Morgunblaðið - 29.01.1978, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANUAR 1978
Umfangsmikilli undirbúningsvinnu að byggingu
Þjóðarbókhlöðu er nú að ljúka og framkvæmdir við
grunn hússins að hefjast. Vilhjálmur Hjálmarsson,
menntamálaráðherra, tók í gær fyrstu skóflustunguna
að húsinu, sem standa mun á horninu við Hringbraut
og Birkimel. Húsið vcrður fjögurra hæða, hæðirnar
10.141 fermetri eða 45.403 rúmmetrar. Kjallarinn
verður 2.632 fermetrar eða 8.136 rúmmetrar. 1 húsið
flyzt, þegar það hefur risið, Landsbókasafn og Há-
skólabókasafn, en Þjóðskjalasafn verður eftir í gamla
safnahúsinu við Hverfisgötu. Framkvæmdaáætlun
gerir ráð fyrir því að húsið verði fullgert á fimm árum
og að heildarkostnaður verði rúmlega tveir milljarðar
krón a.
Morgunblaðið birtir hér greinargerð, sem Finnbogi
Guðmundsson landsbókavörður hefur tekið saman um
Þjóðarbökhlöðuna:
„Hugmyndin um samein-
ingu Landsbókasafns og
Háskólabókasafns í nýrri
safnbyggingu er orðin
gömul. Þorkell Jóhannes-
son háskólarektor og fyrr-
um landsbókabörður for-
maður nefndar, er skipuð
var haustið 1956 til að
fjalla um þessi mál, lýsti
þegar í upphafi „þeirri
skoðun sinni, að hann teldi
skipulagslega óheppilegt
og fjárhagslega óhagstætt,
að hér væri haldið uppi
tveimur vísindalegum
bókasöfnum, er hefðu. ..
litla sem enga samvinnu
sín á milli". Og ennfremur,
1969 svo m.a. um bóka-
safnsmál: „Háskólanefnd
tekur eindregið undir þær
hugmyndir, sem fram hafa
komið um nauðsyn þess að
tengja saman ettir því sem
auðið er Landsbókasafn og
Háskólabókasafn. Verður
afl þeirra safna samein-
aðra ólíkt meira en tveggja
lítilla safna og vanmegn-
urgra".
Én í ákæðum nýrra laga
um Landsbókasafn, er
samþykkt voru á Alþingi
vorið 1969, er einmitt gert
ráð fyrir þeirri samtenginu
safnanna, sem hér um ræð-
Tveir sérfræðingar, þeir
Harald L. Tveterás há-
skólabókavörður í Osló og
Edward J. Carter bóka-
vörður og arkitekt frá
Bretlandi, komu hingað
tvisvar, 1969—1970, á veg-
um Menningar- og fræðslu-
stofnunar Sameinuðu þjóð-
anna, íslenzkum bókavörð-
um og byggingarnefnd til
halds og trausts, og lögðu
þeir fram mikilsverðar til-
lögur.
Að loknum þessum og
öðrum undirbúningi, svo
sem samningu forsagnar
um bókhlöðuna, er út kom
í nóvember 1971 og að
stóðu ásamt Óla J. Ás-
mundssyni arkitekt, að-
stoðarmanni byggingar-
nefndar, þeir Finnbogi
Guðmundsson og Ölafur
Pálmason úr Landsbóka-
safni og Einar Sigurðsson
frá Háskólabókasafni, var
arkitektunum Manfreð Vil-
hjálmssyni og Þorvaldi S.
Þorvaldssyni falið að
teikna bókhlöðuna, en sem
ráðunautur var fenginn H.
Faulkner-Brown arkitekt
frá Newcastle, víðkunnur
fyrir teikningar bókasafns-
bygginga af því tagi, sem
að ekki væri „unnt að leysa
bókaþörf Háskólans í heild
sinni með sameiningu við
Landsbókasafnið á viðun-
andi hátt og til frambúðar
með öðru móti en því að
reisa nýtt safnhús. . . í
næsta nágrenni við há-
skólabygginguna".
Úr framkvæmdum varð
þó ekki í það sinn, en ný
nefnd, er skipuð var tíu
árum síðar, komst að svip-
aðri niðurstöðu, og var for-
maður þeirrar nefndar
Birgir Thorlacius ráðu-
neytisstjóri. Umræður á
Alþingi síðla árs 1967 um
málefni safnanng leiddi til
þess, að stofnaður var
byggingarsjóður safnhúss
með nokkru byrjunarfram-
lagi. Þjóðhátíðarnefnd sú,
er Alþingi skipaði 1966 til
að gera tillögur um það, á
hvern hátt íslendingar
skyldu minnast ellefu alda
afmælis íslandsbyggðar
1974, kannaði þegar vorið
1968 viðhorf þingflokk-
anna tíl byggingar þjóðar-
bókhlöðu og fylgdi hug-
myndinni síðar rækilegar
eftir.
