Morgunblaðið - 04.02.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.02.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR4. FEBRUAR 1978 13 Vöru- nýjungar f RÁÐI er að taka upp hér á Viðskiptasíðunni stuttar kynningar á ýmsum vöru- nýjungum, annaðhvort nýjar í eðli sínu eða nýjar í vöruúrvali fyrirtækisins. Þeir, sem áhuga hafa á að koma á framfæri efni f þennan kynningarþátt, eru beðnir að senda upplýsing- ar til Morgunblaðsins merktar „Vióskiptasíða,". Ekki er stefnt að birtingu á ákveðnum dögum heldur er meiningin að laga sig eftir aðstæðum hverju sinni. Hér að neðan má sjá þrjár vötutegundir sem fyrst eru kynntar í þessum þætti. Baader-þjónustan h.f. hefur hafið innflutning hálf-sjálvirkrar bindivélar. Vélin bindur utan um pakka af hvaða stærð sem er og eru afköstin aLlt upp í 17 bindingar á mínútu. Ekki eru lengur notaðar járnklemmur heldur er bandið brætt saman. Frek- ari upplýsingar gefur Baader-þjónustan, sími 85511. Toyota-umboðið flytur nú inn vörulyftara og er boðið upp á lyftigetu allt frá 700 kg til 30 tonna. Lyftara þessa er hægt að fá hvort heldur sem er drifna með rafmagni, gasi, bens- íni eöa díselolíu. Frekari upplýsingar gefur Toyota- umboðið, Kópavogi, sími 44144. Landvélar h.f. í Kópa- vogi hafa nú hafið sölu á vörubílskrana, sjókrana, svo og svonefndum upp- lyftingum fyrir vörubíla. Upplyftingar þessar geta lyft vörum allt að einu tonni en frekari upplýsing- ar gefa Landvélar sími 76600. Kílóvara íslenzku póststjórnarinnar Heldur hefur orðið strjálla á milli þátta að undanförnu, og stafar það eingöngu af heilsu- farsástæðu umsjármannsins. Kemst vonandi regla á þá fram- vegis, og má þá einnig vera, að þeim fjölgi eitthvað, ef svo ber undir. Ég minntist á það í þætti fyrir jól, að ég hefði hug á að ræða svolitið um kílóvöru ísl. póststjórnarinnar. Nú hef ég at- hugað þetta mál nokkuð og sett saman um það grein, sem ég hef hug á að birta í heild í blaði frímerkjasafnara, Grúski. Þar sem nokkuð mun dragast að sú grein komi út og ég geri auk þess ráð fyrir, að margir aðrir en lesendur téðs blaðs geti haft gaman af að kynnast þessu máli, vil ég rekja aðalefni greinarinnar í þessum þætti. Frfmerkjasafnarar vita að sjálfsögðu allir, við hvað er átt með orðinu kílóvara. Það er haft um frímerki þau, sem póst- stjórnin lætur klippa af póst- ávísunum og fylgibréfum og selur síðan söfnurum og kaup- mönnum. Sá háttur er hafður á sölunni, að 250 g af afklipping- um er sett í pappaöskju og hún síðan innsigluð. Síðan er aug- lýst eftir tilboðum og veittur tiltekinn frestur til að skila þeim til póststjórnarinnar. Hver maður má gera tilboð í 12 öskjur hið mesta eða 3 kg, en ég hygg, að flestir Iáti sér nægja að bjóða í eina til tvær öskjur. Þegar úthlutunin fer fram, er tilboðum raðað upp og byrjað á þeim, sem hæst býður, og svo haldið niður á við, meðan öskj- urnar endast. Af sjálfu sér leiðir, að því er haldið leyndu, hversu hátt boðin fara, en hins vegar greint frá, hvert var lægsta boð, sem tekið var. Geta menn þá miðað við næstu út- hlutun á undan, þegar þeir senda tilboð sin, því að eðlilegt má telja, að boðin hækki með vaxandi dýrtið og verðfellingu krónunnar. Þegar póststjórnin auglýsti eftir tilboðum í síðustu kíló- vöru i vor leið, var tekið fram, að 250 g næst á undan hefðu farið lægst á 11.500 kr. En þegar menn fengu tilkynningu um siðustu úthlutun, kom í ljós, að 14.750 kr. var lægsta boð, sem nú kom til greina — eða tæplega 30% hækkun. Hér við bætist svo sá dæmalausi 20% söluskattur, sem innlendir kaupendur verða að greiða, en hinir erlendu sleppa við. Er þetta mjög óréttlát skatt- lagning, sem gerir samkeppni innlendra safnara og kaup- manna við erlenda aðila mjög örðuga. Þá bætir og ekki úr skák hið lága gengi islenzkrar krónu