Morgunblaðið - 04.02.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.02.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1978 — 60 daga gæzluvarðhald Framhald af bls. 44. upp í fíkniefnamáli hér- lendis. Umræddur maður var handtekinn á Húsavík fyrr í vikunni vegna gruns um þátttöku í þessu máli en þar starfaði hann sem sjó- maður. Samkvæmt upplýsing- um, sem Mbl. hefur aflað sér, er hér um að ræða meintan innflutning - á mörgum kílóum af fíkni- efnum. Maðurinn var úr- skurðaður í 5 daga gæzlu- varðhald á Húsavík og fluttur til Reykjavíkur í yfirheyrslu. Gæzluvarð- haldið var f ramlengt um 60 daga í gær af Arnari Guð- mundssyni fulltrúa við Fíkniefnadómstólinn. Maöurinn hefur kært þennan úrskurð til Hæsta- réttar og einnig gæzluvarð- — Borgarráð Framhald af bls. 44. hafa fyrst neitað vanskilum hafi Páll greitt 9. desember umræddar fjárhæöir. og jafnframt sagt aö ekki væri um frekari vanskil að ræða' Endurskoðunardeildin hafi þá hafið nánari athugun og strax 12. desember hafi komið fram grunur um frekari vanskil. Þann dag sagði Páll starfi sínu lausu. Var honum þá jafnframt tjáð af borgarstjóra, að endurskoðunar- deildin óskaði eftir að gera leit að skjólum í herbergi hans og hon- um gefinn kostur á að vera víð- staddur, sem hann afþakkaði. haldsúrskurðinn, sem kveðinn var upp á Húsavík. — Frissi köttur Framhald af bls. 44. myndina sjö sinnum á kvik- myndahátiðinni", sagði Jón. "Ég hafði strax samband við það fyrirtæki, sem ég keypti sýn- ingarréttinn af og kom þá í Ijós, að leyfi þess var bundið við eina sýningu fyrir boðsgesti á kvik- myndahátíðinni. Þessa afstöðu ítrekaði þetta fyrirtæki í sím- skeyti til aðstandenda kivk- myndahátiðarinnar. Ég fór svo fram á fund með þeim, þar sem ég bauð að myndin yrði sýnd tvisvar, þrisvar sinnum án endurgjalds, en þessu tilboði var ekki svarað." — Mývatn Framhald af bls. 2 freyja í Alftagerði, minnir gæzlu- mennina á að huga að símritum og föstum merkjum og lesa sam- tímis af vatnsstöðunni, þegar veður er stillt og hefur svo verki undanfarið. í upphafi árs 1977 var vatns- staðan nálægt 50 sm á báðum mælunum (við Alftagerði og Grimsstaði). Landris var þá að- eins 1—2 sm á Grímsstóðum. I lok árs 1977 leynir landrisið sér ekki við samanburð á tínuritum. Og nú í jariúar litur út fyrir að norður- og norðausturströndin sé tekin að síga, sem fyrr er sagt. Loðna Framhald af bls. 44. verið lítil veiði síðustu tvo sólar- hringa vegna þess, hversu dreifð loðnan væri. Gangan sem fór fyrir Langanes eftir 20. janúar var lítil og við hana hefur litið sem ekkert orðið vart út af Austfjörðunum. Langanesloðnan nú myndi hins vegar ganga mjög hratt suður með Austfjörðunum eftir hrogn- um og svilum að dæma. Þetta myndi þá vera þriðja loðnugang- an, sem þeir á Bjarna Sæmunds- syni fundu í gær. í fyrrinótt fengu 22 loðnuskip afla; samtals 5.100 lestir. — Óánægja Framhald af bls. 2 voru vinnulaun greidd í Hróa hf., og allt inn á hlaupareikninga í útibúi Landsbankans og var all- mikil óánægja hjá nokkrum