast andlega. Jesús fastaði oft og baðst fyrir heilar nætur, þegar hann fann þunga heimsins leggjast á sig. Páll fastaði oft og varði svefnlausum nóttum til bæna, svo að hann yrði þeim mun hæfari til að vitna um Krist. Við nútímamenn viljum helzt þóknast okkur sjálf- um, og þess vegna ber lítið á sjálfsafneitun. Sá, sem vill verða dugmikill lærisveinn Jesú Krists, verður að afneita sjálfum sér. Hann verður með öörum orðum að keppa að því. Biblían segir: „Þreytumst ekki að gjöra það, sem gott er, þvi að á sínum tíma munum vér uppskera, ef vér gefumst ekki upp“ (Gal. 6,9). t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför eigmmanns míns, föður, tengdaföður og afa SIGURBJÖRNS KRISTJÁNSSONAR Stykkishólmi. Soffía Pálsdóttir börn, tengdabörn og barnaböm. + Móðir min og fósturmóðir ÓLÖF JÚLÍUSDÓTTIR verður jarðsungin frá Akraneskirkju laugardaginn 14 janúar kl 2 e h en þeim sem vildu minnast hennar láti Elisabet Sigurðardóttir Kristin Sigurðardóttir Guðmundur Sigurðsson Kristin Mariusdóttir Lira Jakobsdóttir Blóm og kransar afbeðið, S V.F.Í. njóta þess t Einlægar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför RANNVEIGAR MAGNÚSDÓTTUR. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Heilsuverndarstöðvarinnar i Reykjavik Inga G. Þorkelsdóttir Magnea Þorkelsdóttir Sigurbjörn Einarsson börn. tengdabörn og barnaböm. t Hjartans þökk fyrir hjálp, hlýhug og samúð okkur auðsýnda, við fráfall og jarðarför JÓNS FRÍMANNSSONAR Aðalgötu 3 Ólafsfirði Emma Jónsdóttir og böm. 1mwK»tiinwhn*i& Iðnaðarhiisimi SÍmí 16 2 59. v I n g ólfstrapti Útsala. Bútasala Okkar árlega útsala hefst í dag stórlækkað verð. Einnig gefum við 10% afslátt af öllum vörum í eina viku m | 4 ,*&rk &*| .........................-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.