Morgunblaðið - 04.02.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.02.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR 1978 17 Afli Sandgerðis- báta yfirleitt rýr í hita baráttunnar verður Aóalstræti í augum stjórnar „Torfusamtakanna" að dimmu og óaðlaðandi húsasundi, sem helst yrði notað til þess að komast í og úr einhverjum „neðanjarðarbyrgjum". — Hvaða óhlutdrægur maður er þessu sam- mála? , að skyldu að viðhalda mannvirkj- um í sem upprunalegastri mynd. Eitt slíkt svæði var Bernhöftstorf- an, annað verulegur hluti af Kvosinni (sjá mynd). Auk þessa skilgreindum við einnig ENDUR- NÝJUNARSVÆÐI, þar sem við töldum rétt að núverandi mann- virki væru verulega endurbætt og FRAMKVÆMDASVÆÐI, þar sem við töldum að nauðsynlegt uppbygging gæti best átt sér stað á næsta skipulagstímabili, m.a. til þess að unnt væri að hlífa öðrum viðkvæmari svæðum. Um einstök atriði þessara tillagna visast í greinargerðir okkar til Þróunar- stofnunar. Af öðrum breytingartillögum okkar við núgildandi aðalskipulag má nefna tillögu um að Túngata verði ekki tengd Grettisgötu, (m.a. til þess að koma í veg fyrir niðurrif húsa á þessari leið) — að kröfur um bifreiðastæði á lóðum verði minnkaðar til þess að draga úr umferðarálagi og viðhalda sér- kennum þessa borgarhluta, — að auknu fé verði varið til þess að koma í veg fyrir að kyrrstæðar bifreiðar beri umhverfið ofurliði — að göngusvæði verði aukin og umhverfi gangandi fólks verulega bætt — að stuðlað verði að auknu lífi í miðbænum jafnframt því að koma verði í veg fyrir að mið- bæjarstarfsemi leggi undir sig að- liggjandi íbúðarhverfi — að veru- lega aukin áhersla verði lögð á þjónustu almenningsvagna — að trjágróður á svæðinu verði verndaður, — að fólki á öllum aldri verði auðveldað að búa í gamla borgarhlutanum. Við afgreiðslu skipulagstillagna um endurskoðun á skipulagi gömlu hverfanna greiddi stjórnarmaður Torfusamtakanna, sem jafnframt er fulltrúi Alþýðu- bandalagsins f skipulagsnefnd, atkvæði gegn öllum tillögum okkar í þessum málum og þá einn- ig því að Bernhóftstorfan verði friðuð. Ályktun stjórnar Torfusamtakanna Hver er þá stefnan? Hvað er innihaldið í málflutningi þeirra manna sem nú hafa hæst í fjöl- miðlum og á útifundum? Hvaða vandamál þykjast þeir vera að reyna að leysa? I siðborinni ályktun stjórnar Torfusamtakanna sem nýlega birtist i fjölmiðlum er sett fram gagnrýni á þær uppbyggingar- hugmyndir umhverfis „Hallæris- planið" sem að undanförnu hafa verið til umræðu, sem er svo bros- leg að furðu sætir að fullmenntað- ir arkitektar geti átt aðild að henni. I fyrsta lagi er vitnað í skipu- lagslög og fullyrt að hér sé um „ákaflega óeðlileg vinnubrögð" að ræða, sérstaklega þar sem endurskoðað skipulag brjóti I bága við það skipulag sem verið var að endurskoða. Flestum öðr- um þætti vist til lítils unnið ef skipulagið breyttist ekkert við endurskoðun. Af hverju er eðli- legra að taka mið, við gerð deilu- skipulags á þessu svæði, en þeim breytingum á aðalskipulaginu sem borgaryfirvöld hafa nú þegar samþykkt? I tillögum okkar til Þróunar- stofnunar borgarinnar höfum við lagt áherslu á að hér sé einungis um grófa hugmyiid að uppbygg- ingu að ræða. Einnig höfum við lagt áherslu á að komið sé á sam- starfsnefnd sem i eigi sæti full- trúar borgar, eignaraðila og ann- arra hagsmunaaðila sem fullvinni skipulagið áður en það verður tekið til endanlegrar afgreiðslu, og áður en hönnun einstakra mannvirkja hefst, — þá væntan- lega að staðfestu aðalskipulagi. — Formaður Torfusamtakanna a.m.k. ætti að sjá að hér er gert ráð fyrir mun opnari umræðu og samstarfi um skipulag en t.d. hef- ur yfirleitt tiðkast í nýjum hverf- um borgarinnar. Auk