starfsmanna vegna þess. Forráða- menn hraðfrystihússins eiga eftir að kanna vilja starfsmanna sinna, en frystihúsið greiddi vinnulaun í dag í reiðufé sem ekki var fengið f útibúi Landsbankans. Það sem verkafólk setur helzt fyrir sig er að samningar kveða á urn, að laun skuli greidd i reiðufé. Sömuleiðis það að ekki kæra sig allir um hlaupareiknings- eða bankabókarviðskipti með laun sem venjulega hverfa strax í gjaldfallnar greiðslur og sé því bara amstur af slíku. í siðasta lagi nefna margir að þeir séu í við- skiptum við Sparisjóð Olafsvíkur og vilji sjálfir ráða, hvar þeir hafa peningaviðskipti sín. Reikna má með að vinnuveitendur og laun- þegar hér í Olafsvik leiti sam- eiginlega að lausn, sem allir geta fellt sig við. —Helgi. — Kosning Framhald af bls. 2 boð, en fulltrúaráðsmeðlimir eiga að kjósa 8 menn úr þeim hópi og verður að kjósa fæst sjö til að seðillinn sé gildur. I framboði eru; Anna Borg, framkvæmdastjóri, Bjarni Guð- brandsson, pípulagningameistari, Bogi Ingimarsson, hrl., Brynjólf- ur Bjarnason, rekstrarhagfræð- ingur, Hannes Þ. Sigurðsson, deildarstjóri, Hinrik Bjarnason, framkvæmdastjóri, Inga Magnús- dóttir, húsmóðir, Jóna Sigurðar- dóttir, húsmóðir, Jón Hjartarson, forstjóri, Sigurður Angantýsson, rafvirki, Skafti Harðarson, skrif- stofumaður, Þorvaldur Mawby, framkvæmdastjóri, og Þorvaldur Þorvaldsson, bifreiðastjóri. — Skírnir Framhald af bls. 44. Akranesi, sem gerir út bátinn, þegar Mbl. ræddi við hann í gær. Haraldur sagði að vélin í bátnum væri splunkuný. Hún var sett í hann seinni hluta árs í fyrra og var aðeins búið að keyra hana í 1400 klukku- stundir þegar bilunin varð. Vélin er af Alpha-gerð og var hún sett í bátinn í Frederiks- havn í Danmörku. Sem fyrr segir komu sér- fræðingar frá verksmiðjunum og litu á vélina. Fundu þeir sprungu í slíf, sem talið er að hafi orsakað skemmdirnar á vélinni. Töldu þeir að mistök hefðu átt sér stað við niður- setningu vélarinnar og þar sem vélin er í ábyrgð, borga verksmiðjurnar tjónið. Hafa þær sent danskan dráttarbát til landsins, sem. mun draga Skírni til Frederikshavn. Skírnir var frá veiðum í fyrrasumar á meðan unnið var að niðursetningu vélarinnar og nú er Ijóst að skipið missir af vetrarloðnuvertíðinni einnig. Er þetta mikið tjón fyrir út- gerðina og þá ekki síður áhöfn skipsins, sem missir af tveimur loðnuvertiðum í röð vegna bil- unarinnar. — Lægsta tilboð Framhald af bls. 3. Englandi, en tilboðið var ófull- komið og var af þeim sökum ekki unnt að gefa upp tölur úr þvi. Tilboðin, sem opnuð voru í gær gilda óll i 6 mánuði frá opnunardegi og samkvæmt þeim er Landsvirkjun áskilinn réttur til að festa kaup á þriðju vélasamstæðunni innan 48 mánuða frá því að tilboði er tekið. Vélarnar tvær eru hvor um sig 70 megawött, en gert er ráð fyrir að Hrauneyjafoss- virkjun fullbúin verði 210 MW. — Sendiherra brottrækur Framhald af bls. 1. isráðuneytisins, John Trattn- ers. Þetta er einnig f fyrsta skipti sem sendiherra hefur verið sakaður um þátttöku í njósnamáli í Bandaríkjunum