Morgunblaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JANUAR 1977 15 Tékkósló vakía: Y f irréttur staðf estir dóma yfir andófsmönnum Vínarborg Prag, 12. janúar. AP. Reuter. TlU tékkneskir mannréttindabar- áttumenn sem fluttust til Austu- rlkis f fyrra efndu til hungur- verkfalls fyrir framan Ferða- skrifstofu Tékkóslóvakfu f mið- borg Vfnar f dag. Tilgangur verk- fallsins var að þrýsta á stjórn Tékkóslóvakfu til að láta blaða- manninn Jiri Leder lausan, en hann var f fyrra dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar, sak- aður um starfsemi fjandsamlega rfkinu. Þátttakendur í hungurverkfall- inu í Vin, sem líkist nýafstöðnu verkfalli í Prag, rituðu á sfnum tíma allir undir „Mannréttinda- skrá ’77“. Meðal þátttakenda i verkfallinu í Vin er Zdenek Mlynar fyrrverandi flokksritari í Tékkóslóvakíu og stuðnings- maður Alexanders Dubceks. Lederer var meðal hinna fyrstu sem undirrituðu „Mannréttinda- skrá ’77“. Hann áfrýjaði dómnum til yfirréttarins i Prag, en síðustu fregnir þaðan herma að rétturinn hafi í dag staðfest dóm undirrétt- arins. Einnig staðfesti yfirréttur- inn fangelsisdóm tveggja annarra andófsmanna, en stytti dóm þess fjórða um eitt ár, enda hafði sá hinn sami játað brot sitt. Lederer, Vaclar Havel og Frantisek Pavlicek hafa ætíð neitað að hafa aðhafzt nokkuð það er talizt geti fjandsamlegt ríkinu. Þeir stað- festu þó að þeir hefðu reynt að fá umdeildar ritsmiðar birtar er- lendis. Salyut-6: Annasamir dagar framundan Moskvu, 12. janúar. Reuter. GEIMFARARNIR fjórir í geim- stöðinni Salyut hófu i dag að vinna eftir sameiginlegri starfs- áætlun sinni, en framundan eru fimm annasamir dagar. Meðal verkefna þeirra er að undirbúa för Soyuzar 27. til jarðar á sunnu- Framhald á bls. 19. Þetta gerðist... Föstudagur 13. janúar. 1972 Borgaralegri stjórn Ghana steypt af stóli af herfor- ingjum. 1970 Israelskar flugvéiar skjótá á fimm skotmörk í Egyptalandi, þ.á m. birgðastöð 22 km frá Kaíró. 1963 Sylvanus Oiympio, for- seti Togo, myrtur og uppreisn- armenn taka völd landsins I sfn- ar hendur. 1953 Stjórn Stalins ásakar níu lækna um ráðabrugg um að koma sovéskum leiðtogum fyrir kattarnef. 1936 Saar kýs að vera hérað í Þýzkalandi á ný. 1898 Franski rithöfundurinn Emil Zola skrifar frægt bréf um Dreyfus-málið, „Eg ákæri", tii forseta Frakklands. 1813 Breski flotinn lokar Chesapeake- og Delaware-fióa í Bandaríkjunum I styrjöldinni sem kennd er við árið 1812. 1559 Krýning Elízabetar fyrstu Bretadrottningar. 1419 Enskar hersveitir ná Rúðuborg á sitt vald. Spakmæli dagsins: „Listin að lifa felst ekki i því að komast hjá vandræðum, heldur að vaxa með þeim.“ Bernard Baruch, bandariskur viðskiptamaður (1870—1965). Brezkir brunaverdir hætta 9 vikna verkf alli Bridlington, 12. jan. Reuter. NlU vikna verkfalli 39.000 brezkra brunavarða er lokið og þeir samþykktu f dag með þrem- ur f jórðu atkvæða að hefja aftur vinnu á mánudaginn. Brunaverðirnir samþykktu að aflýsa verkfallinu á stormasöm- um fundi þar sem kom til handa- lögmála og reyksprengjum var kastað. Herskáir brunaverðir frá Glasgow og Liverpool báru spjöld þar sem sagði „Gefumst ekki upp“. Ritari félags brunavarða, Terry Parry, sagði: „Sumir þeirra hegðuðu sér eins og skepnur... ég skelf við tilhugsunina um hvað hefði getað gerzt ef við hefðum ekki haft lögregluvernd.