þessa höf- um við eindregið lagt til að niður- rif einstakra húsa verði ekki heimilað fyrr en byggingar- nefndarteikningar af væntanleg- um mannvirkjum hafa verið sam- þykktar. Hvað er óeðlilegt við þessi vinnubrögð — hvaða lög hafa verið brotin? í öðru lagi er fullyrt af stjórn Torfusamtakanna að engin bygg- ingarsöguleg könnun hafi farið fram á húsum á svæðinu. Þessi fullyrðing er þeim mun broslegri, þegar haft er í huga að undir hana skrifar fyrrverandi ráðgjafi borgarinnar sem fyrir riiraum 8 árum gerði einmitt slíka könnun fyrir Reykjavíkurborg. Þá voru orð hans þessi „Höfum við áður beðið timbui -húsunum griða á þeim forsendum að þau mynduðu samstæðar heildir, en vendum okkar kvæði f kross f Miðbænum og æskjum þess að timburhúsin hverfi og við eignumst á ný full- skapaðan og samræmdan Miðbæ". Viðvfkjandi Grjótaþorpinu vorum við ósammála álíka dómi — við- víkjandi gömlu húsunum um- hverfis Hallærisplanið leiddi at- hugun okkar til svipaðrar niður- stöðu þótt við teljum æskilegt að hús af þessu svæði verði flutt í Grjótaþorpið til þess að þétta þá byggð sem þar er nú. Þótt öllum sé heimilt að skipta um skoðun er það skelfing lítið trúverðugt hvað höfundur þessarar byggingar- sögulegu könnunar hefur gleymt henni fljótt og skipt mikið um skoðun á ekki lengri tíma. í þriðja lagi efast stjórn samtak- anna um hvort unnt sé að hanna íbúðir á þessu svæði svo þær standist ákvæði byggingarsam- þykktar og hvort hægt sé að tryggja að þær verði notaðar sem íbúðir. Hvort hér er um að ræða vantrú viðkomandi arkitekta á eigin getu eða ekki, skal ég látá ósagt, en hitt vil ég fullyrða að þetta er hægt. Ymsar leiðir eru einnig til að tryggja ákveðna notkun bygginga, t.d. að þinglýsa notkun sem kvöð á viðkomandi fasteign. I fjórða lagi fullyrðir stjörn samtakanna að á því yfirbyggða torgi sem gert þarna er ráð fyrir, geti engan veginn þrifist nein menning heldur þurfi að hafa vopnaðan varðmann með hund til stofnunar borgarinnar um byggð við Hallærisplanið höfum við vopnaðan varðmann með hund til þess að passa fólkið. Þótt stjórn Torfusamtakanna kunni að þekkja dæmi þess að þetta hafi einhvers staðar verið gert, vitum við engin dæmi þess að svona svæði þurfi meiri vörslu en önnur miðbæjarsvæði sérstaklega þar sem gert er ráð fyrir að svæðið verði opið allan sólarhringinn og að þar geti búið rösklega 200 manns. Hvaða hugs- andi maður vill leggjast gegn því að óathuguðu máli, að búið sé til yfirbyggt svæði í hjarta borgar- innar fyrir unga sem gamla í stað þeirra bifreiðastæða sem þar eru nú, — svæði, þar sem unnt væri að halda mótmælasamkomur og hlusta á „poppara" undir þaki, jafnt nætur sem daga, — horfa á listsýningar og leikrit, fá sér kaffibolla og spjalla saman? I fimmta lagi fullyrðir stjórn Torfusamtakanna að viðfangsefni það sem hér sé verið að f ást við sé „flóknara en svo að til séu nokkr- ar „patentlausnir" á því" — og er það orð að sönnu. Krafa um frið- un eða verndun án þess að bent sé á raunhæfar leiðir til þess að framkvæma hana er krafa um slika „patentlausn". Með endur- skoðuðu aðalskipulagi gamalla hverfa borgarinnar er verið að reyna að ráða bug á fjölþættum vandamálum sem sennilega þarf meiri þekkingu á skipulagsfræð- um eða vilja til að skilja, en stjórn Torfusamtakanna hefur yfir að ráða. Þó hefði mátt búast við þvi af formanni Torfusamtakanna sem bæði er fyrrverandi for- maður Arkitektafélags íslands og núverandi ráðgjafi Reykjavíkur- borgar í skipulagsmálum að hún stæði að uppbyggilegri gagnrýni á verk annarra arkitekta, en að staðhæfa að þau „stefni í öfuga átt", — ef markmiðið er að stuðía að betri byggingarlist og betra heildarumhverfi fyrir