Morgunblaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JANUAR 1977 19 Staksteinar Framhald af bls. 7 fyrir aðdróttuninni, engin afsökunarbeiðni. Aðeins: staða Ólafs réttlætir skit- kastið! Þá eru heldur ekki sett fram nein haldbær rök fyr- ir þvi, hvers vegna Ólafi var meinað að svara fyrir sig á sama vettvangi og getsakirnar voru fram settar. Að kalla svar Ólafs, sem var sérlega prúðmannlegt, miðað við getsök, „skæting", er að bæta gráu ofan á svart af hálfu Svavars. Svavar hreytir þvi hins vegar i Ólaf að hann eigi að „taka viðtöl við Lions klúbbinn Njörð og sem flesta félagsmenn hans", eins og það er orðað. „Á það eitt var bent", segir Svavar, „en ekki það að Ólafur bæri ábyrgð á gjörðum þeirra klúbb- lima". Og svo rúsinan i pylsuendanum: „Má enda fyrr leggja byrðar á herðar manna en þeir axli þau ósköp sem sagt er frá manna á meðal af þeim klúbbbræðrum hans." Hér er enn höggvið i sama knérunn. Lionshreyfingin hefur komið fjölmörgu góðu til leiðar svo að segja i öllum byggðarlögum landsins. Það er hneyksli að setja hreyfingu sem slika, eða meðlimi hennar yfirleitt. á sakabekk, þó einn aðíli sæti sakarannsókn, hver svo sem niðurstaða þeirr- ar rannsóknar verður. Sorpblaðamennska af sliku tagi þarf að mæta svo kröftugri almanna- andúð að mönnum lærist i eitt skipti fyrir öll. að rit- mennska af sliku tagi á ekki upp á pallborð sæmi- lega hugsandi manna. — Hryðjuverka- menn Framhald af bls. 1 Rebmann ríkissaksóknari sakaði Miiller um að hafa smyglað sprengiefni inn í fang- elsið í nærbuxum sínum og hann sagði að lögfræðingarnir báðir hefðu notað nærbuxur sínar og einnig skjöl sín til að smygla skilaboðum frá hryðju- verkaforingjunum. Þar á meðal voru skipanir frá Baader, Gudr- un Ensslin og Raspe um að þeim yrðu útvegaðar byssur og sprengiefni. Hann sagði að upplýsingar frá fangelsuðum hryðjuverka- mönnum bentu til þess að hryðjuverkamennirnir hefðu um 100 felustaði á Stuttgart- svæðinu. Hingað til hafa aðeins níu felustaðir fundizt og einn þeirra var i skrifstofu Croiss- ants lögfræðings. • • — Ongþveiti Framhald af bls. 1 1495 1972 í 366 í fyrra. Eftir árásirnar í dag hvatti mót- mælendaleiðtoginn Harry West til þess að komið yrði á fót varnar- sveitum borgara. Hann gagnrýndi að margar leiðir væru opnar til miðborgarinnar frá hverfum kaþólskra og að brezkir hermenn stæðu fyrir óþörfu vegaeftirliti á svæðum mótmælenda. „Hvað lengi ætla borgarar Belfast að halda að sér höndum og láta tor- tíma borginni?“ spurði hann. Hryðjuverkamennirnir réðust á tvö vöruhús og ollu miklum skemmdum á krá, fjórum verzlun- um og pósthúsi. Tveir unglingar skildu eftir sprengjur fyrir utan vöruhús og komust undan í leigu- bil sem beið þeirra. Það er stefna hryðjuverka- manna að reyna að valda sem mestu efnahagslegu tjóni með árásum sínum og ráðast gegn fyr- irtækjum. Bretar verða að greiða eina milljón punda í hverri viku í skaðabætur vegna sprengjuárása. — Ræningjar Framhald af bls. 1 er fundið, sennilega urh það bil 16 milljónir schillinga. Mannræningjarnir játuðu einnig á sig nokkur bankarán. Þeir heita Franz Panagl og Paul Francis. Heimildir í lögreglunni segja að málið virðist ekki tengt vestur-þýzkum hryðju- verkamönnum eins og fyrst var talið. — íþróttir Framhald af bls. 31. reyndar segja um stúdenta, en það er mikill munur að vera í sigurliði og liði, sem nærri