Morgunblaðið - 04.02.1978, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.02.1978, Qupperneq 1
44 SlÐUR OG LESBÓK 29. tbl. 65 árg. LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Carter hvetur Sadat til að gæta stillingar U ashington. 3. febrúar Routor. ANWAR Sadat, forseti Eg.vptalands, kom til Washing- sem var fyrsti viðkomustaður hans á ferðalagi til átta ton í kvöld til viðræðna við Carter forseta um friðartil- landa. Cyrus Vance utanríkisráðherra tók á móti honum raunir Egvpta og Ísraelsmanna. á Andrews-flugvelli og þeir fóru þaðan með þvrlu til Sadat kom með flugvél frá Rabat, höfuðborg Marokkó, Hvíta hússins. Járnbrautarlestin á myndinni varð undir snjóskriðu í svissnesku Ölpunum og hafnaði á brúnni. Fjórir slösuðust. Sjá frétt um snjóflóðin í Ölpunum á bls. 20. Schmidt hreinsar til eftir njósnahneyksli Bonn, 3. febrúar. Reuter. AF. HELMUT Schmidt kanzlari skip- aði nýjan landvarnaráðherra í dag og gerði nokkrar aðrar mikil- vægar breytingar á stjórn sinni vegna hlerunarhneykslisins landvarnaráðuneytinu. f Vietnam- sendiherra brottrækur Washington, 3. feb. Reuter. BANDARlSKA stjórnin vfsaði úr landi í dag sendiherra Vfet- nams hjá Sameinuðu þjóðun- um, Dinh Ba Thi, sem hefur verið sakaður um að hafa verið viðriðinn njósnamál, sem skýrt var frá í vikunni. Seinna neitaði vfetnamska sendinefndin að taka mark á hrottvfsuninni og sagði að vfet- namski sendiherrann mundi halda áfram störfum hjá Sam- einuðu þjóðununt. 1 yfirlýsing- unni voru ásakanir Banda- rfkjamanna kallaðar tilbún- ingur og sagt að þær hindruðu að eðlileg samskipti kæmust á milli landanna. Þetta er í fyrsta skipti sem sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum er lýstur „óæskileg- ur“ í Bandarikjunum að sögn talsmanns bandaríska utanrík- Framhald á bls. 24 Georg Leber hefur sagt af sér starfi landvarnaráðherra, sem hann hefur gegnt í fimm ár, og játað að hafa veitt þinginu vill- andi upplýsingar um hleranir leyniþjónustu hersins. Við starfi hans tekur Hans Apel fyrrver- andi fjármálaráðherra, sem er talinn skjólstæðingur kanzlarans. Apel hefur áður neitað að gegna starfi landvarnaráðherra, þar sem hann hafi enga reynslu haft af hermálum. Hann var að- eins 13 ára gamall þegar heims- styrjöldinni lauk og er eini vest- ur-þýzki Iandvarnaráðherrann, sem hefur aldrei klæðzt einkenn- isbúningi. Kanzlarinn skipaði alls fjóra unga sósialdemókrata ráðherra í stjórn sinni. Hans Matthöfer fyrr- verandi vísindamálaráðherra tek- ur við starfi fjármálaráðherra af Apel. Rainer Offergeld aðstoðar- fjármálaráðherra tekur við ráðu- neyti þvf sem fer með aðstoð við þróunarríki. JUrgen Schmude verður menntamálaráðherra. Ákvörðun Schmidts bar svo brátt að, að Schmude fréttj um skipun sína í hið nýja embætti þegar hann var enn á ferðalagi í Suður- Afríku með nefnd sósíaldemó- krata. Kristilegir demókratar segja um breytingarnar. að þær muni draga fall stjórnarinnar á lang- Framhald á bls. 24 Áður en Sadat kom ræddi Carter forseti við Walter Mondale varaforseta, Cyrus Vance utan- rikisráðherra og Zbigniew Brzezinski, ráðunaut sinn i þjóðaröryggismálum, um ástandið i Miðausturlöndum og beiðni Sadats um hergögn, þar á meðal orrustuþotur af gerðinni F5E. Frá Washington fara forsetarnir ásamt ráðunautum sinum til Camp David þar sem þeir munu ræðast við um helgina. Bandariskir embættismenn segja, að Sadat vilji tryggja sér stuðning almenningsálitsins í heiminum, einkum Bandarikjun- um, við þá staðhæfingu, að ísraelsmenn standi i vegi fyrir friðarsamningi. En þeir gera ráð fyrir því, að Carter forseti muni hvetja Sadat forseta til að sýna ró og þolinmæði og hefjast handa um hljóðlátar samningaumleitan- ir í kyrrþei, svo að rólegra andrúmsloft verði i Miðaustur- löndunum. Þeir segja, að Sadat haldi að Bandarikjamenn telji hann sátta- semjara, en tortryggi Menachem Begin, forsætisráðherra Israels og bandariskir ráðamenn muni hvetja hann til að ganga ekki of langt i slikum málflutningi. Egypzkar heimildir herma, að Sadat muni segja Carter frá vor.