að sögn talsmannsins. Talsmaðurinn vildi ekki til- greina hvaða hlutverki Thi sendiherra hefði gegnt í njósnamálinu. Auk hans voru viðriðnir málið starfsmaður bandarísku upplýsingaþjón- ustunnar og víetnamskur hag- fræðingur. — Schmidt hreinsar til Framhald af bls. 1. inn, en ekki afstýra falli hennar. Hans-Dietrich Genscher utanrík- isráðherra, lir flokki frjálsra demókrata, samstarfsflokki sósíaldemókrata í ríkisstjórn, full- vissaði sósialdemókrata um áframhaldandi stuðning flokks síns. Leber fráfarandi landvarnaráð- herra naut mikila álits og i aðild- arlöndum bandalagsins NATO, en vinstrisinnaðir sósíaldemókratar tortryggðu hann vegna harðrar afstöðu hans gegn kommúnistum. • Leyníþjónusta hersins hlei aði samtöl ritara Lebers án þess að láta hann vita. Starfsmenn leyniþjónustunnar eru einnig taldir hafa hlerað samtöl starfs- manna ráðuneytisins án vitundar hans. Heimildir í flokki sósíaldemó- krata herma, að Schmidt hafi lengi ætlað að gera breytingar á stjórn sinni og hlerunarmálið hafi aðeins flýtt fyrir breytingunum. — Carter hvetur Sadat Framhald af bls. 1. skriður geti komizt á viðræður landanna, og taka sér Henry Kissinger fyrrverandi utanrikis- ráðherra til fyrirmyndar. Sadat mun aðallega benda á það í Camp David. að ísraelsmenn krefjist áframhaldandi búsetu Gyðinga á Sinaiskaga og vilji að- eins veita Palestínumönnum á vesturbakka Jórdan takmarkaða sjálfstjórn. Carter gagnrýndi i vikunni landnám Gyðinga á herteknum svæðum og kvað það ólöglegt og hindrun í vegi fyrir friði. Hann sagði líka að leysa yrði Palestínu- málið i öllum atriðum. þött hann væri sammála þeirri afstöðu ísraelsmanna að fallast ekki á stofnun sjálfstæðs Palestínurikis á vesturbakkanum. Að sögn bandariskra embættis- manna mun Carter hlusta vand- lega á Sadat áður en hann ákveður hvaða ráðstafanir hann skuli gera til að koma skriði á friðarviðræðurnar. Carter skilur ekki enn hvers vegna Sadat sleit viðræðunum í skyndi í Jerúsalem i siðasta mánuði og er sagður telja rósemi nauðsynlega í Miðaustur- löndum um stund, svo menn átti sig betur á vandamálunum. Bandarlskir embættismenn búast ekki við stórtíðindum frá Camp David. Eh Sadat forseti ætlar að halda uppi harðri sókn fyrir málstað sínum opinberlega. þegar hánn kemur aftur til Washington. Hann ætlar að halda meirih'áttar ræðu i blaðamahna- klúbbhum i milli Rafah á gömlu egypzku landamærunum og El Arish. Hann kvað stjórn siha hafa, ákveðið að efla aðeins og .stækjí'a núverandi byggðir á svæðinii nal- ægt Rafah. Hann sagði. að enginn ísraelskur leiðtogi hefði nokkru sinni lofað Bandarikjamönnum að hefja ekki nýtt landnám á her- teknum svæðum. — 0 — 1 Algeirsborg sögðu leiðtogar landa. sem eru andvig stefnu Sadats i dag. að samningur, þar sem Palestínumenn væru snið- gengnir. gæti aðeins táknað það. að „strið lægi niðri". Þeir kváðu stefnu Sadats til þess fallna að breyta Miðausturlöndum i vett- vang árekstra milli „afla heims- valdastefnu og sjálfstæðis". Þeir fordæmdu „ihlutun heimsvalda- sinna" i