fólk. G.O. Sandgerði 3. feb. AFLI Sandgerðisbáta var í janúarmánuði 1449 lestir f 408 sjóferðum. Er þetta 140 lestum minni afli en f janúar í fyrra en þá voru farnar 476 sjóferðir í janú- ar enda var tíðarfar þá með eindæmum gott. Milli 30 og 40 bátar róa daglega frá Sandgerði og er afli þeirra yfirleitt frekar rýr en góðir róðrar inn á milli. AflahæstU bátarnir í janúar eru þrír línubátar, Freyja með 118 lestir í 18 sjóf erðum, Gunn- hildur 86 lestir í 17 sjóferð- um og Arnarborg 86 lestir í 19 sjóf erðum. — Jón. Myntsöfnun fyrir byrjendur Þriðji þáttur 1 tveimur undanförnum mynt- þáttum hefi ég komið með nokkrar leiðbeiningar handa byrjendum f myntsöfnun og mun hér haldið áfram á sömu braut. Myntsafnarar skoða ekki hvern pening sem dauðan hlut er ef til vill hefur, eða hafði, eitthvert verðmætagildi, held- ur sem einn í fjölskyldu, sem myntsafnarinn er í vinfengi við. Hver og einn peningur seg- ir hluta af sögu síns tima. Einn eyrir er í augum manna í dag ekki mikils virði, en hann var þa^ fyrir föður minn, sem fékk sem strákur einn eyri á tímann sem sín fyrstu Iaun. Laun, sem auðvitað voru lág og voru meira viðurkenning á vilja hans til að vinna, heldur en einhver ákveðinn taxti. Ég man líka eft- ir karamellukúlum á einn eyri á árunum fyrir stríð. Einseyr- ingar slegnir eftir stríð höfðu hver um sig ekki mikinn kaup- mátt, en voru samt nauðsynleg mynteining þá. Það þarf þvf að líta á einseyringana sem vini sem einu sinni máttu sín ein- hvers, en eru nú búnir að ljúka sínu dagsverki. Þegar þið eignist peninga, hvort heldur eru stórir eða smáir skuluð þið skrifa hjá ykkur hvar þið feng- uð þennan pening. Haldið smá dagbók um peningana og reyn- ið að frétta eitthvað um hvern pening frá þeim sem þið fenguð hann frá. Það getur seinna glætt minningarnar að rifja at- vikin upp og þannig getur litill peningur orðið til að treysta gömul vináttubónd. I dag ætla ég að minnast á einnar og tveggja krónu peninga. Ennþá erum við að fjalla um mynt, sem slegin var eftir að Island varð lýðveldi, exi fyrsta mynt lýðveldisins er frá 1946. Krónupeningar eru með ár- tölunum: 1946, 1957, 1959, 1961, 1962, 1963, 1965, 1966, 1969, 1970, 1971, 1973, 1974, 1975, 1975 og 1977. Það má segja að það séu tveir krónupeningar með ártalinu 1973. Það ár lét Seðlabankinn slá krónupeninga bæði í Kanada og á Englandi, en annars hefir öll lýðveldismynt- in verið slegin á Englandi. Kanadakrónan er öðruvísi en sú enskaað þvi leytinu til, að þar eru 3 í ártalinu 1973 opnari en á enska peningnum. Margir myntsafnarar hafa krónu- peninga frá báðum þessum Mvnl eftir RAGNAR BORG sláttum í safni sínu. Allir krónupeningarnir eru gylltir, nema tveir þeir nýjustu, sem eru úr áli eins og kunnugt er. Tveggja krónu peningurinn var aðeins sleginn fimm sinn- um, árin: 1946, 1958, 1962, 1963 og 1966. Þykki túkallinn er frá árinu 1966. Hann er auðþekkt- ur, er miklu þykkari en venju- lega sláttan og er 2 grömmum þyngri. Munið að nýir peningar eru beztir og veljið því úr þá peninga sem minnst sér-á af sliti og munið að aldrei má fægja peninga. Þegar mynt er sett í albúm er það oftast svo að ártölin eru látin snúa upp. Takið því einn pening af hverri gerð og látið hina hliðina snúa upp svo hægt sé að sjá hvernig báðar hliðar líta út. Skorðið hvern pening vel af svo peningarnir rispi ekki hvorn annan og verndið þá fyrir ryki og óhreinindum. Tveggjakrónumyntin hefir verið innkölluð, en krónumynt- in er enn i umferð. Myntsafnarar Munið aðalfund Mynt- safnarafélags tslands f Norræana húsinu á morg- un, sunnudag, klukkan 2. EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐLNU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.