- brigðum sinum með þann ósveigjanleik, sem hann telur ísraelsmenn hafa sýnt, og hvetja bandariska forsetann til að taka frumkvæðið, leggja fastar að Israelsmönnum að láta undan i mikilvægustu málum, þannig að Framhald á bls. 24 Fálldin í mál við dagblað Stokkhólmi, 3. febrúar. AP. THÖRBJÖRN Fálldin forsæt- isráðherra sagði i dag, að hann hefði ákveðið að höfða mál gegn jafnaðarmannamálgagn- inu Aftonhladet, sem hefur kallað hann „geðklofa" í grein, sem var skrifuð I gamansöm- um dúr. Fálldin segir að i greininni hafi verið farið út fyrir ramma þess frelsis sem blöð eigi að njóta, og hann vilji ganga úr skugga um, hvort slík skrif séu leyfileg. Hann krefst þess að fá eina sænska krónu í skaðabæt- ur til málamynda. Sænskur forsætisráðherra hefur ekki áður farið i mál gegn dagblaði á síðari timum. Greinin í Aftonbladet var skrifuð sem frétt frá geð- sjúkrahúsi, þar sem sagt var að Falldin hefði verið lagður inn vegna þess að hann væri orð- inn „geðklofi" á því að geta ekki tekið ákvörðun í kjarn- orkumálinu, sem talið er að geti leitt til stjórnarkreppu í Sviþjóð. Blaðið hefur beðið Fálldin afsökunar. Frankinn á niðurleið Parfs, 3. febrúar. Reuter. FRANSKI frankinn hrapaði í verði I dag, þar sem frönsk stór- fyrirfyrirtæki óttast að vinstri- flokkarnir sigri I kosningunum i marz og vilja ekki eiga of mikið Arásir yfir landamæri á stöðvar í Nicaragua Managua, 3. febrúar. AP. FJÖRTAN hafa beðið bana og 24 særzt í bardögum vinstrisinnaðra skæruliða og þjóðvarðliða I þrem- ur bæjum I Mið-Amerfkuríkinu Nicaragua að sögn stjórnar lands- ins i dag. Normal L. Wolfson, bandarfsk- ur talsmaður Anastasio Somoza forseta, sagði að sex varðliðar hefðu beðið bana og átta særzt I árásum þjóðfrelsisfylkingar Sandinista á Stöðvar Þjóðvarðliðs- ins I bæjunum Granada og Rivas í suðurhluta Nicaragua og á Ianda- mærastöðina Penas Blancas. Wolfson sagði að átta eða níu skæruliðar hefðu fallið og 61 særzt í bardögunum, sem hófust seint i gærkvöldi og fjöruðu út í morgun. Hann hélt því fram, að skæru- liðarnir væru vel vopnaðir og hefðu gert árásir sínar frá grann- ríkinu Costa Rica. H:nn sagði, að skæruliðar hefðu ráðizt yfir landamærin í Penas Blancas. Skömmu síðar réðst einn hópur skæruliða á stöðvar Þjóðvarðliðsins við aðal- torgið í Grananda, um 45 km suð- austur af höfuðborginni Managua Framhald á bls. 24 af frönkum, ef frankinn heldur áfram að falla. Frankinn hefur lækkað um þrjá af hundraði gagnvart dollar síðan á miðvikudag og þó fer doll- arinn einnig lækkandi. Að baki býr uggur um að stjórn, sem kommúnistar og jafnaðarmenn kunni að mvnda eftir kosningarn- ar, þjóðnýti stórfyrirtæki og dæmi þau f skattasektir. Stuðningsmenn stjórnarinnar hafa flýtt sér að halda því fram, að ókyrrðin á gjaldeyrismörkuð- unum sé forsmekkur þess sem muni gerast ef vinstriflokkarnir fái meirihluta í kosningunum. Þannig sagði Raymond Barre for- sætisráðherra, að veikleiki frank- ans ætti sér sálfræðilega skýr- ingu, stafaði af pólitiskri óvissu og sýndi glöggt, hvað væri í hufi i kosningunum 12. og 19. marz. Jafnframt hélt Michel Ponita- towski fyrrverandi innanríkisráð- herra þvi fram, að kommúnistar mundu setja það skilyrði, ef þeir Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.