Morgunblaðið - 29.01.1978, Blaðsíða 41
félk f
fréttum
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANUAR 1978
41
Jörðin Miðdalur
í Laugardal
Enginn skilur hvað
þœr segja
+ Tviburasysturnar Grace
og Virginia Kennedy eru
eineggjatviburar og likar
eins og tveir vantsdropar.
Þær eiga heima i Banda
rikjunum og eru heilbrigðar
og glaðar stúlkur en hafa
þó valdið foreldrum sinum,
Tom og Christine Kennedy,
óskaplegum áhyggjum.
Þaer tala mál sem enginn
skilur nema þær tvær.
Móðir þeirra er þýzk en
faðirinn enskur og enska er
alltaf töluð á heimilinu.
Grace og Virginia skilja
greinilega ensku en tala sitt
eigið mál sem þær virðast
hafa fundið upp sjálfar.
Þegar þær voru 1 7 mánaða
fóru þær að babla barnamál
eins og flest önnur börn og
sögðu bæði mamma og
pabbi. En um það bil er þær
voru 3ja ára byrjuðu þær að
tala þetta óskiljanlega mál.
T.d. kalla þær hvor aðra
aldrei réttum nöfnum held
ur Poto og Cabengo. í
fyrstu héldu foreldrarnir að
telpurnar væru á einhvern
hátt vangefnar en fljótlega
kom í Ijós að svo var ekki.
Þegar að því kom að þær
Grace og Virginia áttu að
hefja skólagöngu útskýrðu
foreldrar þeirra vandamálið
fyrir forráðamönnum skól-
ans og eftir að þeir höfðu
talað við og prófað
stúlkurnar fengu
foreldrarnir þau svör að
þær ættu ekki heima í
venjulegum skóla. í janúar
1976 byrjuðu litlu systurn-
ar svo í skóla fyrir vangefin
börn í San Diego.
Foreldrarnir vissu að þær
áttu ekki heima í svona
skóla, en hvað áttu þeir að
gera, dætur þeirra fengu
ekki inngöngu í venjulegan
skóla, þær virtust hvergi
falla inn í kerfið. Þær voru
þó aðeins skamman tíma í
þessum skóla, þær áttu
ekki heima þar heldur. Fyrir
skömmu voru þær Grace og
Virginia svo teknar til rann-
sóknar á sérstakri tal-.
heyrnar- og taugadeild í
San Diego þar sem þeim er
kennt að tala ensku, með
góðum árangri, einnig hef-
ur ..tviburamálið" þeirra
verið tekið upp á segulbönd
til varðveislu og rannsókn-
ar fyrir sérfræðinga. „Við
erum farin að hlakka til
þegar við fáum svör sem vil
skiljum, þegar við tölum
við dætur okkar", segja
foreldrarnir.
Foreldrarnir hlakka til þegaröll fjölskyldan talar sama tungumálið
er laus til ábúðar frá næstu fardögum Uppl.
gefnar á skrifstofu Hins islenska prentarafélags,
Hverfisgötu 21, sími 16313
Umsóknum skal skila á sama stað sem fyrst
og eigi síðar en 20. febrúar 1 978.
Fasteignanefnd H.Í.P
mu^mmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmum^
LEIGUBÍLSTJÓRAR
Komið í sýningarsal okkar og sjáið nýja
Matadorinn Hann er sjálfskiptur með
aflhemlum, vökvastýri, stillanlegum sæt-
um og hitaðri afturrúðu. Áklæði eru mið-
uð við leigubilanotkun.
VERÐ TIL LEIGUBÍLSTJÓRA
KR. 2455ÞÚSUND
Enn lækkar
vöruverðið á
útsöluimi
Flauelsbuxur barna 2.S95. - 1.995.■
Terylenebuxur barna 3.495. - 1.995.
Herraskyrtur 1.995. - 609.
Khakiblússur, dömu 3.595. - 999.
'Einlitar dömublússur
m/2 brjöstvösum 2.995. - 599.
Dömupeysur 1.995. - 599.
Skólatöskur 3.595. - 999.
Vinnuvetlingar 498. - 299.
Loftljós 3.195. - 2.395.
Ath.: Rauó deliciousepli HAGK á kr. 199 kilóið AUP
EF ÞAÐ ER FRÉTT- ffj NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í ' MORGUNBLAÐINU