gagnvart erlendum gjaldmiðli. Ég hygg líka, að verulegur hluti árlegrar kíló- vöru fari út úr landinu — eða þá, að islenzkir safnarar taki á sig þá afarkosti, sem hér hefur verið lýst, og bjóði í og það oft hátt i von um úrlausn. Ekki hef ég spurzt fyrir um það, hversu mörg kílö komi ár- lega til úthlutunar, eri grun hef ég um, að þeim fari fækkandi með aukinni notkun frímerkingavéla. Þetta verður þá enn til að auka samkeppnina milli væntanlegra kaupenda — og hækka verðið. Fyrir nokkrum árum sendi ég stundum tilboð og hlaut stöku sinnum boð. Siðan þóttist ég sjá það, raunar án nokkurrar sér- stakrar rannsóknar, að þetta væru nokkuð hæpin kaup, ef eingöngu ætti að miða til beinna peninga. Fram hjá hinu verður svo ekki gengið, að í kílóvöru póststjórnarinnar er alltaf allmikið af hærri verðgildum, sem menn sjá sjaldan á almennum sending- um og tæplega á ábyrgðarbréf- um heldur. Þessi verðgildi auka því sókn manna í kílóvöruna. Þrátt fyrir þessa staðreynd hætti ég um nokkur ár að senda tilboð, en á stundum bauð ég of lágt og missti því af. Á síðasta vori sendi ég tilboð í eina öskju og hlaut fyrir 15.000 kr., en varð vitaskuld að bæta við 3.000 kr. til Matthíasar fjármálaráðherra — og þótti aö vonum blóðugt. En ég varð sem sagt -einn af þeim heppnu, sem varð nærri neðra markinu. Mátti ég því una allvel mínum hlut. En hvað hafði ég svo upp úr krafsinu? Ég gerði mér það til dundurs og nokkurs lærdóms á liðnum haustdögum að kanna þessa kílóvöru mína nákvæmlega og leggja á hana verðmætamat. Eg birti hér skrá yfir öll þau merki, sem voru i þeirri öskju, sem ég hreppti, en sjálfsagt er, að nokkru munar frá einni til annarrar, svo að menn fá ekki allir sams konar merki eða jafn- an fjölda af hverju þeirra. Þó er ég þeirrar skoðunar, að reynt sé að jafna hæstu verðgildum nokkurn veginn jafnt niður. Ég veit a.m.k. um það, að úr annarri öskju komu jafnmörg eintök af 250 kr. merkinu með mynd af Herðu- breið og hjá mér — eða fimm. Annars mætti segja mér, aó ekki muni verulega á milli, svo að könnun mín á einni öskju geti gefið sæmilega visbend- ingu um raunverulegt verðmæti hverrar öskju eða 250 gramma. Ég vil svo enn leggja áherzlu á það, svo að ég verði ekki vændur um einhliða áróður eða jafnvel „atvinnu- róg" í garð póstmanna, sem njóta andvirðis seldrar kiló- vöru, að hér fá menn á móti eitthvað af sjaldséðari merkj- um á venjulegum sendingum. Menn verða einungis að gera upp hug sinn, hversu miklum fjármunum þeir vilja fórna til þess að ná í þessi háu verðgildi úr kílóvörunni. En nú skulum við líta á niðurstöðu mína. Ég kannaði öll frímerkin nákvæmlega, þegar upp hafði verið leyst og flokkaði síðan eftir sænska verðlistanum Facit. Fylgir sú flokkun hér í sérstakri skrá. Ég býst við, að hún sé þannig samin, að menn geti áttað sig á henni og haft hennar full not. í dálkinum um fjölda merkja sjá menn tölu í sviga. Þar er átt við ónýt merki, en hin talan á við heil merki. Verðlagningin í síðasta dálki er að sjálfsögðu miðuð við heilu merkin einvörðungu. Otg.ár Tt'gund Facit Fjolili Verð Samtals 1962 Evrópa 401 2(2) 0.70 1.40 1963 Gegn hungri 407 6 1.10 6.60 1963 Gegn hungri 408 6 0.80 4.80 1963 Evrópa 411 (I) 1964 Lýðv. 20 ára 417 1 7.00 7.00 1964 Blóm III 418 1(2) 0.50 0.50 1964 Blóm III 421 3 0.50 1.50 1964 Olympía 424 3(3) 2.50 7.50 1965 Evrópa 432 1(1) 1.25 1.25 1965 Evrópa 433 (1) 1968 Blóm IV 452 2 0.50 1.00 1968 Blóm IV 453 8(3) 0.50 4.00 1968 Evrópa 455 3 0.90 2.70 1968 Séra Friðrik 458 5 1.25 6.25 1969 Norðurlönd 464 9 0.80 7.20 1969 Evrópa 465 2 1.10 2.20 1969 Lýðv. 25 ár 467 7 2.25 15.75 1969 Lýðv. 25 ár 468 1 12.00 12.00 1970 Landslag II 471 13(4) 0.50 6.50 1970 Landslag II 472 8(2) 0.50 4.00 1970 Landslag 473 8(3) 0.50 4.00 1970 Landslag II 474 18(2) 1.65 29.70 1970 Handrit 477 13(1) 1.50 19.50 1970 Handrit 478 23(9) 3.00 69.00 1970 Evrópa 479 (2) 1970 Evröpa 480 42(4) 2.75 115.50 1970 Grímur Thomsen ' 482 15(2) 1.25 18.75 1970 Listahátíð V' 483 95(15) 6.50 617.50 1970 Náttúruvernd 484 4(2) 0.50 2.00 1970 Náttúruvernd 485 14(3) 1.30 18.20 1970 Samein. þj. 486 3 1.50 4.50 1971 Flóttamannahj. 