Miðausturlöndum og Norður-Afriku og kváðu sovézk vopn hafa að engu gert þá goð- sögn, að ísraelsmenn væru ósigr- andi. Á milli línanna í yfirlýsingu þeirra mátti lesa dulbúna hótun um beitingu vopnavalds. manntjón varð meira samkvæmt öðrum heimildum. Sandinistar eru marxistar og hafa reynt að steypa Somoza af stóli í rúm tíu ár. Verkfall geng stjórn Somoza, sem hófst fyrir tólf dögum, stendur enn og nær til landsins alls. — Frankinn á niðurleið Framhaldaf bls. 1. sigruðu í kosningunum, að þeir fengju sjö mikilvæg ráðuneyti: ráðuneyti landvarna, utanríkis- mála, innanríkismála, efnahags- mála, félagsmála og sveitarstjórn- armála. Kommúnistaleiðtoginn Georges Marchais segir, að flokkur hans muni setja það skilyrði að ráð- herraembættinu verði skipt i sam- ræmi við fylgi þeirra flokka, sem muni standa að myndun vinstri- stjórnar. Hann hefur óskað eftir viðræðum við jafnaðarmenn um samsetningu vinstristjórnar og stefnu slíkrar stjórnar eftir fyrri lotu kosninganna. Eftir þær við- ræður munu kommúnistar líklega ákveða, hvort þeir hafa samvinnu jafnaða í siðari kosningalotunni eða ekki. Samkvæmt skoðanakönnunum fá jafnaðarmenn 30%, en komm- únistar 21 % í kosningunum. — Almáttugur Við erum að hrapa Framhald af bls. 20 krafti í hreyflana að nýju og forða ef til vill 110 manns frá dauða Og næstum jafnskjótt og hryll- ingurinn hafði byrjað. endaði hann Klukkan 10 16 nákvæmlega þrem- ur minútum eftir að fyrsti hreyfill- inn hafði drepið að sér tilkynnti Anllo flugstjóri að þeim hefði tekizt að koma einum hreyfli i gang aftur 10 18 tilkynnir rödd flugstjórans aftur i talstöðina Allir hreyflar komnir i gang! Vélin hafði á fimm mínútum svif- ið niður úr 33 þúsund feta hæð niður í 25 þúsund feta hæð og ekkert virtist biða hennar nema að steypast i sjóinn ..Góðir farþegar. neyðarástand- inu er aflétt Hafið sætisólarnar samt .áfram spenntar Við höldum til Jacksonville, þar sem lent verður," tilkynnti Anllo Grátur breyttist i hlátur og spennan fékk útrás i tárum Þegar vélin lenti heilu og höldnu stóðu farþegarnir upp, klöppuðu og hrópuðu húrra fyrir áhöfninni Rannsókn á biluninni hófst um leið og farþegar voru gengnir frá borði Frú Goodwin sagðist hafa hugsað um kvikmyndina ..Airport". ,.Ég trúi varla að þetta hafi hent mig og það sem meira er að ég skuli vera á lifi til að segja frá þvi — Árásir í Nicaragua Framhald af bls. 1. á vesturbakka Nicaragua-vatns. Bardagarnir stóðu í tvo tíma að sögn Wolfsons, og skæruliðar kveiktu í fjarskiptastöð Þjóðvarð- liðsins, simstöð og pósthúsi. Önnur árás var gerð skömmu síðar og skæruliðar réðust að svo búnu á bæinn Rivas, þar sem kom til harðra vopnaviðskipta að sögn talsmannsins. Talsmaðurinn taldi ástæðu til að ætla, að skæruliðar hefðu ráðizt á Grananda, hörfað fljótt og komið til liðs við skæru- liðasveitina, sem réðst á Rivas. Talsmaðurinn sagði, að þjóð- varðliðar hefði hrundið árásinni á Rivas og skæruliðar hefðu flúið í stolnum bifreiðum. Hann sagði, að þjóðvarðliðar hefðu veitt þeim eftirför til staðar skammt