Morgunblaðið - 29.01.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.01.1978, Blaðsíða 5
Samskipti hersins og íslendinga ..Leikritið fjallar um þann póker sem leikinn er á heiðinni, bæði af hernum á Keflavíkur- flugvelli og íslendingum," sagði Björn Bjarman, í viðtali við Mbl., en Björn er höfundr nýs sjónvarpsleikrits, ..Pókers", sem frumflutt verður i kvöld. Björn sagðist ekki hafa séð MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANUAR 1978 5 leikritið, þar sem hann hefur legið á spítala í Lundúnum með „brotna bringu". Leikritið lýsir starfi leigubifreiðarstjóra í Keflavík og þau áhrif sem varn- arliðið hefur á starf hans og hann sjálfan Það var tekið upp i sumar og var það allt tekið upp ,,á staðn- um", en ekkert tekið upp i stúdíói Leikritið hefur verið unnið nú að undanförnu, en vegna sjúkrahúslegu sinnar hefur Björn ekki átt þess kost að fylgjast með því verki og var hann því ófær um að segja nokkuð um það „Póker" mun verða boðið öðrum Norðurlöndum til sýn- inga i næsta mánuði, en eins og kunnugt er hafa Norður- löndin gert samning um skipti á sjónvarpsefni. Leikstjóri leikritsins er Stefán Baldursson, en með aðalhlut- verk fara Sigmundur Örn Arn- grímsson, Róbert Arnfinnsson, Valgerður Dan og Kristbjörg Kjeld. Baldur Hrafnkell Jóns- son sá um kvikmyndun, Snorri Þórisson um myndatökuna en hljóðupptakan og hljóðsetning var i höndum Odds Gústafs- sonar. Leikritið hefst klukkan 20.30 og er 70 minútna langt. Atriði úr hinu nýja íslenska sjónvarpsleikriti „Póker" sem frumflutt verður i kvöld. ENGAR ÓDÝRAR LAUSNIR! Picture no. 3003 Fólk er misjafnt, svo og Irtsjónvörp. Sérhver ákveður, hve mikið er fjárfest í litsjónvarpi. Samt sem áður er enginn vafi á, að (náin) tengsl eru milli verðs og gæða. Bang&Olufsen litsjónvörp eru ekki meðal þeirra ódýrustu á markaðinum. Þú munt fljótlega uppgötva .ivers vegna. Bang & Olufsen Irttækin hafa til að bera gæði, sem öruggt er að sumir vildu ekki vera án — og sem aðrir framleiðendur geta ekki boðið. Bang&Olufsen Varanleg litgæði: Leiðrétta litstillinguna 50x á sekúndu Skipholti 19 R. S. 29800 (5 línur) 27 ár í fararbroddi Picture no. 3006

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.