Morgunblaðið - 04.02.1978, Blaðsíða 44
AlWLÝSINfiASÍMIXN EK:
22480
íHírflvmblnöiíi
Lækkar
hitakostnadinn
LAUÍiARDAGUR 4. FEBRUAR 1978
Lengsti gæzluvarðhaldsúrskurður
í hassmáli hérlendis:
Maður úrskurð-
aður í 60 daga
gæzluvarðhald
23 ára gamall maður var
í gær úrskurðaður í allt að
60 daga gæzluvarðhald
vcgna rannsóknar fikni-
efnamálsins mikla, sem nú
er til meðferðar hjá Fíkni-
efnadómstólnum og fíkni-
efnadeild lögreglunnar í
Reykjavfk. Er þetta lengsti
gæzluvarðhaldsúrskurður,
sem kveðinn hefur verið
Kramhald á hls. 24.
Kvikmyndahátíð:
Hafnarbíó á réttinn á
Frissa ketti” hér á landi
99
„MÉR finnst út af fyrir sig allt í
lagi þútt m.vndin verdi sýnd tvisv-
ar, þrisvar sinnum og ég hef
boðið aðstandendum kvikmynda-
hátfðarinnar upp á það. En þetta
er það dýr mynd fyrir llafnarbfó,
að það kemur ekki til greina að
hún verði sýnd sjö sinnum f Há-
skólahfói án þess að nokkrar
greiðslur komi í staðinn", sagði
Jón Ragnarsson, framkvæmda-
stjóri Hafnarbfós, f samtali við
Mbl. f gær, er Mbl. spurði hann.
hvort rítt væri að Hafnarbíó
hefði lagzt gegn sýningum á
teikniinyndinni Frissi köttur á
kvikmyndagátíðinni. Sýningu á
myndinni, sem vera átti í gær-
kvöldi, var frestað þar sem mynd-
in væri ekki komin til landsins.
Jón Ragnarsson sagði, að Hafn-
arbíó hefði keypt réttinn til sýn-
inga á myndinni hérlendis. Hefði
aðstandendum kvikmyndahátið-
arinnar verið bent á Hafnarbíó,
þegar þeir voru að falast eftir
myndinni. Sagði Jón að þá hefði
verið haft samband vió hann og
hefði hann þá ekki tekið illa í það
að myndin yrði sýnd tvisvar,
þrisvar sinnum á kvikmyndahá-
tíðinni. „Síðan heyrði ég ekkert
meir og vissi ekki neitt, fyrr en ég
las í blöðunum að það eigi að svna
Framhald á hls. 24.
J affa-appelsínur:
Ekkert
óvenjulegt
fannst í gær
IIEILBRIUÐISEFTIRI.IT ríkisins lók sýnishorn af Jaffa
appelsfnum frá fimm dreifingaraðilum hér á landi og voru rann-
sóknir á þeim framkvæmdar á rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins,
þar sem kvikasilfursmælingar á fiski eru framkvæmdar. t gær
hafði ekkert óvenjulegt fundi/t f appelssfnunum, en lokaniður-
stöður mælinganna eiga að liggja fyrir á mánudag.
Vegna misskilnings í frétt Mbl. í gær, skal þess getið að umboðs-
aðili Jaffa hér á landi er Eggert Kristjánsson ogCo hf.
Þessa mvnd tók ÓI.K.M. á rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins í
gær, þarsem unnið var að rannsókn á appelsínunum.
Borgarrád vísar máli fyrrverandi
borgarlögmanns til frekari med-
ferðar rannsóknarlögreglustjóra
Veitti móttöku rösklega 5 milljónum í bílastædagjöld, sem
ekkikomufram hjá borgarsjódi. Endurgreiddi tæpar 2millj. kr.
Túrbína
Kröflu í
gang í dag?
EKKI varð af því að túrbína
Kröfluvirkjunar yrði gangsett
í gær, en Einar Tjörvi Elías-
son, verkfræðingur Kröflu-
nefndar, sagði Mbl. í gær-
kvöldi, að reyna ætti að gang-
setja túrbínuna fyrir hádegi í
dag.
Undirbúningsvinnu fvrir
gangsetningu túrhínunnar
lauk um kvöldmatarleytið í
gærkvöldi, en hún hafði tafizt
nokkuð vegna frosts f leiðsl-
um. Þegar setja átti svo túr-
hfnuna í gang í gærkvöldi stóð
öryggisventill á sér og var þá
hætt við gangsefninguna og
henni frestað þar til í dag.
