Morgunblaðið - 29.01.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.01.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANUAR 1978 héfst f i mérivídaœ v/Æ?%&%( . v- -í .?- ¦ - j FUNA OFNAR Höfum hafið framleiðslu nýrra miðstöðvarofna úr stálprófilsrörum. Ofnarnir eru sérstaklega gerðir fyrir íslenskar aðstæður, verk íslenskra fagmanna. Leitið tilboða, mjög stuttur afgreiðslufrestur og hagkvæm kjör. Ofnasmiója Sudurlands Hveragerói Simar: 99-4134 og 99-4566. ÞARFTUAÐKAUPA? ÆTLARÐUAÐSELJA? ^p ÞL" AIGLYSIR L'M ALLT LAND ÞEGAR ÞL ALGLYSIR I MORGLNBLAÐrNL" Sjötugur á morgun: Þórleifur Bjarna- son rithöfundur Mér er í barnsminni hár maður grannur sem dvaldist gjarnan heima á Siglufirði sumarlangt og mat síld fyrir Samvinnufélag ís- firðinga. Þórleifur hét hann Bjarnason, isfirskur kennari. Allt í einu er matsmaður þessi og kennari orðinn þjóðfræg persóna, höfundur fagurrar bókar sem meira var vandað til útgáfu á en venja var á stríðsgróðatímum seinni heimsstyrjaldar. Sú nefnd- ist Hornstrendingabók. En eftir það fækkaði ferðum Þórleifs Bjarnasonar til Siglufjarðar. Má vera að hann hafi lagt af þann göfuga starfa að meta sild. Og nokkurn veginn jafnsnemma hvarf silfurfiskurinn að mestu frá Norðurlandi. ildrei heyrði ég það þó kennt hornstrendskri fjöl- kynngi. Strák í menntaskóla berst í hendur stutt skáldsaga, Svo kom vorið. Einhvern veginn varð raun- in sú að því skáldverki gat hann ekki gleymt þótt margt af því sem þá fór með hvað mestum dy'n um stræti sé löngu brotið og týnt. En saga Þórleifs var hljóðlát og gædd svipuðum töfrum og margt gam- alt stef úr gleymdu kvæði. Síðan kom Tröllið. Og enn varir spurningin um hvað það sagði. Hitt er tæpast vafa bundið að fá skáldverk eigum við hæfari til kvikmyndunar. Örlagasaga rammíslensks fólks í hrikalegu umhverfi, þar sem atvinnuhættir mótast af einangrun og baráttu við harðleikin náttúruöfl, á brýnt erindi við hitaveitufólk á geim- ferðaöld. Og þó var ef til vill hugljúfust bókin um bernskuheim Þórleifs dagana hjá afa og ömmu. Þar töfr- ar hann fram horfna tíð og okkur skilst að hann er vaxinn úr grasi á fornöld íslenskra lífshátta. Samt hefur honum skilað fram á atóm- öld og sjötugur er hann á morgun. Ekki átti greinarkorn þetta að verða nein úttekt á ritstörfum Þórleifs Bjarnasonar enda margt ótalið, svo sem snjallar smásögur, leikrit og kennslubækur. Hins vildi ég aftur á móti géta að við kennslu mun Þórleif ur haf a verið töframaður engu siður en á rit- vellinum. Og námstjóri var hann ágætur, virtur og dáður af kenn- urum og skólastjórum frá Hval- firði vestur að Djúpi. En þó að Þórleifur Bjarnason sé ágætur af ritstörfum sinum, kennslu og námstjórn er hann þó bestur sem félagi og vinur, skemmtinn, margfróður og tröll- tryggur. Alúðarkveðjur og heillaóskir sendum við hjónin honum norður yfir fjóll og þökkum heila og trausta vináttu og glaðar, gengnar stundir. Guð gefi Þórleifi Bjarnasyni tóm til að skýra okkur íslending- um og helst sem flestum öðrum frá þvi hvað tröllið sagði. Olaf ur Haukur Arnason. Gátum stöðvað Hitler - segir gamaU þingmaður Munchen 27. janúar AP WILHELM Högner, sem var þing- maður þegar nazistar komu til valda í Þýzkalandi fyrir 45 árum, segir f viðtali við AP af því tilefni að andstæðingar Hitlers hefðu getað sigrazt á honum áður en hann treysti sig f sessi. Hitler komst til valda 30. janúar 1933, en treysti sig ekki í sessi fyrr en að afloknum kosningum, sem nazistar efndu til, þegar þing- ið samþykkti 23. marz að veita Hitler alræðisvald. Högner segir að lögreglan hafi á þessum tíma verið á bandi Weimar-lýðveldisins, sem Hitler leysi af hólmi, og hægt hefði verið ^F að binda enda á valdaferil hans, ef boðað hefði verið til allsherjar- verkfalls. Hins vegar segir hann að verkalýðsfélögin hafi litið svo á, að Hitler hafi komizt til valda með löglegum hætti. Högner sakar sósíaldemókrata um að hafa vanmetið Hitler og segir að leiðtogi þeirra, Otto Wels, hafi talið Hitler og stormsveitir hans brandarakarla frá Bæjara- landi. Friedrich Stampf, einn af leið- togum sósíaldemókrata, taldi að sögn Högners, að púðri væri eytt að óþörfu ef efnt yrði til alts- herjarverkfalls, og betra væri að geyma púðrið þar til síðar. Hann sakar einnig Miðflokkinn, sem var íhaldssamur og kaþólsk- ur flokkur, um að hafa vanmetið Hitler. Hann segir að sá flokkur hafi viljað að Þjóðverjar semdu við páfann, hvað sem það kostaði og Hitler hafi lofað að gera það. Högner segist sjálfur hafa gert sér grein fyrir hættunni sem staf- aði frá Hitler, frá upphafi og haf- ið baráttu gegn honum í Bæjara- landi 1920. Hann varaði kjósend- ur enn við Hitler 1932 og sagði: ,,Þegar Hitler sezt í sæti Bis- marcks verður það mesti smánar- dagur i sögu Þýzkalands." LYKILL HF. — BIFREIÐAVERKSTÆÐI ____________Smiðjuvegi 20 ÖNNUMST FLESTAR VIÐGERÐIR A BlLUM: Vélaviðgerðir Stillingar Hemlaviðgerðir Rafkerfi Sjálfskiptingar Ljósastillingar OPIÐ FRÁ KL. 7,30 — 18,00 — SÍMI 7 6650

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.