487 9(3) 0.85 7.65 ! 1971 Evrópa 489 12(3) 1.30 15.60 1971 Póstgfró 490 3(2) 0.60 1.80 1971 Þjóðvinafélag 492 84(13) 3.50 294.00 1971 Þjóðvinafélag 493 25(2) 12.00 300.00 1971 Fiskiðnaður 494 24(3) 0.50 12.00 1971 Fiskiðnaður 495 2(2) 0.75 1.50 1971 Fiskiðnaðúr 496 38(17) 2.20 83.60 1972 Herðubreið 497 5 10.00 50.00 1972 Evrópa 498 3(1) 1.00 3.00 1972 Evrópa 499 3(1) 1.50 4.50 1972 Skákmerki 501 18(1) 1.70 30.60 1972 Ylrækt 502 3 0.90 2.70 1972 Ylrækt 503 7 1.40 9.80 1972 Ylrækt 504 16(4) 4.75 76.00 Frimerki eftirJONAÐAL- STEIN JÖNSSON HÁ SKRÁIN Samkv. ofangreindri skrá eru heil merki 568, en gölluð 114 eða samtals 682 frímerki. Þau virðast því hafa verið heldur færri hér en í kílövöru þeirri, sem Sigurður H. Þorsteinsson skrifaði um í frímerkjaþætti sínúm í Tímanum 1. nóv. sl. Ekki er ástæða til að fara mörgum orðum um skrána, enda skýrir hún sig sjálf, og úr henni má Iesa á ýmsa lund. Rétt er þó að athuga aðeins hvað kom úr þessari öskju af háum verðgildum og hversu mikill hluti þau eru af heildar- verðmæti hennar. Af 250 kr. merkinu frá 1972 (Herðubreið) voru 5 eintök og öll heil. í rauninni hefði mátt búast við fleiri merkjum af þessu verðgildi, en vel má vera, að reynt hafi verið að jafna þessum eftirsóttu merkjum nokkurn veginn í hverja öskju, sbr. það, sem áður segir. Næst verður fyrir 100 kr. frímerkið með mynd af Tryggva Gunnarssyni frá 1971 (Þjóðvinafélagið). Þar reynd- ust 25 heil merki og einungis 2 gölluð. Er þetta í reynd bez.ti bitinn í kílóvörunni. Af næsta 100 kr. merki á undan, þ.e. Lýð- veldismerkinu frá 1969, var aðeins eitt og heilt. Gat þetta svo sem ekki minna verið, enda er líklegt, að merkjum fyrir 1970 fækki verulega með hverri nýrri kilóvöru. Langmest reyndist vera af 50 kr. merkinu frá Listahátíð 1971 eða 95 heil merki, en líka óvenjumörg gölluð — eða 15. Gerir þetta merki tæpan þriðjung af verði öskjunnar. ¦ Þetta er allgott merki og hækkar sennilega smám saman í verði. Að fjölda til kom svo 30 kr. Þjóðvinafélagsmerkið frá 1971 En hvað fæst svo fyrir öll framangreind merki, ef þau eru seld núna? Samkv. Facit 1976/77 er verð þeirra 1883.55 s. kr. Ég geri tæplega ráð fyrir, að seljandi fái meira en 25% til jafnaðar af því verði — eða þá 470,89 Verða það þá 21.190 ísl. krónur, ef miðað er við 45 krón- ur fyrir hverja sænska. Ef hins vegar er miðað við 30% af lista- verði, verða þetta 565.07 s.kr. — eða 25.428 ísl. kr. Ég hygg, að það sé hið hæsta verð, sem búast má við að geta fengið. Hvernig lítur þá framan- greint dæmi mitt út? Ég gaf sem sagt 18 þúsund krónur fyrir 250 g — eða eina öskju. Samkv. því verður ágóói minn annaðhvort 3.190 krónur eða ef bezt lætur 7.428 krónur. Áf þessari upphæð á svó eftir áð draga frá vinnulaun fyrir að leysa merkin upp og flokka. Að þvi loknu verður tæplega nokkuð eftir nema ánægjan ein, en hún er vissulega ekki svo lítils virði. . ' Þetta dæmLhef ég sett upp ¦< bæði til fróðleiks fyrir safnara og eins til þess að benda á, að þessi viðskipti við islenzku póststjórnina við kaup á kíló- vöru hennar færa mönnum síður en svo verulegan hagnað í aðra hönd, ef einvórðungu er hugsað til þess^ Þá geta og þeir, sem keypt hafa kílóvöru og til þess hafa þolinmæði, borið það sem úr þeirra öskjum hefur komið, saman við nióurstöðu mína. Eins er ekki óhugsandi, að ég birti hér síðar slíkan samanburð við innihald annarr- ar öskju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.