□ ----------------------- □
Sja greinargerð
I i ______á bls. 23______ j
BORGARRÁÐ ákvað í gær
að vísa máli Páls Líndals,
fyrrverandi borgarlög-
manns, til frekari meðferð-
ar rannsóknarlögreglu-
stjóra ríkisins. i greinar-
gerð frá skrifstofu borgar-
stjóra segir að rannsðkn
endurskoðunardcildar,
sem nái allt aftur til ársins
1965, hafi leitt í ljós, að á
árunum 1971—77 hafi Páll
Líndal veitt móttöku bif-
reiðastæðagjöldum að fjár-
hæð samtals 5.069.729, sem
ekki verður séð að skilað
hafi verið í borgarsjóð. Inn
á þessa fjárhæð greiddi
Páll Líndal 9., 14. og 15.
desember sl, samtals
1.973.704 krónur. I grein-
argerðinni segir, að Páll
hafi fengið skýrslu endur-
skoðunardeildar 31. janú-
ar, „en hefur ekki síðan
iinnt tilmælum endurskoð-
iinardeildar um að koma
og gera grein fyrir málinu
af sinni hálfu.“
í tilkynningu skrifstofu borgar-
stjóra segir að í byrjun desember
sl. hafi komið upp grunur um, að í
ákveðnum tilvikum hafi ekki ver-
ið gerð skil til borgarsjóðs á inn-
heimtum bifreiðastæðagjöldum,
sem Páll Líndal, þáverandi borg-
arlögmaður, hafi veitt móttöku í
marz og október 1977. Eftir að
Framhald á bls. 24.
B jarni Sæmundsson:
Fundu töluvert af
góöri loönu í gær
„VIÐ HOFUM fundið tölu-
vert mikið af loðnu síðasta
sólarhringinn og mér lízt
nú óneitanlega betur á
þetta, en satt að segja var
manni eiginlega hætt að
lítast á blikuna“, sagði
Hjálmar Vilhjálmsson,
Gjaldeyrisafgreiðslan:
Bifreiðar, hljómflutningstæki
og heimilistæki ekki afgreidd
„S(J SKIPAN, sem hefur verið á
afgreiðslu gjaldcyrismála frá há-
degi á föstudag, er þannig, að
allar frflistaafgreiðslur fara fyrir
fund gjaldeyrisnefndar bank-
anna, en venjan er að frflistaaf-
greiðslur geri það ekki, nema í
þeim tilfellum, þar sem um gjald-
frest er að ræða,“ sagði Björgvin
Guðmundsson, formaður gjald-
eyrisnefndarinnar, f samtali við
Mbl. í gær. „Það nauðsynlegasta,
eins og hráefni til iðnaðar og
rekstrarvörur atvinnuveganna, fá
skjóta meðfcrð, en tregða er sett á
til dæmis skipagjöld og bifreiðar,
hljómflutningstæki og heimilis-
tæki eru ekki afgreidd."
Björgvio sagði að f vikunni
hefði verið lítill stígandi í gjald-
eyrissölunni, en hins vegar hefði
orðið vaxandi eftirspurn vegna
bifreiða, sjónvarpa, hljómflutn-
ingstækja og heimilistækja. Sagði
hann Iegið á geysilegum fjölda
umsókna í bönkunum, einkum
varðandi bifreiðar. „Eftirsóknin
eftir gjaldeyri vegna þessara vara
hefur vissulega borið einkenni
spákaupmennsku og menn hafa
greinilega viljað fara i gang með
kaup af þessu tagi með tilliti til
einhverra hugsanlegra aðgerða“,
sagði.Björgvin.
Afgreiðsla á ferðamannagjald-
eyri, sjúkra- og námskostnaði var
með eðlilegum hætti í gær og
fyrradag og engar hömlur eru á
gjaldeyrisreikningum.
fiskifræðingur, er Mbl.
ræddi við hann um borð í
Bjarna Sæmundssyni í
gærkvöldi, en í gær fundu
þeir töluvert af loðnu um
50 mílur norður af Mel-
rakkasléttu og þaðan
vestur eftir langleiðina að
Kolbeinsey. Hjálmar sagði
að þetta væri mjög
falleg loðna; hrygnan 16.7
sm og hængurinn 17,7 sm.
„Eini galiinn er sá, að
hér er ekki veiðiveður og
spáin ekki góð“, sagði
Hjálmar.
Hjálmar sagði að Stapavfk frá
Siglufirði hefði tvær undanfarnar
nætur fengið 450 tonn af góðri
loðnu 20—25 mílur norðaustur af
Kolbeinsey. í fyrrinótt fór Bjarni
Sæmundsson þarna yfir og fannst
þá töluvert mikið af loðnu í litlum
torfum.
í gær fundu þeir á Bjarna svo
mjög góðar torfur. „Þessar torfur
lyftu sér þegar dimmdi og voru
fljótlega komnar á 15—25 faðma,
en þá skiptu þær sér“, sagði
Hjálmar. „Eftir sem áður er tals-
vert af þokkalegum torfum hér og
verst að ekki skuli vera veiði-
veður".
Hjálmar sagði að töluvert af
loðnu hefði verið komið norðaust-
Framhald á bls. 24.
Skírnir AK dreginn
tilDanmerkur:
Splunkuný
vél ónýt
ALVARLEG vélarbilun varð í
loðnuskipinu Skírni AK þegar
skipið var að leggjast að
bryggju í Ölafsfirði á mánu-
daginn. Sérfræðingar frá verk-
smiðjunum komu til landsins f
vikunni og úrskurðuðu að vél-
in væri ónýt og setja þvrfti
nýja vél í bátinn.
„Þetta er mikið áfall fyrir
útgerðina og áhöfn bátsins
núna í byrjun loðnuvertíðar-
innar,“ sagði Haraldur Stur-
laugsson framkvæmdastjóri
Haralds Böðvarssonar og CO á
Framhald á bls. 24.