Morgunblaðið - 04.02.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.1978, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR 1978 Hitaveita hækk- ar um 18% GJALDSKRÁ Hitaveitu Reykjavíkur hækkaði frá og með 1. febrúar s.l. um 18.5% þannig að fyrir af- not heitavatnsins skal nú greiða samkvæmt vatns- mæli 75 krónur fyrir hvern rúmmetra vatns í stað 63.25 króna áður, en þetta þýðir í tekjuauka fyrir hitaveituna í kringum 400 milljónir króna á ári, að því er Jóhannes Zoéga Hitaveitustjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Arlega eru um 34 milljón tonn af heitu vatni deilt til íbúa á veitusvæði Hitaveitu Reykjavík- ur, þannig að bein gjöld hitaveit- unnar af þessu eru um 2.5 milljarðar króna á ári. Eftir þessa hækkun heita vatnsins verður kynding húsa með hitaveitu um 26% ódýrari en hitunmeðolíu.en var áður um 24%, sagði Jóhannes Zoéga ennfremur. GRIMSSTADIR vhm 15 i ALFTAGEROI vhm 40 é E % 50 • A 40- ^ s S - 50 • f v a y • J 1977 A 5 C \i j 1977 199 5 I6J Línuritið sýnir landrisið við Grímsstaði við Mývatn á árinu 1977, en þá var risið þar um 18 sm. hraðast f jarðskjálftahrinunni samfara aprflgosinu. Nú í janúar sjást þess merki að sig sé b.vrjað við norður- og norðausturstróndina. Athugið að vorflóðin hafa áhrif á vatnsborðið. Land aftur tekið að síga við Mývatn IYIIKIL hreyfing hefur verið á landi við Mývatn sfðan eldsum- brotin hófust þar og órói af jarð- skjálftum. Samkvæmt mæling- um, sem Sigurjón Rist hefur á hendi við vatnið lftur út fyrir, að norður- og norðausturströndin sé nú tekin að sfga, þótt hægt fari. Miðað við að staða Álftagerðis hafi haldizt óbreytt f janúar, hafa Grímsstaðir sigið um 2 sm og Útför Jóns Jóns- sonar á Lofts- stöðum í dag JÖN Jónsson, fyrrum bóndi á Loftsstóðum f Gaulverjabæjar- hreppi, er nýlátinn. Fer jarðarför hans fram í dag frá Gaulverja- bæjarkirkju, en húskveðja verður að Loftsstöðum kl. 1.15. Jón heitinn Jónsson var með kunnari bændum á Suðurlandi Um áratugaskeið, eri'á árúm áður stundaði hann einnig ' sjó- mennsku. Síðustu æviárin bjó Jón á Sel- fossi, en han tók þó áfram þátt í bústörfum á Loftsstöðum þVátt fyrir að aðrir eigendur hefðu.tek- ið við jörðinni. Vogar um 4 sm. Þessar tölur, sem Sigurjón lét Mbl. hafa, eru sam- kvæmt samanburðarmælingum 1. febrúar s.l., en mælingarnar gerðu þeir Dagbjartur-Sigurðsson í Alftagerði, Steingrímur Jóhannsson á Grfmsstöðum og Hallgrfmur Þorhallsson f Vogum. Þegar Mbl. birti síðast fréttir af mælingum á þessum stöðum um áramótin, hafði land risið hjá Vogum um 36 sm og hjá Gríms- stóðum um 18 sm, aðallega á síðastliðnu ári, en hraðast var ris- ið í jarðskjálftahrinunni samfara aprílgosinu. Er land ris hjá Grímsstóðum, lækkar vatnsborðs- staðan eins og sést á línuriti Grímsstaðamælis, sem við birtum hér með. Annars er vatnsborðið á sí- felldu kviki, segir Sigurjón. 