Háskólanefnd, er skipuð
var haustið 1966 „til þess
að semja áætlun um þróun
Háskóla íslands á næstu
tuttugu árum“, sagði í
skýrslu sinni í september
ir, þ.e. með tilkomu þjóðar-
bókhlöðu.
Á 150 ára afmæli Lands-
bókasafns í ágúst 1968 kom
fram, að borgarráð hefði á
fundi sínum 30. júlí þá um
sumarið samþykkt að gefa
kost á lóð undir bókasafns-
byggingu við Birkimel
nærri Hringbraut, og sam-
þykkti borgarráð nákvæm-
lega þremur árum síðar,
30. júlí 1971, fyrirheit um
allt að 20.000 ferm. lóð á
umræddum stað.
Alþingi hafði vorið 1970
samþykkt þingsályktunar-
tillögu, þar sem segir, að í
tilefni af ellefu hundruð
ára afmæli íslandsbyggðar
1974 skuli reist þjóðarbók-
hlaða, er rúmi Landsbóka-
safn Islands og Háskóla-
bókasafn".
Hinn 15. júlí 1970 skip-
aði Gylfi Þ. Gíslason
menntamálaráðherra bygg-
ingarnefnd þjóðárbók-
hlöðu, og áttu þá sæti í
henni Magnús Már Lárus-
son háskólarektor, Hörður
Bjarnason húsameistari
rfkisins og Finnbogi Guð-
mundsson landsbókavörð-
ur sem formaður. Guðlaug-
ur Þorvaldsson háskóla-
rektor tók síðar sæti
Magnúsar Más Lárussonar
í nefndinni.
hér um ræðir. Til liðs við
arkitektana voru ráðnir
byggingarverkfræðingarn-
ir Bragi Þorsteinsson og
Eyvindur Valdimarsson,
Sigurður Halldórsson raf-
magnsverkfræðingur,
Kristján Flygenring véla-
verkfræðingur og Reynir
Vilhjálmsson garðarkitekt.
Þá hefur Karl Guðmunds-
son verkfræðingur unnið
síðustu mánuðina með
hönnuðunum, verið þar
tengiliður og driffjöður.
Líkan bókhlöðunnar hefur
smíðað Guðlaugur
Jörundsson líkansmiður.
Miklar vonir voru lengi
bundnar við, að unnt yrði
að hefja byggingarfram-
kvæmdir á þjóðhátíðarár-
inu 1974, en ýmsar tafir
m.a. vegna samningsgerðar
við Reykjavíkurborg um
Birkimelslóðina, ollu því,
að fresta varð þeim enn um
sinn.
Nú hafa samningar tek-
izt, teikningar verið sam-
þykktar og byggingarleyfi
verið veitt, jafnframt því,
sem fjárveiting Alþingis
gerir kleift að hefja fram-
kvæmdir, fyrst við girð-
ingu lóðar og jarðvinnu, en
síðar í framhaldi af því við
að steypa upp bókhlöðuna.
Fer það eftir fjárveitingu á
næsta ári, hvað hratt sá
Suðurhlið Þjóðarbókhliiðunnar. Til hægri við innganginn eru tröppur fyrir gesti
safnsins, en geti þeir ekki komizt upp tröppur, er aflíðandi brú til hægri við innganginn
eins og sést á myndinni.
Þannig myndi Þjóðarbókhlaðan lfta úr úr lofti. Takið eftir að lóðin myndar eins konar
skál og stendur húsið í henni miðri.
hluti verksins sækist, en í
framkvæmdaáætlun
þeirri, er fyrir liggur, er
gert ráð fyrir, að komizt
verði í þann áfanga í árslok
1979.
Þjóðarbókhlaða verður
fjórar hæðir auk kjallara.
Gengíð er inn í bókhlöðuna
að sunnan á annarri hæð.
Á þeirri hæð verða spjald-
skrár safnsins og margvis-
leg önnur hjálpargögn,
aðalafgreiðsla vegna út-
lána, starfsdeildir safnsins
svo sem aðfangadeild,
flokkunar- og skráningar-
deild og miðstöð lesenda-
og stofnanaþjónustu, enn-
fremur stjórnardeild. A
þeirri hæð verður og fata-
geymsla, sýningaraðstaða,
fyrirlestrarsalur og kaffi-
stofa gesta.
Af hæðinni verður geng-
ið niður á jarðhæð hússins
sem ætluð er svokallaðri
þjóðdeild safnsins. Þar
verður sérspjaldskrá um
íslenzka bókakostinn, enn-
fremur handbækur hvers
konar, lestrarsalur, hand-
ritasalur, hið merka Bene-
diktssafns, er Benedikt S.
Þórarinsson gaf Hásköla
Islands á sínum tíma,
kortasafn o.fl. Bóka-
geymslur þjóðdeildar
verða á þessari hæð, en
jafnframt í kjallara, þar