“ Þar sem brunaverðirnir fengu aðeins 10% kauphækkun f stað 30% kauphækkunar sem þeir kröfðust þykir James Callaghan forsætisráðherra hafa unnið mik- inn sigur í baráttu sinni gegn verðbólgunni. Stjórnin vill ekki fallast á meira en 10% kaup- hækkanir, en hins vegar stendur hún nú andspænis kaupkröfum kolaverkamanna sem krefjast 90% kauphækkunar og starfs- manna orkuvera sem hóta að myrkva Bretland ef þeir fá ekki meira en 10% kauphækkun. Verkfallið hefur sýnt að iðnaðarríki eins og Bretiand get- ur komizt af án slökkviliðs. Þótt 194 hafi beðið bana í eldsvoðum siðan verkfallið hófst farast að meðaltali 177 i eldsvoðum á jafn- löngum tíma og verkfallið stóð. Eignatjón varð hins vegar 50% meira en við venjulegar aðstæður þar sem hermennirnir sem tóku að sér brunavörzlu voru lítt æfðir og illa búnir tækjum. Þótt brunaverðir verði að sætta sig við aðeins 10% kauphækkun var þeim lofað að þeir þyrftu ekki að stilla kaupkröfum sínum í hóf framvegis. Parry sagði að viku- kaup brunavarða mundi því hækka í 100 pund á næsta ári. Lady Churchill eyðilagði málverk Sutherlands London, 1 2. janúar. AP EKKJA Sir Winstons Churchill eyðilagði umdeild málverk Grahams Suther- lands af Churchill, að því er skiptamenn eigna ekkjunnar skýrðu frá í dag. Málverkið, sem einn virtasti listamaður Breta málaði, hvarf með dul- arfullum hætti eftir að brezka þingið gaf Churchill það í tilefni áttræðisafmælis hans 1954 Er Sutherland voru tjáð af- drif málverksins sagði hann að um skemmdarverk hefði verið að ræða. Hann kvaðst þó ekki hafa neinar áhyggjur og ekki bera neinn kala til ekkjunnar. Hvorki Churchill né konu hans féll málverkið í geð. ,,Það gerir mig bjánalegan, sem ég er alls ekki," sagði Churchill eitt sinn. Lady Clementine Spencer- Churchill eyðilagði málverkið rétt fyrir andlát eiginmanns síns. Hún neitaði alltaf að segja hvað orðið hefði um það. Þó tjáði hún fjölskyldu sinni að hún hefði eitt sinn lofað Churchill að málverkið skyldi aldrei koma mönnum fyrir sjónir. VEÐRIÐ víða um heim Amsterdam Aþena Berlin Brussel Chicago Frankfurt 5 skýjað 14 rigning 4 biart 5 rigning + 8 snjókoma 6 rigning Genf -5-2 snjókoma Helsinki 2 skýjað Jóhannesarb 22 skýjað Kaupmannahöfn 4 snjókoma Lissabon 16 bjart London 6 skýjað Los Angeles 19 skýjað Madrid 8 skýjað Malaga 10 léttskýjað Miami 20 skýjað M oskva -i-6 skýjað New York -5-2 bjart Ósló + 6 bjart Majorka 7 alskýjað Paris 6 skýjað Róm 13 rigning Stokkhólmur + 2 skýjað Tel Aviv 15 bjart Tokyo 15 bjart Vancouver 6 rigning Vinarborg -5-3 skýjað ÚTSALA — BÚTASALA — ÚTSALA — BÚTASALA — UTSALA — BÚTASALA — ÚTSALA — BÚTASALA — UTSALA — BUTAS S' _ _ 5 ro ro w UTS ALA-B UTASALA byrjar í dag. Mjög gott verð. 00 (O > O H W > ULL ACRYL NYLON TEPPABÚTAR STÓRIR OG LITLIR EINNIG NOKKRAR RÚLLUR Á NIÐURSETTU VERÐI í ð < »- 00 L FRIÐRIK BERTELSEN, teppaverzlun Lágmúla 7. < J SÍMI 86266 I ÚTSALA — BÚTASALA — ÚTSALA — BÚTASALA — ÚTSALA — BÚTASALA — ÚTSALA — BÚTASALA — ÚTSALA — BÚTAS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.