frá landamærunum, en þeir hefðu komizt undan. Sandinistaskæruliðar kenna sig við Cesar Augusto Sandino, liðs- foringja sem stjórnaði uppreisn gegn Bandaríkjamönnum á árun- um e'ftir 1930. Þetta eru umfangs- mestu aðgerðir þeirra síðan í október f fyrra, þegar þeir réðust á stöðvar þjóðvarðliða í sex bæj- um. Stjórnin sagði, að 25 hefðu fallið, þar á meðal skæruliðar, en — Prófkjör Framhald af bls. 3. sætunum samkvæmt prófkjörinu, enda hafi þeir fengið hver fyrir sig atkvæði á a.m.k. helmingi allra gildra prófkjörsseðla. Þó er kjörnefnd heimilt f tillögu sinni að færa frambjóðendur úr einu sæti í annað innan framan- greindra sæta ef hún telur það nauðsynlegt vegna heildarsvips listans, eða að það sé lsitanum til styrktar. Að lokum skal þess getið að yfirkjörstjórn hefur aðsetur sitt i Sjálfstæðishúsinu í Kópavogi þar sem allar upplýsingar varðandi prófkjörið verða gefnar í síma 40708. i/tr.ili lu/J — Greinargerð Framhald af bls. 23 blaðaviðtölum, en ég get ekki borið ábyrgð á uppslætti orða og fyrirsögnum blaða. Virðingarfyllst, Bergur Tómasson, borgarendurskoðandi. Við undirriaðir, kjörnir endurskoðendur Reykjavíkur- borgar, höfum kynnt okkur það sem að framan segir, og erum samþykkir meðferð málsins. Bjarni Bjarnason. Hrafn Magnússon. Meðf.: 1. Ljósrit af mótt. víxlum innheimtudeildar. 2. Ljósrit af minnisblaði Björns Kristjánssonar. Reykjavík, 14. des. 1977. Innheimtudeild hefur í dag móttekið eftirfarandi vixla af Birni Kristjánssyni, endurskoð- unardeild. 1. Samþ. Guðmundur Axelsson, gjaldd. 15/11. '77 Kr. 300.000.- 2. Samþ. Þorsteinn Kristjánsson, gjaldd. 25/12. '78. Kr. 600.000.- 3. Samþ. Bernhard Petersen h.f., gjaldd. 15/12. '77. Kr. 600.000.- 4. Samþ. Bernhard Petersen h.f., gjaldd. 1/10. '78. Kr. 600.000,- Samt.kr. 2.100.000.- F.H. innheimtudeildar, Hjörtur Hjartarsson. Reykjavík, 2. febrúar. 1978. Minnisblað Mánudag 12.- desember 1977, kl. 14.30 til 15.00, afhenti ég borgarstjóra ný gögn i máli borgarlögmanns og ræddi þá um það, að endurskoðunardeild þyrfti að sjá öll þau gögn, sem Páll hefði undir höndum eða i skrifborði sínu, um mál þetta. Borgarendurskoðandi var fjar- verandi vegna jarðarfarar. Um kl. 16.00 hringdi borgarstjóri og sagði að borgarlögmaður hefði sagt upp starfi sínu og aðspurð- u'r af borgarstjóra kvaðst Páll ekki vilja vera viðstaddur, þeg- ar endurskoðunardeild færi i skrifborð hans. Borgarstjóri taldi bezt, að í skrifborð Páls yrði skoðað eftir vinnutíma. Kl. 16.15 mætti ég á skrifstofu borgarstjóra og þar voru mætt- ir auk borgarstjóra, borgarrit- ari og skrifstofustjóri. Nokkru síðar mætti borgarendurskoð- andi og skrifstofustjóri hans. Um kl. 17.00 ræddust þeir við borgarstjóri og borgarendur- skoðandi og var þá rætt um leit í skrifborði borgarlögmanns. Lyklar að skrifborðinu voru á staðnum, nema á einni skúffu, sem hægt var að opna á auð- veldan hátt, án þess þó að spengja upp lásinn og í þeirri skúffu voru þau plögg, sem leit- að var að. Björn Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.