hafði unnið Glaðningurinn lenti KR meginn, en vissulega þurfti lítið til að því hefði verðið snúið á hinn veginn. Beztu menn KR voru án efa Einar Bollason, Andrew Piazza Jón Sigurðs- son og Bjarni Jóhannesson Allir náðu sína besta fram, en ekki má gleyma þvi, að skiptimenn KR áttu einnig mjög góðan leik. Hjá stúdentum var Dirk Dunbar í sérflokki og skoraði hann nánast hvar sem var á vellinum og hvernig sem var. Bjarni Gunnar Sveinsson átti þó einnig mjög góðan leik og Kolbeinn Kristinsson sem virðist loksins vera að ná sér á strik. Stig KR skoruðu: Piazza 26, Jón Sig 25, Bjarni 24, Einar 16 stig, Þröstur Guðmundsson 6 stig, Eiríkur Jóhannesson, Árni Guðmundsson og Gunnar Jóakimsson 2 stig hver og Kristinn Stefánsson 1 stig, en þess verður að geta að Kristinn varð að yfirgefa leikinn eftir 3 minútur vegna meiðsla. Stig ÍS skoruðu: Dunbar 42, Kol- beinn 21, Bjarni Gunnar og Steinn Sveinsson 1 1 stig, Jón Héðinsson og Ingi Stefánsson 8 og Gunnar Halldórs- son 2 stig Dómarar voru Kristbjörn Albertsson og Erlendur Eysteinsson Gerði Erlend- ur sig sekan um mistök í fyrri hálfleik, en í heild var dómgæzla þeirra félaga það besta, sem til islenzkra dómara hefur sést — GG. — Salyut-6 Framhald af bls. 15 dag. Sovézkir fjölmiðlar hrósa í dag sfðustu áföngum í geimvis- indum Sovétrikjanna sem „mikl- um tæknilegum sigri sovéskra vís- inda“. Reiknað er með að starf geim- faranna fjögurra í Salyut miðist fyrst og fremst að þvi að kanna hvernig haga skuli sem bezt sam- starfi fjölmargra geimfara i einni geimstöð í einu, en sem kunnugt er hafa sovéskir geimvisinda- menn haldið því fram að hag- kvæmast sé aö vinna að geim- rannsóknum i stórum mannmörg- um stöðvum þar sem fleiri en eitt geimfar komi við sögu í einu. I fyrri vistum i Salyut- geimstöðvum hafa rannsóknir beinst að skyldum þáttum, svo sem taugalegu og líkamlegu álagi af langdvölum í geimnum — Elstu barna- skólarnir Framhald af bls. 12 barnaskólanum og forráðamönnum bæjarins var Ijóst að byggja þyrfti nýjan skóla Bygging hófst árið 1 882 á horni Hafnarstrætis og Póst- hússtrætis og var skólinn tekinn i notkun 1 október 1883 Helgi E Helgesen lézt árið 1890 og þá tók við skólastjórn samkennari hans. Morten Hansen. cand theol Barna- skóli Reykjavikur starfaði i þessu húsnæði til ársins 1898. er nýr skóli var byggður við Tjörnina. Eftir það hefur þessi fyrsti barnaskóli, sem byggður var i Reykjavik, verið not- aður fyrir pósthús, landssimastöð og lögreglustöð — Miðaustur- lönd Framhald af bls. 9. Miðausturlöndum. Palestínu- mönnum hefur að vísu tekizt að sameina Arabana að sumu leyti gegn Israel — þótt á því virðist nú orðin breyting og geti hún orðið stórbrotnari — en þeim hefur ekki tekizt að vekja samúð og hlýhug Arabaheimsins. Palestinu- menn hafa vakið skelfingu hvar sem þeir fara og leiðtogar Araba eru sammáia um að þeim þurfi að halda í skefjum. Þessu veldur vissulega hryðju- verkaiðja PLO og ýmissa annarra samtaka Paiestínumanna sem með hryðjuverkum hafa vissulega vakið athygli umheimsins, en ekki margt annað. Hitt er ljóst að Palestínumenn sem búa i Israei eru undir stöðugum þrýstingi frá Palestínumönnum, sem eru ann- ars staðar og þeim er iegið á hálsi fyrir að hafa gerzt svikarar við málstað Palestinumanna og undirlægjur Israels. Þessa gætir vissulega mjög á landsvæðunum á Vesturbakkanum og á Gazasvæð- inu, en