1 mai kemur vorfylla í vatnið. Þá hækkar vatnsborðið hjá báðum mælunum, en þá er það vindstefn- an sem riiestu ræður. I norðanátt lækkar vatnsborðið í Ytri-Flóa, en , hækkar í Syðri-Flóa, en hið gagn- stæða á sér stað í sunnanátt, eins og ^uðveldlega má greina þegar línuritin eru borin saman. Kvaðst Sigurjón hafa þann hátt á, að Kristjana Ásbjörnsdóttir, hús- Framhald á bls. 24 Sjálfstæðisflokkur í Reykjavík: Kosningu kjörnefndar vegna próf kjörsins lýkur á mánudaginn KOSNINGU til kjörnefndar vegna skipunar prófkjörlista Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna lýkur á mánudag og skulu fulltrúaráðs- meðlimir skila kjörseðlum per- sónulega í Valhöll fyrir klukkan 18 á mánudag. Til kjörnefndar bárust 13 fram- Framhald á bls. 24 Frá hófinu að Hótel Loftleiðum í gærkvöld. Byrjad að tefla á Reykja- vflmrskákmótinu í dag Dregið var um töfluröð keppenda á Hótel Loftleiðum í gærkvöldi KEPPENDUR á Reykja- víkurskákmótinu drógu um töfluröð mótsins í gærkvöldi, en á undan bauð Einar S. Einarsson forseti skáksambandsins alla keppendur vel- komna. Þá ávarpaði Guð- mundur Arnlaugsson yf- irdómari mótsins gesti áður en keppendur drógu um töfluröðina úr^m- slagi hjá honum og sagði hann m.a. að eftir endur- skoðun á skákstigum keppenda hefði það kom- ið í Ijós að mótið færi í tólfta styrkleikaflokk en hafði verið sett í 11. flokk, og væri þetta lang- sterkasta skákmót sem haldið hefði verið hér- lendis. Röð keppenda verður sem hér segir: 1) Helgi Ólafsson, 2) William Lombardy, Banda- ríkjunum, 3) Bent Larsen, Margeir Pétursson dregur um töfluröð sína f Reykjavfkurskákmót- inu í gærkvöld. Walther Shawn Browne, stór- meistari frá Bandarfkjunum. D:nmörku, 4) Vlastimil Hort, Tékkóslóyakíu, 5) Leif Ögaard, Noregi, 6) Walter Shawn Browne, Bandaríkjunum, 7) Jón-'L. Arnason, 8) Anthony Miles, Bretlandi, 9) Lev Polu- gaevsky, Sovétríkjunum, 10) Jan Smejkal, Tékkóslóvak- íu, 11) Margeir Pétursson, 12) Gannedy Kuzmin, Sovét- ríkjunum, 13) Friðrik Ólafs- son, 14) Guðmundur Sigur- jónsson, því tefla saman í fyrstu umferð í dag þeir: Helgi og Guðmundur, Lombardy og Friðrik, Larsen og Kuzmin, Hort og Margeir, Browne og Polugaevsky, Jón og Miles, en skák þeirra Ögaards og Smejkal var frestað fram á miðvikudag vegna þess að Smejkal kemur ekki til landsins fyrr en seint í kvöld. Þá voru þeir Hort, Larsen og Friðrik tilnefndir í sérstakan dömstól til aðstoðar Guðmundi Arnlaugssyni yfirdómara og til vara voru þeir Polugaevsky og Miles tilnefndir. Anthony Miles frá Englandi. stórmeistari Olafsvík: Óánægja vegna breyt- ingar á launagreidslum OKlafsvfk. 3. frhrúar. ALLMIKIL óánægja er nú meðal verkafólks í fisk- vinnslustöðvunum í Ólafs- vík vegna þess að í vænd- um mun vera, og raunar að nokkru leyti komin á, breyting á greiðslufyrir- komulagi launa þannig að í stað þess að fyrirtæki greiði í reiðufé, þá greiða þau launin inn á bankabók eða hlaupareikning á nafn viðkomandi launþega í úti- búi Landsbanka íslands f Ólafsvfk. Svo er að skilja, að útibú Lands- bankans hér hafi beint þeim til- mælum til forráðamanna fisk- vinnslustöðvanna, að þeir kæmu þessari tilhögun á. Raunar gat fréttaritari ekki fengið þetta stað- fest, því útibússtjóri Landsbank- ans vildi ekkert láta hafa eftirsér varðandi þetta. Bakki sf. greiddi vinnulaún með þessum hætti nýlega og tókst gott samkomulag, þannig að fólk gat sagt til um, hvort það vildi' frekar fá laun sín í reiðufé, og fengu þeir það sem vildu. í dag Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.