á öðrum stöðum í Israel, þar sem Israelar og Arabar hafa búið saman i áratugi virðist að mestu vera komin ró á og þar er og allt annar blær og bragur á en í þeim hlutum sem enn eru arabisk í landinu. Afstaða PLO: útrýming ísraelsríkis Ekki þarf um það að fjölyrða um hver er afstaða PLO til ísraels. Þar dugir ekkert minna en útrýming ríkisins, en PLO- menn eru þó ekki alls kostar á sama máli hvernig að því skuli staðið. En i bezta lagi skulu þeir Gyðingar sem fá þyrmt lífi sinu, fá að búa sem minnihlutaaðili „i lýðræðisríki Palestinuþjóðarinn- ar“. Hins vegar hefur á öllu mátt merkja síðustu mánuði að þrátt fyrir tregðu ýmissa Arabaleið- toga, t.d. Saudi Arabiukonungs, til að viðurkenna opinberlega og i eitt skipti fyrir öll að hann meti friðarviðleitni Sadats, og Husseins Jórdaniukonungs sem tvístígur og veit ekki á hvora sveifina hann á að halla sér — hefur þó óopinber stuðningur við frumkvæði Sadats vaxið og dregið hefur úr áhrifum PLO sem því nemur. Sadat telur að Palestinumenn geti unað við þá lausn sem hann hefur stungið upp á: brotthvarf ísraela af hernumdu svæðunum og ríki P: lestínumanna í tengsl- um við Jórdan. En Sadat virðist ekkert liggja á að fá þessu fram- gengt, honum er mest i mun að fá Israela til að viðurkenna að stefna beri að þessu en sé þó langtimaáætlun. Sadat óttast það ekki siður en aðrir Arabaleiðtogar og vitanlega ísraelar að sjálfstætt og fullvalda ríki Paléstínumanna sem lyti stjórn PLO myndi i einu vetfangi verða stórkostleg ógnun við Arabaleiðtoga i þessum heims- hluta. Hann væntir þess og að slíkt ríki myndi leyfa rikjum sem Egyptar eru fjandsamlegir, svo sem Sovétrikjunum, Alsir eða Libyu, að koma þar upp stöðvum og myndi ógnunin aukast enn, því að Sadat á marga fjendur. Þar af leiðandi gætir ákveðinn- ar firðar í yfirlýsingum Sadats um Palestinumenn. Þess vegna er mjög hæpið að málefni Palestínu- manna verði þröskuldurinn fyrst upphafið hefur þegar verið mark- að. Hussein Jórdaniukonungur hefur vissulega ekki virzt á ytra borði sérstaklega samvinnuþýður við Sadal. En þó er hann kannski sá Arabaleiðtoganna sem tefldi valdi sínu i hvað mesta tvisýnu með stofnun sjálfstæðs ríkis Pal- estinumanna því að hann getur nokkurn veginn gengið út frá því sem gefnu að þar með yrðí endir bundinn á veldi hans. Hins vegar er honum mjög hugnanleg sú til- hugsun að Palestinumenn fái ákveðna sjálfsstjórn á Vestur- bakkanum, en verði algerlega undir yfirstjórn konungdæmis hans. Þegar á allt er litið er málið flókið og erfitt viðfangs. Einkum og sér í lagi þegar tekið er mið af afstöðu Araba til Palestinu- manna. Hinu er ekki að leyna að Arabaríkin myndu kjósa að losna við Palestinu-Araba úr viðkom- andi löndum. Aðilarnir í þessari deilu eru ekki líklegir til að skipta mjög snögglega um skoð- un, að minnsta kosti verður að gæta þess að fela slík sinnaskipti í orðaskrúði og baktjaldamakki. Og þótt þeir skipti ekki íítt um skoð- un ganga yfirlýsingarnar stund- um þvert á það sem rétt áður hefur verið af munni mælt. Arabiskt máltæki segir: Ég heyri orð þín — og ég dáist að þeim. Ég sé gjörðir þínar — og ég undrast. (H.k. — heimildir New York Times, Facts about Israel, Politik- en, Neewsweek Time o.fl.) smurostarnir í borðöskjunum: veízlukostur til daglegmr neyzlu ± .. * * ■ — '• - ^ -»'? M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.